Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Andri Lucas Guðjohnsen skoraði enn á ný fyrir Blackburn í ensku B-deildinni í kvöld en íslenski framherjinn er einn sá heitasti í enska boltanum í dag. Enski boltinn 2.12.2025 21:41
Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Erling Haaland setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði sitt hundraðasta deildarmark í sigri Manchester City í níu marka leik á Craven Cottage í London í kvöld. Enski boltinn 2.12.2025 19:01
Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku Tveggja leikja sigurganga færeyska kvennalandsliðsins endaði á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. Handbolti 2.12.2025 21:08
„Helvíti svart var það í dag“ „Helvíti svart var það í dag,“ sagði Sandra Erlingsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í handbolta eftir níu marka tap liðsins gegn Svartfjallalandi í millirðiðli 2 á HM í kvöld. Handbolti 2.12.2025 19:00
Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola níu marka tap er liðið mætti Svartfjallalandi í millirðili á HM í kvöld, 27-36. Handbolti 2.12.2025 16:00
Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verður viðstaddur þegar dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið í Washington á föstudag. Þetta staðfestir Hvíta húsið. Fótbolti 2.12.2025 18:01
Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Framarar hafa gert breytingar á þjálfarateymi meistaraflokks karla fyrir baráttuna í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Íslenski boltinn 2.12.2025 17:48
Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enskir fjölmiðlar segja í dag frá handtöku þekkts einstaklings innan enska boltans en nafn hans kemur þó hvergi fram í fréttum þeirra. Enski boltinn 2.12.2025 17:31
Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Sparktilraun Younghoe Koo, sparkara New York Giants, í leik við New England Patriots í NFL-deildinni í nótt, hefur vakið mikla athygli. Koo var þó nokkrum sentímetrum frá því að hitta boltann og negldi svoleiðis tánni í jörðina. Sport 2.12.2025 16:48
Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Serbía vann 31-29 sigur á Spáni í milliriðli íslenska landsliðsins í Dortmund á HM kvenna í handbolta. Spánn leiddi með sex marka mun um miðjan síðari hálfleik en ótrúlegur viðsnúningur setti Serba í lykilstöðu í riðlinum. Handbolti 2.12.2025 16:07
Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Ajax og Groningen áttust við fyrir luktum dyrum í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta síðdegis. Leikurinn hafði verið flautaður af vegna óláta áhorfenda á sunnudaginn var. Fótbolti 2.12.2025 15:22
Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Matthildur Lilja Jónsdóttir er ekki í leikmannahópi Íslands sem mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á HM í Þýskalandi. Handbolti 2.12.2025 15:06
FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Útvarpsmaðurinn vinsæli Ólafur Jóhann Steinsson er að sjálfsögðu með lið í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Brighton-ilmurinn af liði Ólafs vakti athygli strákanna í hlaðvarpinu Fantasýn. Enski boltinn 2.12.2025 15:01
Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Nýr launasjóður ÍSÍ var kynntur til sögunnar með pompi og prakt í höfuðstöðvum ÍSÍ í gær. Afreksíþróttafólk landsins andar léttar og nýtur loks réttinda launafólks eftir margra ára baráttu fyrir bættum kjörum og fjárhagslegu öryggi. Hæstráðendur hjá ÍSÍ bíða þess að fjármagn í sjóðinn verði sett á fjármálaáætlun. Sport 2.12.2025 14:33
Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur valið þá 35 leikmenn sem mögulegt er að kalla í á EM karla í handbolta í janúar. Sjö leikmenn eru á listanum sem aldrei hafa spilað A-landsleik. Handbolti 2.12.2025 13:52
Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Íslendingar byrjuðu af krafti í dag þegar keppni hófst á Evrópumótinu í sundi í 25 metra laug, í Lublin í Póllandi. Snæfríður Sól Jórunnardóttir sló tvö Íslandsmet í sama sundinu. Sport 2.12.2025 13:26
Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handboltakonan Aldís Ásta Heimisdóttir, sem verið hefur lykilmaður í sænska meistaraliðinu Skara, hefur ákveðið að flytja heim til Íslands þar sem hún á von á barni í vor. Handbolti 2.12.2025 13:00
„Við getum tekið þá alla“ „Þrír leikir og allt leikir sem við eigum séns í, sem er ótrúlega skemmtilegt“ sagði Sandra Erlingsdóttir um milliriðil Íslands á HM. Handbolti 2.12.2025 12:30
Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótboltaheimur Kamerún logar í aðdraganda Afríkukeppninnar sem hefst síðar í mánuðinum. Samuel Eto'o, forseti kamerúnska knattspyrnusambandins, opinberaði í gær leikmannahóp liðsins fyrir komandi mót og rak þjálfara liðsins í leiðinni. Fótbolti 2.12.2025 12:00
Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Heiða Ragney Viðarsdóttir, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks í fótbolta, hefur samið við sænska félagið Eskilstuna United til næstu tveggja ára. Fótbolti 2.12.2025 11:25
Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Mohamed Salah hafa tekið því af mikilli fagmennsku síðustu tvo daga að hafa verið settur á varamannabekkinn á sunnudaginn. Næsti leikur liðsins er annað kvöld. Enski boltinn 2.12.2025 11:02
„Mæta bara strax og lemja á móti“ „Ég er mjög sátt með það að geta komið með smá attitude inn í hópinn og hef verið mjög ánægð“ segir sú yngsta af stelpunum okkar á HM, Matthildur Lilja Jónsdóttir, sem ætlar að lemja á Svartfellingum síðar í dag. Handbolti 2.12.2025 10:32
Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Fótboltamaður sem lék með enska landsliðinu á öðrum áratug þessarar aldar, sem og í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar. Enski boltinn 2.12.2025 10:07
Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Sandra Erlingsdóttir skoraði flest mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta í leikjunum þremur í riðlakeppninni. Handbolti 2.12.2025 09:31