„Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breytingar á reglum um atkvæðagreiðslu í Eurovision og kynningu laga eru skref í rétta átt en enn hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort Ísland muni taka þátt eða ekki í keppninni á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum útvarpsstjóra til fréttastofu en Ísland hefur til 10. desember til að tilkynna af eða á um þátttöku. Lífið 21.11.2025 10:49
Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur kynnt ýmsar nýjar reglur um atkvæðagreiðslu og kynningu laga sem taka þátt í Eurovision sem eiga að tryggja hlutleysi. Reglurnar verða ræddar á fundi þátttökuþjóða í desember og eru viðbragð við áhyggjum margra þjóða af afskiptum Ísraela af atkvæðagreiðslu í fyrra. Lífið 21.11.2025 09:29
Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Tónlistarmaðurinn Prakazrel „Pras“ Michel hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að taka við peningum frá erlendum aðila og nota þá í pólitískum tilgangi. Erlent 21.11.2025 08:20
Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Æskuheimili tónlistarkonunnar Bríetar Ísis Elfar við Laugarnesveg er komið á sölu. Íbúðin er rúmlega 92 fermetrar að stærð og á efstu hæð snyrtilegs fjölbýlishúss frá árinu 1959. Ásett verð er 89,9 milljónir. Lífið 19. nóvember 2025 16:02
Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Tónlistarmaðurinn D4vd er grunaður í máli hinnar fimmtán ára Celeste Rivas sem fannst látin í framskotti Teslu-bifreiðar hans. Rivas hafði flúið að heiman rúmu ári fyrr og mögulega átt í sambandi við tónlistarmanninn áður en lík hennar fannst. Erlent 19. nóvember 2025 11:48
Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.Hann tekur við af Guðnýju Einarsdóttur kantor. Innlent 19. nóvember 2025 10:05
„Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin og kærasta hans Erna María Björnsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, fögnuðu níu ára sambandsafmæli sínu í gær. Lífið 19. nóvember 2025 10:02
Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Það var líf og fjör í Eldborg um helgina þegar Stuðmenn héldu tvenna tónleika við gríðarlegan fögnuð aðdáenda. Tilefnið var fimmtíu ára afmæli fyrstu plötu sveitarinnar, Sumar á Sýrlandi, og enginn tónleikagestur fór heim ósnortinn eftir dásamlegan flutning Egils, Valgeirs og Sigga Bjólu á laginu Í bláum skugga. Tónlist 18. nóvember 2025 20:02
Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Breska tónlistarkonan Lily Allen er mögulega að eiga rosalegustu endurkomu tónlistarsögunnar og hefur frægðarsól hennar sjaldan skinið skærar. Hún gaf út eina umdeildustu plötu ársins, seldi upp á fjölda tónleika og gekk í gærkvöldi tískupallinn fyrir hátískuhúsið 16Arlington við mikinn fögnuð. Tíska og hönnun 18. nóvember 2025 15:10
Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist getur kallað fram sterkar tilfinningar, glatt mann, brotið niður eða vakið viðbjóð. Þegar horft er til baka koma mörg íslensk lög upp úr dúrnum sem gætu sennilega ekki komið út í dag vegna niðrandi, kynferðislegs eða óviðeigandi umfjöllunarefnis. Tónlist 18. nóvember 2025 07:00
Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Hljóðfæraleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir lenti óvænt í kröppum dansi á Schiphol-flugvelli í Amsterdam þar sem hún var á leið heim með víóluna sína. Starfsmaður vísaði til breyttra reglna um hljóðfærið og hótaði því að kalla á öryggisverði. Ásta segir hljóðfæraleikara langþreytta á óskýrum reglum og hvetur Icelandair til að bregðast við. Félagið segir málið til skoðunar. Innlent 17. nóvember 2025 15:13
Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Það var líf og fjör í Kringlubíói um helgina þegar rapparar, ofurskvísur, listamenn og áhrifavaldar komu saman á frumsýningu hjá Birni og Flóna. Tónlist 17. nóvember 2025 11:30
