Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham

Fár stuðningmaður Tottenham hefur gleymt eina marki Svíans Eriks Edman fyrir klúbbinn þegar hann negldi boltann af 45 metrunum yfir Jerzy Dudek í marki Liverpool fyrir 20 árum síðan. Það er eitt af fjölmörgum mörkum sem skoruð hafa verið í viðureignum liðanna í gegnum tíðina.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Hann er ein stærsta á­stæðan fyrir því“

Elliði Snær Viðarsson gat ekki hugsað sér að spila fyrir neitt annað lið í Þýskalandi en Gummersbach og hlakkar til að spila áfram undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, sem hann segir vera stærstu ástæðuna fyrir velgengni liðsins á síðustu árum.

Handbolti
Fréttamynd

Joshua kjálkabraut Paul

Anthony Joshua sigraði Jake Paul í boxbardaga í Miami í nótt. Paul endaði á spítala með brotinn kjálka.

Sport
Fréttamynd

KA-menn fengu góða jóla­gjöf

Gærkvöldið var svo sannarlega gott fyrir KA-menn. Ekki nóg með að þeir hafi unnið Framara í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins í handbolta karla því eftir leikinn var greint frá því að markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson hefði samið við félagið.

Handbolti
Fréttamynd

Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi

Rússinn Matvey Safonov var hetja PSG í sigri á Flamengo í úrslitaleik Álfubikars FIFA í vikunni þegar hann varði fjórar vítaspyrnur í 2-1 sigri liðsins í vítakeppni. Í ljós hefur komið að hann tryggði sigurinn með brot í annarri hendinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Immobile skaut Bologna í úr­slit

Bologna er komið í úrslit ítalska ofurbikarsins í fótbolta sem leikinn er í Sádi-Arabíu. Vítaspyrnukeppni þurfti til að útkljá undanúrslitaleik liðsins við Inter.

Fótbolti
Fréttamynd

Tryllti lýðinn og ærði and­stæðinginn

Bandaríkjamaðurinn Leonard Gates var maður dagsins á HM í pílukasti, í það minnsta hingað til. Hann vann sinn fyrsta sjónvarpsleik í slétt ár og komst áfram eftir veglega danssýningu.

Sport