Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Ég skil ekki hækkun á veiðigjöldum, sem eru óréttmæt og skaðleg. Þessi sérstaki skattur á sjávarútveginn, sem er grunnstoð í okkar samfélagi, er ekki aðeins rangur heldur einnig hættulegur fyrir framtíð okkar. Það er ótrúlegt að sjá hvernig veruleikafirring hefur leitt til þess að sjávarútvegurinn, sem er fjölbreytt og mikilvæg atvinnugrein, er settur í stórhættu. Skoðun 15.7.2025 13:32
Vönduð vinnubrögð - alltaf! Við rekstur aflstöðva og undirbúning nýrra virkjana er að mörgu að hyggja. Við hjá Landsvirkjun leggjum okkur fram við að vanda til verka í allri starfsemi okkar. Á það ekki síst við um hönnun mannvirkja, samráð við hagaðila og útfærslu mótvægisaðgerða til að draga úr áhrifum á náttúru og samfélag. Skoðun 15.7.2025 13:00
Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Eftir lengsta málþóf í sögu Alþingis tókst loksinsað ljúka þingstörfum á fyrsta þingi ríkisstjórnarinnar. Óvenjulega stuttu þingi sem hófst ekki fyrr en í byrjun febrúar og stóð því í rétt rúma fimm mánuði. Því er ekki að leyna að meirihlutinn hefði viljað koma mörgum af þeim þjóðþrifamálum sem stjórnarandstaðan stóð í vegi fyrir með fordæmalausu málþófi í gegn. En þau birtast einfaldlega fullbúin þegar þing kemur saman eftir átta vikur. Skoðun 15.7.2025 08:01
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Gervigreind er að umbreyta íslensku menntakerfi. Hún býður upp á möguleika til að jafna aðgang, bæta námsárangur og létta álagi af kennurum – en aðeins ef innleiðing er vönduð og mannleg gildi höfð að leiðarljósi. Framtíð íslenskra barna í heimi gervigreindar ræðst af því hvernig við nýtum tæknina. Skoðun 14.7.2025 13:02
Netöryggi til framtíðar Netöryggi er ekki lengur valkostur heldur lykilþáttur í öryggi íslensks samfélags. Hér á landi eru margar grundvallarþjónustur háðar virkni upplýsinga- og fjarskiptakerfa, og öflugt netöryggi er því nauðsynlegt fyrir stöðugleika og virkni samfélagsins. Skoðun 14.7.2025 12:01
Aftur á byrjunarreit Hvammsvirkjun er föst í eilífðar borðspili. Stundum hnikast verkefnið áfram um nokkra reiti, en þess á milli gerist ekkert. Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn frá því að fyrst var áformað að virkja við Hvamm og 4 ár eru frá því að sótt var um sjálft virkjunarleyfið hefur verkefninu verið kippt aftur á byrjunarreit. Skoðun 14.7.2025 11:33
Norðurlandamet í fúski! Það er með ólíkindum að á tuttugustu og fyrstu öldinni, þegar Ísland ber sig saman við vill að minnsta kosti í orði kveðnu líkjast nágrannaþjóðum sínum á hinum Norðurlöndunum, skuli stjórnvöld skuli ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, leggja í vegferð grundvallaða á jafn slælegum og ábyrgðarlausum vinnubrögðum og raun ber vitni í frumvarpi sínu um hækkun veiðigjalda Skoðun 14.7.2025 11:01
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Tvær leiðir eru í boði fyrir þá sem stefna í atvinnuflugnámið (ATPL - Airline Transport Pilot Licence) og eru þær báðar samþykktar og niðurnjörvaðar af EASA - European Union Aviation Safety Agency, Flugöryggisstofnun Evrópu. Skoðun 14.7.2025 09:00
Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Ursula Von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kemur nú í opinbera heimsókn til Íslands. Hún kemur frá sambandi sem segist grundvallast á virðingu fyrir mannréttindum og alþjóðalögum en undir hennar forystu hefur ESB einfaldlega brugðist – og það alvarlega. Skoðun 13.7.2025 23:01
Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Ursulu von der Leyen framkvæmdastjóra Evrópusambandsins er boðið til Íslands meðan þjóðarmorð stendur á Gaza. Hún hefur lýst því yfir að Ísrael fylgi sömu gildum og Evrópa, hún segir frelsi Ísraels vera frelsi Evrópu og hún segir að Ísrael sé að verja sig. Ursula styður þjóðarmorðið. Skoðun 13.7.2025 22:29
Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Ásakanir um aðför að lýðræðinu hafa gengið á milli ríkisstjórnar og minnihluta á Alþingi frá því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lagði til að umræðum um veiðigjaldafrumvarpið yrði hætt og gengið til atkvæða. Skoðun 13.7.2025 16:01
Ég vona að þú gleymir mér ekki "Ég vona að þú gleymir mér ekki" eru skilaboð sem ég fæ á hverjum degi frá tugum fjölskyldna á Gaza sem ég er í sambandi við. Neyð fólks á Gaza eykst með degi hverjum og vestrænar þjóðir hafa staðið að fullu aðgerðalausar hjá á meðan murkað er lífið úr börnum Gaza með sprengjum, byssum og herkví. Skoðun 13.7.2025 10:00
Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Ég efast um að mörg kannist við að hafa verið spurð að þessu. Öll teljum við okkur samt skilja og treysta einkunnagjöfinni fyrir bílprófið: annað hvort nær nemandinn bílprófinu eða ekki. Engar prósentur. Bara hæfni náð eða ekki, grænt eða ekki. Skoðun 12.7.2025 17:31
Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Ég hugsa að þegar sú umræða ber á góma um 40 % drengjanna sem geta ekki lesið sér til gagns í skólakerfinu þá súmmi margir út. Ég gæti líka trúað því að það sé erfitt að gera sér það í hugarlund hvernig það er nema að hafa staðið í þeim sporum sjálfur og þekkja tilfinninguna að geta ekki verið samferða bekkjasystkinum sínum námslega og koma svo út í lífið með miklu verri forgjöf, það er dauðans alvara. Skoðun 12.7.2025 16:01
Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Þegar maður hefur fylgst lengi með stjórnmálum kemur sjaldan á óvart hræsni og sögufalsanir í baráttu þeirra sem verja völd og hagsmuni. Viðbrögðin við stöðvun hringavitleysunnar um veiðigjaldafrumvarpið hafa þó verið yfirgengileg. Skoðun 12.7.2025 13:02
Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Ísland stendur nú frammi fyrir ákvörðun, sem kann að virðast tæknileg og fjarlæg, en sem snertir eitt af helgustu gildi íslenskrar stjórnskipunar: fullveldi þjóðarinnar. Hér er átt við fyrirhugaðar breytingar á Alþjóðlegu heilbrigðisreglugerðinni (IHR) og nýjan heimsfaraldurssamning sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) vinnur að. Skoðun 12.7.2025 12:01
Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Þjóðinni er almennt illa við langt málþóf - nema hún trúi að það sé í þágu almennings. Svo þegar málþófi er beitt þá færist fylgið frá þeim þingflokkum sem kjósendum sýnist standa fyrir sérhagsmunum og til þeirra sem kjósendum virðist verja almannahag. Skoðun 12.7.2025 11:02
Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Ég vill byrja á að segja frá því að ég vinn í Árbænum og þar sem ég hef áður treyst á einkabílinn þá er mjög takmarkað hversu mikið það er hægt að líta í kringum sig og ekki haft augun á veginum. Skoðun 12.7.2025 10:01
Dæmt um efni, Hörður Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifar blaðagrein 10. júlí, daginn eftir að fyrirtækið tapaði dómsmáli í Hæstarétti um Hvammsvirkjun. Skoðun 12.7.2025 09:01
Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Í áratugi hefur flugnám á Íslandi hvílt á herðum áhugasamra einstaklinga og án aðstoðar frá yfirvöldum að mestu leyti. Það hefur oft borið á því að yfirvöld setji frekar stein í götu flugnámsins með hækkandi gjöldum, skattlagningu, íþyngjandi reglugerðum og takmörkunum alls konar á flugvöllum frekar en að ýta undir það og búa flugnemum betra umhverfi til að læra flug í sínu heimalandi. Skoðun 12.7.2025 09:01
Sóvésk sápuópera Það er öllum ljóst að nú er breytt ástand í stjórnmálum. Miðað við hegðun og orðræðu meirihlutans mætti halda að hér hefði verið skrifað leikrit og það sett á svið á Alþingi. Skoðun 12.7.2025 07:02
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Við lifum á tímum sem mætti kalla hlé frá áföllum, engin þjóðarvá steðjar að. Hvorki eldgos, efnahagshrun né heimsfaraldur setja mark sitt á samfélagið. Sólin rís sem fyrr yfir landi okkar fagra og landsmenn halda áfram sínu daglega lífi. En á hinu háa Alþingi ríkir óhugnanleg þróun,valdníðsla og yfirlæti gagnvart lýðræði, málfrelsi og ekki síst stöðu sveitarfélaganna í landinu. Skoðun 11.7.2025 17:00
Dæmir sig sjálft Það hefur verið hreinlega ömurlegt að fylgjast með framgöngu Kristrúnar Frostadóttur og skorti hennar á leiðtogahæfni undanfarna daga. Allir aðrir forsætisráðráðherrar hafa náð samkomulagi um þinglok, málamiðlun, frá árinu 1959. Ekki ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, og það vegna skattahækkunar. Sú geðshræring sem virðist hafa gripið um sig á stjórnarheimilinu vegna þinglokasamninga hefur leitt til vægast sagt vanstilltra ummæla ráðherra og annarra stjórnarliða, sem eru hver öðru skaðlegri. Skoðun 11.7.2025 16:30
Mega blaðamenn ljúga? Það er grátbroslegt að lesa grein formanns Blaðamannafélags Íslands, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, eftir dóm Landsréttar sem á dögunum hreinsaði bloggarann Pál Vilhjálmsson af ásökunum blaðamannsins Aðalsteins Kjartanssonar. Samkvæmt Landsrétti verður Aðalsteinn að þola beinskeytta gagnrýni líkt og hann leyfir sér beina að öðrum. Í stað þess að líta í eigin barm, veður Sigríður Dögg úr einu yfir í annað til að beina athyglinni frá niðurstöðunni. Langar mig að fara hér yfir nokkur atriði þar sem Sigríður Dögg reynir að afvegaleiða almennings og fórnarlambavæða blaðamenn. Skoðun 11.7.2025 15:30