Mörkin úr Meistaradeildinni:Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu
Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Manchester United hefur gert samning við kvikmyndarisann Lionsgate um gerð sjónvarpsþáttaraðar í líkingu við „The Crown“. Enski boltinn 22.1.2026 06:33
Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á fimmtudögum. Sport 22.1.2026 06:00
Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Dómari í Evrópudeildarleik í kvennaboltanum tók kannski aðeins of mikið þátt í leiknum á lokasekúndunum. Sport 21.1.2026 22:45
Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Njarðvíkurkonur mættu vængbrotnar til leiks en unnu engu að síður sannfærandi sigur á nágrönnum sínum í Keflavík. Njarðvík vann á endanum með ellefu stiga mun, 88-77. Körfubolti 21.1.2026 18:32
Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Þór/KA fékk mikinn liðstyrk í dag fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 21.1.2026 21:44
Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Bilbao Basket hélt sigurgöngu sinni áfram í Evrópubikarnum í körfubolta, FIBA Europe Cup, með því að vinna sannfærandi sigur í Portúgal. Körfubolti 21.1.2026 21:30
Haukakonur upp í þriðja sætið Haukakonur sóttu tvö stig í Garðabæinn í kvöld eftir fjögurra marka sigur á Stjörnunni í Olís-deild kvenna. Handbolti 21.1.2026 21:22
Strákarnir hans Dags fengu skell Svíar tryggðu sér sigurinn í E-riðlinum á Evrópumótinu í handbolta eftir átta marka sigur á Króatíu í kvöld, 33-25. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar fara því stigalausir áfram í milliriðil. Handbolti 21.1.2026 21:10
Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Grindavíkurkonur héldu áfram sigurgöngu sinni í kvennakörfunni með því að sækja sigur á Sauðárkrók í Bónusdeild kvenna í kvöld. Körfubolti 21.1.2026 21:04
Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Íslendingaliðið Blomberg-Lippe sótti tvö stig á erfiðan útivelli í þýsku bundesligu kvenna í handbolta í kvöld. Handbolti 21.1.2026 20:07
Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Sigurganga spænska liðsins Atletico Madrid í Meistaradeildinni endaði í kvöld en aserska liðið Qarabag vann á sama tíma dramatískan sigur. Fótbolti 21.1.2026 19:46
Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Leikmannahópur Manchester City mun endurgreiða miðakostnað 374 stuðningsmanna sem ferðuðust til Noregs til að verða vitni að óvæntu 3-1 tapi liðsins gegn Bodø/Glimt í Meistaradeildinni á þriðjudag. Enski boltinn 21.1.2026 19:00
Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik Holland tryggði sér þriðja sætið í E-riðli á HM í handbolta í kvöld með fimm marka sigri á Georgíu. Svíþjóð og Króatía spila til úrslita um sigurinn í riðlinum seinna í kvöld. Handbolti 21.1.2026 18:34
Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Íslenska kvennalandsliðið mun mæta Evrópumeisturum Englendinga á City Ground í Nottingham í undankeppni næsta heimsmeistaramóts. Fótbolti 21.1.2026 18:18
Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Íþróttamálaráðherra Frakklands sagði að Frakkar væru ekki að íhuga að sniðganga heimsmeistaramótið í fótbolta í Bandaríkjunum vegna vaxandi spennu í tengslum við tilraunir Donalds Trump til að ná yfirráðum yfir Grænlandi. Fótbolti 21.1.2026 17:46
Elvar kemur inn fyrir Elvar Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að kalla á Elvar Ásgeirsson vegna meiðsla Elvars Arnar Jónssonar í sigrinum á Ungverjum í gær. Handbolti 21.1.2026 17:26
Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Luka Cindric, ein helsta stjarnan í liði Króata sem Dagur Sigurðsson stýrir, segir það heimskulegt af mótshöldurum að banna lög með Thompson á Evrópumótinu í handbolta. Handbolti 21.1.2026 17:01
Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þjálfari og helstu leikmenn ungverska landsliðsins í handbolta voru á einu máli um það að Viktor Gísli Hallgrímsson væri aðalástæðan fyrir því að liðið tapaði gegn Íslandi í leiknum mikilvæga á EM í gærkvöld. Handbolti 21.1.2026 16:16
Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Elliði Snær Viðarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson voru óvænt í mjög stóru varnarhlutverki í leik Íslands gegn Ungverjalandi á EM í handbolta í gærkvöldi. Elliði lýsir Einari sem frekar villtum leikmanni, sem tekur mikið pláss, en líst ljómandi vel á samstarfið. Handbolti 21.1.2026 15:30
Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Bikarmeistarar Njarðvíkur hafa orðið fyrir miklu áfalli í toppbaráttunni í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Miðherjinn Pauline Hersler verður frá keppni næstu vikurnar. Körfubolti 21.1.2026 15:27
Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Eftir tvö „sannfærandi“ töp í röð hjá Manchester City, gegn Manchester United og norska liðinu Bodö/Glimt, segir Arnar Gunnlaugsson mögulegt að Pep Guardiola verði hreinlega rekinn, þrátt fyrir allt sem hann hefur áorkað á sínum einstaka ferli. Fótbolti 21.1.2026 15:02
Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Einar Þorsteinn Ólafsson segist aldrei á ævinni hafa verið eins slappur eins og dagana áður en hann mætti Ungverjum í gær og sló í gegn. „Stórkostlegur,“ sögðu sérfræðingarnir í Besta sætinu og dásömuðu samvinnu hans og Elliða Snæs Viðarssonar. Handbolti 21.1.2026 14:32
Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Færeyingar féllu úr leik á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi með mjög svekkjandi hætti. Stuðningsmenn liðsins gátu þó glaðst yfir flottum árangri á mótinu. Leikmönnum var allavega vel tekið eftir leikinn í gær. Handbolti 21.1.2026 14:03
Óttast að Grealish verði lengi frá Stuðningsmenn Everton bíða með öndina í hálsinum eftir niðurstöðum úr rannsóknum vegna meiðsla Jack Grealish, stoðsendingahæsta leikmanns liðsins á tímabilinu. Óttast er að hann verði lengi frá. Enski boltinn 21.1.2026 13:28
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu