Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Mikil spenna og lófaklapp ríkti á sérstakri forsýningu Eftirmála á Uppi bar í gær. Í þáttunum rifja fyrrum fréttakonurnar, Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi, upp áhugaverð fréttamál og fjalla um þau á mannlegum nótum. Bíó og sjónvarp 9.10.2024 20:01
Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Super Happy Forever eftir japanska leikstjórann Kohei Igarashi hlaut Gullna lundann, aðalverðlaun RIFF, við hátíðlega athöfn í dag. Bíó og sjónvarp 5.10.2024 20:02
Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Húsfyllir var í Háskólabíó þegar Bong Joon-Ho hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Uppselt var á athöfnina, sem fór fram eftir sýningu á skrímslamyndinni The Host, eða Hýsillinn, en þá ræddi dagskrárstjóri RIFF, Frédéric Boyer, við kóreska leikstjórann í gegnum fjarfundarbúnað. Þar nefndi Bong meðal annars vináttu sína við íslenska leikstjórann Dag Kára. Bíó og sjónvarp 3.10.2024 12:31
Kynntu dagskrá RIFF 2024 Dagskrá kvikmyndahátíðarinnar RIFF í ár var kynnt á blaðamannafundi í Háskólabíói í morgun. Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, bauð gesti velkomna og talaði um sérstöðu og mikilvægi RIFF í íslensku samfélagi. Viðburðir og úrval mynda hefur sjaldan verið jafn mikið og á hátíðinni í ár sem hefst eftir viku þann 26. september og stendur yfir til 6. október. Bíó og sjónvarp 19.9.2024 15:58
Þakkaði fyrir sig á íslensku Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster þakkaði sérstaklega fyrir sig á íslensku þegar hún tók við Emmy verðlaununum í nótt fyrir hlutverk sitt í spennuþáttunum True Detective: Night Country. Eins og alþjóð veit voru þættirnir að mestu teknir upp á Dalvík. Bíó og sjónvarp 16.9.2024 11:47
Shogun á spjöld sögunnar á Emmy verðlaunahátíðinni Sjónvarpsþáttaseríur líkt og Shogun, The Bear og Baby Reindeer voru meðal þeirra sería sem hlutu flest verðlaun á Emmy verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Hver sería um sig fékk fjögur verðlaun. Bíó og sjónvarp 16.9.2024 09:56
Snerting framlag Íslands til Óskarsins Kvikmyndin Snerting verður framlag Íslands til Óskarsveðlaunanna 2025. Í janúar verður ljóst hvort myndin hlýtur tilnefningu til verðlauna eða ekki. Bíó og sjónvarp 14.9.2024 14:07
„Myndin byggir á minni eigin lífsreynslu“ Norsk-íslenska kvikmyndagerðarkonan Lilja Ingólfsdóttir á heiðurinn að opnunarmynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í ár, RIFF, en hún hefst í Háskólabíói 26. september næstkomandi og stendur til 6. október. Myndin ber heitið Elskulegur er frumraun Lilju á hvíta tjaldinu og byggir á hennar eigin hjónabandskrísu. Bíó og sjónvarp 13.9.2024 14:30
Hlátur og grátur á Ljósvíkingum Kvikmyndin Ljósvíkingar eftir Snævar Sölvason var frumsýnd í Smárabíó í gær. Þangað lögðu rúmlega átta hundruð manns leið sína til að berja myndina augum í þremur sölum. Bíó og sjónvarp 4.9.2024 14:25
Ljósbrot valin besta norræna kvikmyndin Kvikmyndin Ljósbrot hefur farið sigurför um heiminn og hlaut um helgina aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Osló sem besta norræna kvikmyndin. Bíó og sjónvarp 2.9.2024 10:37
Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr Svörtu söndum 2 Fyrsta stiklan úr annarri seríu af Svörtu söndum sem sýnd verður á Stöð 2 í haust er komin í loftið á Vísi. Um er að ræða beint framhald af fyrri þáttaröð. Þráðurinn verður tekinn upp fimmtán mánuðum eftir atburðina á Svörtu söndum sem þjóðin fylgdist æsispennt með. Bíó og sjónvarp 30.8.2024 14:05
Ældi næstum úr stressi á Cannes Mikael Kaaber hefur verið að leika frá blautu barnsbeini og er óhræddur við krefjandi hliðar starfsins en Svala kærastan hans hefur spilað veigamikið hlutverk í þróun hans sem listamaður. Hann fer með hlutverk í kvikmyndinni Ljósbrot og segir að það hafi verið óhjákvæmilegt að dýfa tánum í erfiðar tilfinningar í ferlinu. Blaðamaður ræddi við Mikael. Bíó og sjónvarp 29.8.2024 07:01
