Tiger í enn eina bakaðgerðina Raðsigurvegarinn Tiger Woods hefur farið í enn eina bakaðgerðina til að losa um verkina sem hafa plagað hann á yfirstandandi tímabili. Golf 13.9.2024 22:25
Fiskikóngurinn fékk golfkúlu í hausinn Kristján Berg, sem betur er þekkur sem sjálfur Fiskikóngurinn, fékk golfkúlu í hausinn. En hann er hvergi nærri af baki dottinn, ber sig vel og er hvergi nærri hættur í golfi. Lífið 12.9.2024 16:11
Perla keppti með þeim bestu í Solheim-bikar ungmenna Kylfingurinn Perla Sól Sigurbrandsdóttir átti þátt í að sækja hálfan vinning fyrir úrvalslið Evrópu sem átti annars mjög erfitt uppdráttar gegn Bandaríkjunum í Solheim-bikar ungmenna í golfi sem lauk í gær. Golf 11.9.2024 17:02
Sló golfhögg þótt að björninn væri að horfa á Kylfingurinn Camdon Baker kallar ekki allt ömmu sína og það sést vel á nýju myndbandi sem hefur farið um samfélagsmiðla síðustu daga. Golf 30. ágúst 2024 15:45
Dagskráin í dag: Víkingar taka risaskref í Andorra Afar líklegt er að Víkingar taki stórt skref í fótboltasögu sinni í kvöld með því að tryggja sig inn í Sambandsdeild Evrópu, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 29. ágúst 2024 06:00
Stríð Arons Pálmars og Björns Daníels á golfvellinum Aron Pálmarsson og Björn Daníel Sverrisson eru mestmegnis þekktir fyrir afrek sín á handbolta- og fótboltavellinum. Sport 28. ágúst 2024 11:32
Líklega best geymda leyndarmálið á meðal kylfinga Golfklúbbur Skagastrandar var stofnaður árið 1985 en Háagerðisvöllur var tekinn í notkun vorið 1991. Völlurinn, sem er 4 km norðan við Skagaströnd, er 9 holur og par 36 (72). Hann hentar byrjendum jafnt sem reyndari kylfingum. Hönnuður vallarins er Hannes Þorsteinsson. Lífið samstarf 28. ágúst 2024 08:32
McIlroy grýtti kylfunni sinni út í vatn Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy lenti í vandræðalegu atviki á BMW meistaramótinu í Denver, Colorado. Golf 24. ágúst 2024 10:00
Krefjandi golfvöllur í óvenjulegri náttúrufegurð Haukadalsvöllur hefur þá sérstöðu að vera staðsettur nærri hverasvæðinu í Haukadal og má stundum sjá Strokk og Geysir blása úr sér á meðan spili stendur. Völlurinn, sem er 9 holu völlur, var opnaður sumarið 2006 og ber hver hola nafn einhvers af þeim hverum sem finnast á hverasvæðinu. Lífið samstarf 21. ágúst 2024 09:21
Myndaveisla: Líf og fjör á golfmóti FM957 Frábær þátttaka og mikil gleði var á partý golfmóti FM957 sem var haldið í níunda sinn síðastliðinn fimmtudag. Sjötíu og tveir keppendur mættu til leiks á mótinu sem fór fram á golfvelli Öndverðarness í Grímsnesi. Lífið 19. ágúst 2024 19:49
Þrefaldur meistari stefnir á atvinnumennsku: „Langar að fara á LPGA í Bandaríkjunum“ Hulda Clara Gestsdóttir átti sannkallað draumasumar. Bráðlega heldur hún út á síðasta árið í háskóla, eftir það er stefnan sett á atvinnumennsku. Sport 15. ágúst 2024 09:31
Rændur á flugvelli eftir bronsið á ÓL Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama, kylfusveinn hans og þjálfari urðu fyrir því óláni að vera rændir á flugvelli í Lundúnum, á leið sinni í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Golf 14. ágúst 2024 21:46
