Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Íslands- og bikarmeistarar Fram urðu að sætta sig við fjórtán marka tap í Portúgal í kvöld, 44-30, í næstsíðasta leik sínum í Evrópudeildinni í handbolta. Handbolti 25.11.2025 21:32
Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Englandsmeistarar Liverpool eru aðeins í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Arsenal, og knattspyrnustjórinn Arne Slot kennir sjálfum sér um stöðuna. Liðið mætir PSV í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Fótbolti 25.11.2025 21:00
Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Martröð hollenska stórveldisins Ajax hélt áfram í kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli gegn lærisveinum Jose Mourinho í Benfica, 2-0, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Tveimur fyrstu leikjum kvöldsins var að ljúka. Fótbolti 25.11.2025 19:39
Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Hansi Flick, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að Marcus Rashford njóti sín í botn á nýjum stað. Fótbolti 25.11.2025 15:18
Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Elísa Elíasdóttir og Andrea Jacobsen munu að öllum líkindum ekki taka þátt í opnunarleiknum á HM vegna meiðslanna sem hafa plagað þær síðustu vikur. Handbolti 25.11.2025 14:37
Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Fyrir tveimur árum setti Detroit Pistons met þegar liðið tapaði 28 leikjum í röð. Nú er öldin önnur og Detroit er heitasta lið NBA-deildarinnar. Körfubolti 25.11.2025 14:30
Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Þrátt fyrir ófarir síðustu helgar getur Lando Norris, ökuþór Formúlu 1 liðs McLaren, orðið heimsmeistari í mótaröðinni um komandi keppnishelgi í Katar. Formúla 1 25.11.2025 13:46
„Við vinnum mjög vel saman“ Hafdís Renötudóttir er mætt á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta og segir það ganga vel að venjast þeim miklu breytingum sem hafa orðið á hópnum. Handbolti 25.11.2025 13:01
Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Enski landsliðsmarkvörðurinn Jordan Pickford sýndi allar sínar bestu hliðar þegar Everton sigraði Manchester United, 0-1, á Old Trafford í gær. Enski boltinn 25.11.2025 12:30
„Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir mikilvægt að umkringja sig góðu fólki sem eru ekki bara til staðar þegar vel gengur, heldur líka þegar að illa gengur. Slíkan mikilvægan vin á hann í Guðmundi Hreiðarssyni, markmannsþjálfara. Fótbolti 25.11.2025 12:03
Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Landsliðskonurnar í fótbolta, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir, voru báðar valdar í lið umferðarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 25.11.2025 11:33
Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Markvörðurinn Jökull Andrésson segist vera spenntur fyrir því að berjast í efri hlutanum í Bestu deildinni á næsta tímabili en hann samdi við FH á dögunum. Sport 25.11.2025 11:02
Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Georgíumaðurinn Rati Andronikashvili, sem á að baki yfir áttatíu landsleiki, er með stórmótareynslu og nokkur tímabil í efstu deild á Spáni undir beltinu, er orðinn leikmaður Bónus deildar liðs Álftaness. Körfubolti 25.11.2025 10:21
Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Þeir Ólafur Kristjánsson og Aron Jóhannsson hrifust ekki af frammistöðu Alexanders Isak fyrir Liverpool í tapinu fyrir Nottingham Forest. Enski boltinn 25.11.2025 10:01
Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Idrissa Gana Gueye, leikmaður Everton, hefur beðist afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk í leiknum gegn Manchester United í gær. Enski boltinn 25.11.2025 09:31
Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Góður vinur Michaels Schumacher telur að þýski ökuþórinn muni aldrei sjást aftur opinberlega. Formúla 1 25.11.2025 09:00
Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golfsamband Íslands hefur sett sér nýja stefnu til ársins 2030 í stað fyrri stefnu sem átti að gilda til ársins 2027. Stöðug fjölgun skráðra kylfinga spilar þar stóra rullu en aðstaðan á höfuðborgarsvæðinu er sprungin að sögn forseta sambandsins. Golf 25.11.2025 08:02
„Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Jamie Carragher vill að Mohamed Salah gefi kost á sér í viðtöl nú þegar Englandsmeistarar Liverpool eiga í vandræðum. Enski boltinn 25.11.2025 07:32
Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Everton komst upp fyrir erkifjendur sína í Liverpool, á markatölu, og jafnaði einnig Manchester United og Tottenham að stigum með mögnuðum 1-0 sigri gegn United á Old Trafford í gær, þegar tólftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk. Öll helstu atvikin má sjá á Vísi. Enski boltinn 25.11.2025 07:01
Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Það er nóg um að vera á sportrásum Sýnar í kvöld þar sem meðal annars verður Meistaradeildarmessa enda fjöldi flottra leikja á dagskrá, þar á meðal viðureign heimsmeistara Chelsea og Barcelona sem og leikur Manchester City og Leverkusen. Sport 25.11.2025 06:00
Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Díana Dögg Magnúsdóttir, sem á miðvikudaginn verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í fyrsta leik á HM í handbolta, hefur skrifað undir nýjan samning við eitt besta lið þýska handboltans, Blomberg-Lippe. Handbolti 24.11.2025 23:32
Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Hjörvar Hafliðason var á Old Trafford í kvöld og ræddi við Ruben Amorim, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir 1-0 tapið gegn tíu leikmönnum Everton. Enski boltinn 24.11.2025 22:52
Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru með verstu, eða eiginlega langverstu, þriggja stiga skotnýtinguna í Bónus-deild karla í körfubolta. Málið var til umræðu í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Körfubolti 24.11.2025 22:45
United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Þrátt fyrir að hafa misst Idrissa Gana Gueye af velli með rautt spjald, fyrir að slá liðsfélaga sinn, náðu tíu baráttuglaðir Everton-menn að landa frábærum 1-0 sigri gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld, þegar tólftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk. Enski boltinn 24.11.2025 19:31