Seðlabankinn

Fréttamynd

„Mikil­vægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“

Fjármálastofnanir þurfa nú við útreikning á greiðslubyrði að líta til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við kaup á íbúðarhúsnæði, jafnvel þó þeim sé frestað. Fjármálastöðuleikanefnd er með þessu að bregðast við útspili margra verktakafyrirtækja sem bjóða nú upp á nýja fjármögnunarleið. Hún er áhættusamari en almenn íbúðakaup að mati Seðlabankastjóra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim mark­miðum“

Fjármálastöðugleikanefnd kynnti í morgun breytingar á lánþegaskilyrðum, sem gera það að verkum að við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. Það þýðir að nefndin hefur dregið úr möguleikum lánþega til þess að nýta nýja fjármögnunarleið sem nokkur verktakafyrirtæki hafa kynnt undanfarið. Seðlabankastjóri segir að lánþegaskilyrði bankans hafi verið sett til þess að ná fram ákveðnum markmiðum og fjármálastöðugleikanefnd víki ekki frá þeim markmiðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðla­bankinn breytir reglum um greiðslu­byrðar­hlut­fall

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að samþykkja breytingar á reglum um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda. Við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hag­kerfið vex undir getu og tapaðar út­flutnings­tekjur gætu verið 200 milljarðar

Þótt hagvöxtur hafi verið meiri en Seðlabankinn reiknaði með á þriðja fjórðungi þá munu þeir þjóðhagsreikningar ósennilega ríða baggamuninn við næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar, að mati aðalhagfræðings Kviku. Hann segir tölurnar ekki breyta stóru myndinni sem sýni að hagkerfið er að vaxa undir getu með tilheyrandi framleiðsluslaka og glataðar útflutningstekjur vegna ýmissa áfalla að undanförnu gætu numið samanlagt numið yfir 200 milljörðum.

Innherji
Fréttamynd

Kallar eftir auka­fundi peninga­stefnu­nefndar

Formaður Starfsgreinasambandsins segir óvænta hjöðnun verðbólgu um 0,6 prósentustig milli mánaða frábær tíðindi, þrátt fyrir að hún sé til marks um það hversu mikið er að hægjast á íslensku efnahagslífi. Hann kallar skýlaust eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hjöðnun verð­bólgu í sjón­máli

Seðlabankastjóri segist telja að hægja fari á efnahagslífinu en hagvaxtarspár Seðlabankans hafa versnað fyrir seinni hluta ársins og næsta ár sömuleiðis. Miklum uppgangi í hagvexti og útflutningi hafi verið fylgt eftir af röð áfalla sem valdi því að verðbólga hjaðni en efnahagsskilyrði versni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vara við skarpri lækkun og vertakar og lán­veit­endur ættu að „spenna beltin“

Byggingarverktakar og lánveitendur ættu „að spenna beltin“ núna þegar framundan er verðaðlögun að greiðslugetu kaupenda á fasteignamarkaði, einkum nýbyggingum, sem gæti komið fram í allt að 25 prósenta raunverðslækkun áður en botninn verður sleginn í markaðinn snemma árs 2027, að mati greinenda ACRO. Aðgengi almennings að verðtryggðum íbúðalánum hefur í seinni tíð ekki verið jafn þröngt og núna, það muni því augljóslega eitthvað láta undan þegar kaupgetan er ekki fyrir hendi á þeim verðum sem bjóðast.

Innherji
Fréttamynd

Að­hald peninga­stefnunnar „klár­lega of mikið“ miðað við spár um hag­vöxt

Þrátt fyrir varfærna vaxtalækkun peningastefnunefndar þá álítur Seðlabankinn að raunvaxtaaðhaldið hafi ekki breyst á milli funda og það sé „klárlega of mikið“ með hliðsjón af lakari hagvaxtarhorfum, að sögn seðlabankastjóra, en ekki sé hægt að horfa framhjá því að verðbólgan er á sama tíma enn þrálát. Eilítið mildari tónn í framvirkri leiðsögn peningastefnunefndar gefur henni „meira svigrúm“ til að bregðast við með frekari vaxtalækkunum ef það er enn að hægja á umsvifum í efnahagslífinu.

Innherji
Fréttamynd

Gera ráð fyrir svipuðum hag­vexti og í Covid

Lánskjör heimilanna hafa versnað verulega vegna vaxtamálsins svokallaða að sögn Seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd hafi því ákveðið að lækka stýrivexti þrátt fyrir þráláta verðbólgu. Áhrif áfalla sem dunið hafa á hagkerfinu undanfarið eigi hins vegar eftir að koma í ljós. Hagvaxtarspá fyrir næsta ár hafi versnað verulega og sé svipuð og í Covid.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banki lækkar vexti

Íslandsbanki lækkar vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi þann 24. nóvember, næsta mánudag. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að vaxtatafla Ergo muni taka gildi 21. nóvember, á föstudag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óboðlegt að stórir aðilar auki arð­semi í krafti fá­keppni

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti skref í rétta átt nú þegar skýr merki eru um kólnun í hagkerfinu. Í tilkynningu segir að peningalegt aðhald þrengi nú þegar verulega að skuldsettum heimilum og geti ýtt undir hraðari kólnun hagkerfisins og stuðlað að auknu atvinnuleysi. Miðstjórn minnir í tilkynningu á skuldbindingar atvinnulífs að halda aftur af verðhækkunum og loforð stjórnvalda um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skaut föstum skotum á seðla­banka­stjóra

Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra.

Innlent
Fréttamynd

„Spennan í þjóðar­búinu horfin“ og Seðla­bankinn lækkar vexti á nýjan leik

Þau áföll sem hafa skollið á útflutningsgreinum að undanförnu valda því að spennan í þjóðarbúinu er núna horfin, sem þýðir að hægja mun töluvert á hagvexti, og peningastefnunefnd Seðlabankans hefur því ákveðið að lækka vexti um 25 punkta. Við þá ákvörðun vegur einnig þungt umrót á fasteignalánamarkaði sem er að „þrengja“ að lánakjörum og fjármálalegum skilyrðum heimila.

Innherji