70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Það var líf og fjör á Laugarvatni um helgina þegar um 200 nemendur Tónlistarskóla Árnesinga komu saman til að spila á hljóðfæri sín í tilefni af 70 ára afmæli skólans fyrir gesti á sérstökum afmælistónleikum í íþróttahúsinu á Laugarvatni í gær, 15. nóvember. Innlent 16. nóvember 2025 20:05
Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gugga í gúmmíbát fór á djammið á Airwaves í síðustu viku og kíkti á rúntinn með Flona. Þau fóru saman í hvítri Flona-Teslunni gegnum bílabón, eldheitar hraðaspurningar og töluvert neistaflug. Lífið 15. nóvember 2025 14:59
Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Ríkisútvarpinu hafa borist á annað hundrað lög til þátttöku í Söngvakeppninni í ár þótt enn liggi ekki fyrir hvort Ísland verði á meðal þátttökuþjóða í Eurovision í Vín. Fleiri lög hafa borist en í fyrra. Lífið 14. nóvember 2025 16:38
Helgi Pétursson er látinn Helgi Pétursson, tónlistarmaður, fjölmiðlamaður, fyrrverandi borgarfulltrúi og baráttumaður fyrir málefnum eldri borgara, er látinn, 76 ára að aldri. Innlent 14. nóvember 2025 06:27
Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Það var rífandi stemning á Gauknum á Iceland Airwaves-hátíðinni síðastliðna helgi þegar tónlistarkonan Ingibjörg Friðriksdóttir, betur þekkt sem Inki, steig á svið, „aðeins“ 39 vikna ólétt. Hún naut sín í botn en ætlar þó ekki að gera lítið úr því að undirbúningurinn var þyngri en vanalega. Tónlist 13. nóvember 2025 20:01
Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Hvernig dettur maður niður stiga? Grínistinn Kjartan Logi lærði það sem partýtrikk á unglingsaldri og nýtti svo á dögunum við tökur á tónlistarmyndbandi við lagið „Taking My Time“ með Flesh Machine. Hann er blár og marinn á rassinum eftir ótal föll en telur það hafa verið þess virði. Lífið 13. nóvember 2025 11:04
„Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Þrátt fyrir fjarlægðina lét tónlistarkonan Elín Ey ekki standa í vegi fyrir því að gleðja unnustu sína, listakonuna Írisi Tönju Flygenring, sem fagnaði 36 ára afmæli í gær. Í tilefni dagsins deildi Elín hjartnæmu myndskeiði á Instagram þar sem hún flytur lagið Tiny Dancer eftir Elton John. Lífið 13. nóvember 2025 10:30
Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Hljómsveitin Ampop ætlar að koma fram í fyrsta sinn í 18 ár á morgun í fimmtugsafmæli trommuleikarans Jóns Geirs Jóhannssonar. Auk Ampop koma fram Skálmöld, Bris, Urmull, Klamedía X og Atarna sem eru allt hljómsveitir sem hann hefur verið í eða spilað með. Allur ágóði af miðasölu rennur til Vonarbrúar en tónleikarnir, og afmælið, fara fram í Austurbæjarbíó. Tónlist 13. nóvember 2025 10:17
Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Nýstofnaða metal-hátíðin Hellfoss fer fram í Sviðinu í nýjum miðbæ Selfoss helgina 6. til 7. febrúar 2026. Meðal hljómsveita sem koma þar fram eru Misþyrming, Volcanova og Forgarður helvítis auk fjölda annarra. Tónlist 12. nóvember 2025 14:33
Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Það var töfrandi stemning í SkyLagoon síðastliðinn miðvikudag þegar baðlónið tók forskot á sæluna með tónleikum í samvinnu með Airwaves hátíðina. Una Torfa flutti töfrandi tóna fyrir tónleikagesti sem allir klæddust baðsloppum og nutu í botn. Tónlist 11. nóvember 2025 17:01
Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson frumsýnir á Vísi í dag tónlistarmyndband við lagið „Hafið eða fjöllin“ sem Sverrir Bergmann syngur. Útgáfa þeirra félaga er sérstaklega áhrifamikil yfir myndefni af samheldnum Grindvíkingum og áhrifum jarðhræringanna á Grindavíkurbæ. Tónlist 11. nóvember 2025 10:37
„Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Tónskáld og poppsérfræðingur segir það risastóra viðurkenningu fyrir tónlistarkonuna Laufeyju Lin að fá tilnefningu fyrir poppplötu ársins ári eftir að hún sigraði í sama flokki Grammy-verðlaunanna. Með þessu festi Laufey sig í sessi á stjörnuhimninum í tónlistarlífi utan landsteinanna. Lífið 8. nóvember 2025 22:47