Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

„Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolin­mæði“

Ragnhildur Kristinsdóttir nýtti reynsluna af vondu veðurfari hér á landi til að tryggja sér sigur á Ladies European Tour Access golfmóti, fyrst íslenskra kvenna. Ragnhildur endurhugsaði sinn leik síðasta vetur, hefur spilað stórkostlega í sumar og er í góðum séns á að komast áfram á LET mótaröðina á næsta ári.

Golf

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið landsliðin sem taka þátt á Evrópumótum kvenna, karla, stúlkna og pilta. Evrópumót kvenna fer fram í Frakklandi og karlaliðið leikur á Írlandi. Stúlknalandsliðið leikur í Englandi og piltalandsliðið í Ungverjalandi.

Golf
Fréttamynd

Embla Hrönn vann bráða­bana og mætir Pamelu

Það þurfti fjögurra kvenna bráðabana til að skera úr um það hver fengi sextánda og síðasta sætið inn í útsláttarkeppnina á Íslandsmóti kvenna í holukeppni, á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í gær.

Golf
Fréttamynd

Tómas fór illa með Frakkann

Tómas Hjaltested heldur áfram að gera frábæra hluti á Opna breska áhugamannamótinu í golfi en hann sló Frakkann Paul Beauvy út með sannfærandi hætti í dag, í 64 manna úrslitum. Næsti mótherji Tómasar er frá Þýskalandi.

Golf
Fréttamynd

Mikil seinkun vegna rigningar

Mikil seinkun varð á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi þar sem himnarnir opnuðust og gríðarleg rigning stöðvaði leik tímabundið í dag.

Golf
Fréttamynd

Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta

Sam Burns er enn í efsta sæti, fjórum höggum undir pari, eftir þriðja keppnisdag Opna bandaríska meistaramótsins í golfi og gæti síðar í dag lyft sínum fyrsta risamótstitli á loft. Aðeins fjórir kylfingar eru undir pari eftir þrjá keppnisdaga.

Golf
Fréttamynd

Vond stjórn­sýsla að teikna bara ein­hverja reiti á kort

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af hugmyndum um uppbyggingu 300 íbúða á svokölluðum framtíðarreit við 27. holu á golfvellinum við Korpúlfsstaði í Grafarvogi. Hann gagnrýnir skort á samráði við Golfklúbb Reykjavíkur en samkvæmt upplýsingagátt borgarinnar er ekkert fast í hendi. 

Innlent