XII - Hengdi maðurinn

Þetta spil táknar andlegan kraft og æðruleysi.

Hér er um að ræða millibilsástands þar sem þú ert að reyna að finnan nýjan flöt á málunum. Þú ert orðin meðvituð/aður um eigin vanmátt og takmarkanir. Hugur þinn kemur í veg fyrir að þú haldir áfram að lifa lífinu á þann hátt sem þú hefur lifað og því ertu fastur og getur ekkert gert nema að bíða og sjá hvað setur. En þú getur notað tímann til þess að hugsa málin frá öllum hliðum og með því að horfast í augu við eigin takmarkanir og leitast við að fá aðstoð frá traustum aðila til þess að koma lífi þínu í nýjan farveg.

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.