Stéttarfélög

Fréttamynd

Ein­lægur samnings­vilji ekki dugað til

Samtök atvinnulífsins segja einlægan samningsvilja hafa verið til staðar í kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ en þrátt fyrir hann liggi fyrir að ekki verði haldið áfram með viðræðurnar í óbreyttu formi. 

Innlent
Fréttamynd

Segja SA hafna sinni nálgun um þjóðar­sátt

Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. Hún hvetur SA til að rýna betur tillögur hennar og endurgjalda auðsýndan samningsvilja.

Innlent
Fréttamynd

Lítill gangur í við­ræðum

Formaður félags stjórnar fagfélaga telur að ekki beri mikið í milli í kjaradeilu þess og Samtaka atvinnulífsins. Lítill gangur hafi þó verið í viðtæðum og því hafi ákvörðun verið tekin um að koma deilunni í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara.

Innlent
Fréttamynd

Fag­fé­lögin flagga palestínska fánanum

Fagfélögin fordæma yfirstandandi árás Ísrael á Gasa og skora á íslensk stjórnvöld að leita allra leiða til að þrýsta á að endir verði bundinn á hörmungarnar. Þetta kemur fram sameiginlegri yfirlýsingu fagfélaganna en þau samanstanda af MATVÍS, RSÍ, VM og Byggiðn.

Innlent
Fréttamynd

Tekur fyrir að hafa sagt að Marta María sé ekki blaða­maður

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir ekki rétt að hún hafi sagt að Marta María Winkel væri ekki blaðamaður. Marta María hafði greint frá því að hún hafi skipt um félag eftir að hafa heyrt af ummælum sem Sigríður átti að hafa látið frá sér að samningafundi.

Innlent
Fréttamynd

Vil­hjálmur segist ó­á­nægður með Sam­tök at­vinnu­lífsins

Formaður Starfsgreinasambandsins segir nokkur ljón í veginum í kjaraviðræðum við SA en fólk sé sammála um að ryðja þeim úr vegi. Hann telur að aðildarfélög SA hafi ekki sýnt nógu skýrt að þau ætli að halda aftur af hækkunum. Framkvæmdastjóri SA fagnar yfirlýsingu Haga um að félagið ætli að halda aftur af sér.

Innlent
Fréttamynd

Segja Hjálmar stað­festa trúnaðar­brest með öðrum orðum

Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið.

Innlent
Fréttamynd

Annað á­lit segir að líf­eyris­sjóðir megi fella niður vexti

Í áliti Magna lögmanna, sem unnið er fyrir Verkalýðsfélag Grindavíkur, segir að lífeyrissjóðnum Gildi sé heimilt að fella niður vexti og verðbætur sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðar­sátt – um hvað og fyrir hverja?

Kjarasamningar starfsfólks hjá ríkinu og sveitarfélögum sem eru innan BSRB, BHM og KÍ renna flestir út þann 31. mars næstkomandi en kjarasamningar verkalýðsfélaga innan ASÍ og á almenna markaðnum renna út um næstu mánaðarmót. Það er mikilvægt að vel takist til við samningaborðið því stétta- og verkalýðsfélögin og bandalög þeirra verða að ná góðum árangri fyrir félagsfólk sitt. Launafólk verður að fá fullvissu um að kjarasamningar hverju sinni séu skref fram á við, bæði í beinhörðum launagreiðslum og öðrum þáttum sem hafa mikil áhrif á afkomu fólks og gangverk samfélagsins í heild.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­vinnu­verk­efni um lægri verð­bólgu og vexti

Jákvæður tónn var sleginn í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og stærstu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði þegar sameiginleg yfirlýsing var send út nú rétt fyrir áramót. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tiltekið mikilvægi þess að semja til lengri tíma svo auka megi fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu. 

Skoðun
Fréttamynd

„Við erum bara að vinna vinnuna“

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að fundað sé stíft í Karphúsinu og sú staða verði áfram næstu daga. Breiðfylking stéttarfélaga og SA nálgist verkefnið af mikilli einlægni.

Innlent
Fréttamynd

Lagt upp með fjögurra ára samning

Breiðfylking stéttarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa til skoðunar fjögurra ára kjarasamning. Launatölur hafa verið lagðar á borðið en formaður VR segir launaliðinn algjört aukaatriði þegar kemur að mögulegum ávinningi verkafólks. Stjórnvöld þurfi að stíga skrefið inn í viðræðurnar.

Innlent
Fréttamynd

Sjó­menn og vél­stjórar vilja Gildi út

Aðalfundur Sjómanna- og vélastjórafélags Grindavíkur krefst þess að lífeyrissjóðurinn Gildi segi sig úr Landssambandi lífeyrissjóða. Þannig hljóðaði önnur tveggja ályktana sem samþykktar voru á fámennum aðalfundi sem fram fór í húsi fagfélaganna að Stórhöfða 29 í Reykjavík í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mikil ó­á­nægja á skrif­stofu Sameykis

Óánægju hefur gætt meðal starfsmanna stéttarfélagsins Sameykis, meðal annars með framgöngu formannsins Þórarins Eyfjörð. Þetta herma heimildir fréttastofu en viðmælendum ber ekki saman um andrúmsloftið á skrifstofunni nú né í hvaða farveg mál hafa verið sett.

Innlent
Fréttamynd

Lífs­kjara­samningur gerður upp

Í grein hagfræðings BHM sem kom út í ritinu Vísbendingu fyrir helgi er varpað ljósi á kaupmáttarþróun launafólks frá 2019 til 2023. Á tímabili sem kallað hefur verið „lífskjarasamningurinn“ og „brú að bættum lífskjörum“ eða framlenging lífskjarasamningsins.

Skoðun
Fréttamynd

Flugumferðarstjórar bjóði upp á gula við­vörun

Forstjóri Icelandair líkir verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra við óveður sem olli félaginu um eins milljarðs króna tjóni fyrir sléttu ári. Aðgerðirnar valdi félaginu miklu tjóni en bitni fyrst og fremst á fólki sem stefnir á ferðalög í kringum hátíðirnar.

Innlent
Fréttamynd

Verk­fallið boðað með lög­mætum hætti

BSRB, fyrir hönd Félags íslenskra flugumferðarstjóra, hefur verið sýknað af kröfum Samtaka atvinnulífsins. SA kröfðust þess að viðurkennt yrði með dómi Félagsdóms að verkfall sem Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað og koma á til framkvæmda 18. desember 2023, klukkan 4:00, væri ólögmætt.

Innlent
Fréttamynd

Verk­falls­að­gerðir raski plönum mörg þúsund far­þega

Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 

Innlent
Fréttamynd

„Það er brjál­semi að halda þessu fram“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að hún hafi komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í húsakynnum Eflingar sem annað starfsfólk hafi ekki haft aðgang að. Hún segir um að ræða lygar og rógburð.

Innlent