Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað?

Teslu-eigandi hefur ítrekað lent í því að Teslan hans blakar öðrum hliðarspeglinum á nákvæmlega sama staðnum á Austurveginum á Selfossi. Aðrir Telsu-eigendur hafa lent í svipuðu á hinum ýmsu stöðum. En er þetta hönnunargalli, bilun eða stillingaratriði?

Lífið
Fréttamynd

Connie Francis er látin

Connie Francis, sem var ein vinsælasta söngkona Bandaríkjanna í upphafi sjöunda áratugarins, er látin, 87 ára að aldri. Francis átti óvænta endurkomu á vinsældarlistum fyrr á árinu þegar lagið „Pretty Little Baby“ sló í gegn á TikTok.

Lífið

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Kjóstu flottasta garð ársins 2025!

Undanfarna viku hafa hlustendur Bylgjunnar og lesendur Vísis sent inn tilnefningar um flottasta garð landsins 2025 en fresturinn rann út á miðnætti síðasta sunnudag. Dómnefnd Bylgjunnar, Vísis og Garðheima hefur staðið í ströngu undanfarna daga og skoðað fjölda fallegra mynda af litríkum og fallega skipulögðum görðum víða um land.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Maður þarf alltaf að hafa augun opin“

RAX hefur ósjaldan náð fréttamyndum þegar hann hefur verið á flugi og í sumum tilfellum var hann fyrir tilviljun á flugi þegar hann kom auga á fréttnæma atburði. Árið 1986 sá hann reyk við tjörnina í Reykjavík þegar hann kom fljúgandi frá Mýrum en reykurinn stafaði af eldi sem blossað hafði upp í Iðnó. RAX flaug yfir Iðnó og náði myndum af brunanum. Hann var einnig á flugi þremur árum fyrr þegar hann sá viðbúnað á Viðeyjarsundi en þá hafði sanddæluskipinu Sandey II hvolft.

Lífið
Fréttamynd

„Ég gat ekki haldið aftur tárunum“

„Brúðkaupsdagurinn var besti dagur lífs okkar,“ segja hin nýgiftu Alexandra Friðfinnsdóttir og Magnús Jóhann. Þau áttu algjöran draumadag í rjómablíðu og héldu alvöru miðbæjarbrúðkaup en blaðamaður ræddi við Alexöndru um þessa ógleymanlegu upplifun.

Lífið
Fréttamynd

Emma Watson svipt ökuleyfinu

Leikkonan Emma Watson hefur verið svipt ökuleyfinu í sex mánuði eftir að hún fór yfir leyfilegan hámarkshraða í Oxford í júlí á síðasta ári.

Lífið
Fréttamynd

Yngsti gusumeistari landsins

„Þetta er svo æðislegt og gefur manni svo mikið, svo mikla gleði,“ segir grafíski hönnuðurinn Saga Klose sem er fædd árið 2003 og ber titilinn yngsti gusumeistari landsins. Blaðamaður ræddi við Sögu og fékk að kynnast henni og hinum gríðarlega vinsælu sauna-gusum aðeins betur.

Lífið
Fréttamynd

Væri teiknimyndapersóna í full­komnum heimi

„Þegar ég var yngri var ég mun ævintýragjarnari en núna,“ segir tónlistarkonan Vaka Agnarsdóttir sem hefur vakið mikla athygli sem söngkona sveitarinnar Inspector Spacetime. Vaka eyðir ekki miklum tíma í að spá í tískuna og velur alltaf þægindi fram yfir annað en er með einstakan og ofurtöff stíl.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sjarmerandi rað­hús í 105

Áhrifavaldurinn og verkefnastjórinn Bára Ragnhildardóttir hefur sett sjarmerandi raðhús sitt á sölu. Eignin er í Ásholti 8, 105 Reykjavík og er rúmir 140 fermetrar. 

Lífið
Fréttamynd

Er Rihanna best klædda mamma allra tíma?

Stórstjarnan Rihanna heldur áfram að slá met fyrir einhvern flottasta meðgöngustíl sem sést hefur. Söngkonan sem á von á sínu þriðja barni með rapparanum A$AP Rocky er þekkt fyrir stórglæsilegan stíl og virðist njóta þess enn betur að klæða sig upp á meðgöngunni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Mynda­veisla frá Kótelettunni - Bylgju­lestin 2025

Sólin hélt áfram að elta Bylgjulestina síðasta laugardag en þá kom hún við á Selfossi þar sem fjölskyldu- og bæjarhátíðina Kótelettan fór fram. Það var mjög fjölmennt í bænum þennan daginn enda gott veður og boðið var upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“

Yfir hundrað íslenskir dansarar héldu af stað í byrjun júlí til Spánar og kepptu í gríðarstórri alþjóðlegri danskeppni. Rétt rúmlega fimmtíu þeirra fóru á vegum Ungleikhússins en mætti segja að þau komu, sáu og sigruðu. Eigandi Ungleikhússins átti í mestu vandræðum með að koma öllum verðlaununum aftur til Íslands.

Lífið
Fréttamynd

„Ó­ljósir, fal­legir og stundum ó­þægi­legir hlutir“

„Ég leyfði mér að vinna hratt þegar ég gerði þessa plötu. Ég var ekki stoppa og pæla of mikið heldur bara að treysta eyranu, líkamanum og tilfinningunni,“ segir tónlistarkonan Gugusar sem gaf nýverið út plötu og stendur fyrir allsherjar partýtónleikum á Auto í lok júlí.

Lífið