Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Stormur í Þjóð­leik­húsinu

Ég sat í auga stormsins og naut hverrar mínútu. Una Torfa getur leikið, látið engan segja ykkur annað. Hún syngur og semur lög og texta sem hafa hrifið kynslóð hennar og uppfyrir. Hún er með dásamlega rödd sem þú þekkir um leið og þú heyrir hana syngja. Hún er mjög góður texta- og lagasmiður. Þú getur vart beðið um meira.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bry­an Adams breytti Eld­borg í grát­kór ís­lenskra karla

Það er til ákveðin tegund af íslenskum karlmanni sem fær kökk í hálsinn við fyrstu línuna í Heaven eftir Bryan Adams og segir þá: „Æ, þetta lag var alltaf í bílnum hjá mömmu.“ Og svo byrjar hann að hugsa um hvað hefði orðið úr honum ef hann hefði farið í nám í stað þess að byrja bara í bílaviðgerðum með Gumma frænda.

Gagnrýni
Fréttamynd

Elti ástina til Ís­lands

„Í hvert skipti sem ég skapa þá reyni ég að byggja brú á milli ólíkra hluta, ólíkra menninga og hugmynda, því í kjarnann er ég þannig listamaður,“ segir tónlistarmaðurinn Sonny Bouraima, sem notast við listamannsnafnið snny og var að senda frá sér plötuna caféradio.

Tónlist
Fréttamynd

Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum

Tónlistarkonan Una Torfadóttir naut sín í botn á sviðinu á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um helgina. Klæðaburður hennar greip auga blaðamanns sem fékk að heyra nánar frá þessum sérsaumaða kjól sem vinur hennar hannaði sérstaklega fyrir Unu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklinga­vængjum

Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti KÍNEMA, nemendafélags Kvikmyndaskóla Íslands og Breki Snær Baldursson, varaforseti, félagsins fóru með tíu leggja fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum til Ingu Sæland, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í tilraun til að fá hana til að bjarga Kvikmyndaskólanum. Katrín og Breki ræddu mál skólans í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Til hamingju hálf­vitar“

Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir „að leggja menntastofnun í rúst“ og „ráðast gegn þekkingu og menntun“.

Innlent
Fréttamynd

Litla hryllingsbúðin kveður á Akur­eyri

Litla hryllingsbúðin hefur sannarlega slegið í gegn á Akureyri og hefur verið sýnd nánast sleitulaust frá því í haust fyrir fullu húsi. Leikstjóri sýningarinnar talar og syngur fyrir plöntuna í verkinu. Síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum.

Lífið
Fréttamynd

Ekki á leið í sam­band bara til að þóknast sam­fé­laginu

„Lífið hefur náttúrulega breyst mjög mikið og þetta er búið að vera algjör rússíbani,“ segir leikkonan og lífskúnstnerinn Sandra Barilli sem hefur algjörlega slegið í gegn í sjónvarpsseríunni IceGuys. Sandra er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún fer yfir skrautlegt og skemmtilegt líf sitt á djúpum nótum.

Lífið
Fréttamynd

Veikindafríi Páls Óskars lokið

Páll Óskar tilkynnti að eftir að hafa haldið fjögurra klukkustunda „Pallaball“ sé veikindaleyfinu hans formlega lokið. Hann þríkjálkabrontaði í byrjun árs.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er allt partur af plani hjá guði“

„Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina.

Tónlist
Fréttamynd

Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“

Sviðslistakona sem lagði út fyrir uppsetningu leiksýningar sjálfsstæðs sviðslistahóps í Iðnó lenti í því óhappi á frumsýningu að falla í gólfið með þeim afleiðingum að hnéskel hennar fór úr lið. Sýninguna fjármagnaði hún með launum sínum hjá frístundaheimili í Reykjavík. 

Lífið
Fréttamynd

Rafmennt í sam­starf og kaupir eignir þrota­búsins

Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 

Innlent
Fréttamynd

Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who

Zak Starkey trommuleikara bresku rokkhljómsveitarinnar The Who hefur að sögn verið bolað úr hljómsveitinni eftir þrjátíu ára samstarf. Hljómsveitin segir ákvörðunina sameiginlega. 

Lífið
Fréttamynd

Eyddi ung­lings­árunum inni í þvotta­húsi

Tónlistarmaðurinn og gítarsnillingurinn Reynir Snær hefur unnið með flestöllum stórstjörnum landsins en hefur undanfarið verið að vinna að sóló verkefni. Hann frumsýnir hér tónlistarmyndband við sitt fyrsta lag sem sækir meðal annars innblástur í hans uppáhalds veitingastað, Fönix.

Tónlist
Fréttamynd

Stein­dór Ander­sen er látinn

Steindór Andersen einn þekktasti kvæðamaður samtímans er látinn sjötugur að aldri. Hann átti stóran þátt í að endurvekja og kynna rímnahefðina fyrir nýjum áheyrendum.

Innlent
Fréttamynd

Spotify liggur niðri

Þjónusta Spotify hefur ekki verið aðgengileg síðan í hádeginu. Tónlistarstreymisveitan segist meðvituð um vandamálið sem unnið sé að því að leysa.

Neytendur
Fréttamynd

Breytt út­lit Daða Freys vekur at­hygli

Tónlistarmaðurinn og Eurovision-farinn Daði Freyr Pétursson gerði drastískar breytingar á útliti sínu og klippti af sér hárið, en síða hárið hefur lengi verið eitt af helstu einkennum hans undanfarin ár. 

Lífið
Fréttamynd

Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“

Popparinn Patrik Atlason segir samstarfi sínu við Gústa B hafa lokið á „góðum nótum“. Gústi var hægri hönd Patriks í rúmt ár og vann fyrir hann sem plötusnúður og umboðsmaður. Patrik lýsir þeim tveimur ekki sem vinum.

Lífið