Veður

Veður


Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vindur nær storm­styrk á norðvestan­verðu landinu

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt í dag þar sem víða má reikna með tíu til átján metrum á sekúndu en heldur hvassari í vindstrengjum á norðvestanverðu landinu. Gular viðvaranir taka þar gildi eftir hádegi.

Veður
Fréttamynd

Holta­vörðu­heiði lokað í nótt

Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í nótt vegna mikils vatnsaga sem var á veginum auk þess sem nokkur umferðaróhöpp urðu á leiðinni, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum

Smálægð milli Íslands og Grænlands beinir hægri suðlægri átt með slydduéljum að landinu. Suður í hafi er vaxandi lægð sem hreyfist norður á bóginn og í nótt er von á allhvassri suðaustanátt með rigningu og hækkandi hita.

Veður
Fréttamynd

Víða skúrir og hlýnandi veður

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustanátt, yfirleitt á bilinu átta til þrettán metrum á sekúndu, og dálitlum éljum eða skúrum. Þó má reikna með öllu hvassari vindi með rigningu eða slyddu á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum síðdegis.

Veður
Fréttamynd

Ís­lendingar þurfi að huga að for­vörnum með auknum gróðri og skógi

Gróðureldarnir í Los Angeles eru sagðir þeir mestu í sögu borgarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er vindurinn, sem á mikinn þátt í þessum miklu eldum, aðeins farinn að lægja og því vonast slökkviliðsmenn til að ná einhverri stjórn á útbreiðslu hans. Að því sögðu segja viðbraðgsaðilar að enn stafi gríðarleg hætta af eldunum sem eru sagðir hafa lagt heimili tugi þúsunda í rúst.

Erlent
Fréttamynd

Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku

Veðurstofan varar við miklum leysingum, asahláku og fljúgandi hálku um helgina vegna hlýinda og lægðagangs eftir langan frostakafla. Veðurfræðingur hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Innlent
Fréttamynd

Bjart, kalt og hægur vindur

Hæð er nú yfir landinu og verður yfirleitt bjart, kalt og hægur vindur. Sums staðar verður þó skýjað með köflum á Vestfjörðum og við norðurströndina.

Veður
Fréttamynd

Norðan­áttin getur náð storm­styrk

Útlit er fyrir norðanátt í dag sem verður víða á bilinu tíu til fimmtán metrar á sekúndu. Fjöll geta víða magnað upp norðanáttina og má reikna með að vindstrengirnir geti sums staðar orðið hvassir eða jafnvel náð stormstyrk, einkum á Suðausturlandi og Austfjörðum.

Veður
Fréttamynd

Vind­strengir ná mögu­lega storm­styrk í kvöld

Í dag gengur í norðan 8 til 15 metra á sekúndu og búast má við hvassari vindi í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum undir kvöld. Ná strengirnir jafnvel stormstyrk á þessum slóðum þegar líða fer á kvöldið.

Veður
Fréttamynd

Kalt en bjart um helgina

Veðurfræðingar spá norðlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, í dag. Víða verði léttskýjað en skýjað að mestu á norðaustanverðu landinu. Þá kólnar í veðri og frosti er spáð 5 til 15 stigum síðdegis. 

Innlent
Fréttamynd

Dá­lítil él og frost að tíu stigum

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestan og norðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag. Gera má ráð fyrir dálitlum éljum, en bjart að mestu á Suðausturlandi.

Veður
Fréttamynd

Hér eru brennurnar á höfuð­borgar­svæðinu

Fjórtán áramótabrennur verða tendraðar á höfuðborgarsvæðinu í dag, fjórum fleiri en útlit var fyrir í haust. Þá gæti stórkostleg norðurljósasýning veitt flugeldum samkeppni á himni í kvöld.

Innlent