Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Poppstjarnan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur ákveðið að láta hárið fjúka og krúnuraka sig. Hún nýtur lífsins á Spáni þessa dagana. Lífið 8.1.2026 22:29
Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra eignaðist dóttur í morgun. Hann greinir frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum í kvöld. Lífið 8.1.2026 19:38
Vilhjálmur Bergsson er látinn Myndlistarmaðurinn Vilhjálmur Bergsson lést á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal, mánudaginn 5. janúar 2026, 88 ára að aldri. Menning 8.1.2026 14:41
Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi „Við veljum hund frekar en barn og hér eru ástæðurnar,“ segir í fyrirsögn Times í Bretlandi í vikunni (e. „We chose a dog over a baby. Here’s why“). Í greininni er ekki bara fjallað um hið hefðbundna DINK-parsamband, því nú er líka verið að tala um DINKwads. Áskorun 8.1.2026 07:02
Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Forseti Íslands bauð hátt í sex hundruð manns í fjölmennt nýársboð á þrettándanum. Á boðslistanum voru ýmsir háttsettir embættismenn, fulltrúar hagsmuna- og íþróttasamtaka, trúfélaga, atvinnulífsins og menningarstofnana. Þó eru nokkur áberandi nöfn sem vantaði. Lífið 8.1.2026 07:02
Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Bíóhöllin við Álfabakka snýr aftur til upprunans í sínum síðasta mánuði sýninga. Þar verða næstu vikurnar sýndar ýmsar kvikmyndir sem stóðu fyrstu gestum kvikmyndahússins til boða árið 1982. Fyrsta bíómyndin sem sýnd var í Bíóhöllinni verður svo sömuleiðis sú síðasta, Being There með Peter Sellers í aðalhlutverki. Lífið 7.1.2026 22:57
Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Kvöldsónata Ólafs Jóhanns Ólafssonar er mest selda bók síðasta árs samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda. Menning 7.1.2026 15:57
Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Liðið ár hefur verið viðburðaríkt hér á landi og margir Íslendingar gert það gott á árinu. Það eru þó fáir sem hafa átt jafn viðburðaríkt ár og áhrifavaldurinn og fjölmiðlakonan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, sem hefur skotist upp á stjörnuhimininn og fest sig í sessi sem ein efnilegasta fjölmiðlakona landsins. Lífið 7.1.2026 14:01
Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Þrálátur orðrómur er nú uppi á samfélagsmiðlum um það að Stranger Things sjónvarpsþáttaröðinni sé alls ekkert lokið líkt og áhöld hafa verið uppi um. Þáttaröðinni heimsfrægu lauk á Netflix á dögunum þegar áttundi þáttur fimmtu seríu fór í loftið og var þátturinn heilir tveir tímar að lengd. Bíó og sjónvarp 7.1.2026 13:27
Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir skildi hunda sína tvo eftir eina heima með ryksuguróbotnum. Þegar hún sneri aftur hafði orðið smá slys í stofunni en vélmennið gert illt verra með því að dreifa kúk um rýmið áður en hann geispaði golunni úti í horni. Lífið 7.1.2026 11:52
Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Breski hjartaknúsarinn og leikarinn Callum Turner er sagður hafa blaðrað því út úr sér á fjölmörgum stöðum að hann hafi verið ráðinn til þess að leika breska njósnara hans hátignar, James Bond. Hann muni taka við keflinu af Daniel Craig sem lék njósnarann í síðustu mynd sem kom út 2021. Bíó og sjónvarp 7.1.2026 11:16
Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Vísindavefurinn hefur tekið saman þau svör á vefnum sem voru mest lesin árið 2025. Fólk var mikið að pæla í líffræðilegu kyni og áhrifum hlýnunar jarðar. Þá vekur athygli hve margir höfðu áhuga á Axlar-Birni. Lífið 7.1.2026 10:55
Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Nýjasti þáttur Bítisins í bílnum sló rækilega í gegn í gær og horfðu mörg þúsund manns á leynigestinn spreyta sig á Ring of Fire með Johnny Cash í bílakarókí. Nú er komið að því að opinbera leynigestinn djúpraddaða. Lífið 7.1.2026 09:51
Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Íbúum á Stokkeyri þykir fátt skemmtilegra en að bregða sér á skauta á stóru svelli í þorpinu en mikil hefð er fyrir skautamenningu á staðnum. Kona, sem býr í Danmörku en er í heimsókn á Íslandi, segir skautasvellið á Stokkseyri algjöra paradís. Lífið 6.1.2026 20:05
Kallar Sóla klónabarnið sitt Almennt virðist ríkja mikil ánægja með áramótaskaupið og eru ráðherrar engin undantekning á því. Inga Sæland formaður Flokks fólksins er hæstánægð með frammistöðu Sóla Hólm sem lék hana og veltir fyrir sér hvort hún geti fengið hann í afleysingarstörf fyrir sig. Lífið 6.1.2026 20:02
Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Leikarinn Mickey Rourke hefur mótmælt GoFundMe-fjáröflun sem var stofnuð handa honum í kjölfar fregna af því að henda ætti honum út úr leiguíbúð. Leigusali Rourke hefur stefnt leikaranum því hann skuldar sextíu þúsund dali (um 7,5 milljónir íslenskra króna) í ógreidda leigu. Lífið 6.1.2026 15:29
Béla Tarr er látinn Ungverski leikstjórinn Béla Tarr, sem er þekktastur fyrir myndirnar Sátántangó og Turin-hestinn, er látinn sjötíu ára að aldri. Bíó og sjónvarp 6.1.2026 14:51
Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Í upphafi árs kynnti Sporthúsið til sögunnar nýja tækjalínu frá Technogym sem ber heitið Biostrength og er algjör bylting í styrktarþjálfun. Í stað hefðbundinna lóða notast tækin við tölvustýrða, rafseguldrifna mótstöðu sem aðlagar sig sjálfkrafa að líkamsstöðu, getu og markmiðum hvers notanda. Lífið samstarf 6.1.2026 14:22
Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Sindri Sindrason við höfunda Skaupsins á síðasta ári en þessi árlegi þáttur hefur að þessu sinni heilt yfir fengið verulega góða umsögn af þjóðinni. Lífið 6.1.2026 12:01
Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður lenti í því óláni að slá golfkúlu sem hafnaði í höfði Bjarna Benediktssonar, þá forsætisráðherra þjóðarinnar. Lífið 6.1.2026 11:23
Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sylvía Erla Melsteð, söngkona, sjónvarpskona og rithöfundur, á von á sínu fyrsta barni með sambýlismanni sínum, athafnamanninum Róberti Frey Samaniego. Lífið 6.1.2026 10:59
Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Vefþættirnir Bítið í bílnum hafa slegið í gegn en í þeim fara þáttarstjórnendur Bítisins, þau Heimir, Lilja og Ómar, á rúntinn með leynigesti sem syngur karókílag að eigin vali. Lífið 6.1.2026 09:01
Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Ung kona sem hefur ekki átt sjö dagana sæla virðist hafa dottið í lukkupottinn þegar hún fær óvænt starf sem húshjálp hjá ríkum hjónum. Fljótt renna á hana tvær grímur þegar húsfreyjan fer að haga sér undarlega og ýmis ljót leyndarmál koma upp á yfirborðið. The Housemaid er hressandi, subbulegur sálfræðitryllir sem líður fyrir ósannfærandi aðalleikkonu í Sydney Sweeney. Gagnrýni 6.1.2026 07:00
Scary Movie-stjarna látin Jayne Trcka, vaxtarræktarkona og leikkona, lést í desember 62 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir leik sinn í Scary Movie. Lífið 5.1.2026 20:38