Gunnar Nelson mætti á golfbíl Frábær þátttaka og mikil gleði var á golfmóti Dineout Open sem fór fram í blíðskaparveðri á Hlíðarvelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar síðastliðinn laugardag. Mótið var haldið í fjórða sinn þegar um 230 keppendur mættu til leiks en færri komust að en vildu eins og síðustu ár. Lífið 13. ágúst 2024 20:00
Ólympíumeistarinn í golfi fékk rúman milljarð í bónus Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler er nýkominn heim frá Frakklandi þar sem hann varð Ólympíumeistari í golfi en það er ekki það eina sem hann getur glaðst yfir þessa dagana. Golf 13. ágúst 2024 12:30
Golfvöllur staðsettur í mikilli náttúruparadís Golfklúbbur Vestmannaeyja er þriðji elsti golfklúbbur landsins en hann var stofnaður árið 1938. Upphaflega var völlurinn 6 holur en stækkaði seinna í 9 holur og árið 1992 var honum svo breytt í glæsilegan 18 holu völl. Lífið samstarf 13. ágúst 2024 11:30
Kylfingur í bann eftir fall á lyfjaprófi LIV mótaröðin hefur sett kylfinginn Graeme McDowell í bann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Golf 12. ágúst 2024 10:30
Hulda Clara kórónaði frábært sumar með sigri í Hvaleyrarbikarnum Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Tómas Eiríksson Hjaltested úr Golfklúbbi Reykjavíkur fögnuðu sigri í Hvaleyrarbikarnum í golfi um helgina en mótið var lokamótið á stigamótaröð GSÍ 2024. Golf 12. ágúst 2024 09:00
Stigameistarinn ræðst í keppni um bikar sem var hannaður í Japan Um helgina fæst úr því skorið hverjir standa uppi sem stigameistarar Golfsambandsins árið 2024 þegar keppni lýkur í Hvaleyrarbikarnum í Hafnarfirði á sunnudaginn. Hvaleyrarbikarinn fer fram hjá Keili og er fimmta og síðasta stigamót sumarsins. Keppni hófst í morgun og eru leiknar 54 holur á þremur dögum. Golf 9. ágúst 2024 12:00
Ósátt við að fá ekki að reykja á golfvellinum Enski kylfingurinn Charley Hull fær ekki að reykja á golfvellinum á Ólympíuleikunum. Hún segir að að reykingarnir rói sig. Golf 7. ágúst 2024 09:01
Skemmtilegur golfvöllur í einstaklega fallegu umhverfi Húsafellsvöllur er af mörgum talin vera ein af földum perlum Vesturlands en hann er 9 holu völlur sem liðast um fjölbreytt landslag meðfram bökkum Kaldár og Stuttár í jaðri sumarhúsasvæðisins. Fagurgrænn birkiskógurinn, Eiríksjökull, Langjökull, Okið, Hafursfell og Strútur eru glæsilegir á að horfa og mynda til samans einstaklega fallegt umhverfi sem lætur engan ósnortinn. Lífið samstarf 7. ágúst 2024 08:30
Dagbjartur fagnaði sigri í Einvíginu á Nesinu Dagbjartur Sigurbrandsson, kylfingur úr GR, stóð uppi sem sigurvegari í Einvíginu á Nesinu sem fram fór í dag. Golf 5. ágúst 2024 18:19
Grét þegar hann missti af medalíu og undanþágu frá herskyldu Suður-kóreski kylfingurinn Tom Kim var afar vonsvikinn og felldi tár þegar hann komst ekki á verðlaunapall á Ólympíuleikunum í París. Hann missti ekki bara af medalíu heldur einnig undanþágu frá herþjónustu í heimalandinu. Golf 5. ágúst 2024 14:45
Einvígið á Nesinu fer fram í dag Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, verður haldið í dag, á Frídegi verslunarmanna. Golf 5. ágúst 2024 08:00
Scheffler Ólympíumeistari í golfi Besti kylfingur heims heldur áfram að sýna styrk á stóra sviðinu en Scottie Scheffler varð í dag Ólympíumeistari karla í golfi. Golf 4. ágúst 2024 15:53