VAR í Bestu deildina? Sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport veltu því fyrir sér hvort taka ætti upp myndbandsdómgæslu í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 12.4.2025 23:16
„Hann hefði getað fótbrotið mig“ Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, vill meina að Christian Norgaard, varnarmaður Brentford, hefði átt að fá rautt spjald fyrir tæklingu sem átti sér stað í 1-1 jafntefli liðanna fyrr í dag. Norgaard fékk gult spjald fyrir og segir engan illan ásetning að baki. Enski boltinn 12.4.2025 22:02
Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Þórir Jóhann Helgason kom inn af varamannabekk Lecce og lagði upp mark í 2-1 tapi á útivelli gegn Juventus í 32. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 12.4.2025 21:19
Ari og Arnór mættust á miðjunni Ari Sigurpálsson og Arnór Ingvi Traustason mættust á miðjunni í leik Elfsborg og Norrköping, sem lauk með 2-0 sigri Elfsborg í þriðju umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Fótbolti 12. apríl 2025 17:35
Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Elvar Már Friðriksson gat fagnað fyrsta sigrinum síðan um miðjan janúar með félagsliði sínu Maroussi, sem vann 90-85 í leik sínum gegn Lavrio í neðri hluta grísku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Elvar endaði stiga- og stoðsendingahæstur í leiknum. Körfubolti 12. apríl 2025 17:14
Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Sædís Rún Heiðarsdóttir lagði upp annað mark Vålerenga þegar liðið sigraði Lyn, 3-2, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 12. apríl 2025 16:31
Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Jason Daði Svanþórsson skoraði fyrir Grimsby í 2-2 jafntefli á útivelli gegn Harrogate. Grimsby er í sjöunda sætinu og vill alls ekki detta neðar í League Two deildinni síðustu fjórar umferðirnar. Enski boltinn 12. apríl 2025 16:30
Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar Abdoulaye Doucoure skoraði sigurmark Everton gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 0-1, Everton í vil. Enski boltinn 12. apríl 2025 16:06
Adam Ægir á heimleið Val er að berast liðsstyrkur í Bestu deild karla en Adam Ægir Pálsson er að snúa aftur á Hlíðarenda eftir nokkurra mánaða dvöl á Ítalíu. Íslenski boltinn 12. apríl 2025 15:24
Mikael lagði upp sigurmark Venezia Venezia vann afar mikilvægan sigur á Monza, 1-0, í fallbaráttu ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Fótbolti 12. apríl 2025 15:12
Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd KR-ingar eru ósáttir við tveggja leikja bannið sem Aron Sigurðarson var úrskurðaður í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla um síðustu helgi og vinnubrögð aganefndar KSÍ. Íslenski boltinn 12. apríl 2025 14:57
Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Orri Steinn Óskarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks þegar Real Sociedad tapaði fyrir Mallorca, 0-2, í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 12. apríl 2025 13:57
Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Plymouth Argyle sem sigraði Sheffield United, 2-1, í ensku B-deildinni í dag. Enski boltinn 12. apríl 2025 13:40
Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Manchester City vann ótrúlegan 5-2 endurkomusigur á Crystal Palace í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 12. apríl 2025 13:25
Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Brøndby, lið landsliðskvennanna Ingibjargar Sigurðardóttur og Hafrúnar Rakelar Halldórsdóttur, var hársbreidd frá því að vinna mikilvægan sigur á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 12. apríl 2025 13:05
Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Knattspyrnustjóri Manchester United, Ruben Amorim, íhugar að setja André Onana, markvörð liðsins, á bekkinn fyrir leikinn gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Enski boltinn 12. apríl 2025 11:30
Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Tveir stuðningsmenn létust fyrir leik í Suðurameríkukeppni félagsliða í Síle en þar mættust Colo Colo frá Síle og Fortaleza frá Brasilíu. Fótbolti 11. apríl 2025 22:30
Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Njarðvík, ÍR og Grótta tryggðu sér í kvöld sæti í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Íslenski boltinn 11. apríl 2025 21:52
Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Valur er meistari meistaranna í fótbolta kvenna en liðið lagði Breiðablik að velli með einu marki gegn engu í Meistarakeppni KSÍ á Kópavogsvelli í kvöld. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði sigurmark Vals og sá til þess að Hlíðarenda bæta þessu titli við í bikarsafn sitt. Íslenski boltinn 11. apríl 2025 21:10
Grealish og Foden líður ekki vel Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði frá því á blaðamannafundi í dag að atvikin á Old Trafford um síðustu helgi hafi haft mikil áhrif á leikmenn hans Jack Grealish og Phil Foden. Enski boltinn 11. apríl 2025 20:01
Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Sævar Atli Magnússon skoraði langþráð mark í kvöld þegar Lyngby náði jafntefli á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 11. apríl 2025 19:03
Postecoglou: Það er leki í félaginu Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, segir engan vafa vera á því að það sé einhver að leka út upplýsingum úr innsta hring hjá félaginu. Enski boltinn 11. apríl 2025 17:30
Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Arne Slot var að vonum himinlifandi í dag þegar hann ræddi um þá ákvörðun Mohamed Salah að skrifa undir nýjan samning við Liverpool. Hann sagði félagið hafa lagt mjög mikið á sig til að landa samningi og grínaðist með að það þýddi vanalega að lagðar hefðu verið fram háar fjárhæðir. Enski boltinn 11. apríl 2025 16:46
Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Knattspyrnusamband Suður-Ameríku, Comnebol, hefur lagt fram formlega tillögu um að þátttökulið á HM 2030 verði 64 talsins. Fótbolti 11. apríl 2025 15:16
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti