Veður

Fréttamynd

Fer að lægja norðvestan­til um há­degi

Um og eftir hádegi í dag má gera ráð fyrir því að það fari smám saman að lægja á Norðvesturlandi og Vestfjörðum og samhliða því styttir þar upp. Gular viðvaranir hafa verið þar í gildi vegna hríðar.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Austan stormur og gular við­varanir á morgun

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir nærri allt landið á morgun. Enn eru í gildi á miðhálendi og Suðausturlandi en í fyrramálið taka gildi nýjar viðvaranir alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðaustur- og Austurlandi.

Veður
Fréttamynd

Bæta við gulri við­vörun á Vest­fjörðum og mið­há­lendi

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðausturland, miðhálendi, Suðurland og Vestfirði. Fyrir voru í gildi viðvaranir fyrir Suður- og Suðausturland en Veðurstofan hefur þannig bætt við viðvörunum á Vestfjörðum og Miðhálendi. Viðvörun á Vestfjörðum tekur gildi klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 22 annað kvöld.

Veður
Fréttamynd

Hvass­viðri syðst á landinu

Hæðin yfir Grænlandi heldur velli eins og undanfarna daga og lægðir langt suður í hafi halda fremur mildri austan- og norðaustanátt að landinu.

Veður
Fréttamynd

Smá rigning eða slydda víða

Dálítilli rigningu eða slyddu er spáð víða á landinu í dag en þurrt verður að mestu á Vesturlandi. Hiti er 0 til 9 stig og mildast við suðurströndina.

Veður
Fréttamynd

Hiti gæti náð upp undir 10 gráður

Bjart verður að mestu suðvestanlands í dag, laugardag, en búast má við rigningu, slyddu eða súld með köflum um austanvert landið og einnig við norðurströndina. Gert er ráð fyrir norðaustanverðri vindátt, 8 til 15 metrum á sekúndu, hægari norðaustanlands, en 10-18 syðst.

Veður
Fréttamynd

Blæs hressi­lega af austri

Suður af Reykjanesi er nú víðáttumikil lægð og frá henni liggja skil að suðurströndinni. Það blæs því af austri eða norðaustri, yfirleitt er vindur á bilinu tíu til átján metrar á sekúndu, en að 23 metrum á sekúndu syðst og undir Vatnajökli.

Veður
Fréttamynd

Stormur í kortunum

Tvær gular viðvaranir munu taka gildi í dag vegna hvassviðris eða storms. Annars vegar er það á Suðurlandi og hins vegar á Suðausturlandi.

Veður
Fréttamynd

Snjó­koma í kortunum

Veðurstofa Íslands spáir norðlægri átt, með þremur til tíu metrum á sekúndu, og skýjað með köflum en él austanlands. Á Suður- og Vesturlandi er spáð snjókomu. Hitinn er tvö til sjö stig í dag, en frost eitt til fimm stig inn til landsins norðan heiða.

Veður
Fréttamynd

Kuldinn bítur í kinnar lands­manna

Útlit er fyrir norðanátt á bilinu átta til fimmtán metra á sekúndu í dag en þrettán til tuttugu metrar á sekúndu á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi en léttskýjað sunnan heiða.

Veður
Fréttamynd

Hlýnar í veðri og gæti orðið flug­hált

Skil frá lægð á Grænlandshafi ganga nú frá vestri til austurs yfir landið og fylgir þeim suðaustlæg átt, víða kaldi eða strekkingur og rigning eða slydda með köflum, en snjókoma inn til landsins.

Veður