Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hefur tekið við fullu starfi sem framkvæmdastjóri almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins, tímabundið til eins árs. Með ráðningu Jóns Viðars er markmiðið að efla starf og skipulag almannavarna höfuðborgarsvæðisins. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri verður settur slökkviliðsstjóri á meðan. Innlent 10.12.2025 10:36
Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Steinþór Gíslason hefur tekið við starfi sviðsstjóra Orku hjá EFLU af Birtu Kristínu Helgadóttur sem lét af störfum í haust. Viðskipti innlent 10.12.2025 09:49
DiBiasio og Beaudry til Genis Genis hf. hefur ráðið Stephen DiBiasio til starfa og mun hann stýra alþjóðlegum rekstrar- og markaðsmálum félagsins. Þá hefur Michael Beaudry verið ráðinn til að leiða markaðssókn fæðubótarefnisins Benecta í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 10.12.2025 08:49
Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Snædís Xyza Mae Ocampo hefur látið af störfum sem þjálfari íslenska kokkalandsliðsins þar sem hún er komin í lið Íslands fyrir hina virtu keppni Boscuse d'Or. Viðskipti innlent 6. desember 2025 13:33
Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Katrín Aagestad Gunnarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna. Viðskipti innlent 4. desember 2025 08:48
Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri hjá RÚV, lætur af störfum um áramótin. Hún hyggst snúa sér aftur að framleiðslustörfum og klára mastersritgerð. Viðskipti innlent 3. desember 2025 11:37
Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Þorvaldur Þóroddsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja. Hann leysir Kristján Vilhelmsson af hólmi, sem sinnti starfinu í 43 ár. Viðskipti innlent 2. desember 2025 16:31
Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Halldór Oddsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Hann leysir af Önnu Rut Kristjánsdóttur sem er í tímabundnu leyfi. Hann hefur undanfarin þrettán ár starfað sem lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. Innlent 2. desember 2025 11:50
Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Sigurð Þórarinsson, tækni- og nýsköpunarstjóra Landspítala, í embætti forstöðumanns Stafrænnar heilsu – þróunar- og þjónustumiðstöðvar sem tekur til starfa 1. janúar 2026. Innlent 2. desember 2025 10:17
Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Ketill Berg Magnússon hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Viðskipti innlent 2. desember 2025 07:29
Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, verður falið að undirbúa starfsemi spítalans í nýbyggingum sem verið er að reisa við Hringbraut. Auglýsa á stöðu framkvæmdastjóra lækninga til umsóknar á næstunni. Innlent 28. nóvember 2025 14:34
Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Pétur Freyr Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna ehf. Viðskipti innlent 26. nóvember 2025 14:46
Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Páll Winkel verður áfram í leyfi frá störfum sem forstöðumaður Fangelsismálastofnunar en hefur tekið að sér vera fulltrúi félags- og húsnæðismálaráðuneytisins í verkefni um nýja Miðstöð um öryggisráðstafanir. Birgir Jónasson, sem hefur verið settur fangelsismálastjóri síðan Páll fór í leyfi í september í fyrra, verður áfram settur fangelsismálastjóri í ár til viðbótar. Innlent 26. nóvember 2025 13:47
Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Riian Dreyer, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og gagna hjá Íslandsbanka, hefur sagt upp störfum hjá bankanum. Viðskipti innlent 26. nóvember 2025 11:57
Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Harpa Björg Guðfinnsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri þróunar þekkingar hjá Iðunni fræðslusetri og þá hefur Sólveig Kolbrún Pálsdóttir verið ráðin deildarstjóri markaðs- og sölumála. Viðskipti innlent 26. nóvember 2025 10:06
Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur skipað Rakel Elíasdóttur í embætti framkvæmdastjóra Menntasjóðs námsmanna til fimm ára frá og með 1. janúar næstkomandi. Innlent 26. nóvember 2025 08:27
Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Björg Ásta Þórðardóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en hún tók við í apríl síðastliðnum. Tryggvi Másson verður nýr framkvæmdastjóri, sá þriðji frá því að Guðrún Hafsteinsdóttir varð formaður flokksins. Innlent 25. nóvember 2025 13:06
Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Pétur Magnússon hefur sagt upp sem forstjóri Reykjalundar og hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok. Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Reykjalundar, mun gegna starfi forstjóra þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Innlent 24. nóvember 2025 12:43
Helga Margrét tekur við af Króla Helga Margrét Höskuldsdóttir er nýr spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem hefst á Rúv í janúar. Helga Margrét tekur við keflinu af Kristni Óla Haraldssyni, Króla, sem hefur verið spyrill undanfarin tvö ár. Bíó og sjónvarp 21. nóvember 2025 15:27
Kristján lætur af störfum hjá Samherja Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf. mun láta af störfum um næstu mánaðamót. Viðskipti innlent 21. nóvember 2025 10:56
Ráðin bæjarritari í Hveragerði Steinunn Erla Kolbeinsdóttir hefur verið ráðin bæjarritari Hveragerðisbæjar. Innlent 21. nóvember 2025 10:06
Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Lagaviti hefur gert samstarfssamning við Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseta Hæstaréttar. Samstarfið felur meðal annars í sér að Markús mun veita endurgjöf á gæði röksemda og úrlausna hjá Lagavita á sviði réttarfars og nauðungarsölu. Markús vinnur þessi misserin að riti á síðarnefnda sviðinu. Viðskipti innlent 19. nóvember 2025 13:19
Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.Hann tekur við af Guðnýju Einarsdóttur kantor. Innlent 19. nóvember 2025 10:05
Frá Sýn til Fastus Elín Edda Angantýsdóttir hefur tekið við stöðu fjármálastjóra sölu- og þjónustufyrirtækisins Fastus. Hún starfaði áður hjá Sýn. Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 13:51