Fréttamynd

Brigitte Bardot er látin

Franska leikkonan Brigitte Bardot er látin, 91 árs að aldri. Hún skaust á stjörnuhimininn fyrir leik sinn en á seinni árum sneri hún sér að málefnum tengdum velferð dýra og stjórnmálum.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sér­þarfir

Á heimili Ástu Bjarkar Aðalgeirsdóttur á Húsavík er aldrei lognmolla. Þar býr hún með eiginmanni sínum, Aaroni Eyþórssyni, og fimm börnum – hvert með sínar áskoranir. Fjögur þeirra eru greind með ADHD og einhverfu og það fimmta glímir við afar sjaldgæft heilkenni sem aðeins örfá börn í heiminum hafa verið greind með. Daglegt líf fjölskyldunnar snýst því um skipulag, þrautseigju og óbilandi þolinmæði.

Lífið


Fréttamynd

Óléttan upp­götvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans

Sólveig Arnarsdóttir hóf leiklistarferilinn á Ísland sem barnastjarna, lærði þýsku sem barþjónn til að komast inn í leiklistarskólann Ernst Buch í Berlín og sló síðan í gegn í þýsku sjónvarpi. Sólveig hefur leikið mörg stærstu hlutverk leikhúsbókmenntana hérlendis og erlendis, upplifað sigra og einnig áföll.

Menning

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“

Árleg Þorláksmessuveisla fór fram á Ölver í Laugardal í dag þar sem gestir streymdu að til þess að gæða sér á kæstri skötu, þó álitamál væri hve kæst hún ætti að vera. Fréttamaður fetaði í fótspor annarra fréttamanna fréttastofunnar í gegnum árin og gæddi sér á þeirri kæstu í fyrsta sinn.

Lífið
Fréttamynd

Frétta­menn gæða sér á skötu í gegnum árin

Þorláksmessa er skötudagurinn sjálfur og er vart hægt að fara um bæi og borg í leit að jólagjöfum án þess að fnykurinn fylli vitinn. Fréttamenn í gegnum tíðina hafa verið duglegir að gæða sér á skötu, með misdramatískum viðbrögðum.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey á landinu

Heimsfræga tónlistarkonan Laufey er komin heim til Íslands fyrir jólin. Hún hefur kíkt á tónleika og gætt sér á pylsu.

Lífið
Fréttamynd

Þar sem vin­sælustu lög landsins verða til

Íslenskt tónlistarlíf er afar sterkt og fjölbreytt um þessar mundir. Níu af tíu vinsælustu lögum landsins á streymisveitunni Spotify, þau voru íslensk á þessu ári, sem er það mesta síðan streymisveitan fór að taka saman lista þess efnis. Stór hluti þessarar tónlistar fer í gegnum klasann.

Lífið
Fréttamynd

Glæ­nýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi

Söguleg tíðindi er að finna í síðasta bóksölulista Fíbút fyrir þessi jólin. Kvöldsónata Ólafs Jóhanns Ólafssonar er komin í efsta sætið eftir stærstu bóksöluviku ársins. Hann skákar þar Arnaldi Indriðasyni sem hefur verið óskoraður konungur bóksölulistans undanfarin þrjátíu árin eða svo.

Menning
Fréttamynd

Cooper bað móðurina um hönd Hadid

Leikarinn Bradley Cooper er sagður hafa beðið Yolöndu Hadid um hönd dóttur hennar, ofurfyrirsætunnar Gigi Hadid. Parið hefur verið saman í rúmlega tvö ár og eiga hvort um sig eitt barn úr fyrra sambandi. 

Lífið
Fréttamynd

„Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra með meiru, hefur verið að hasla sér völl sem rithöfundur. Katrin var að senda frá sér sérlega vel út færða glæpasögu sem ber forvitnilegan titil: Þegar hún hló.

Lífið
Fréttamynd

Brúð­kaup ársins 2025

Árið 2025 var stútfullt af ást og gleði og ófá nýgift hjón ræddu við Vísi um stærsta dag í þeirra lífi. Hér má sjá hvaða einlægu, fallegu og glæsilegu brúðkaup stóðu upp úr frá árinu. 

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið

Fyrsta myndefnið úr Ódysseifskviðu, næsta stórvirki leikstjórans Christopher Nolan er mætt á netið í fyrstu stiklu myndarinnar. Myndin var að hluta tekin upp hér á landi síðasta sumar þegar fréttir bárust ótt og títt af stórstjörnum í miðbæ Reykjavíkur. Horfa má á stikluna neðst í fréttinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Saga jarðaði alla við borðið

Á föstudagskvöldið fór í loftið sérstök hátíðarútgáfa Bannað að hlæja á Sýn. Þar mætti stórskotalið sem gestir í matarboði Auðuns Blöndal. Þau Saga Garðars, Ari Eldjárn, Bassi Maraj, Sveppi og Vala Kristín Eiríksdóttir létu sjá sig og kepptu sín á milli.

Lífið
Fréttamynd

Vísa á­sökunum Skinner um kosningasvindl á bug

Breska ríkisútvarpið hefur vísað á bug ásökunum Thomasar Skinner, athafnamanns og áhrifavalds, um að niðurstöðum áhorfendakosninga dansþáttarins Strictly Come Dancing hefði verið hagrætt. Sjálfstætt fyrirtæki sér um utanumhald og yfirferð á kosningunum.

Lífið
Fréttamynd

„Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“

Jóhannes Kr. Kristjánsson fjölmiðlamaður segir að það nísti hjarta hans að sjá fréttir um hve mörg ungmenni deyi á ári hverju vegna ofneyslu. Sigrún Mjöll dóttir hans lést af slíkum völdum fyrir rúmum fimmtán árum. Jóhannes safnar minningum um dóttur sína fyrir hlaðvarpsþátt sem hann vinnur að.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleði­legra jóla

Nú eru bara tveir dagar í jól, fólk ýmist í jólastresskasti eða komið í jólakósý. Tónlistarmenn landsins eru alveg að klára sína jólatónleikatörn til að eiga salt í möndlugrautinn og áhrifavaldar keppast við að fanga myrkrið á filmu.

Lífið
Fréttamynd

Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram

James Ransone, bandarískur leikari sem er hvað helst þekktur fyrir hlutverk sitt í „The Wire“, einum bestu sjónvarpsþáttum allra tíma, lést á föstudag, aðeins 46 ára gamall. Réttarlæknir í Los Angeles segir að Ransone hafi svipt sig lífi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Veikindi eyði­lögðu líka stóru stund Manúelu

Ósætti ríkir milli fegurðardrottningarinnar Helenu Hafþórsdóttur O'Connor og forsvarsmanna Ungfrúar Íslands. Þar stendur orð gegn orði um það hver tók ákvörðun um að skrá Helenu úr keppni í Ungfrú alheimi í nóvember vegna veikinda hennar. En það sem meira er þá lenti Helena í keimlíkum hremmingum og Manúela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrúar Íslands, lenti í fyrir 22 árum síðan. 

Lífið