Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Það er alltaf sama lagið úr Laugardalnum. Núna er komið nýtt tísku-væl frá formanni KKÍ: „Íþróttaskuld. Sjálfboðaliðar að klárast. Ríkið verður að borga.“ Og ég segi: já—en byrjum á sannleikanum. Ekki PR. Skoðun 12.1.2026 12:00
Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Við heyrum stöðugt fréttir af því hvernig gervigreind er að breyta heiminum. Við lesum um byltingar erlendis, sjáum myndbönd af nýjustu tækni og heyrum af ótrúlegum möguleikum. Skoðun 12.1.2026 11:32
Erum við í djúpum skít? Við Íslendingar höfum löngum verið stolt af hreinu vatni og ósnortinni náttúru. Við segjum ferðamönnum að hér megi drekka vatn beint úr krananum og baða sig í sjónum án áhyggja. Sú ímynd er ekki ósönn — en hún er ófullkomin. Skoðun 12.1.2026 11:17
Ég vil breytingar Ég var borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og tók þátt í því að móta stefnuna sem borgin hefur þróast eftir. Ég var í hópnum sem gerði nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík árið 2014 og mér finnst rétt stefna hafa verið tekin. En núna vil ég gera breytingar og ég vil að Pétur Marteinsson leiði þær breytingar. Pétur er alvöru urbanisti, áhugamaður um borgina og hefur þekkingu og reynslu til að tryggja að hún þróist í rétta átt. Skoðun 12.1.2026 09:01
Hvert var samkomulagið? Við sem búum og störfum á höfuðborgarsvæðinu finnum vel fyrir auknum umferðarþunga á háannatímum, sem verður óneitanlega á meðal helstu þrætuepla í sveitarstjórnarkosningum í vor. Þá munu frambjóðendur, bæði nýir og reyndir, vafalaust kappkosta við að útskýra fyrir okkur kjósendum hvaða lausnir séu bestar til að leysa þetta vandamál. Skoðun 12.1.2026 08:31
Ísland á krossgötum Í umræðunni um áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi hefur ráðamönnum hvaðanæva að verið tíðrætt um nauðsyn og rétt þjóða til að verja lýðræðið, menningu, tungu og gildi sín. Skoðun 12.1.2026 08:17
Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Á undanförnum árum hefur hugtakið velsældarhagkerfi rutt sér til rúms í alþjóðlegri stefnumótun sem ný nálgun á efnahagslegan og samfélagslegan árangur. Skoðun 12.1.2026 08:02
Eyðilegging Vélfags Þann 8. júlí 2025 tilkynnti Arion banki Vélfagi um frystingu bankareikninga félagsins á grundvelli 10. gr. laga nr. 68/2023 ,,þvingunarlaga”. Frysting bankans fór fram undir handleiðslu utanríkisráðherra. Skoðun 12.1.2026 07:47
Menntastefna á finnskum krossgötum Nýr barna- og menntamálaráðherra, Inga Sæland, talaði nýverið á Sprengisandi um svokallaða „Finnsku leið“. Það er fagnaðarefni að ráðherra horfi til Finnlands en þangað hefur fagfólk í skólakerfinu lengi horft. Félag grunnskólakennara þýddi fyrir rúmum áratug bókina Finnska leiðin eftir Pasi Sahlberg, einn áhrifamesta menntafræðing Norðurlanda sem gefin var út árið 2011. Skoðun 12.1.2026 07:32
Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Ég hefði að óreyndu talið, eða að minnsta kosti vonað, að formaður utanríkismálanefndar Alþingis væri meðvitaður um þann grundvallarmun sem er á Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu (NATO) þegar kemur að ákvarðanatöku á vettvangi þeirra. Skoðun 12.1.2026 07:02
Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Öruggt og stöðugt starfsumhverfi í frístundastarfi í Reykjavík er forsenda þess að hægt sé að veita faglega þjónustu og byggja upp starfsferil. Þess vegna er óásættanlegt að óvissa um mönnun frístundaheimila skapist ár eftir ár. Skoðun 12.1.2026 06:01
Bessastaðaboðskortin Það er eitthvað sérstakt augnablik sem kemur þegar maður les boðslista nýársfagnaðar Bessastaða. Ekki reiði og ekki sjokk. Heldur þessi rólega, dálítið kaldhæðni skýrleiki: aha… þetta er enn svona.Ekki af því að fólk hafi kannski ekki breyst……heldur af því að kerfið hefur það ekki. Skoðun 11.1.2026 22:01
Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Nú má finna í samráðsgátt stjórnvalda hugmyndir um að Kvikmyndasafn Íslands og Hljóðbókasafn Íslands verði innlimuð í Landsbókasafn Íslands. Hugmyndin er sögð sprottin upp úr meintum snertiflötum safnanna þriggja sem þegar betur er að gætt eru hverfandi litlir ef nokkrir. Skoðun 11.1.2026 21:30
Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Nýleg umfjöllun Gímaldsins um starfsmann Útlendingastofnunar, sem birti nöfn skjólstæðinga á samfélagsmiðlum, hefur vakið hörð viðbrögð. En þó brot á þagnarskyldu og persónuverndar lögum sé alvarlegt, þá er annað í þessu máli sem ætti að vekja enn meiri áhyggjur: viðhorfið sem birtist í orðalagi starfsmannsins sjálfs. Skoðun 11.1.2026 17:00
Hugleiðing um hernað Um miðja síðustu öld fór ljóðskáldið hugsuðurinn og Steinn Steinarr í heimsókn til Sovétríkjanna. Þessi heimsókn hans var á sínum tíma talsvert umtöluð þar sem hún olli sinnaskiptum í afstöðu sinni til stjórnarfars þessa heimshluta. Hann var ekki hrifinn. Skoðun 11.1.2026 16:34
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Skólakerfið á að vera staður þar sem öll börn fá að blómstra. Samt sjáum við allt of oft að börn sem þurfa stuðning fá hann ekki, ekki strax, ekki nægilega og ekki í sínu eigin umhverfi. Í stað þess er beðið mánuðum og jafnvel árum saman eftir greiningum. Skoðun 11.1.2026 16:02
Golfvöllur er heilsuauðlind Vísindafólk á sviði heilbrigðisvísinda hefur lengi lagt kapp á að rannsaka hvað raunverulega eflir heilsu og hvernig hægt er að minnka byrði lífsstílstengdra heilsuvandamála og þannig auka líkur á farsælu og löngu lífi. Skoðun 11.1.2026 15:31
Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Málefni ungmenna í vanda hafa verið mikið í umræðunni síðustu mánuði og kominn tími til. Síðustu áratugi hef ég lagt mikið á mig í þessum málaflokki og samhliða reynt hvað ég get að halda umræðunni á lofti. Það hefur ýmislegt verið gert en umræðan virðist alltaf koma í bylgjum. Skoðun 11.1.2026 15:00
Íþróttasukk Kristinn Albertsson, formaður KKÍ (Körfuboltasambands Íslands), skrifaði grein á visir.is og Morgunblaðið í gær, þar sem hann ber saman framlög hins opinbera til íþróttahreyfingarinnar og kvikmyndagerðar. Skoðun 11.1.2026 14:32
Skipulagt svelti í framhaldsskólum Yfirvöldum finnst gaman að tilkynna stórsóknir í menntamálum. Þetta er gert reglulega og er þessum áætlunum yfirleitt gefin falleg heiti með lýsingarorðum í efsta stigi. Þetta var t.d. gert árið 2019 og meira að segja voru framlög til framhaldsskólanna þá aukin töluvert. Skoðun 11.1.2026 12:01
Atvinna handa öllum Atvinnuleysi á Suðurnesjum mælist nú 8,9%, samkvæmt Vinnumálastofnun, og er hlutfallslega tvöfalt meira en víðast annars staðar á landinu. Þetta eru alvarlegar tölur og á bak við þær eru raunverulegar sögur fólks sem vill vinna, fjölskyldna sem lifa í óvissu og ungs fólks sem spyr sig hvort framtíðin sé annars staðar en heima. Skoðun 11.1.2026 11:32
Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Á öðrum degi jóla ákvað ég eins og stundum áður að leggja leið mína niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar var reytingur af fólki og andrúmsloftið hið ágætasta. Léttleiki á Laugavegi og stemning á Skólavörðustíg, jólaljósin loguðu fallega á Austurvelli og fólk skemmti sér á skautum á Ingólfstorgi. Skoðun 11.1.2026 11:00
Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Í febrúar á síðasta ári var fjallað ítarlega um biðlaun fyrrverandi formanns VR, Ragnars Þórs Ingólfssonar. Þar kom fram að í ráðningarsamningi VR hefði verið kveðið á um að hann ætti rétt á sex mánaða biðlaunum eftir starfslok. Skoðun 10.1.2026 15:30
Íþróttaskuld Þegar ég sat við morgunverðarborðið með kaffibollann minn á næstsíðasta degi síðasta árs þá rak ég augun í stutta forsíðufrétt í Morgunblaðinu varðandi kvikmyndagerð á Íslandi. Fyrirsögnin var “Endurgreiðslur aldrei verið hærri” . Það fyrsta sem kom upp í hugann var, vel gert íslenskur kvikmyndaiðnaður! Skoðun 10.1.2026 13:32