Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ný sýn á al­mennings­sjón­varp í al­mannaþágu, eða hvað?

Fréttir af fyrirhuguðum viðræðum menningarráðuneytisins við ljósvaka og fjarskiptafyrirtækið Sýn um aðkomu Ríkisins að því að greiða fyrir almannasjónvarp er ágætlega fyrirferðarmikið í umræðunni um sjónvarps þessa daganna, en samkvæmt núgildandi lögum er Ríkisútvarpið eitt um að fá til sín milljarða árlega úr vösum skattborgara til að halda uppi sjónvarpi í almannaþágu, hvað svo sem það nú er.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfbærni í stað sóunar

Á undanförnum áratugum hefur fataverslun og neyslumenning þróast á áður óþekktan hátt. Áður fyrr voru fatakaup bundin við árstíðaskipti og raunverulega þörf en nú eru þau orðin hluti af hraðri hringrás tískuiðnaðarins þar sem nýjar vörur koma vikulega, eða daglega, á markað. Það er kominn tími til að endurhugsa fatakaup.

Skoðun
Fréttamynd

At­laga gegn trans fólki er at­laga gegn mann­réttindum

Þegar þrengt er að mannréttindum eins og staðreyndin er um þessar mundir í heiminum, er byrjað á viðkvæmasta hópnum, þeim sem fæstir skilja. Í þetta sinn er trans fólk í eldlínunni en í gegnum tíðina hafa það verið hommar og lesbíur, útlendingar, fólk með fötlun, konur og aðrir hópar sem sögulega hafa ekki farið með völd og áhrif í opinberri umræðu.

Skoðun
Fréttamynd

Við erum enn­þá minni fiskur nú!

Hjörtur J. Guðmundsson, með sinn langa og merkilega titil, sennilega þann lengsta á Íslandi – á að sanna kunnáttu, sem gæði málfluntnings manna gerir venjulega, eða ekki, eins og hér – skrifar grein í blaðið í gær með fyrirsögninni : „Hversu lítill fiskur yrðum við“.

Skoðun
Fréttamynd

Heimur skorts eða gnægða?

Er heimurinn í eðli sínu staður skorts eða gnægða? Stundum er líkt og mannlífið sé byggt upp á grundvelli þess skilnings að heimurinn sé í eðli sínu staður skorts á öllu því sem manneskjan þarf til að lifa hér í heiminum.

Skoðun
Fréttamynd

Narsissismi í hnot­skurn

Narissisimi er mikið ræddur á sama tíma óljóst hugtak. Um er að ræða fólk sem getur haft allmargar og ólíkar ytri ásjónur en það þarf að leita þess sem innra býr til að sjá það sem við er að fást. Jafnframt er víða tekist á um skilgreiningarvaldið yfir því hvað narsissismi er.

Skoðun
Fréttamynd

Palestína í Euro­vision

Það var áfall að sjá Ísrael lenda í öðru sæti Eurovision í gær og hljóta flest atkvæði úr símakosningu. Hvernig getur ríki sem fremur þjóðarmorð fengið svona mörg atkvæði? Er einhver maðkur í mysunni?

Skoðun
Fréttamynd

Ferða­þjónustan er burðar­ás í ís­lensku efna­hags­lífi

Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum þróast úr jaðarstarfsemi yfir í að vera ein af meginstoðum íslensks efnahagslífs. Með mikilli gjaldeyrissköpun, fjölbreyttri atvinnu og víðtækri verðmætasköpun hefur hún skipað sér sess sem einn mikilvægasti vaxtarbroddur þjóðarbúsins.

Skoðun
Fréttamynd

Hversu lítill fiskur yrðum við?

Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig virkar einfaldlega kerfið innan sambandsins og hefur gert í vaxandi mæli til þessa.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðin vill eitt, Krist­rún annað

Með því að standa í vegi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldssamninga, þessum rétti fólksins til að ráða för í sennilega stærsta hagsmunamáli Íslendinga á þessum áratug, er verið að standa í vegi fyrir lýðræðinu sjálfu. Afar illt, ef forsætisráðherra sjálfur stendur fyrir því, enda geng ég út frá, að hún muni endurskoða sína stefnu í því máli.

Skoðun
Fréttamynd

Lé­legir ís­lenskir læknar...eru ekki til!

Í dag fögnum við Degi íslenskra lækna og fæðingardegi Bjarna Pálssonar (f. 17. maí 1719) fyrsta Íslendingsins sem lauk læknanámi. Á þessum degi er vert að staldra við og leiða hugann að framlagi lækna til íslensks samfélags, framlagi sem seint verður fullmetið að verðleikum.

Skoðun
Fréttamynd

Hags­munir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálm­öld

Ég uggi orðið mjög um framtíð barna minna og reyndar allra barna í þessum heimi. Það eru víða kolsvartar blikur á lofti og um næstum allan heim berast menn á banaspjót. Enginn veit fyrir víst hvenær maðurinn birtist fyrst á fold, en eitt er ljóst að hann lærði fljótt að drepa sér til matar og síðar fóru ættbálkar að ráða hver á annan í baráttu um svæði og gæði og stendur sú barátta enn

Skoðun
Fréttamynd

Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd

Nýgerður samningur Fjársýslunnar við ísraelska fyrirtækið Rapyd hefur komið illa við mörg okkar. Samkvæmt honum munu allar greiðslur almennings til skóla, sjúkrahúsa og annarra opinberra aðila fara í gegnum þetta illa þokkaða ísraelska fyrirtæki.

Skoðun
Fréttamynd

Söngur Ísraels og RÚV

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er einn stærsti staki sjónvarpsviðburður heims. Áhorfendur eru fleiri en hundrað og fimmtíu milljónir.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­full­nægjandi vinnu­brögð ó­fag­lærðra „iðnaðar­manna“: Á­hrif á húskaupendur

Kaup á nýju heimili er oftast ein stærsta fjárfesting sem einstaklingur gerir á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að í lagi sé með eignina og/ eða kaupendur upplýstir ef um einhverja galla er að ræða áður en kaup eru gerð. Því miður kemur það fyrir að ófaglærðir einstaklingar framkvæma viðgerðir eða endurbætur fyrir seljanda, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir húskaupendur.

Skoðun
Fréttamynd

Kær­leikurinn pikkaði í mig

Ég brá mér í Mjódd en það gerist svona einu sinna á ári, ég hafði með prjónaföt til að gefa Rauðakrossbúðinni í leiðinni, er ég hraðaði mér fyrir hornið á Nettó mælti til mín ung brosmild kona „ég er að selja penna til styrktar heimilislausum karlmönnum.“

Skoðun