Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu þægilegan sigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, lokatölur 16-26. Grótta fór þá í góða ferð á Selfoss. Handbolti 13.9.2024 21:31
Ein sú besta framlengir um þrjú ár Elín Rósa Magnúsdóttir verður áfram í herbúðum Íslandsmeistara Vals í handboltanum sem eru gleðifréttir fyrir Hlíðarendafélagið. Handbolti 12.9.2024 13:00
Ekið í veg fyrir rútu Eyjakvenna Leikmenn kvennaliða ÍBV í handbolta og fótbolta sluppu vel þegar rúta þeirra lenti í árekstri á leið heim úr Reykjavík í dag. Einn leikmaður var þó sendur á sjúkrahús til skoðunar. Sport 7.9.2024 21:01
Valskonur unnu nítján marka sigur í Meistarakeppninni Íslandsmeistarar Vals byrja nýtt tímabil vel í kvennahandboltanum en liðið vann stórsigur á Stjörnunni í Meistarakeppni HSÍ í dag. Handbolti 31. ágúst 2024 14:53
Bóna bíla til að eiga fyrir Evrópukeppni Það er gömul saga og ný að kostnaðarsamt sé fyrir íslensk íþróttalið að taka þátt í Evrópukeppnum í handbolta. Haukakonur ætla að þrífa bíla um helgina til að safna fyrir sinni þátttöku. Handbolti 14. ágúst 2024 18:01
Mæðgurnar þjálfa saman hjá Val í vetur Mæðgurnar Sigríður Unnur Jónsdóttir og Ásdís Þóra Ágústsdóttir munu þjálfa saman í vetur en þær voru á dögunum kynntar sem þjálfarar 4. flokks Vals í handbolta. Ásdís Þóra er einnig leikmaður meistaraflokks Vals á meðan Sigríður Unnur hefur verið viðloðin þjálfun undanfarin ár. Handbolti 23. júlí 2024 20:31
„Miklar tilfinningasveiflur sem tóku við“ Elín Klara Þorkelsdóttir var valin í úrvalslið HM í handbolta fyrst íslenskra kvenna á dögunum eftir frábæra frammistöðu með undir tuttugu ára landsliði Íslands sem náði besta árangri íslensks kvennalandsliðs á stórmóti með því að tryggja sér sjöunda sæti mótsins. Elín segir kjarnann sem myndaði lið Íslands á mótinu einstakan. Persónuleg frammistaða Elínar, sem er leikmaður Hauka, á HM mun án efa varpa kastljósinu á hana. Elín er hins vegar ekki á leið út í atvinnumennsku alveg strax. Handbolti 4. júlí 2024 10:00
Hanna Guðrún næsti aðstoðarþjálfari Stjörnunnar Hanna Guðrún Stefánsdóttir verður aðstoðarþjálfari Stjörnunnar á komandi leiktíð í Olís-deild kvenna í handbolta. Frá þessu greindi Stjarnan á samfélagsmiðlum sínum. Handbolti 2. júlí 2024 14:30
„Geri mér alveg grein fyrir því að þetta sé á einhvern hátt umdeilt“ Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Fram í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. Hann segir að ekki ættu að koma upp hagsmunaárekstrar. Handbolti 2. júlí 2024 10:01
Staða HSÍ grafalvarleg Formaður Handknattleikssambands Íslands segir stöðu sambandsins grafalvarlega. Tugmilljóna króna tap var á rekstri þess á síðasta ári. Eigið fé HSÍ er einnig neikvætt um tugi milljóna og mun sambandið þurfa að skera niður ef ríkið grípur ekki inn í. Handbolti 22. júní 2024 08:07
Sara Sif til Hauka Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir hefur gert tveggja ára samning við Hauka. Hún gengur í raðir félagsins frá Íslandsmeisturum Vals. Handbolti 21. júní 2024 22:30
Rakel og Arnar kynnt til leiks hjá Fram Handknattleiksdeild Fram hefur kynnt þau Rakel Dögg Bragadóttur og Arnar Pétursson sem þjálfara liðsins í Olís-deild kvenna. Handbolti 20. júní 2024 21:45
Rakel tekur við Fram og landsliðsþjálfarinn aðstoðar Rakel Dögg Bragadóttir verður næsti þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta og landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson verður henni til aðstoðar. Handbolti 19. júní 2024 15:48
Aron og Thea Imani mikilvægust í vetur Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag. Íslandsmeistararnir Aron Pálmarsson og Thea Imani Sturludóttir voru valdir mikilvægustu leikmenn Olís-deildanna. Handbolti 11. júní 2024 13:01
Thea áfram í herbúðum þreföldu meistaranna Thea Imani Sturludóttir, landsliðskona í handbolta, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Íslands-, bikar- og deildarmeistara Vals. Handbolti 7. júní 2024 16:46
Hin þaulreynda Rut gengin í raðir silfurliðs Hauka Hin þaulreynda Rut Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, er gengin í raðir Hauka í Olís-deildinni. Hún spilaði ekkert með KA/Þór á síðustu leiktíð vegna barneigna en hefur nú ákveðið að söðla um og mun spila í rauðu á komandi leiktíð. Handbolti 5. júní 2024 19:45
Átján Íslandsmeistaratitlar á Hlíðarenda á átta árum Karlalið Vals varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Grindavík í oddaleik. Íslandsmeistaratitlar hafa hreinlega streymt á Hlíðarenda á síðustu árum. Körfubolti 30. maí 2024 09:31
Tinna Sigurrós í Stjörnuna Handboltakonan Tinna Sigurrós Traustadóttir er gengin í raðir Stjörnunnar frá Selfossi. Handbolti 28. maí 2024 16:01
Landsliðskonum fjölgar hjá Val Línumaðurinn Elísa Elíasdóttir hefur gengið til liðs við kvennalið Vals í handbolta og skrifað undir þriggja ára samning. Hún kemur til liðsins frá ÍBV. Handbolti 22. maí 2024 10:30
„Ég táraðist smá“ Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka 28-25 og einvígið 3-0. Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagðist næstum því hafa farið að gráta á verðlaunapallinum. Sport 16. maí 2024 22:18
„Manni finnst nýjasti bikarinn alltaf sætastur“ Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25. Valur vann einvígið 3-0 og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var hæst ánægður með tímabilið. Sport 16. maí 2024 22:02
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 28-25 | Valskonur Íslandsmeistarar Valur vann þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann einvígið 3-0 og vann alla titla sem í boði voru á Íslandi á þessu tímabili. Handbolti 16. maí 2024 21:38
Einar hættir með kvennalið Fram Einar Jónsson er hættur þjálfun kvennaliðs Fram en á leiktíðinni sem er senn á enda var hann þjálfari bæði karl- og kvennaliðs félagsins í Olís-deildunum í handboltanum. Handbolti 13. maí 2024 17:15
„Við erum alveg róleg“ Valur sigraði í kvöld Hauka í öðrum leik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Valskonum vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að hampa titlinum. Lokatölur í kvöld 22-30. Handbolti 12. maí 2024 20:16