Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís Perla Viggósdóttir gat ekki spilað með Bayern München í 3-0 sigrinum gegn Leverkusen í dag, í þýsku 1. deildinni í fótbolta, og missti því af síðustu þremur leikjunum fyrir eins mánaðar frí sem nú tekur við. Fótbolti 22.12.2025 18:56
Hættur aðeins þrítugur Kylfingurinn Mito Pereira, sem þekktastur er fyrir að hafa kastað frá sér afar óvæntum sigri á PGA meistaramótinu fyrir þremur árum, hefur ákveðið að setjast í helgan stein aðeins þrítugur að aldri. Golf 22.12.2025 18:21
Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Landsliðsfyrirliðarnir Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson urðu fyrir valinu sem knattspyrnufólk ársins 2025, hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Fótbolti 22.12.2025 17:33
Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Knattspyrnusamband Íslands taldi ástæðu fyrir því að útskýra betur starfsmannahald sambandsins í frétt á heimasíðu þess. Þar kemur í ljós að Ísland er nálægt botninum þegar kemur að evrópsku knattspyrnusamböndunum. Íslenski boltinn 22.12.2025 13:32
Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Knattspyrnumaðurinn Luka Vuskovic er ekki gamall en hann vissi upp á hár hvernig ætti að bregðast við í lífshættulegum aðstæðum í leik í þýsku deildinni um helgina. Fyrir vikið var hann hetja dagsins og helgarinnar í þýska boltanum. Fótbolti 22.12.2025 13:01
„Þetta mun ekki buga okkur“ Ruben Amorim, stjóri Manchester United, sagðist búast við því að Bruno Fernandes yrði frá í dágóðan tíma eftir að hafa meiðst í 2-1 tapi Manchester United gegn Aston Villa í gær. Enski boltinn 22.12.2025 12:31
Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er á leið til Barcelona til að eyða jólunum með fjölskyldu sinni en leikmenn hans verða samt að passa sig við matarborðið yfir jólin. Enski boltinn 22.12.2025 12:00
Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Bandaríska körfuboltakonan Nneka Ogwumike var stödd á Íslandi í jólamánuðinum eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum hennar. Körfubolti 22.12.2025 11:30
Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Luke Humphries, fyrrum heimsmeistari í pílukasti, mætir Paul Lim á heimsmeistaramótinu í Alexandra Palace í kvöld. Slæmt tap fyrir Lim breytti lífi Humphries, að hans sögn. Sport 22.12.2025 11:02
Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið Dallas Cowboys var án eins síns besta varnarmanns í tvo mánuði. Hann meiddist þó ekki í leik eða á æfingu heldur heima í stofunni hjá sér. Sport 22.12.2025 10:30
„Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Það styttist í það að leikmannaglugginn opni á ný í byrjun næsta mánaðar og Sunnudagsmessan var með augun á hvaða leikmenn gætu komist í eitt af bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í janúarglugganum. Enski boltinn 22.12.2025 10:00
Freyr himinlifandi með íslensku strákana Freyr Alexandersson, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann, hrósar Íslendingunum tveimur sem hann sótti til liðsins í hástert. Það segi allt um hugarfar þeirra hvers fljótt þeim tókst að aðlagast Brann og Bergen og að láta til sín taka í Noregi. Fótbolti 22.12.2025 09:32
Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson skoraði frábært mark í langþráðum sigri Fiorentina í ítölsku Seriu A-deildinni í gær. Fótbolti 22.12.2025 09:02
Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Íslenski CrossFit-kappinn Björgvin Karl Guðmundsson var meðal keppenda um helgina á lokamóti World Fitness-mótaraðarinnar. Sport 22.12.2025 08:30
Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Þau stóru tíðindi bárust úr herbúðum KR í gær að þaulreyndi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason væri orðinn leikmaður liðsins. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, gleðst yfir því að fá svo stóran prófíl inn í leikmannahóp sinn. Arnór muni koma með gæði að borðinu innan vallar hjá KR en Óskar er ekki síður spenntur fyrir því sem hann getur gert fyrir félagið utan vallar. Íslenski boltinn 22.12.2025 08:00
ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata ÍR-ingar voru ekki lengi að bæta við sig leikmanni í jólafríinu. Króatíski körfuboltamaðurinn Emilio Banić hefur skrifað undir samning við ÍR og mun spila með Breiðhyltingum í Bónus-deild karla í körfubolta á nýju ári. Körfubolti 22.12.2025 07:46
Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Pílukastarinn Stephen Bunting varð fyrir barðinu á illvígum netverjum eftir yfirlýsingu sína á dögunum. Hann tók allt til baka á blaðamannafundi og þar sáust miklar tilfinningar hjá þessum vinsæla fertuga Breta. Sport 22.12.2025 07:30
Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Heimamenn í Marokkó opnuðu Afríkumótið í fótbolta með sigri í gær og stórkostlegri hjólhestaspyrnu sem gerði allt vitlaust á vellinum. Fótbolti 22.12.2025 07:15
Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Morgan Rogers skoraði bæði mörk Aston Villa er liðið vann sinn sjöunda sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni. Liðið tók á móti Manchester United á Villa Park í leik sem lauk með 2-1 sigri heimamanna. Enski boltinn 22.12.2025 07:01
Í bann fyrir að kasta flösku í barn Georgetown-háskólinn hefur sett körfuboltaþjálfarann Ed Cooley í eins leiks bann eftir að hann kastaði vatnsflösku í barn á áhorfendapöllunum í reiðskasti í leik. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skólanum á sunnudag. Körfubolti 22.12.2025 06:31
Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Það styttist heldur betur í jólin og það verður jólalegt um að litast í Ally Pally í dag og kvöld þaðan sem sýnt verður frá HM í pílukasti í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Þá er einn leikur á dagskrá ensk úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Sport 22.12.2025 06:02
Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Álftaness í körfubolta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Álftnesingum í kvöld. Hjalti var áður aðstoðarþjálfari liðsins undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar. Körfubolti 21.12.2025 23:19
HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Luke Littler, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti átti ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér sæti í 3.umferð yfirstandandi heimsmeistaramóts í kvöld. Sport 21.12.2025 23:08
Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Hinn 19 ára gamli Kjartan Már Kjartansson hlýtur mikið lof frá þjálfara sínum hjá skoska úrvalsdeildarfélaginu Aberdeen eftir frábæra frumraun gegn stórliði Celtic. Fótbolti 21.12.2025 22:46