Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Atli og Eiður í KR

    KR-ingar tilkynntu í kvöld um tvö félagaskipti en þeir Atli Hrafn Andrason og Eiður Gauti Sæbjörnsson eru báðir á leið í Vesturbæinn frá HK.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Framarar sótt fjóra bita í næstu deild

    Knattspyrnudeild Fram hefur nú staðfest komu tveggja leikmanna sem koma til félagsins frá Lengjudeildarliðum Grindavíkur og Gróttu. Áður hafði félagið fengið annan leikmann frá Grindavík og leikmann frá ÍR.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Hefurðu enga sóma­kennd?“

    Félagaskipti Valgeirs Valgeirsson til Breiðabliks hafa vakið nokkra athygli þar sem Valgeir er HK-ingur að upplagi og fyrrum liðsfélagi hans úr yngri flokkum rifjaði upp fleyg orð Valgeirs um Breiðablik á Twitter.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ey­þór yfir­gefur KR

    Sóknarmaðurinn Eyþór Aron Wöhler hefur yfirgefið herbúðir KR. Hann lék 22 leiki með liðinu í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum á síðasta tímabili og skoraði þrjú mörk.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Utan vallar: Til­viljanirnar verða vart ótrú­legri | Ég skammaðist mín

    Til­viljanirnar í þessu lífi eru oft á tíðum ansi ótrú­legar. Því komst undir­ritaður meðal annars að eftir leik Ís­lands og Svart­fjalla­lands í Þjóða­deild UEFA í Niksic á laugar­daginn síðastliðinn. Lífslexía segi ég en einnig fallegur vitnisburður um íslenskan fótbolta og tengingarnar sem geta myndast út frá honum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Her­mann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“

    Her­mann Hreiðars­son, nýráðinn þjálfari karla­liðs HK í fót­bolta, segir það eitt af draumastörfunum sem að þjálfari getur fengið að taka þátt í upp­byggingu og fram­förum. Hann fær það verk­efni að reyna stýra liðinu strax aftur upp í Bestu deildina. Eyjamaðurinn og harðhausinn Her­mann setti það ekki fyrir sig að fara inn í hlýjuna í Kórnum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Kristó­fer á­fram í Kópa­vogi

    Kristófer Ingi Kristinsson hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu út tímabilið 2026. Fyrri samningur hans átti að renna út nú um áramótin og var áhugi á leikmanninum bæði hér á landi sem og erlendis.

    Íslenski boltinn