Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Suður kóreski rithöfundurinn Han Kang hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið. Verk eftir hana hefur komið út á íslensku, en hún hefur einnig komið hingað til lands. Menning 10.10.2024 11:33
Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Sænska akademían tilkynnir í dag hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. Menning 10.10.2024 10:33
„Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Þjóðleikhússtjóri Slóvakíu hefur hætt við sýningu á leikverkinu Mánasteinn sem byggt er á samnefndri bók rithöfundarins Sjón. Til stóð að sýna verkið þann 21. október næstkomandi í tilefni af alþjóðlegu hinsegin menningarhátíðinni Drama Queer festival. Stjórnandinn segir ákvörðunin alþjóðlegan skandal og fela í sér mikla móðgun gagnvart Íslandi. Menning 9.10.2024 13:56
Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Ingu Sæland er tíðrætt á Alþingi um froðu sem flæðir „um allar koppagrundir“ en hún er þó ekki ein um koppagrundirnar og nota nokkrir aðrir þingmenn orðið óspart. Þeir tveir sem nota orðið langmest hafa báðir alist upp eða búið í áratugi á Ólafsfirði. En hvað eru koppagrundir? Menning 1.10.2024 07:03
Skálda opnar: „Kannski ekki margir nógu vitlausir til að framkvæma þessa hugmynd“ Bókabúðin Skálda opnar í dag á Vesturgötu 10a. Einar Björn Magnússon, bóksalinn tilvonandi, telur vera eftirspurn eftir bókabúð sem leggur raunverulega áherslu á bækur og hyggst hann gera Skáldu að miðpunkti bókmenntalífs borgarinnar. Menning 28.9.2024 07:00
Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. Menning 27.9.2024 11:09
Margmenni í sköpunargleði og stuði á safninu Það var líf og fjör á Listasafni Árnesinga á dögunum þegar fjórar nýjar sýningar opnuðu samtímis. Fjöldi fólks mætti á svæðið og góð stemning myndaðist á safninu. Menning 24.9.2024 15:33
Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square Ólafur Elíasson mun taka yfir gríðarstór auglýsingaskilti í stórborgum á borð við London og New York. Hann er með þekktari listamönnum landsins og þó víðar væri leitað en list hans má finna um allan heim. Menning 24.9.2024 14:11
Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Fyrsta umboðsstofan sem rekin er af leikurum hefur verið opnuð á Íslandi. Hún heitir Northern Talent og segir einn stofnenda hennar að hún sé ekki rekin sem hefðbundin umboðsstofa, þar sé enginn eiginlegur umboðsmaður heldur taki leikarar á sig mismunandi hlutverk í þágu heildarinnar. Menning 20.9.2024 17:01
Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar „Ég trúi því bara að heilsan og sjálfsástin eigi að vera í fyrsta sæti. Ég var búinn að vinna og vinna og vinna í svo ótrúlega mörg ár og einhvern veginn alltaf að keppast við að ná einhverju markmiði og ná langt í lífinu og gera gott. Svo einn daginn fyrir tveimur árum síðan þá sat ég og endurhugsaði líf mitt,“ segir Kári Sverrisson, tískuljósmyndari og fagurkeri. Menning 17.9.2024 15:01
Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur í ár Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness. Hann mun veita þeim viðtöku frá forsætisráðherra Íslands í Háskólabíó í athöfn sem hefst kl. 17:30 og hægt er að sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Menning 13.9.2024 16:31
Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Suður-Kóreski handritshöfundurinn og leikstjórinn Bong Joon Ho verður heiðraður á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár. Hann er hvað þekktastur fyrir kvikmyndina Parasite, sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta myndin árið 2020. Menning 13.9.2024 15:40
Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í dag fyrir handritið Skólastjórann. Verðlaunin voru veitt í fimmta sinn en alls bárust 41 handrit undir dulnefni í ár. Menning 12.9.2024 18:17
Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Árni Hjörvar Árnason hefur verið ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar. Menning 10.9.2024 10:50
Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Verkefni s.ap arkitekta, Hraunmyndanir hefur verið valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025. Menning 6.9.2024 07:54
Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ Ertu meðvirkur en nennir ekki sjálfsvinnu og löngu bataferli? Codapent er ný lyfjameðferð við meðvirkni. Á morgun verður borðið upp á heimakynningu á Codapent á Hamraborg Festival þar sem meðvirkir geta prófað meðferðina á eigin skinni. Menning 4.9.2024 08:02
„Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Einar Kárason gagnrýnir úthlutunarkerfi fyrir starfslaun listamanna og segir alla áherslu á sjálfa umsóknina frekar en listamanninn sem sækir um. Hann biðlar til Rithöfundarsambandsins að vinda ofan af „þessari mann- og listfjandsamlegu þvælu“. Menning 1.9.2024 11:21
Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi. Menning 29.8.2024 07:14
Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Ég er að ögra mér á margan hátt til að taka breytingum, því ég finn að það er eitthvað tímabil í mínu lífi núna sem er að klárast, það er búið,“ segir myndlistarmaðurinn Anna Rún Tryggvadóttir sem er með þrjár stórar sýningar í gangi um þessar mundir og sýnir verk sín bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður ræddi við Önnu Rún um listina og lífið. Menning 24.8.2024 07:02
„Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ „Ég fæ innblástur með því að staldra við, líta í kringum mig og taka inn öll litlu smáatriðin sem maður er svo gjarn á að líta fram hjá út af stressi og hraða,“ segir ljósmyndarinn Kári Sverrisson sem stendur fyrir sýningunni Being me sem opnar á Menningarnótt. Blaðamaður ræddi við Kára. Menning 20.8.2024 11:31
Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Axel Ingi Árnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Salarins í Kópavogi. Hann hefur starfað hjá Salnum frá árinu 2022. Tæpt ár er síðan forstöðumaður Salarins til tólf ára lét af störfum og gagnrýndi áhugaleysi meirihlutans í bæjarfélaginu á starfseminni. Menning 15.8.2024 13:57
Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi „Fellingar, hrukkur, appelsínuhúð, gæsahúð, skvabb, mjúkar línur, beinaber svæði. Sambandið milli kropps og vatns verður rannsakað,“ segja sviðslistakonurnar Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir sem standa fyrir verkinu Konukroppar og umbreyta sundlaug í leikhús. Menning 13.8.2024 16:31
Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Þetta er Laddi! er ný stórsýning eftir Ólaf Egil sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í vetur. Í sýningunni hyggst Ólafur Egill í samvinnu við Völu Kristínu Eiríksdóttur skyggnast inn í kollinn á Þórhalli Sigurðssyni, einum ástsælasta listamanni þjóðarinnar. Menning 9.8.2024 20:00
Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Snæbjörn Brynjarsson safnstjóri og leikhúsgagnrýnandi hefur verið ráðinn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói. Hann tekur við starfinu af Söru Martí Guðmundsdóttur sem hefur gegnt hlutverkinu undanfarin tvö ár. Menning 7.8.2024 11:24