Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menningarvaktin, nýtt menningarhlaðvarp, hefur hafið göngu sína á Vísi. Símon Birgisson, leikhúsgagnrýnandi, fær þar til sín góða gesti fyrir heiðarlegar, frjálsar og öðruvísi umræður um það sem er efst á baugi í menningunni. Menning 16.10.2025 15:18
„Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Poppstjarnan Britney Spears segir „stöðugar gaslýsingar“ Kevins Federline, fyrrverandi eiginmanns hennar, vera „gríðarlega særandi og slítandi“. Sambönd við táningsdrengi séu flókin en hún hefði alltaf þráð að hafa syni sína tvo í lífi sínu. Lífið 16.10.2025 10:35
Laufey og brúin milli kynslóðanna Ekki þarf að hlusta lengi á Laufey Lín til að átta sig á því að tónlist hennar á rætur í fortíðinni. Því tímabili í sögunni þar sem bandarísk tónskáld og textahöfundar áttu sviðið, sömdu revíur og söngleiki fyrir alþýðuna, áður en sjónvarp kom til sögunnar. Listamenn eins og Cole Porter, George Gershwin, Irving Berlin, Jerome Kern, Richard Rodgers og nokkrir aðrir. Margir hafa reynt að endurskapa ljóðræna fegurð þessa tíma en fáum hefur tekist að blása nýju lífi í hana. Í því felst einstakt afrek Laufeyjar, hún endurvekur ekki aðeins hljóm millistríðsáranna heldur semur ný lög sem eru í senn sígild og nútímaleg. Skoðun 15.10.2025 11:06
Ian Watkins myrtur af samföngum Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, er látinn eftir að ráðist var á hann í fangelsi, þar sem hann afplánaði 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. Erlent 12. október 2025 08:21
Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Jóhanna Helga Jensdóttir hefur verið ráðin í nýtt og umfangsmeira hlutverk á útvarpsstöðinni FM957 og mun nú fylgja hlustendum alla virka daga á milli klukkan tíu og tvö. Tónlist 10. október 2025 14:00
Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlistartímaritið Rolling Stone hefur tekið saman lista yfir 250 bestu lög 21. aldarinnar. Eins og við mátti búast er listinn ekki óumdeildur og trónir sömuleiðis nokkuð óvænt lag á toppnum. Tónlist 10. október 2025 13:23
Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum „Tíska spilar stórt hlutverk í heildarmyndinni af því að gefa út músík,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti sem hefur alla tíð farið eigin leiðir í tískunni og klæðaburður hans hefur alltaf átt í samtali við tónlistina hans. Gauti, sem var að gefa út plötuna Stéttin, ræddi við blaðamann um tískuna og tónlistina. Tíska og hönnun 10. október 2025 07:02
Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Velunnarar Árbæjarkirkju safna nú fyrir lyftu í nýja viðbyggingu við safnaðarheimili kirkjunnar. Lyftustokkurinn er tómur sem stendur og hefur meðal annars verið ráðist í sketsagerð til að safna fyrir lyftunni. Lífið 9. október 2025 21:00
„Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Rapparinn GKR frumsýnir í dag tónlistarmynband við lagið „Stælar“ sem er tekið um borð í eistnesku skemmtiferðaskipi. Hann upplifði tilgangsleysi á Íslandi, flutti til Noregs fyrir fjórum árum og býr þar enn. Hann semur mikið af tónlist en segist eiga það til að sitja of lengi á henni - framundan sé von á markvissari útgáfu. Tónlist 9. október 2025 12:14
Gefur endurkomu undir fótinn Tónlistarmaðurinn Aron Can hefur verið í pásu frá tónlist undanfarna mánuði. Ástæðan sé ekki flogakast sem hann fékk í sumar heldur rekstur steinefnafyrirtækisins R8iant. Hann gefur þó endurkomu undir fótinn og horfir til tíu ára afmælistónleika á næsta ári. Lífið 8. október 2025 12:29
Götulistamaðurinn Jójó látinn Jón Magnússon, götulistamaður, lést á hjartadeild Landspítalans þann 19. september síðastliðinn. Hann var þekktur undir listamannsnafninu Jójó. Hann var 65 ára að aldri þegar hann lést en hann fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1960. Foreldrar hans eru Nanna Jónsdóttir og James Andrew Shipp, sem er látinn. Lífið 7. október 2025 14:47
Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Ég þekkti Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara og textahöfund ágætlega í gegnum Þóru Guðmundsdóttur eiginkonu hans. Hún var vinkona systur minnar. Ég var þá nýorðinn táningur og Villi kom oft í heimsókn. Hann var einstaklega skemmtilegur og svo mikill húmoristi að það varð allt ákaflega gaman í kringum hann. Gagnrýni 7. október 2025 07:02
Kossaflens á klúbbnum Það var brjálað fjör á næturklúbbnum Auto á dögunum þegar rapparinn Birnir stóð fyrir eftirpartýi eftir stórtónleika sína í Laugardalshöll. Ofurskvísur, áhrifavaldar, stjörnmálafólk og aðrar stjörnur komu saman og stigu trylltan dans. Lífið 6. október 2025 20:00
Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, átti að spila á Bítla-heiðurstónleikum í gær en þurfti að leggjast inn á spítala og gat því ekki komið fram. Hann hafði fundið fyrir miklum verkjum, var fluttur í flýti á spítala og þurfti þar að fjarlægja úr honum gallblöðruna. Lífið 6. október 2025 16:38
Enn veldur Britney áhyggjum Tónlistarkonan Britney Spears veldur aðdáendum sínum enn á ný áhyggjum. Nú segist hún hafa dottið niður stiga heima hjá vini sínum og er ekki viss hvort hún sé fótbrotin eða ekki. Lífið 6. október 2025 13:31
Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Þakið var við það að rifna af Laugardalshöllinni á laugardagskvöld þegar ofur danssveitin GusGus tryllti lýðinn með tvennum tónleikum og uppselt var á báða. Tónlist 6. október 2025 11:31
Sonur Tinu Turner látinn Tónlistarmaðurinn Ike Turner yngri, sonur söngkonunnar Tinu Turner, er látinn 67 ára að aldri. Lífið 5. október 2025 17:26
Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba „Lífið hefur breyst rosalega mikið á þessu ári,“ segir ungstirnið Maron Birnir sem skaust upp á stjörnuhimininn fyrir stuttu síðan. Maron, sem er átján ára gamall, lifir og hrærist á tónlistinni og hefur stefnt hátt frá ungum aldri. Blaðamaður tók púlsinn á nýjustu stjörnu landsins. Tónlist 4. október 2025 07:00
Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Landslið tónlistarfólks kemur saman í Hörpu á sunnudag í tilefni af 65 ára afmæli Bítlana. Tímamótunum verður fagnað með stórtónleikum og stæl í Eldborg. Tónlist 3. október 2025 15:03
Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi „Pælingin er sú að þessu tímabili er kannski að ljúka en augnablikin lifa að eilífu í hjörtum okkar og hugum,“ segir söngvarinn, og einn meðlimur strákasveitarinnar Iceguys, Friðrik Dór. Tónlist 3. október 2025 12:36
Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Aðdáendur Taylor Swift eru sannfærðir um að poppstjarnan sé að dissa bresku tónlistarkonuna Charli XCX á nýútkominni plötu sinni. Swift syngur um ónefnda söngkonu sem baktali sig meðan viðkomandi var útúrkókuð. Tónlist 3. október 2025 10:40
Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu The Definitive Rat Pack metsölusýning frá West End í London kemur til Íslands í fyrsta skipti og verður sýnd í Eldborgarsal Hörpu 27. mars 2026, aðeins þetta eina kvöld. Lífið samstarf 3. október 2025 09:33
Keith sagður kominn með nýja kærustu Kántrísöngvarinn Keith Urban er sagður þegar kominn með nýja kærustu en eiginkona hans, Nicole Kidman, sótti um skilnað í vikunni eftir nítján ára hjónaband. Kærastan ku vera yngri kona úr kantrísenunni og hefur nafn gítarleikarans Maggie Baugh verið nefnt í því samhengi. Lífið 2. október 2025 16:09
The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu The Ultimate Eagles koma til Íslands í fyrsta skipti og halda tónleika í Hörpu 21. febrúar á næsta ári. The Ultimate Eagles er almennt talin fremsta tónleikasýning heims til heiðurs Eagles. Lífið samstarf 1. október 2025 11:04