Bíó og sjónvarp

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fagnaðar­fundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára

Húsfyllir var í Háskólabíó þegar Bong Joon-Ho hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Uppselt var á athöfnina, sem fór fram eftir sýningu á skrímslamyndinni The Host, eða Hýsillinn, en þá ræddi dagskrárstjóri RIFF, Frédéric Boyer, við kóreska leikstjórann í gegnum fjarfundarbúnað. Þar nefndi Bong meðal annars vináttu sína við íslenska leikstjórann Dag Kára.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kynntu dag­skrá RIFF 2024

Dagskrá kvikmyndahátíðarinnar RIFF í ár var kynnt á blaðamannafundi í Háskólabíói í morgun. Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, bauð gesti velkomna og talaði um sérstöðu og mikilvægi RIFF í íslensku samfélagi. Viðburðir og úrval mynda hefur sjaldan verið jafn mikið og á hátíðinni í ár sem hefst eftir viku þann 26. september og stendur yfir til 6. október.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þakkaði fyrir sig á ís­lensku

Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster þakkaði sérstaklega fyrir sig á íslensku þegar hún tók við Emmy verðlaununum í nótt fyrir hlutverk sitt í spennuþáttunum True Detective: Night Country. Eins og alþjóð veit voru þættirnir að mestu teknir upp á Dalvík.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Myndin byggir á minni eigin lífs­reynslu“

Norsk-íslenska kvikmyndagerðarkonan Lilja Ingólfsdóttir á heiðurinn að opnunarmynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í ár, RIFF, en hún hefst í Háskólabíói 26. september næstkomandi og stendur til 6. október. Myndin ber heitið Elskulegur er frumraun Lilju á hvíta tjaldinu og byggir á hennar eigin hjónabandskrísu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ældi næstum úr stressi á Cannes

Mikael Kaaber hefur verið að leika frá blautu barnsbeini og er óhræddur við krefjandi hliðar starfsins en Svala kærastan hans hefur spilað veigamikið hlutverk í þróun hans sem listamaður. Hann fer með hlutverk í kvikmyndinni Ljósbrot og segir að það hafi verið óhjákvæmilegt að dýfa tánum í erfiðar tilfinningar í ferlinu. Blaðamaður ræddi við Mikael.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Jökull í Kaleo í Glæstar vonir

Jökull Júlíusson söngvari Kaleo mun verða í gestahlutverki í einum frægustu sápuóperuþáttum veraldar, Glæstum vonum. Hann mun flytja eitt af frægustu lögum sveitarinnar í þættinum, Way Down We Go.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ólafur Darri og Hera Hilmars saman á skjánum í fyrsta sinn

Leikararnir Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmarsdóttir munu fara með aðalhlutverkið í íslensku þáttaröðinni Reykjavík Fusion. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru saman á skjánum. Auk þess fara reynsluboltarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson með leikstjórn, í þeirra fyrsta verkefni af slíku tagi, eftir áratugi af auglýsingaleikstjórn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stór­stjörnur í kvik­mynd um fundinn í Höfða

Leikarar á borð við Jeff Daniels, Jared Harris og J.K. Simmons eru væntanlegir hingað til lands í byrjun október til að leika í kvikmynd um fund Ronald Reagans fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbatsjov fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna í Höfða í Reykjavík.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Robert Downey Jr snýr aftur í Marvel-heima

Stórleikarinn Robert Downey Jr mun fara með hlutverk í tveimur væntanlegum bíómyndum Marvel. Um er að ræða tvíleikinn Avengers: Doomsday og Avengers: Secret Wars, og mun Downey fara með hlutverk skúrksins Victor Von Doom, eða Doctor Doom, í þeim báðum. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Það er frá­bært bíóveður“

Stofnandi heimildarmyndahátíðarinnar IceDocs sem fer fram um helgina segir ekkert annað að gera við veðurfarinu en að drífa sig á Akranes og ylja sér inn í Bíóhöllinni. Þetta er í sjötta sinn sem að hátíðin fer fram og dagskráin vegleg.

Bíó og sjónvarp