Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2025 13:31 Fyrir góðum tuttugu árum síðan sat ég á bar með góðri vinkonu minni, nánar tiltekið á Ölstofu Kormáks & Skjaldar í þeim reykjarmekki sem þá þótti eðlilegur fyrir bari. Vinkona mín bjó erlendis og alltaf þegar hún kom heim settumst við niður og fórum yfir málin. Oftast kom hún með eitthvert nýtt sjónarhorn og einmitt þarna sat hún og sagði mér að það væri gott að búa á Íslandi. Lífsgæði væru frekar mikil og þægilegt að vera til. Ég reyndi eitthvað að malda í móinn, hér væri bæði vont veður og spilling og eflaust tíndi ég fleira til sem þá var í deiglunni. Hún gaf sig ekki, en bætti því að það sem gæti gert Ísland betra væri fólksfjölgun. „Við þurfum að ná milljón,“ sagði hún, það væri einfaldlega betra að vera fleiri við að halda úti góðu og réttlátu samfélagi. Ljóst var að við myndum ekki ná því hratt með tveimur komma eitthvað börnum á hverja konu samkvæmt mældri fæðingartíðni þess tíma. Fólksfjölgunin þyrfti að koma til með öðrum hætti. Úr 1% í 17% Þetta ár var 1% félagsfólks VR af erlendu bergi brotið og um 7% starfandi á vinnumarkaði voru innflytjendur. Frjálst flæði fólks hafði tekið gildi, nokkuð sem margir óttuðust að myndi fara illa með bæði vinnumarkað og samfélag. Og þótt fjöldi fólks væri jákvæður gagnvart aukinni fjölbreytni, þá var það ekki algengt sjónarmið að fólksfjölgun með innflutningi ætti beinlínis að vera markmið í sjálfu sér. Síðan þá hefur mikið breyst. Um 17% félagsfólks VR kemur erlendis frá og starfar við ýmis ólík störf. Sum þeirra standa vaktina í Krónunni og önnur leggja lóð á vogarskálarnar við framleiðslu gervilima hjá Össuri. Hjá Alvotech starfar fólk af yfir sextíu þjóðernum og allir sem starfa hjá CCP vita að fjölbreytni er stór þáttur í velgengni fyrirtækisins. Og þegar þú tekur flugið úr landi með Icelandair er ekki ólíklegt að við innritunarborðið sitji aðfluttur Íslendingur sem hefur skapað sér líf á Íslandi. Upptalning eins og þessi gæti haldið áfram lengi, enda er atvinnuþátttaka innflytjenda hærri en innfæddra og það er óhætt að segja að án aðflutts fólks væri gott sem ómögulegt að reka fjölda fyrirtækja og stofnana. Hins vegar er verðugt að staldra við og spyrja hvernig tekist hefur til við að búa til eina heild úr okkur öllum sem nú lifum og störfum á Íslandi. Átaksverkefni um inngildingu VR hleypir í dag af stokkunum átaksverkefni um inngildingu á vinnustöðum. Á árum áður var venjan að tala um aðlögun og í henni fólst að aðflutt fólk ætti að aðlagast þeim sem fyrir voru. Minnihlutinn átti að verða eins og meirihlutinn. Við sem höfum tekið þátt í jafnréttisbaráttunni þekkjum þá áherslu vel frá fyrri tíð að konum á vinnumarkaði væri gert að aðlagast ríkjandi karlamenningu ef þær ætluðu sér framgang í starfi eða yfirleitt til að geta haft skoðanir á málefnum líðandi stundar. Síðar kom í ljós að ríkjandi karlamenning var kannski ekkert sú besta, hvorki fyrir starfsemina né starfsandann. Inngilding færir ábyrgðina hins vegar yfir á hópinn í heild sinni. Í henni felst að við aðlögumst hvert öðru og leyfum fjölbreytileikanum að njóta sín, okkur öllum til heilla. VR hefur iðulega staðið fyrir átaksverkefnum sem fela í sér vitundarvakningu um samfélagsgerðina og áhrif rótgróinna hugmynda á vinnustaðamenningu. Við hefjum nú upp raust okkar, að frumkvæði jafnréttis- og mannréttindanefndar félagsins, til að stuðla að því að innflytjendur á vinnumarkaði njóti sanngjarna kjara og fái móttökur og stuðning sem gerir þeim kleift að ná rótfestu í samfélaginu. Við hvetjum hvert annað til að horfa til þess hvað við getum gert í okkar eigin starfsumhverfi og með hvaða hætti við getum stuðlað að inngildingu, fremur en útilokun og afturför. Við erum ekki orðin ein milljón, eins og vinkona mín óskaði okkur fyrir tuttugu árum síðan. Við erum hins vegar hætt að reykja inni á skemmtistöðum (blessunarlega) og við höfum lært ýmislegt sem gerir okkur betri í að vera samfélag. Okkur hefur fjölgað, en við eigum talsvert í land með að tryggja að við eigum öll pláss í stærra samfélagi, fáum öll notið virðingar og verðleika okkar. Leggjumst á eitt um að tryggja inngildingu á vinnumarkaði. Kynntu þér málið á www.vr.is. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Fyrir góðum tuttugu árum síðan sat ég á bar með góðri vinkonu minni, nánar tiltekið á Ölstofu Kormáks & Skjaldar í þeim reykjarmekki sem þá þótti eðlilegur fyrir bari. Vinkona mín bjó erlendis og alltaf þegar hún kom heim settumst við niður og fórum yfir málin. Oftast kom hún með eitthvert nýtt sjónarhorn og einmitt þarna sat hún og sagði mér að það væri gott að búa á Íslandi. Lífsgæði væru frekar mikil og þægilegt að vera til. Ég reyndi eitthvað að malda í móinn, hér væri bæði vont veður og spilling og eflaust tíndi ég fleira til sem þá var í deiglunni. Hún gaf sig ekki, en bætti því að það sem gæti gert Ísland betra væri fólksfjölgun. „Við þurfum að ná milljón,“ sagði hún, það væri einfaldlega betra að vera fleiri við að halda úti góðu og réttlátu samfélagi. Ljóst var að við myndum ekki ná því hratt með tveimur komma eitthvað börnum á hverja konu samkvæmt mældri fæðingartíðni þess tíma. Fólksfjölgunin þyrfti að koma til með öðrum hætti. Úr 1% í 17% Þetta ár var 1% félagsfólks VR af erlendu bergi brotið og um 7% starfandi á vinnumarkaði voru innflytjendur. Frjálst flæði fólks hafði tekið gildi, nokkuð sem margir óttuðust að myndi fara illa með bæði vinnumarkað og samfélag. Og þótt fjöldi fólks væri jákvæður gagnvart aukinni fjölbreytni, þá var það ekki algengt sjónarmið að fólksfjölgun með innflutningi ætti beinlínis að vera markmið í sjálfu sér. Síðan þá hefur mikið breyst. Um 17% félagsfólks VR kemur erlendis frá og starfar við ýmis ólík störf. Sum þeirra standa vaktina í Krónunni og önnur leggja lóð á vogarskálarnar við framleiðslu gervilima hjá Össuri. Hjá Alvotech starfar fólk af yfir sextíu þjóðernum og allir sem starfa hjá CCP vita að fjölbreytni er stór þáttur í velgengni fyrirtækisins. Og þegar þú tekur flugið úr landi með Icelandair er ekki ólíklegt að við innritunarborðið sitji aðfluttur Íslendingur sem hefur skapað sér líf á Íslandi. Upptalning eins og þessi gæti haldið áfram lengi, enda er atvinnuþátttaka innflytjenda hærri en innfæddra og það er óhætt að segja að án aðflutts fólks væri gott sem ómögulegt að reka fjölda fyrirtækja og stofnana. Hins vegar er verðugt að staldra við og spyrja hvernig tekist hefur til við að búa til eina heild úr okkur öllum sem nú lifum og störfum á Íslandi. Átaksverkefni um inngildingu VR hleypir í dag af stokkunum átaksverkefni um inngildingu á vinnustöðum. Á árum áður var venjan að tala um aðlögun og í henni fólst að aðflutt fólk ætti að aðlagast þeim sem fyrir voru. Minnihlutinn átti að verða eins og meirihlutinn. Við sem höfum tekið þátt í jafnréttisbaráttunni þekkjum þá áherslu vel frá fyrri tíð að konum á vinnumarkaði væri gert að aðlagast ríkjandi karlamenningu ef þær ætluðu sér framgang í starfi eða yfirleitt til að geta haft skoðanir á málefnum líðandi stundar. Síðar kom í ljós að ríkjandi karlamenning var kannski ekkert sú besta, hvorki fyrir starfsemina né starfsandann. Inngilding færir ábyrgðina hins vegar yfir á hópinn í heild sinni. Í henni felst að við aðlögumst hvert öðru og leyfum fjölbreytileikanum að njóta sín, okkur öllum til heilla. VR hefur iðulega staðið fyrir átaksverkefnum sem fela í sér vitundarvakningu um samfélagsgerðina og áhrif rótgróinna hugmynda á vinnustaðamenningu. Við hefjum nú upp raust okkar, að frumkvæði jafnréttis- og mannréttindanefndar félagsins, til að stuðla að því að innflytjendur á vinnumarkaði njóti sanngjarna kjara og fái móttökur og stuðning sem gerir þeim kleift að ná rótfestu í samfélaginu. Við hvetjum hvert annað til að horfa til þess hvað við getum gert í okkar eigin starfsumhverfi og með hvaða hætti við getum stuðlað að inngildingu, fremur en útilokun og afturför. Við erum ekki orðin ein milljón, eins og vinkona mín óskaði okkur fyrir tuttugu árum síðan. Við erum hins vegar hætt að reykja inni á skemmtistöðum (blessunarlega) og við höfum lært ýmislegt sem gerir okkur betri í að vera samfélag. Okkur hefur fjölgað, en við eigum talsvert í land með að tryggja að við eigum öll pláss í stærra samfélagi, fáum öll notið virðingar og verðleika okkar. Leggjumst á eitt um að tryggja inngildingu á vinnumarkaði. Kynntu þér málið á www.vr.is. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar