Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

„Þetta stendur okkur nærri sem sam­fé­lag“

„Auðvitað er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið og svo gefur það leiknum auka krydd að hann er til styrktar Alzheimer-samtökunum. Það er mikið undir,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um leik dagsins við Víking í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Spenntur fyrir haustinu eftir strembið sumar

Gengið hefur á ýmsu hjá fótboltamanninum Andra Fannari Baldurssyni síðustu misseri og hefur hann verið á flakki um Evrópu. Hann er á leið í spennandi verkefni í haust og mun skoða sín mál í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vestur­bæinn

Arnar Gunn­laugs­son ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistara­völlum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykja­vík í þýðingar­miklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leik­bann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðar­línunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá hand­bragð Óskars á KR-liðinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“

Boltinn fer að rúlla á ný í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Íslandsmeistarar Víkings heimsækja KR. Gestirnir verða þó án þjálfara síns, sem er enn í leikbanni. Áfram mun Sölvi Geir Ottesen halda í stjórnartaumana.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“

Þórir Her­geirs­son, lands­liðs­þjálfari hins sigur­sæla norska kvenna­lands­liðs í hand­bolta, lætur af störfum undir lok þessa árs eftir komandi Evrópu­mót. Greint er frá starfs­lokum Þóris með góðum fyrir­vera og þegar enn er hægt að bæta medalíum við í safnið. Ís­lendingurinn er ekki hræddur um að það fari öfugt í leik­menn liðsins. Í versta falli fari allt til fjandans. En svo komi nýr dagur.

Handbolti
Fréttamynd

For­seti Marseil­le segist ekki sjá eftir neinu varðandi Greenwood

Mason Greenwood hefur farið frábærlega af stað í Frakklandi en Marseille keypti hann af Manchester United í sumar. Framherjinn hafði ekki spilað fyrir Man United síðan í janúar 2022 þegar þáverandi kærasta sakaði hann um líkamlegt ofbeldi sem og kynferðisofbeldi. Birti hún myndir og myndbönd máli sínu til sönnunar.

Fótbolti
Fréttamynd

Viður­kennir mis­tök en segir lög­regluna hafa „lamið hundinn úr sér“

Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, viðurkennir að hann hefði getað gert hlutina öðruvísi þegar lögreglan stöðvaði hann á leið hans á leikvang Höfrunganna. Hill gagnrýnir þó framgang lögreglumannanna sem grýttu honum í jörðina áður en þeir handjárnuðu hann og settu hné sitt í bakið á honum.

Sport
Fréttamynd

Tekur undir með Fergu­son varðandi Bosnich

Paul Scholes tekur undir með þjálfara sínum fyrrverandi, Sir Alex Ferguson, er varðar getu Mark Bosnich en sá lék um árabil í marki félagsins. Markvörðurinn fékk bæði að heyra að hann væri latur sem og að hann gæti ekki sparkað almennilega í fótbolta.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Alltaf gaman að spila í KA heimilinu”

Haukar unnu öruggan átta marka sigur á KA á Akureyri nú í kvöld í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta, lokatölur 26-34. Skarphéðinn Ívar Einarsson skipti yfir til Hauka frá uppeldisfélagi sínu KA í sumar og átti frábæran leik í kvöld og skoraði 8 mörk úr 12 skotum.

Handbolti