Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð, hefur tekið við sem nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann var kjörinn á fundi stjórnar Sambandsins í kjölfar landsþings í g´r.

Innlent
Fréttamynd

Ráðin til for­ystu­starfa hjá Origo

Origo hefur ráðið Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson sem forstöðumann Azure skýja- og viðskiptalausna. Þá hefur Ásta Ólafsdóttir tekið við starfi Gunnars Inga sem forstöðumaður rekstrarþjónustu Origo á sviði þjónustulausna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri

Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Skarp­héðinn til Sagafilm

Sagafilm hefur ráðið Skarphéðinn Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, sem framkvæmdastjóra Sagafilm á Íslandi. Skarphéðinn tekur við starfinu af Þór Tjörva Þórssyni. Skarphéðinn mun hefja störf snemma sumars.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heið­rún Lind í stjórn Sýnar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, verður sjálfkjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins komandi föstudag. Fimm framboð bárust um fimm laus stjórnarsæti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Margrét fer fyrir eftir­liti með störfum lög­reglu

Dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, hefur verið skipuð formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu næstu fjögur árin. Lögmennirnir Flosi Hrafn Sigurðsson og Kristín Edwald lögmaður verða með Margréti í nefndinni.

Innlent
Fréttamynd

Frá Seðla­bankanum í sýndarheima CCP

CCP hefur ráðið Stefán Þórarinsson, hagfræðing, frá Seðlabankanum til að vinna við þróun hagkerfa í sýndarheimum leikjafyrirtækisins. Stefán mun sérstaklega vinna við EVR Frontier, nýjasta leik fyrirtækisins þar sem nýst er við bálkakeðjutækni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rikki G skilar lyklunum að FM957

Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar FM957. Hann mun þó áfram vera hluti af morgunþættinum Brennslunni, en í öðru sæti. Egill Ploder hefur tekið við starfi hans.

Lífið
Fréttamynd

Helga Rósa nýr for­maður Fíh

Helga Rósa Másdóttir hefur verið kjörin formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með 63,85 prósent atkvæða. Atkvæðagreiðsla hófst föstudaginn 28. febrúar og lauk í hádeginu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sér­fræðingur í gervi­greind til KPMG

Gísli Ragnar Guðmundsson hefur gengið til liðs við ráðgjafarsvið KPMG í stafrænni ráðgjöf, með áherslu á gervigreind. Hann hefur starfað við tækniþróun og innleiðingu á stafrænum verkefnum síðan 2015, bæði hérlendis og erlendis.

Viðskipti innlent