Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bar­áttan um jólagestina hafin

Þótt maímánuður sé rétt hálfnaður er baráttan í miðasölu fyrir jólatónleika árið 2025 þegar hafin. Í auglýsingahléum Ríkisútvarpsins á undankeppnum Eurovision á þriðjudags- og fimmtudagskvöld birtust auglýsingar fyrir jólatónleika bæði Baggalúts og Vitringanna þriggja, því til staðfestingar.

Lífið
Fréttamynd

Lífið í LA smá eins og banda­rísk bíó­mynd

„Ég held ég hafi alveg staðið mig vel í að færa smá Ísland með mér til LA,“ segir Carmen Tryggvadóttir sem er fædd og uppalin í Kaliforníu en heldur stöðugri tengingu við Ísland. Í dag ferðast hún víða um heim þar sem hún vinnur í teymi íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Blaðamaður ræddi við Carmen um ævintýrin og lífið.

Lífið
Fréttamynd

„Ég fæddist fyrir þessa stund“

Síðasta rennsli Væb-strákanna á Eurovision-atriði þeirra gekk eins og í sögu. Nú styttist í stóru stundina en þeir eru fyrstir á svið klukkan 19 í kvöld. 

Lífið
Fréttamynd

Norður­ljósin séu svalasta undur veraldar

Keppandi Ástralíu í Eurovision í ár segist elska að prakkarast með strákunum í Væb. Þá hafi hann alltaf langað til að heimsækja Ísland þar sem hann telur norðurljósin svalasta undur veraldar. 

Lífið
Fréttamynd

Í kossaflensi á Beyoncé

Eitt frægasta par í heimi, hjónin Meghan Markle hertogaynja af Sussex og hennar heittelskaði Harry Bretaprins, fóru á alvöru stefnumót um helgina í Los Angeles um helgina. Parið birti myndir af sér í faðmlögum og kossum þar sem þau börðu goðsögnina Beyoncé augum á tónleikum stjörnunnar.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn

Liðin vika var lífleg og viðburðarík hjá stjörnum landsins þar sem skemmtanalífið var með líflegasta móti. Mæðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og voru Íslendingar duglegir að senda kveðjur á mæður sínar. Þá stóð Bakgarðshlaupið yfir um helgina en því lauk í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Elskar fal­lega hælaskó og Prettyboitjokkó

Friðþóra Sigurjónsdóttir, ofurskvísa og pilates-kennari, lýsir sjálfri sér sem umhyggjusamri, jákvæðri og samviskusamri konu sem stundum hefur tilhneigingu til að ofhugsa hlutina. Hún segir Þórsmörk vera fallegasta staðinn á landinu og dreymir um að ferðast til Japan.

Lífið
Fréttamynd

Næsta lag fjalli um hið ís­lenska gufu­bað

Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Frum­sýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fal­legt náttúruklám

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson einnig þekktur sem Auður hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Stockholm Syndrome. Lagið kom út í september í fyrra og fjallar um Stokkhólmsheilkennið í samhengi við sambandsslit, ástina og hugmyndina um persónulegt frelsi og að vera tilfinningalega háður einstaklingi.

Lífið
Fréttamynd

Söngva­keppnin og stríðs­rekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“

Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma.

Lífið
Fréttamynd

Ó­hræddir við raun­veru­legar til­finningar

„Þetta er um smá rugl og smá von en fyrst og fremst um góðar víbrur og raunverulegar tilfinningar,“ segja tónlistarmennirnir Darri og Arnar Gauti, jafnan þekktir sem Háski og Curly. Þeir voru að gefa út tónlistarmyndband við lagið Baby hvað viltu?

Tónlist