Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Æskuheimili tónlistarkonunnar Bríetar Ísis Elfar við Laugarnesveg er komið á sölu. Íbúðin er rúmlega 92 fermetrar að stærð og á efstu hæð snyrtilegs fjölbýlishúss frá árinu 1959. Ásett verð er 89,9 milljónir. Lífið 19.11.2025 16:02
Eru geimverur meðal okkar? Það eru til bækur sem svara spurningum. Og svo eru til bækur sem kveikja nýjar spurningar. Ein þeirra sem fer hiklaust í seinni flokkinn er bókin UFO 101 eftir Gunnar Dan sem kom út fyrir skemmstu hjá Sögum útgáfu. Lífið samstarf 19.11.2025 15:22
Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Hollywood-leikkonan Leslie Bibb mun leika aðalhlutverkið í glæpaþáttunum Top of the Rock sem gerast á hápunkti Kalda stríðsins og fjalla um dularfullt morð á bandarískum hermanni. Truenorth framleiðir þættina, Davíð Óskar Ólafsson leikstýrir og Jón Atli Jónasson og Óttar M. Norðfjörð skrifa handritið. Bíó og sjónvarp 19.11.2025 13:53
Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tvíburasysturnar Alice og Ellen Kessler, sem urðu heimsfrægir dansarar á sjötta og sjöunda áratugnum, eru látnar, 89 ára að aldri. Þær tóku sameiginlega ákvörðun um að þiggja dánaraðstoð. Lífið 18. nóvember 2025 11:05
Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Leikarinn Tom Felton sló eftirminnilega í gegn sem andhetjan Draco Malfoy í ævintýrunum um galdrastrákinn Harry Potter. Felton er nú mættur á stóra sviðið í sama hlutverki nema, eins og hann sjálfur, þá er Malfoy orðinn fullorðinn. Lífið 18. nóvember 2025 10:31
Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist getur kallað fram sterkar tilfinningar, glatt mann, brotið niður eða vakið viðbjóð. Þegar horft er til baka koma mörg íslensk lög upp úr dúrnum sem gætu sennilega ekki komið út í dag vegna niðrandi, kynferðislegs eða óviðeigandi umfjöllunarefnis. Tónlist 18. nóvember 2025 07:00
Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Upptökum á úrslitaþætti Den Store Bagedyst er lokið og er læknaneminn Margrét Sól Torfadóttir því ein fárra sem vita hver stendur uppi sem sigurvegari dönsku bakstursþáttanna þetta árið. Lífið 17. nóvember 2025 22:20
Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Það var margt um manninn í breska sendiráðinu um helgina þegar sendiráðið bauð til móttöku til heiðurs breskra rithöfunda sem voru staddir á Íslandi í tilefni Iceland Noir hátíðarinnar. Stórstjörnur úr bókasenunni létu sig ekki vanta. Lífið 17. nóvember 2025 20:00
Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Listneminn, leikkonan og fyrirsætan Ísadóra Bjarkardóttir Barney skín skært í London og náði athygli tískurisans Vogue sem setti hana á lista yfir svölustu stelpurnar í Bretlandi um þessar mundir. Lífið 17. nóvember 2025 17:01
„Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Listaparið Óli Gunnar Gunnarsson og Eydís Elfa Örnólfsdóttir gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Hróbjartur Örn. Parið greinir frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum. Lífið 17. nóvember 2025 16:47
Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Hljóðfæraleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir lenti óvænt í kröppum dansi á Schiphol-flugvelli í Amsterdam þar sem hún var á leið heim með víóluna sína. Starfsmaður vísaði til breyttra reglna um hljóðfærið og hótaði því að kalla á öryggisverði. Ásta segir hljóðfæraleikara langþreytta á óskýrum reglum og hvetur Icelandair til að bregðast við. Félagið segir málið til skoðunar. Innlent 17. nóvember 2025 15:13
Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Meirihluti í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar vill að minnismerki um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson og konu hans Franziscu verði sett upp í Viðey en ekki í svokallaðri Gunnarsbrekku fyrir neðan Gunnarshús í Laugardal. Innlent 17. nóvember 2025 14:31
Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Framleiðslurisinn Sony hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á hinum vinsælu kínversku Labubu-fígúrum. Verkefnið er enn á byrjunarstigi og óljóst hvenær myndin verður frumsýnd. Lífið 17. nóvember 2025 12:58
Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Það var líf og fjör í Kringlubíói um helgina þegar rapparar, ofurskvísur, listamenn og áhrifavaldar komu saman á frumsýningu hjá Birni og Flóna. Tónlist 17. nóvember 2025 11:30
„Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum segir að tryggja þurfi að þeir sem flytjist hingað til lands og vilji setjast hér að geti lært íslensku. Við séum eftirbátar nágrannaþjóðanna hvað það varðar, og hér þurfi að setja meira fé í málaflokkinn og tryggja að nám í íslensku sem annað mál sé aðgengilegt nám. Innlent 16. nóvember 2025 23:20
Börn sækist í bækur á ensku Mikilvægt er að efla útgáfu íslenskra barna bóka að mati bókasafnsfræðings sem hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem veitt voru í tilefni af degi íslenskrar tungu. Börn leiti í auknu mæli í lesefni á ensku og bregðast þurfi við. Innlent 16. nóvember 2025 21:22
70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Það var líf og fjör á Laugarvatni um helgina þegar um 200 nemendur Tónlistarskóla Árnesinga komu saman til að spila á hljóðfæri sín í tilefni af 70 ára afmæli skólans fyrir gesti á sérstökum afmælistónleikum í íþróttahúsinu á Laugarvatni í gær, 15. nóvember. Innlent 16. nóvember 2025 20:05
Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ragnar Jónasson, rithöfundur, telja að íslenskan gæti horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindar og áhrifa enskrar tungu á íslenskuna. Þau ræddu áhrif ensku á íslensku í bresku blaðaviðtali. Innlent 16. nóvember 2025 10:06
Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar, og háskólaráðherra, ætlar að láta gera sérstaka úttekt á íslenska bókamarkaðnum og vinna að nýrri bókmenntastefnu. Hann segir að styðja þurfi vel við bókaútgáfu sem lið í að styrkja stöðu íslenskunnar. Innlent 15. nóvember 2025 23:39
Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gugga í gúmmíbát fór á djammið á Airwaves í síðustu viku og kíkti á rúntinn með Flona. Þau fóru saman í hvítri Flona-Teslunni gegnum bílabón, eldheitar hraðaspurningar og töluvert neistaflug. Lífið 15. nóvember 2025 14:59
Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Ríkisútvarpinu hafa borist á annað hundrað lög til þátttöku í Söngvakeppninni í ár þótt enn liggi ekki fyrir hvort Ísland verði á meðal þátttökuþjóða í Eurovision í Vín. Fleiri lög hafa borist en í fyrra. Lífið 14. nóvember 2025 16:38
Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Meirihluti Nóbelsnefndarinnar árið 1955 mælti með sem fyrsta valkosti að bókmenntaverðlaununum yrði deilt milli íslensku rithöfundanna Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Laxness. Í lokaatkvæðagreiðslu innan akademíunnar varð niðurstaðan hins vegar sú að Halldór skyldi einn fá verðlaunin. Menning 14. nóvember 2025 15:04
Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Forsvarsmenn þriggja af stærstu skemmtanaafurðafyrirtækjum Bandaríkjanna eru sagðir undirbúa kauptilboð í Warner Bros. Discovery. Fresturinn til að leggja fram tilboð í félagið rennur út þann 20. nóvember en stjórn Warner lýsti því yfir að félagið væri til sölu í heild sinni en einnig væri unnið að því að skipta því upp í tvo hluta. Viðskipti erlent 14. nóvember 2025 12:05
Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal segir það flóknasta við gerð annarrar seríu af Bannað að hlæja hafi verið að velja þá fimm sem sitja saman við borðið hverju sinni. Hann segir orðróm um að einn þáttur í nýju seríunni hafi verið klipptur extra mikið vera runninn undan rifjum Dóra DNA. Lífið 14. nóvember 2025 12:01