Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Krydd­síld fagnar af­mæli og öllum er boðið

Það styttist óðum í hina árlegu Kryddsíld á gamlársdag þangað sem formenn flokkanna á Alþingi mæta til að gera upp árið. Þátturinn er í beinni útsendingu á Sýn klukkan 14 og aðgengilegur öllum landsmönnum. Um er að ræða 35 ára afmæli þáttarins í sjónvarpi. Stiklan fyrir þáttinn í ár er komin í birtingu og má sjá neðst í fréttinni.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi sið­lausa

Tónlistarmanninum Erni Elíasi Guðmundssyni, sem er betur þekktur sem Mugison, finnst á sér brotið vegna umtalaðs myndbands sem nú gengur um netheima þar sem lag hans, Stingum af, er notað. Um er að ræða stuðningsmyndband við Miðflokkinn sem er gert úr gömlu íslensku myndefni, sem sýnir Ísland á árum áður í rómantísku ljósi.

Lífið
Fréttamynd

Glæ­nýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi

Söguleg tíðindi er að finna í síðasta bóksölulista Fíbút fyrir þessi jólin. Kvöldsónata Ólafs Jóhanns Ólafssonar er komin í efsta sætið eftir stærstu bóksöluviku ársins. Hann skákar þar Arnaldi Indriðasyni sem hefur verið óskoraður konungur bóksölulistans undanfarin þrjátíu árin eða svo.

Menning
Fréttamynd

Cooper bað móðurina um hönd Hadid

Leikarinn Bradley Cooper er sagður hafa beðið Yolöndu Hadid um hönd dóttur hennar, ofurfyrirsætunnar Gigi Hadid. Parið hefur verið saman í rúmlega tvö ár og eiga hvort um sig eitt barn úr fyrra sambandi. 

Lífið
Fréttamynd

„Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra með meiru, hefur verið að hasla sér völl sem rithöfundur. Katrin var að senda frá sér sérlega vel út færða glæpasögu sem ber forvitnilegan titil: Þegar hún hló.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið

Fyrsta myndefnið úr Ódysseifskviðu, næsta stórvirki leikstjórans Christopher Nolan er mætt á netið í fyrstu stiklu myndarinnar. Myndin var að hluta tekin upp hér á landi síðasta sumar þegar fréttir bárust ótt og títt af stórstjörnum í miðbæ Reykjavíkur. Horfa má á stikluna neðst í fréttinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vísa á­sökunum Skinner um kosningasvindl á bug

Breska ríkisútvarpið hefur vísað á bug ásökunum Thomasar Skinner, athafnamanns og áhrifavalds, um að niðurstöðum áhorfendakosninga dansþáttarins Strictly Come Dancing hefði verið hagrætt. Sjálfstætt fyrirtæki sér um utanumhald og yfirferð á kosningunum.

Lífið
Fréttamynd

Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram

James Ransone, bandarískur leikari sem er hvað helst þekktur fyrir hlutverk sitt í „The Wire“, einum bestu sjónvarpsþáttum allra tíma, lést á föstudag, aðeins 46 ára gamall. Réttarlæknir í Los Angeles segir að Ransone hafi svipt sig lífi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025

Árið 2025 virðist hafa farið hægt af stað, með tilliti til kvikmynda. Þó nokkrar kvikmyndir sem þykja hinar fínustu litu dagsins ljós á árinu en margar þeirra verða að teljast í smærri kantinum. Þegar kemur að tekjum í kvikmyndahúsum tróna barna- og framhaldsmyndir enn á toppnum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Sat í átta klukku­tíma á dag og horfði út um gluggann“

Eftir að hafa tekist á við pólitískan samtíma í fyrstu skáldsögu sinni horfir Fríða Ísberg til fortíðar og vinnur upp úr þjóðsagnaarfinum í þeirri nýjustu. Brjóstaþoka eftir barneignir smitaðist inn í bókina en í marga mánuði sat Fríða föst í sögunni, komst ekki áfram í skrifunum og starði bara út í loftið.

Menning
Fréttamynd

Banda­lag lista­manna lýsir yfir stuðningi við Dóru

Dóra Jóhannsdóttir, einn handritshöfunda sjónvarpsþáttanna Húsó, hefur birt bréf frá Bandalagi íslenskra listamanna sem lýsir stuðningi við mál hennar en RÚV og Glassriver hafa ekki brugðist við kröfu hennar um að nafn hennar verði birt í tengslum við Húsó. Hún segir að sér hafi verið boðnir samningar með greiðslu upp á fjórar milljónir, sem hún hafi hafnað.

Menning
Fréttamynd

Rokk í boði Ríkisins - mögu­leg tíma­skekkja

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, hefur nú kynnt aðgerðaáætlun sem miðar að því að jafna samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði. Það er fagnaðarefni að stigið sé fast til jarðar í þessum efnum, enda hafa fáir ráðherrar sýnt það hugrekki sem þarf til að endurskoða raunverulegt hlutverk ríkismiðla á nútímamarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Út­gefandi Walliams lætur hann róa

Bókaútgáfan HarperCollins UK hefur slitið samningi sínum við vinsæla rithöfundinn og Íslandsvininn David Walliams. Í yfirlýsingu segist útgefandinn taka velferð starfsmanna alvarlega. 

Lífið
Fréttamynd

Flýta jólasýningunni um klukku­tíma vegna lengdar

Á annan dag jóla frumsýnir Þjóðleikhúsið harmleikinn Óresteiu eftir Benedict Andrews. Jólafrumsýningin verður í fyrsta sinn ekki á stóra sviðinu heldur í Kassanum og hefst klukkutíma fyrr en vanalega enda rúmir fjórir tímar að lengd.

Menning
Fréttamynd

Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einka­rekinna fjöl­miðla

Meðal boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í þágu fjölmiðla er að hluti auglýsingatekna Ríkissjónvarpsins mun renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður sett þak á auglýsingatekjur Rúv og allar tekjur umfram það renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður stuðningur við fjölmiðla sem sinna skilgreindu almannaþjónustuhlutverki aukinn.

Innlent