Blö byrjar árið á bingói Nýársbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Sýn Vísi klukkan 15:00 á morgun, nýársdag. Vinningarnir eru fjölmargir og margir hverjir ansi veglegir. Lífið 31.12.2025 12:11
Heitustu lögin á FM árið 2025 Liðið ár var viðburðaríkt í tónlistarsenunni hérlendis og erlendis og má segja að rappið hafi svolítið tekið yfir í gróskumikilli útgáfu á Íslandi. Útvarpsstöðin FM957 afhjúpar hér hvaða hittarar standa efst á árinu sem er senn að líða og íslenskt tónlistarfólk heldur áfram að taka yfir efstu sætin. Tónlist 31.12.2025 07:00
Þetta fengu ráðherrarnir gefins Árlega birta ráðherrar ríkisstjórnarinnar lista yfir þær gjafir sem þeir hafa hlotið á árinu. Lífið 31.12.2025 07:00
Græna gímaldið ljótast Niðurstöður liggja fyrir í kosningu Arkitektúruppreisarinnar, áhugamannahóps um framtíð arkitektúrs, um nýbyggingu ársins, bæði þá fallegustu og ljótustu. Græna gímaldið við Álfabakka 2a var valin ljótasta nýbyggingin og Hafnarstræti 75 á Akureyri sú fallegasta. Menning 30.12.2025 11:22
Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Brigitte Bardot heimsótti Ísland tvívegis með skömmu millibili árið 1977. Heimsóknirnar vöktu mikla athygli fjölmiðla hér á landi og var önnur þeirra kallað „leyniferðlag“ í Dagblaðinu. Um var að ræða tvær stuttar millilendingar á Reykjavíkurflugvelli þegar hún flaug frá heimalandi sínu, Frakklandi, til Nýfundnalands og svo til baka. Lífið 30.12.2025 11:02
Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Leikarinn Idris Elba er meðal nafna á nýárslista Karls III Bretakonungs yfir þá sem hljóta riddaratign árið 2026. Elba hlýtur titilinn fyrir að vinna markvisst að því að draga úr hnífaburði ungmenna með samtökum sínum, Elba Hope Foundation. Lífið 30.12.2025 10:04
Móðurmorð í blóðugu jólaboði Það er alltaf eftirvænting í loftinu á jólafrumsýningu Þjóðleikhússins. Þetta er ekki fjölskylduvænasta jólahefðin, hvorki fyrir áhorfendur né leikara. En sérstakt er það – að mæta í leikhúsið á annan í jólum, sumir komnir beint úr jólaboðum og gleyma sér í leikhúsinu. Jólasýningin í ár var Óresteia. Um fjögurra klukkutíma leikrit eftir Benedict Andrews byggt á blóðugri grískri tragedíu. Og hvað er jólalegra eða íslenskara en fjölskylduharmleikur á jólum? Hvorki leikrit eða leikstjórn Benedict Andrews olli mér vonbrigðum. Þetta var alvöru kjaftshögg á hátíð ljóss og friðar. Sýning sem lætur engan ósnortinn – þá sem treysta sér að mæta það er að segja. Gagnrýni 30.12.2025 07:02
Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Amma á Kársnesi sem saknar árlegrar áramótabrennu í Kópavogi hefur ákveðið að blása til svokallaðrar blysraðar í anda þjóðhátíðar í Eyjum á gamlárskvöld. Engar áramótabrennur eru á dagskrá í sveitarfélaginu í ár. Hún furðar sig á áhugaleysi Kópavogsbæjar á framtakinu, sem þjóni þeim tilgangi að fjölskyldur hafi eitthvað að gera milli matmálstíma og áramótaskaups á gamlárskvöld. Lífið 29.12.2025 18:26
Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Daphne Govers, fyrrverandi eiginkona pílukastarans Michael van Gerwen, á von á barni með nýjum kærasta sínum en settur fæðingardagur barnsins er í janúar, átta mánuðum eftir skilnað hennar við van Gerwen. Nýi kærastinn hefur viðurkennt að þau hafi þekkst áður en hjónin skildu og þykir honum leiðinlegt að hafa gert pílukastaranum þennan grikk. Lífið 29.12.2025 15:18
Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Í síðasta Kviss þætti ársins var farið yfir árið með skemmtilegum hætti. Þar mættu vel valdir gestir og svöruðu spurningum Björns Braga Arnarsonar sem allar áttu það sameiginlegt að fjalla um atburði ársins og oftast eitthvað sem átti sér stað síðustu tólf mánuði. Guðmundur Haukur Guðmundsson var bæði dómari í þættinum og samdi einnig spurningarnar í samvinnu við Björn Braga. Lífið 29.12.2025 15:01
Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Það styttist óðum í hina árlegu Kryddsíld á gamlársdag þangað sem formenn flokkanna á Alþingi mæta til að gera upp árið. Þátturinn er í beinni útsendingu á Sýn klukkan 14 og aðgengilegur öllum landsmönnum. Um er að ræða 35 ára afmæli þáttarins í sjónvarpi. Stiklan fyrir þáttinn í ár er komin í birtingu og má sjá neðst í fréttinni. Lífið 29.12.2025 13:01
Melanie Watson er látin Barnastjarnan Melanie Watson, sem lék í gamanþáttunum Diff'rent Strokes, er látin, 57 ára að aldri. Lífið 29.12.2025 11:25
Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Tónlistarmanninum Erni Elíasi Guðmundssyni, sem er betur þekktur sem Mugison, finnst á sér brotið vegna umtalaðs myndbands sem nú gengur um netheima þar sem lag hans, Stingum af, er notað. Um er að ræða stuðningsmyndband við Miðflokkinn sem er gert úr gömlu íslensku myndefni, sem sýnir Ísland á árum áður í rómantísku ljósi. Lífið 29.12.2025 10:40
Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Jólin, jólin alls staðar. Allar halda heilög jól, sérstaklega áhrifavaldar. En það er misjafnt hvort fólk stillir sér upp við hefðbundið jólatré, birtir bíkinimyndir frá sólarlöndum eða skellir sér á skíði. Lífið 29.12.2025 09:53
Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Katrín Björk Birgisdóttir ræddi háleit markmið sín í Íslandi í dag fyrr á árinu en meðal þeirra var að greiða tíu milljónir króna inn á húsnæðislánið fyrir áramót, ekki kaupa ný föt og lesa bók. Þótt það hafi gengið misvel að ná öllum markmiðunum er hún farin að huga að næsta ári. Lífið 28.12.2025 20:19
Brigitte Bardot er látin Franska leikkonan Brigitte Bardot er látin, 91 árs að aldri. Hún skaust á stjörnuhimininn fyrir leik sinn en á seinni árum sneri hún sér að málefnum tengdum velferð dýra og stjórnmálum. Lífið 28.12.2025 10:19
Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Knattspyrnuparið Glódís Perla Viggósdóttir og Kristófer Eggertsson gengu í hjónaband í gær. Brúðkaupið var haldið á Íslandi en parið býr í Þýskalandi. Lífið 28.12.2025 09:32
Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Á heimili Ástu Bjarkar Aðalgeirsdóttur á Húsavík er aldrei lognmolla. Þar býr hún með eiginmanni sínum, Aaroni Eyþórssyni, og fimm börnum – hvert með sínar áskoranir. Fjögur þeirra eru greind með ADHD og einhverfu og það fimmta glímir við afar sjaldgæft heilkenni sem aðeins örfá börn í heiminum hafa verið greind með. Daglegt líf fjölskyldunnar snýst því um skipulag, þrautseigju og óbilandi þolinmæði. Lífið 28.12.2025 09:02
Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Vinadagurinn brast á með látum í Stóra flugeldamarkaðnum í dag. Hægt verður að næla sér í svakalegar sprengjur á einstöku verði allan daginn en opið verður frá klukkan 10 til 22. Lífið samstarf 28.12.2025 08:17
„Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Hann er bæjarstjóri í Hafnarfirði og hún er kennari í Álftanesskóla. Saman eru þau hjónin Valdimar Víðisson og Sigurborg Geirdal, sem nýverið stofnuðu Instagramsíðuna Nýtt í hverjum mánuði á Instagram. Áskorun 28.12.2025 08:02
Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Á hverju ári endurtekur sig sama einkennilega atburðarásin þegar fullorðið fólk um allan heim virðist sammælast um einhverja mestu blekkingarsögu mannkynssögunnar: þeirri um jólasveininn. Lífið 27.12.2025 21:29
Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, á von á öðru barni. Í óléttutilkynningunni þakkar hún sérstaklega Donald Trump Bandaríkjaforseta. Lífið 27.12.2025 14:24
Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég trúi þessu ekki upp á hann, þannig lagað séð. Ekki miðað við það litla sem ég þekki til hans. Manni finnst þetta ótrúlegt,“ segir bróðir hinnar íslensku Ásu Ellerup en Ása er eiginkona Rex Heuermann, sem sætir ákæru í einu umfangsmesta og alvarlegasta sakamáli sem komið hefur upp vestanhafs á seinni árum. Lífið 27.12.2025 08:00
Gítarleikari The Cure er látinn Perry Bamonte, gítar- og hljómborðsleikari í hljómsveitinni The Cure, er látinn. Hann var 65 ára gamall. Lífið 26.12.2025 22:43