Vísir

Mest lesið á Vísi

Stjörnuspá

14. september 2024

Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.



Fréttamynd

Hafa veitt virkjunar­leyfi fyrir Hvamms­virkjun

Orkustofnun gaf í dag út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Landsvirkjun mun í kjölfarið sækja um framkvæmdaleyfi til bæði Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en mannvirki tengd virkjuninni verða í báðum sveitarfélögunum. Enn er stefnt að því að Hvammsvirkjun taki til starfa fyrir árslok 2028.

Viðskipti innlent

Fréttamynd

Þurfa að gæta sín mjög vel þegar eignar­hald þverast yfir sam­keppnismarkaði

Umræða um kaupréttarkerfi skráðra félaga er „óþroskuð“ hjá fjárfestum og stjórnum, meðal annars vegna skorts á upplýsingum og rökræðu, segir framkvæmdastjóri eins af stærri lífeyrissjóðum landsins í ítarlegu viðtali við Innherja, og gagnrýnir jafnframt þau vinnubrögð þegar breytingartillögur eru gerðar með skömmum fyrirvara á hlutahafafundum. Hann geldur varhug við að lífeyrissjóðum sé beitt sem „hreyfiafli“ þegar ekki liggja fyrir neinar meginreglur um hvernig slíku samstarfi ætti að vera háttað og telur þess í stað mikilvægt að sjóðirnir fari gætilega þegar eignarhald þeirra í fyrirtækjum þverast yfir samkeppnismarkaði.

Innherji