Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Liðin sem taka þátt í Evrópumóti karla í handbolta eru farin að tilkynna stórmótshópa sína og íslenski EM-hópurinn verður opinberaður á morgun. Svíar hafa gefið út sinn hóp og þar þurfti sænski landsliðsþjálfarinn að taka óvenjulega ákvörðun. Handbolti 17.12.2025 11:01
Halda Orra og Sporting engin bönd Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í liði Sporting Lissabon eru með örugga forystu á toppi portúgölsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Liðið hefur enn ekki tapað leik. Handbolti 16.12.2025 21:38
Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, átti flottan leik er lið hans Barcelona vann öruggan sigur á Torrelavega í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Handbolti 16.12.2025 21:16
Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Afturelding fer inn í jóla- og EM-fríið einu stigi frá toppi Olís-deildar karla í handbolta, eftir torsóttan sigur gegn ÍR í kvöld. KA vann HK í afskaplega sveiflukenndum leik á Akureyri. Handbolti 15. desember 2025 21:01
Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Alls voru 83 mörk skoruð á Selfossi í kvöld þegar topplið Vals vann heimamenn, 43-40, í Olís-deild karla í handbolta. FH-ingar unnu góðan endurkomusigur gegn Stjörnunni, 33-31, í Kaplakrika. Handbolti 15. desember 2025 20:29
Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Landsliðsmaðurinn í handbolta, Elliði Snær Viðarsson, hefur framlengt samning sinn við Gummersbach í Þýskalandi til 2029. Handbolti 15. desember 2025 16:00
Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hrósaði eftirmanni sínum í starfi þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, Ole Gustav Gjekstad, eftir að Noregur varð heimsmeistari í gær. Handbolti 15. desember 2025 08:02
Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Þriggja leikja sigurganga Hauks Þrastarsonar og félaga í Rhein-Neckar Löwen í þýsku Bundesligunni í handbolta endaði í kvöld. Haukur átti stórleik sem lofar góðu fyrir komandi Evrópumót með landsliðinu. Handbolti 14. desember 2025 19:54
Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í kvöld var tilkynnt um valið á besta leikmanni mótsins og leikmönnum í úrvalsliðinu. Handbolti 14. desember 2025 19:46
Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Íslenski landsliðsfyrirliðinn Ómar Ingi Magnússon átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar Magdeburg hélt sigurgöngu sinni áfram í þýska handboltanum. Handbolti 14. desember 2025 19:11
Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Norska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í fimmta sinn með sigri á Þýskalandi í úrslitaleik í Rotterdam í Hollandi. Handbolti 14. desember 2025 18:01
Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Einar Bragi Aðalsteinsson átti góðan leik í gríðarmikilvægum 35-27 sigri Kristianstad gegn Hammarby í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Handbolti 14. desember 2025 16:56
Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð ÍBV gerði sér góða ferð norður og vann 32-27 gegn Þór Akureyri í 15. umferð Olís deildar karla. Handbolti 14. desember 2025 16:44
Donni markahæstur í dramatískum sigri Kristján Örn „Donni“ Kristjánsson var markahæstur í 34-35 sigri Skanderborg á útivelli gegn Hoj í 17. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Handbolti 14. desember 2025 15:50
Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Frakkland tryggði sér þriðja sætið á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta með 33-31 sigri gegn Hollandi í framlengdum leik. Handbolti 14. desember 2025 15:38
Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land ÍBV sótti sterk tvö stig á Selfossi með 29-40 sigri í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Handbolti 14. desember 2025 15:23
Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Henny Reistad hefur átt frábært heimsmeistaramót með Norðmönnum og á mikinn þátt í því að norska landsliðið er að rúlla mótinu upp. Hún átti enn stórleikinn þegar hún tryggði sér sæti í úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Handbolti 14. desember 2025 09:33
Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Íslendingaliðin þrjú í portúgölsku deildinni í handbolta unnu öll leiki sína í kvöld. Handbolti 13. desember 2025 20:40
Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém unnu risasigur í ungverska handboltanum í dag og íslenski landsliðsmaðurinn var í miklu stuði. Handbolti 13. desember 2025 16:25
Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Olís deild kvenna í handbolta hófst aftur í dag eftir hlé vegna heimsmeistaramótsins. Valur vann öruggan sigur gegn Stjörnunni og Fram sótti sigur gegn ÍR. Í báðum leikjum mátti finna leikmenn sem tóku þátt á HM fyrir Íslands hönd um síðustu helgi. Handbolti 13. desember 2025 16:01
Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Sitjandi forseti alþjóða handknattleikssambandsins hefur ákveðið að brjóta hefðir og halda sig heima þegar úrslitaleikur HM fer fram á morgun. Handbolti 13. desember 2025 15:16
Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Haukakonur völtuðu yfir KA/Þór 35-20 í 10. umferð Olís deildar kvenna í dag. Eftir þrjá tap leiki í röð komu Haukar sterkar til baka eftir HM pásuna og sýndu sínar bestu hliðar í dag. Handbolti 13. desember 2025 14:47
Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Guðmundur Guðmundsson segir árangur sinn sem þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia tala sínu máli. Hann lítur stoltur yfir farinn veg sem reyndi á og var krefjandi á köflum. Handbolti 13. desember 2025 09:32
Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Hollenska handboltastjarnan Kay Smits hefur ákveðið að sleppa Evrópumótinu í janúar. Hann vill sýna varúð þrátt fyrir að vera kominn á fulla ferð eftir hjartavöðvabólgu. Handbolti 13. desember 2025 09:01