„Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Fólk sem bölvaði því að plakat af Elly Vilhjálms hefði verið skapað með gervigreind reyndist hafa rangt fyrir sér. Teiknarar af holdi og blóði báru ábyrgðina. Hugkvæmdastjóri Brandenburg segir að fólk sem finnist hlutir „gervigreindarlegir“ dæmi þá greinilega fyrirfram. Hann spyr hvort vitneskjan um ferlið hafi áhrif á skoðanir fólks. Menning 7.10.2025 12:04
Áhersla á hæglæti á Sequences Listahátíðin Sequences hefst á föstudag og stendur í tíu daga. Hátíðin er haldin annað hvert ár og er eina myndlistarhátíð landsins þar sem fjallað er um nútímalist. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Pása“. Daría Sól Andrews er sýningarstjóri hátíðarinnar. Menning 7.10.2025 10:02
Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Það var húsfyllir og góð stemning þegar kvikmyndaframleiðandinn Lilja Ósk Snorradóttir fagnaði útgáfu sinnar fyrstu bókar, Heimsins besti dagur í helvíti, með teiti í bókabúð Sölku á dögunum. Menning 6.10.2025 18:02
Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Norræni skálinn á heimssýningunni EXPO 2025 í Osaka hlaut gullverðlaun í flokknum „Best Exhibit / Display“ á World Expolympics. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi útfærslur í nýsköpun og upplifunarhönnun á Heimssýningunni en þar eru 193 sýningar. Menning 25.9.2025 21:02
Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram „Þetta verður upplifun sem enginn vill lenda í að sjá bara á Instagram morguninn eftir,“ segir píanósnillingurinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem stendur fyrir menningarhátíðinni State of the Art í október. Blaðamaður ræddi við hann um mjög svo einstaka dagskrána þar sem barokk og klúbburinn blandast til dæmis saman og tennishöllin verður að dansrými. Menning 22.9.2025 14:01
Með Banksy í stofunni heima „Mamma er listsafnari og mjög dugleg að spotta alls konar sniðugt,“ segir klínískri barnasálfræðineminn og listsafnarinn Snæfríður Blær Tindsdóttir sem fékk lítið og mjög svo einstakt verk í gjöf frá móður sinni eftir alræmda listamanninn Banksy. Menning 22.9.2025 11:31
Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Ný sýning Johönnu Seeleman, Vitrum, opnaði í HAKK gallerý við Óðinsgötu 1 á föstudag. Á sýningunni vinnur hún með Íspan-Glerborg, Anders Vange glerlistamanni og Hildiberg lýsingarhönnuðum að því að gefa gleri sem annars væri urðað, nýtt líf. Menning 21.9.2025 12:07
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Andri Snær Magnason rithöfundur hvetur íslenska stráka á miðlinum X (Twitter) til að hætta að neyta bandarísks efnis og lesa frekar íslenskar bækur, hlusta á þjóðsögur og tala við eldri borgara. Nafnleysingjarnir taka misvel í hvatninguna. Menning 19.9.2025 09:44
Innblástur frá handanheiminum Það var líf og fjör á Listasafni Árnesinga á dögunum þegar nokkur fjöldi sýninga opnaði undir sama þaki. Fjöldi fólks leit við og menningin tók yfir í samtali við náttúrukrafta og handanheiminn. Menning 17.9.2025 17:02
Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni „Tónlistin er svo seiðandi og það er svo sterk kynorka í þessu sem hjálpar held ég án efa í meðgöngunni. Ég held að ég taki þetta með mér alla leið inn á fæðingardeild bara,“ segir hin kasólétta kammeróperusöngkona Kristín Sveinsdóttir, sem er að setja upp útfærslu af sögulegu óperunni Carmen og að fara að eignast barn á allra næstu dögum. Menning 17.9.2025 07:01
Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Laufey Lín syngur á íslensku í nýju lagi en notar framsöguhátt þar sem viðtengingarháttur ætti að vera. Málfræðingur segir það ekki koma á óvart, viðtengingarháttur hafi lengi verið á undanhaldi og eigi á hættu að deyja út. Þróunin sjáist skýrt í fréttum, útvarpi og tali ungs fólks. Menning 16.9.2025 08:50
Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Það gekk mikið á í Þjóðleikhúsinu um helgina og mun ganga á næstu vikur og mánuði því Lína Langsokkur er mætt á svið leikhússins með sinn munnsöfnuð, stríðni og krafta. Uppselt er á fimmtíu sýningar, sem þýðir að um 25 þúsund manns hafa tryggt sér miða á leikritið. Menning 15.9.2025 20:05
Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Það var fullt út úr dyrum í Ásmundarsal í síðustu viku þegar hópur sviðslistamanna setti upp gamanverkið Rómantísk gamanmynd. Húsfyllir var á öllum sýningum og vegna mikillar eftirspurnar var bætt við miðnætursýningu. Menning 15.9.2025 16:00
Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Rax fékk á árum sínum hjá Morgunblaðinu oft það verkefni að taka portrettmyndir af ráðamönnum og öðrum fyrirmennum þjóðarinnar. Hann rifjar nú upp eftirminnilegar myndir af Vigdísi Finnbogadóttur, Davíð Oddsyni og öðrum. Menning 11.9.2025 10:02
Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Ellefu vilja stýra nýrri Þjóðaróperu, sem verður starfrækt innan Þjóðleikhússins. Óperustjóri mun heyra beint undir þjóðleikhússtjóra. Menning 10.9.2025 14:48
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Rithöfundurinn Sverrir Norland vakti nýverið athygli á óvenjulegu athæfi föður síns sem krotar leiðréttingar í útgefnar bækur líkt og hann sé að lesa þær yfir. Gjörningurinn vakti mismikla lukku netverja og ekki síður ákvörðun Sverris um að birta myndir af útkrotuðum blaðsíðum. Menning 9.9.2025 16:14
Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Opnað hefur verið fyrir umsóknir að nýju 2500 fermetra húsnæði við Hlemm þar sem skapandi fólk býðst leiga á ódýrri aðstöðu. Óhagnaðardrifna sjálfseignarstofnunin Haus sér um rekstur rýmisins en Haraldur Þorleifsson er einn forsvarsmanna þess. Menning 5.9.2025 11:48
Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Nanna Rögnvaldardóttir, rithöfundur og þýðandi, hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir handritið „Flóttinn á norðurhjarann“ við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Menning 4.9.2025 15:45
Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Ljósanótt, fjölskyldu- og menningarhátíð Reykjanesbæjar, fer fram í 24. sinn frá 4. til 7. september. Um 150 viðburðir eru skráðir í dagskrá Ljósanætur en meðal þeirra sem koma fram eru Væb, Steindi Jr. og hljómsveitin Valdimar. Hátíðinni lýkur með flugeldasýningu. Menning 2.9.2025 18:01
Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Það var mikið líf og fjör á menningarviðburðinum RVK X sem haldinn var í Grósku á Menningarnótt og spannaði marga klukkutíma og hina ýmsu listmiðla. Kvöldið endaði á alvöru partýi í bílakjallara þar sem plötusnúðar og rapparar á borð við Aron Can stigu á stokk. Menning 1.9.2025 16:30
Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Ríkisstjórnin hyggst fjármagna nýja viðbyggingu við Þjóðleikhúsið sem á að rýma um 250 til 300 manns. Gert er ráð fyrir að byggingin mun kosta um tvo milljarða og að hún geti verið tilbúin árið 2030. Þjóðleikhússtjóri segir bygginguna langþráðan draum. Byggingin mun hýsa nýtt svið, æfingaaðstöðu og búninga- og leikmunasafna leikhússins. Menning 23.8.2025 13:15
Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Óttar Kolbeinsson Proppé, verkefnastjóri hjá Almannarómi og fyrrverandi fréttamaður, þakkar vinum sínum fyrir afmæliskveðjurnar í tilefni 27 ára afmælis hans í síðustu viku en skammar um leið þá vini sína sem sendu honum kveðju á ensku. Menning 19.8.2025 17:02
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ný göngubrú er risin yfir Sæbraut og hafa margir skoðun á útliti hennar. Einn þeirra sem klórar sér í kollinum yfir brúnni er rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem telur hönnunina merki um of afgerandi áhrif íslenskrar verkfræði í borgarlandslaginu. Fjölmargir leggja orð í belg. Menning 19.8.2025 15:09
Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Vigdís Jakobsdóttir hefur verið ráðin verkefna – og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi. Menning 18.8.2025 14:03