Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur skipað Sigurborgu Kristínu Stefánsdóttur í embætti skrifstofustjóra stefnumótunar og fjárlaga í innviðaráðuneytinu að undangengnu mati hæfnisnefndar. Innlent 2.7.2025 13:01
Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Húrra Reykjavík, ein heitasta tísku- og lífsstílsverslun landsins, hefur ráðið til sín nýjan framkvæmdarstjóra. Sá er viðskiptafræðingur og mikill tískuáhugamaður og heitir Marteinn Högni Elíasson. Tíska og hönnun 2.7.2025 13:01
Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur fallist á beiðni Rögnu Árnadóttur um lausn frá embætti skrifstofustjóra Alþingis frá 1. júlí í stað 1. ágúst næstkomandi eins og áætlað var. Ragna hafði áður beðist lausnar til að taka við embætti forstjóra Landsnets. Innlent 1.7.2025 10:01
Næstráðandi á fjármálstöðugleikasviði hættir hjá Seðlabankanum Aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, sem hefur starfað hjá bankanum samfellt í fimmtán ár, hefur ákveðið að láta af störfum. Talsverðar mannabreytingar hafa orðið meðal lykilstjórnenda á sviði fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum á undanförnum misserum. Innherji 24. júní 2025 16:02
Tomasz tekur við formennsku í innflytjendaráði Tomasz Chrapek hefur verið skipaður nýr formaður innflytjendaráðs og tekur hann við af Paolu Cardenas. Innlent 20. júní 2025 11:34
Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru Sigríður Stefánsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) af Silju Báru Ómarsdóttur. Sigríður hefur verið varaformaður undanfarin þrjú ár, átti sæti í stjórn Eyjafjarðardeildar félagsins frá 2021 og hefur verið sjálfboðaliði allt frá 2017. Innlent 19. júní 2025 11:23
Raquelita Rós ráðin tæknistjóri Raquelita Rós Aguiler hefur verið ráðin í stöðu tæknistjóra hjá Itera á Íslandi. Viðskipti innlent 19. júní 2025 10:46
Ragnhildur, Svavar og Hreinn nýir stjórnendur hjá N1 Hreinn Þorvaldsson, Ragnhildur Leósdóttir og Svavar Kári Grétarsson hafa verið ráðin í stjórnendastöður hjá N1. Viðskipti innlent 18. júní 2025 11:19
Sigrún Ósk ráðin upplýsingafulltrúi Akraneskaupstaðar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona hefur verið ráðin í starf upplýsingafulltrúa Akraneskaupstaðar. Viðskipti innlent 18. júní 2025 11:10
Gunnþór verður formaður SFS í stað Guðmundar Gunnþór Ingvason, varaformaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og forstjóri Síldarvinnslunnar hf., mun taka við formennsku í samtökunum fram að næsta aðalfundi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims sagði af sér sem formaður í gær. Viðskipti innlent 17. júní 2025 12:33
Verður verkefnastjóri viðburða og grasrótarstarfs hjá Viðreisn Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja hefur tekið til starfa sem verkefnastjóri viðburða og grasrótarstarfs á skrifstofu Viðreisnar. Innlent 16. júní 2025 11:00
Hrund nýr fjármálastjóri Íslandshótela Hrund Hauksdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Íslandshótela. Viðskipti innlent 16. júní 2025 10:30
Stólaleikur í Svörtuloftum Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Seðlabanka Íslands. Breytingar eru þó þess eðlis að enginn hættir og enginn nýr kemur til starfa, heldur skipta þrír stjórnendur aðeins um stóla. Viðskipti innlent 13. júní 2025 15:08
Jón stýrir markaðsmálunum hjá N1 Jón Cleon hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá N1 og hefur þegar hafið störf. Viðskipti innlent 13. júní 2025 14:48
Sverrir Jónsson ráðinn skrifstofustjóri Alþingis Sverrir Jónsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Alþingis. Hann tekur við embættinu í ágúst en þá lætur Ragna Árnadóttir, núverandi skrifstofustjóri, af embætti. Innlent 13. júní 2025 14:02
Stefán nýr útvarpsstjóri Sýnar Stefán Valmundarson hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Sýnar. Hann mun stýra starfsemi útvarpsstöðvanna Bylgjunnar, FM957, X977, Léttbylgjunnar, Gullbylgjunnar og hlaðvarpsveitunnar TAL. Viðskipti innlent 13. júní 2025 13:57
Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur og dagskrárgerðarkona hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Menning 13. júní 2025 13:55
Sigríður Theódóra til Aton Sigríður Theódóra Pétursdóttir hefur verið ráðin til starfa sem ráðgjafi hjá samskipta- og hönnunarstofunni Aton. Viðskipti innlent 13. júní 2025 09:55
Hætt eftir tveggja mánaða störf fyrir borgarstjóra Aðstoðarmaður borgarstjóra hætti um miðjan maí eftir aðeins um tveggja mánaða störf. Hann segir brotthvarf sitt í góðu samstarfi við borgarstjóra. Rétt væri að pólitískari fulltrúi tæki við starfinu nú þegar aðeins ár er til borgarstjórnarkosninga. Innlent 12. júní 2025 14:02
Magnús Þór leggur Samtökum iðnaðarins ráð Magnús Þór Gylfason hefur verið ráðinn til Samtaka iðnaðarins sem ráðgjafi og hefur þegar hafið störf. Viðskipti innlent 12. júní 2025 13:22
Röddin með stóru Erri og greini lögð á hilluna Í tengslum við breytingar á útliti miðla Sýnar, þar sem vörumerkið Stöð 2 hefur verið lagt niður, hefur Björgvin Halldórsson stórsöngvari – Bó – nú lokið leik sem þulur fyrirtækisins. Hann er sáttur við það og honum lýst vel á arftaka sinn. Lífið 12. júní 2025 11:39
Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Una Sighvatsdóttir, sem gegnt hefur stöðu sérfræðings á skrifstofu forseta Íslands undanfarin ár, segir að það hafi verið mikill heiður og ánægja að gegna trúnaðarstörfum fyrir tvo forseta lýðveldisins. Hún hafi ákveðið að róa á ný mið vegna þess að hún hafi ekki fundið sér stað í breytingum sem hafa verið boðaðar á skrifstofunni. Innlent 12. júní 2025 11:38
Íris nýr sviðsstjóri hjá VSB verkfræðistofu Íris Þórarinsdóttir hefur tekið við stöðu sviðsstjóra samgangna og skipulags hjá VSB verkfræðistofu. Viðskipti innlent 12. júní 2025 10:27
Tekur við fyrirtækjaráðgjöf Arion banka Einar Pálmi Sigmundsson hefur tekið við starfi forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar Arion banka. Viðskipti innlent 11. júní 2025 11:13