Myndaveisla: Rauður dregill og troðfullt hús á Ljósbroti Það var líf og fjör í Egilshöllinni í gærkvöldi þegar kvikmyndin Ljósbrot var frumsýnd. Rauður dregill tók á móti gestum, margt var um manninn og fólk úr menningarlífi landsins lét sig ekki vanta. Bíó og sjónvarp 27.8.2024 17:03
Snerting hlaut eftirsótt verðlaun Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur hlotið hin eftirsóttu Roger Ebert Golden Thumb verðlaun fyrir kvikmyndina Snertingu. Bíó og sjónvarp 27.8.2024 12:40
Snerting tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Snerting, kvikmynd Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Myndin er ein af sex sem tilnefndar eru en tilnefningarnar voru gerðar opinberar á Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugesund. Bíó og sjónvarp 20.8.2024 11:27
Jökull í Kaleo í Glæstar vonir Jökull Júlíusson söngvari Kaleo mun verða í gestahlutverki í einum frægustu sápuóperuþáttum veraldar, Glæstum vonum. Hann mun flytja eitt af frægustu lögum sveitarinnar í þættinum, Way Down We Go. Bíó og sjónvarp 19.8.2024 16:50
Ljósbrot í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Á blaðamannafundi í morgun tilkynnti franska leikkonan Juliette Binoche, forseti Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, að Ljósbrot undir leikstjórn Rúnars Rúnarssonar hafi verið valin til forvals Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Bíó og sjónvarp 14.8.2024 10:39
Ólafur Darri og Hera Hilmars saman á skjánum í fyrsta sinn Leikararnir Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmarsdóttir munu fara með aðalhlutverkið í íslensku þáttaröðinni Reykjavík Fusion. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru saman á skjánum. Auk þess fara reynsluboltarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson með leikstjórn, í þeirra fyrsta verkefni af slíku tagi, eftir áratugi af auglýsingaleikstjórn. Bíó og sjónvarp 6.8.2024 13:06
Lynch ólíklegur til að leikstýra aftur vegna Covidhræðslu Bandaríski leikstjórinn David Lynch glímir við langvinna lungnaþembu og hefur gefið það í skyn að hann muni ekki koma til með að leikstýra á ný. Hann hættir sér ekki út vegna hræðslu við það að veikjast af sýkingum líkt og Covid. Bíó og sjónvarp 5.8.2024 23:40
Stórstjörnur í kvikmynd um fundinn í Höfða Leikarar á borð við Jeff Daniels, Jared Harris og J.K. Simmons eru væntanlegir hingað til lands í byrjun október til að leika í kvikmynd um fund Ronald Reagans fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbatsjov fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna í Höfða í Reykjavík. Bíó og sjónvarp 5.8.2024 20:42
Fékk yfir sig olíugusu við tökur á sjónvarpsþáttum Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston var við tökur á sjónvarpsþáttunum The Morning Show í New York-borg um helgina þegar hún fékk yfir sig gusu af olíu. Bíó og sjónvarp 29.7.2024 23:29
Robert Downey Jr snýr aftur í Marvel-heima Stórleikarinn Robert Downey Jr mun fara með hlutverk í tveimur væntanlegum bíómyndum Marvel. Um er að ræða tvíleikinn Avengers: Doomsday og Avengers: Secret Wars, og mun Downey fara með hlutverk skúrksins Victor Von Doom, eða Doctor Doom, í þeim báðum. Bíó og sjónvarp 28.7.2024 18:12
Stikla úr ungstjörnumyndinni sem sló í gegn í Cannes Kvikmyndin Ljósbrot sem skartar ungstjörnunum Elínu Hall, Kötlu Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldri Einarssyni, Gunnari Kristjánssyni og Ágústi Wigum, fer í almennar sýningar 28 ágúst. Bíó og sjónvarp 26.7.2024 13:00
„Það er frábært bíóveður“ Stofnandi heimildarmyndahátíðarinnar IceDocs sem fer fram um helgina segir ekkert annað að gera við veðurfarinu en að drífa sig á Akranes og ylja sér inn í Bíóhöllinni. Þetta er í sjötta sinn sem að hátíðin fer fram og dagskráin vegleg. Bíó og sjónvarp 18.7.2024 12:23