Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Hér er á ferðinni algjör bragðbomba sem er tilvalinn réttur í matarboð helgarinnar. Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, á heiðurinn af þessum dásamlega rétti sem samanstendur af heimatilbúnu naanbrauði, safaríkum kjúklingi, fersku salati og kremuaðri jógúrtsósu. Matur 5.11.2025 09:26
Létt og ljúffengt eplasalat Heilsukokkurinn Jana Steingrímsdóttir kann að galdra fram holla rétti á einstaklega girnilegan hátt. Hér er á ferðinni létt og ljúffengt eplasalat með trönuberjum og valhnetum – frábær kostur sem morgunmatur eða millimál. Salatið er stútfullt af hollum fitusýrum og trefjum sem gefa bæði orku og næringu. Matur 4.11.2025 16:02
Tiramisu-brownie að hætti Höllu Halla María Svansdóttir, eigandi hins margrómaða veitingastaðar Hjá Höllu, deilir hér uppskrift að ómótstæðilegri brownie með tiramisukremi, sem er fullkomin blanda af djúpu súkkulaðibragði, seigri og mjúkri brownie-köku með ítölsku ívafi. Matur 3.11.2025 12:30
Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Lektor í næringarfræði kallar eftir því að reglur um gæði og næringargildi í tilbúnum ungbarnamat verði hertar. Hún bendir á að næring og fjölbreytni í barnamat sé ábótavant hér á landi og tekur fram að skvísur geti virkað sem hálfgerður þroskaþjófur. Innlent 27. október 2025 23:31
Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana Steingrímsdóttir sýnir hér hvernig hægt er að útbúa hollar og mjúkar banana- og kakóbollakökur. Einföld og skemmtileg uppskrift sem krakkarnir geta sjálfir útbúið fyrir skólanestið. Lífið 27. október 2025 16:14
„Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ „Ég fór í ísbíltúr með Maroni Birni í fyrradag og ég get ekki hætt að hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði,“ segir rapparinn Aron Kristinn í TikTok-myndbandi sem hann birti nýverið. Lífið 27. október 2025 11:28
Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Snorri Helgason sýnir hvernig á að elda dýrindis smjörsteikta bleikju með ýmiss konar gúmmelaði á einni pönnu. Bleikjuna parar hann við smjörkennda hvítvínið Tessier Mersault frá 2022 og tónlist kántrísöngvarans Townes van Zandt. Uppskriftir 24. október 2025 17:02
„Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Það er einhver rómantík og sjarmi yfir ítalskri matargerð. Ása María Reginsdóttir, eigandi veitingastaðarins Olifa, deilir reglulega ítölskum uppskriftum á Instagram-síðu sinni sem einkennast af fáum hráefnum og ferskleika. Að þessu sinni kynnir hún rétt sem hún segir vera táknmynd ítalskrar matargerðar. Matur 23. október 2025 09:42
Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Hin breska Paloma Shemirani var aðeins 23 ára þegar hún lést í fyrra úr eitilfrumukrabbameini. Þegar hún greindist voru taldar 80% líkur á að hún næði fullum bata með lyfjameðferð. Móðir hennar sannfærði hana um að hafna lyfjameðferð og „lækna sig“ með ströngu grænmetisfæði, fæðubótarefnum, detox söfum og kaffistólpípum, sem varð til þess að hún lést. Skoðun 22. október 2025 19:02
Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Stjörnugrís hf. innkallar tvær lotur af kjúklingalærum í buffalómarineringu vegna gruns um salmonellusmits. Neytendur 18. október 2025 09:21
Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina Linda Benediktsdóttir, matgæðingur og uppskriftahöfundur, deilir hér uppskrift að silkimjúkri espresso ostaköku með súkkulaðibotni og djúsí súkkulaðitoppi. Matur 17. október 2025 16:02
Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Nói Síríus fagnar níutíu ára afmæli konfektgerðar sinnar með því að kynna til leiks nýjan hátíðarmola með Malt og Appelsín-fyllingu. Neytendur 17. október 2025 10:22
Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Það var líf og fjör á Tapas Barnum síðastliðið miðvikudagskvöld þegar staðurinn fagnaði tuttugu og fimm ára afmæli sínu með glæsilegri veislu. Lifandi tónlist, sangríur og dansandi senjorítur settu suðrænan svip á kvöldið. Lífið 13. október 2025 13:51
Þarf alltaf að vera vín? Það er eitthvað töfrandi við það þegar tappi poppar úr flösku og freyðandi búbblur dansa í glasi. Íslendingar eru duglegir að skála í búbblum við hverskonar tækifæri og þá er vinsælt að mæta með flösku í matarboð eða gefa í flottar gjafir. Lífið samstarf 13. október 2025 13:41
Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Hópur næringarfræðinga gagnrýnir markaðssetningu steinefnadrykkja sem ætlaðir eru börnum. Hann segir frá rangfærslum um sætuefni og næringargildi í markaðssetningu slíks drykkjar og hvetur foreldra til að láta markaðsöfl ekki afvegaleiða sig. Neytendur 12. október 2025 13:51
Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Flest getum við verið sammála um að allri markaðssetningu sem snýr að börnum þurfi að fylgjast vandlega með, þá sérstaklega þegar um er að ræða fæðubótarefni. Undanfarið hefur steinefnadrykkur ætlaður börnum verið áberandi á samfélagsmiðlum, þar sem jafnvel börn eru nýtt til þess að auglýsa vöruna af hálfu áhrifavalda. Skoðun 12. október 2025 08:30
Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat Ef þig langar í eitthvað bæði næringarríkt og ljúffengt til að byrja daginn er ilvolg gulrótahafrakaka með grískri jógúrt frábær kostur. Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana Steingríms deilir hér einfaldri uppskrift sem bragðast eins og ómótstæðilegur eftirréttur. Lífið 8. október 2025 15:03
„Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Matgæðingurinn Svava Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni Ljúfmeti og lekkerheit, útbjó nýverið ljúffengan og einfaldan forrétt úr ferskum burrata-osti, bökuðum kirsuberjatómötum og grænu pestói. Matur 7. október 2025 18:00
„Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Hér er á ferðinni bragðmikill og fljótlegur kjúklingaréttur með dásmlegri rjómasósu sem allir á heimilinu munu elska. Linda Benediktsdóttir, matgæðingur og áhrifavaldur, á heiðurinn að réttinum, sem er jafn girnilegur og allt annað sem hún töfrar fram í eldhúsinu. Lífið 3. október 2025 12:59
Heimatilbúið „corny“ Guðrún Ásdís, sem heldur úti Instagram-síðunni Heilshugarlífstíll, deildi nýlega uppskrift að vinsælum hafrastykkjum eftir fjölda fyrirspurna frá fylgjendum sínum. Hún segir stykkin henta einstaklega vel sem nesti í skólann, í gönguferðir eða bara með kaffinu. Lífið 3. október 2025 09:01
Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Laugardaginn 4. október frumsýnir KVIK nýja eldhúslínu hannaða af Rikke Frost ásamt því að kynna fjölmargar aðrar spennandi nýjungar. Lífið samstarf 3. október 2025 08:44
ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Breytingar á fiskbúðingnum frá ORA hafa vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri segir aðdáendur þessara sögufræga réttar ekki þurfa að örvænta, menn hjá ORA hafi gert tímabundnar tilraunir við eldun búðingsins sem nú hefur verið hætt. Neytendur 2. október 2025 07:03
Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Hér er ljúffengur ítalskur pastaréttur sem nefnist Pesto alla Genovese. Ása Reginsdóttir, matgæðingur og eigandi veitingastaðarins Olífa, birti uppskriftina á Instagram og segir réttinn bæði ótrúlega góðan og það sé hreinlega skemmtilegt að undirbúa hann. Lífið 1. október 2025 16:33
Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Halla María Sveindsdóttir, eigandi hins margrómaða veitingastaðar Hjá Höllu, deilir hér uppskift að Hnetukjúkling með pikkluðum rauðlauk og rauðkálssalati, sem er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Lífið 30. september 2025 14:24