Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Óvissustig verður á veginum milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns frá klukkan 15:00 í dag og fram eftir morgundeginum 12. janúar. Búast má við að vegurinn geti lokað með skömmum fyrirvara samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Veður 11.1.2026 12:05
Gular veðurviðvaranir framundan Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á suð- og austurhluta landsins. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld. Veður 11.1.2026 09:30
Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Nú í morgunsárið er vaxandi lægð á milli Íslands og Skotlands samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Þessi lægð beinir til okkar norðaustlægri átt og verður þannig víða fimm til þrettán metrar á sekúndu en sums staðar allhvasst við suðausturströndina. Él norðan- og austanlands, en léttskýjað um landið suðvestanvert. Frost verður líklega á bilinu nú ill til 10 stig. Veður 11.1.2026 07:43
Vara við eldingum á Suðausturlandi Varað er við eldingum á Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi þar til klukkan 22 í kvöld en viðvörun um eldingar í gildi til hádegis. Í viðvörun á vef Veðurstofunnar segir að eldingar geti verið á stöku stað. Veður 8. janúar 2026 10:55
Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veðurstofan gerir ráð fyrir éljum á norðan- og austanverðu landinu í dag en að það verði þurrt sunnan- og suðvestantil. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna norðaustan hríðar fram á kvöld. Veður 8. janúar 2026 07:10
Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Flugferðum hefur verið frestað vegna veðurs nokkuð víða í Vestur-Evrópu en óveðrið Goretti hefur leitt til ýmissa truflana á svæðinu. Vegum hefur verið lokað og þá hafa truflanir orðið á lestarferðum, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 7. janúar 2026 11:26
Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Veðurstofan varar við norðaustan hríð á Suðurlandi og Suðausturlandi í kvöld og á morgun. Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan fimm á Suðausturlandi í kvöld og klukkan 22:00 á Suðurlandi. Innlent 7. janúar 2026 10:16
Áfram kalt á landinu Það verður áfram kalt á landinu í dag og vindáttin austlæg – gola eða kaldi – en sums staðar strekkingur við suður- og vesturströndina. Yfirleitt má reikna að verða þurrt veður vestantil, en á austanverðu landinu má búast við éljum. Veður 7. janúar 2026 07:09
Óvenjulega hlýr desember Desembermánuður í fyrra var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi á landinu öllu. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desember frá upphafi mælinga, en hlýrra var árið 1933 og 2002. Veður 6. janúar 2026 17:19
Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hæðarhryggur, sem hefur legið yfir landinu undanfarið, heldur enn velli þó lægðir sæki að. Gera má ráð fyrir fremur hægri norðan- og norðaustanátt og dálitlum éljum fram eftir morgni, en léttskýjuðu á Suður- og Vesturlandi. Veður 6. janúar 2026 07:16
Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Árið 2025 var það hlýjasta hér á landi frá upphafi mælinga og sérfræðingur veðurstofunnar segir meiri líkur en minni á fleiri hlýindaárum í nánustu framtíð. Hún telur líklegt að fleiri hitamet verði slegin hér á landi á næstu árum. Innlent 5. janúar 2026 23:21
Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Víðáttumikið hæðakerfi suður í hafi veldur hæðahrygg sem teygir sig yfir landið og verða almennt vindar hægir í dag en þó einhver strekkingur norðvestantil. Búast má við snjókomu eða éljum um landið norðan- og austanvert. Veður 5. janúar 2026 07:18
Þykknar upp og snjóar Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, en 8-13 við norðvesturströndina. Þykknar víða upp og dálítil él á víð og dreif seinni partinn, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Veður 4. janúar 2026 08:27
Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Búist er við tveggja til tólf stiga frosttölum í helstu byggðakjörnum landsins í dag en það gæti hlýnað með ströndinni norðan- og vestanlands í kvöld og á morgun. Við Kárahnjúka á Austurlandi er aftur á móti spáð hátt í tuttugu stiga frosti. Veður 3. janúar 2026 07:18
2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og hefur aldrei verið hærri. Áður var árið 2014 hlýjasta árið á landsvísu. Innlent 2. janúar 2026 16:41
Rólegt veður en kalt næstu daga Veðrið verður frekar rólegt, en kalt næstu daga. Gera má ráð fyrir að það verði norðlæg átt, fimm til tíu metrar á sekúndu, og léttskýjað, en tíu til fimmtán metrar á sekúndu með dálitlum éljum á austanverðu landinu. Veður 2. janúar 2026 07:09
Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Norðlægar áttir verða ríkjandi næstu daga og verða þær af og til allhvassar á austanverðu landinu með dálitlum éljum. Það verður þó yfirleitt mun hægari og bjart í öðrum landshlutum. Veður 1. janúar 2026 07:59
Vara við hættu á sinubruna Slökkviliðsstjórar á Norðurlandi biðja fólk um að fara afar varlega með skotelda og opinn eld í dag vegna hættu á gróðureldum. Afar þurrt sé í veðri, gróður á Norðurlandi mjög þurr og því hætta á að eldur breiðist hratt út ef hann kemst í sinu. Innlent 31. desember 2025 14:28
Gular viðvaranir taka gildi Nú með morgninum léttir til um landið vestanvert og þar á eftir sunnantil, en fyrir norðan og austan með kvöldinu. Gular viðvaranir vegna vinds eru í gildi á Suðausturlandi, austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum þar til síðdegis. Veður 31. desember 2025 07:35
Hvessir þegar líður á daginn Hæðarsvæði liggur skammt suður af landinu í dag. Það má búast við vestlægum vindi og að það hvessi um landið norðanvert þegar líður á daginn. Súld eða dálítil rigning af og til á vestanverðu landinu, en bjartviðri eystra. Vindstyrkur gæti náð að 20 metrum á sekúndu í kvöld, en mun hægari vindur verður um landið sunnanvert. Hiti verður yfirleitt á bilinu núll til sex stig. Veður 30. desember 2025 07:14
Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Einn hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga er nú brátt að baki en búist er við frosti á nýju ári. Veðurfræðingur ræddi veðurspá gamlárskvölds í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Veður 29. desember 2025 21:06
Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Það stefnir allt í það að desember á landsvísu komist á lista yfir þá allra hlýjustu en hitinn nú er samt nokkuð frá sögulega hlýjum desembermánuði árið 1933. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem segir desembermánuð 2025 líklega verða í þriðja til fjórða sæti yfir þá allra hlýjustu. Hitamet á Stykkishólmi megi teljast með stærstu veðurtíðindum ársins. Innlent 29. desember 2025 11:50
Frystir norðaustantil í kvöld Í dag verður vestlæg átt 3-10 m/s en heldur hvassara norðaustan- og austanlands í fyrstu. Skýjað og sums staðar dálítil rigning, en þurrt á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 1 til 7 stig. Frystir allvíða norðaustantil í kvöld. Veður 28. desember 2025 07:59
Væta vestantil eftir hádegi Í dag verður lítilsháttar rigning með köflum vestantil eftir hádegi og hiti tvö til sjö stig. Létttskýjað verður um landið austanvert og víða vægt frost, en þar hlýnar mám saman síðdegis og í kvöld. Gengur í suðvestan 8-15 m/s í dag, en hægari vindur sunnan- og austanlands. Veður 27. desember 2025 07:36