Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Það er eitthvað sérstaklega ánægjulegt við að opna nýja málningartúpu, grípa ferskan pensil og leyfa hugmyndafluginu að ráða för. Nú verður enn frekar hægt að sinna þessari sköpunarþörf og fleirum til því Slippfélagið hefur opnað glænýja vefverslun sem er sannkölluð paradís fyrir listamenn á öllum stigum. Lífið samstarf 21.11.2025 08:45
Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Tónlistarmaðurinn Prakazrel „Pras“ Michel hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að taka við peningum frá erlendum aðila og nota þá í pólitískum tilgangi. Erlent 21.11.2025 08:20
Vonlaust í víkinni Ekki tekst að vekja nægilega spennu eða samúð hjá áhorfendum í spennutryllinum Víkinni, nýjustu kvikmynd Braga Þórs Hinrikssonar. Sagan er þunn, endurtekningasöm og stendur ekki undir lengd myndarinnar. Leikarar fá úr litlu að moða og það sem á að vera hræðilegt verður hálf kjánalegt. Gagnrýni 21.11.2025 07:06
Hlýja og nánd heima og uppi á sviði „Fólk þekkir þetta fyrirkomulag og kann að meta það og við líka,“ segir Helgi Björnsson tónlistarmaður sem er á fullu að undirbúa sig fyrir stórtónleika á laugardaginn næsta. Hann rifjar upp gamla takta og býður fólki líka að horfa á tónleikana heima. Tónlist 20. nóvember 2025 10:00
Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Bandaríska hiphop-sveitin Mobb Deep kemur fram á Íslandi þann 24. mars næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í húsnæði KR við Frostaskjól. Mobb Deep var stofnuð á tíunda áratugnum í New York og var hljómsveitin þá skipuð þeim Prodigy og Havoc. Lífið 20. nóvember 2025 09:16
Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Georg Lúðvíksson, frumkvöðull og stofnandi Meniga og Spesíu, hefur brennandi áhuga á því hvernig fólk hugsar um og hegðar sér með peninga. Hann kolféll fyrir bókinni The Psychology of Money eftir bandaríska rithöfundinn Morgan Housel fyrir fimm árum sem hann segir fanga mannlega hlið fjármála. Lífið samstarf 20. nóvember 2025 08:41
Gulli Reynis látinn Tónlistarmaðurinn Gunnlaugur Reynisson, eða Gulli Reynis, er fallinn frá. Eiginkona hans, Erla Björk Hauksdóttir, tilkynnti um andlát hans í dag. Innlent 19. nóvember 2025 22:58
Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Æskuheimili tónlistarkonunnar Bríetar Ísis Elfar við Laugarnesveg er komið á sölu. Íbúðin er rúmlega 92 fermetrar að stærð og á efstu hæð snyrtilegs fjölbýlishúss frá árinu 1959. Ásett verð er 89,9 milljónir. Lífið 19. nóvember 2025 16:02
Eru geimverur meðal okkar? Það eru til bækur sem svara spurningum. Og svo eru til bækur sem kveikja nýjar spurningar. Ein þeirra sem fer hiklaust í seinni flokkinn er bókin UFO 101 eftir Gunnar Dan sem kom út fyrir skemmstu hjá Sögum útgáfu. Lífið samstarf 19. nóvember 2025 15:22
Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Hollywood-leikkonan Leslie Bibb mun leika aðalhlutverkið í glæpaþáttunum Top of the Rock sem gerast á hápunkti Kalda stríðsins og fjalla um dularfullt morð á bandarískum hermanni. Truenorth framleiðir þættina, Davíð Óskar Ólafsson leikstýrir og Jón Atli Jónasson og Óttar M. Norðfjörð skrifa handritið. Bíó og sjónvarp 19. nóvember 2025 13:53
Tilbrigði við sannleika Staðreyndirnar eftir Hauk Má Helgason er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn. Sjöfn Asare hefur þetta að segja um bókina. Lífið samstarf 19. nóvember 2025 13:38
Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Tónlistarmaðurinn D4vd er grunaður í máli hinnar fimmtán ára Celeste Rivas sem fannst látin í framskotti Teslu-bifreiðar hans. Rivas hafði flúið að heiman rúmu ári fyrr og mögulega átt í sambandi við tónlistarmanninn áður en lík hennar fannst. Erlent 19. nóvember 2025 11:48
Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.Hann tekur við af Guðnýju Einarsdóttur kantor. Innlent 19. nóvember 2025 10:05
„Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin og kærasta hans Erna María Björnsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, fögnuðu níu ára sambandsafmæli sínu í gær. Lífið 19. nóvember 2025 10:02
Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Það var líf og fjör í Eldborg um helgina þegar Stuðmenn héldu tvenna tónleika við gríðarlegan fögnuð aðdáenda. Tilefnið var fimmtíu ára afmæli fyrstu plötu sveitarinnar, Sumar á Sýrlandi, og enginn tónleikagestur fór heim ósnortinn eftir dásamlegan flutning Egils, Valgeirs og Sigga Bjólu á laginu Í bláum skugga. Tónlist 18. nóvember 2025 20:02
Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Breska tónlistarkonan Lily Allen er mögulega að eiga rosalegustu endurkomu tónlistarsögunnar og hefur frægðarsól hennar sjaldan skinið skærar. Hún gaf út eina umdeildustu plötu ársins, seldi upp á fjölda tónleika og gekk í gærkvöldi tískupallinn fyrir hátískuhúsið 16Arlington við mikinn fögnuð. Tíska og hönnun 18. nóvember 2025 15:10
Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tvíburasysturnar Alice og Ellen Kessler, sem urðu heimsfrægir dansarar á sjötta og sjöunda áratugnum, eru látnar, 89 ára að aldri. Þær tóku sameiginlega ákvörðun um að þiggja dánaraðstoð. Lífið 18. nóvember 2025 11:05
Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Leikarinn Tom Felton sló eftirminnilega í gegn sem andhetjan Draco Malfoy í ævintýrunum um galdrastrákinn Harry Potter. Felton er nú mættur á stóra sviðið í sama hlutverki nema, eins og hann sjálfur, þá er Malfoy orðinn fullorðinn. Lífið 18. nóvember 2025 10:31
Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist getur kallað fram sterkar tilfinningar, glatt mann, brotið niður eða vakið viðbjóð. Þegar horft er til baka koma mörg íslensk lög upp úr dúrnum sem gætu sennilega ekki komið út í dag vegna niðrandi, kynferðislegs eða óviðeigandi umfjöllunarefnis. Tónlist 18. nóvember 2025 07:00
Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Upptökum á úrslitaþætti Den Store Bagedyst er lokið og er læknaneminn Margrét Sól Torfadóttir því ein fárra sem vita hver stendur uppi sem sigurvegari dönsku bakstursþáttanna þetta árið. Lífið 17. nóvember 2025 22:20
Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Það var margt um manninn í breska sendiráðinu um helgina þegar sendiráðið bauð til móttöku til heiðurs breskra rithöfunda sem voru staddir á Íslandi í tilefni Iceland Noir hátíðarinnar. Stórstjörnur úr bókasenunni létu sig ekki vanta. Lífið 17. nóvember 2025 20:00
Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Listneminn, leikkonan og fyrirsætan Ísadóra Bjarkardóttir Barney skín skært í London og náði athygli tískurisans Vogue sem setti hana á lista yfir svölustu stelpurnar í Bretlandi um þessar mundir. Lífið 17. nóvember 2025 17:01
„Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Listaparið Óli Gunnar Gunnarsson og Eydís Elfa Örnólfsdóttir gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Hróbjartur Örn. Parið greinir frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum. Lífið 17. nóvember 2025 16:47
Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Hljóðfæraleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir lenti óvænt í kröppum dansi á Schiphol-flugvelli í Amsterdam þar sem hún var á leið heim með víóluna sína. Starfsmaður vísaði til breyttra reglna um hljóðfærið og hótaði því að kalla á öryggisverði. Ásta segir hljóðfæraleikara langþreytta á óskýrum reglum og hvetur Icelandair til að bregðast við. Félagið segir málið til skoðunar. Innlent 17. nóvember 2025 15:13