Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Hringvegurinn í Öræfasveit verður settur á óvissustig milli Skaftafells að vestan og Hnappavalla að austan klukkan 8 í fyrramálið vegna slæmrar veðurspár. Innlent 18.1.2025 20:13
Veðurviðvaranir og vegalokanir Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir víðs vegar um landið. Margir vegir eru á óvissustigi og gæti þeim verið lokað með stuttum fyrirvara. Innlent 18.1.2025 09:42
Mikil hálka þegar banaslysið varð Helsta orsök banaslyss sem varð við Grindavíkurveg þann 5. janúar í fyrra var mikil hálka sem var á veginum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hálkuvörn á veginum var ábótavant vegna bilunar í saltbíl og þá var vörubíl, sem lenti í slysinu, ekið of hratt miðað við aðstæður, en hann fór ekki yfir hámarkshraða. Innlent 17.1.2025 11:01
Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt í dag þar sem víða má reikna með tíu til átján metrum á sekúndu en heldur hvassari í vindstrengjum á norðvestanverðu landinu. Gular viðvaranir taka þar gildi eftir hádegi. Veður 15. janúar 2025 07:19
Holtavörðuheiði lokað í nótt Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í nótt vegna mikils vatnsaga sem var á veginum auk þess sem nokkur umferðaróhöpp urðu á leiðinni, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Innlent 15. janúar 2025 06:38
Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem taka gildi eftir hádegi á morgun. Veður 14. janúar 2025 23:03
Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Auknar líkur eru á grjóthruni og skriðum á Suður- og Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum þegar frost fer úr jörðu og úrkoma safnast upp á næstu dögum. Ekki er hægt að útiloka krapaflóðahættu á svæðum þar sem snjór er í giljum og farvegum. Veður 14. janúar 2025 13:58
Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, átta til fimmtán metrum á sekúndu. Spáð er rigningu eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu, en að muni bæta í úrkomu síðdegis. Úrkomuminna verður á norðaustanverðu landinu. Veður 14. janúar 2025 07:13
Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Heitur og þurr vindurinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles á að magnast aftur eftir svikalogn um helgina. Santa Ana-vindarnir svonefndu eru af sama meiði og hnjúkaþeyrinn sem Norðlendingar njóta góðs af í suðlægum vindáttum. Erlent 13. janúar 2025 14:50
Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Landið er nú í morgunsárið á milli tveggja lægða þar sem aðra er að finna skammt suðaustur af Jan Mayen og veldur allhvassri vestanátt á norðaustanverðu landinu. Lægðin fjarlægist nú óðum og er vindur því á niðurleið. Veður 13. janúar 2025 07:12
Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Allmikið lægðardrag hreyfist norðaustur yfir landið í dag og veldur suðaustanstrekkingi með rigningu og hlýindum, einkum á suðaustanverðu landinu. Veðurviðvaranir vegna hvassviðris og hláku eru í gildi um allt land og er búist við talsverðri leysingu. Veður 12. janúar 2025 08:37
Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Smálægð milli Íslands og Grænlands beinir hægri suðlægri átt með slydduéljum að landinu. Suður í hafi er vaxandi lægð sem hreyfist norður á bóginn og í nótt er von á allhvassri suðaustanátt með rigningu og hækkandi hita. Veður 11. janúar 2025 09:12
Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Árið í ár var það heitasta árið frá upphafi mælinga. Meðalhiti jarðar náði fyrsta skipti neðri þröskuldi Parísarsakomulags um að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við eina og hálfa gráðu. Innlent 10. janúar 2025 21:14
Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á stórum hluta landsins vegna allhvassrar suðaustanáttar og rigningar aðfararnótt sunnudagsins og á sunnudagsmorgun. Innlent 10. janúar 2025 12:53
Víða skúrir og hlýnandi veður Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustanátt, yfirleitt á bilinu átta til þrettán metrum á sekúndu, og dálitlum éljum eða skúrum. Þó má reikna með öllu hvassari vindi með rigningu eða slyddu á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum síðdegis. Veður 10. janúar 2025 07:08
Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Gróðureldarnir í Los Angeles eru sagðir þeir mestu í sögu borgarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er vindurinn, sem á mikinn þátt í þessum miklu eldum, aðeins farinn að lægja og því vonast slökkviliðsmenn til að ná einhverri stjórn á útbreiðslu hans. Að því sögðu segja viðbraðgsaðilar að enn stafi gríðarleg hætta af eldunum sem eru sagðir hafa lagt heimili tugi þúsunda í rúst. Erlent 9. janúar 2025 21:09
Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Veðurstofan varar við miklum leysingum, asahláku og fljúgandi hálku um helgina vegna hlýinda og lægðagangs eftir langan frostakafla. Veðurfræðingur hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. Innlent 9. janúar 2025 11:33
Bjart, kalt og hægur vindur Hæð er nú yfir landinu og verður yfirleitt bjart, kalt og hægur vindur. Sums staðar verður þó skýjað með köflum á Vestfjörðum og við norðurströndina. Veður 9. janúar 2025 07:14
333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Alls voru gefnar úr 333 viðvaranir vegna veðurs á árinu 2024, þar af 29 appelsínugular en engin rauð. Innlent 8. janúar 2025 14:56
Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Lægð yfir Skandinavíu og hæðarhryggur á Grænlandssundi beina nú norðlægri átt til landsins, yfirleitt fimm til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Hvassast verður austantil. Veður 8. janúar 2025 07:30
Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Smálægð er nú að myndast á Grænlandssundi og nálgast hún landið í dag. Þegar líður á morguninn má því búast við snjókomu eða éljum norðvestantil, og einnig á Suðvesturlandi síðdegis. Veður 7. janúar 2025 07:48
Ástandið að lagast í Hvítá Ástandið hefur lagast nokkuð eftir að Hvítá flæddi yfir bakka sína við Brúnastaði um daginn vegna klakastíflu sem er í ánni. Innlent 6. janúar 2025 08:33
Norðanáttin getur náð stormstyrk Útlit er fyrir norðanátt í dag sem verður víða á bilinu tíu til fimmtán metrar á sekúndu. Fjöll geta víða magnað upp norðanáttina og má reikna með að vindstrengirnir geti sums staðar orðið hvassir eða jafnvel náð stormstyrk, einkum á Suðausturlandi og Austfjörðum. Veður 6. janúar 2025 07:11
Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Mikið vetrarveður gengur nú yfir Bandaríkin og hefur áhrif á um sextíu milljónir manna í rúmlega þrátíu ríkjum. Erlent 6. janúar 2025 06:56