Joe Don Baker látinn Bandaríski leikarinn Joe Don Baker, sem lék meðal annars tvær ólíkar persónur í kvikmyndum um breska njósnarann James Bond, er látinn, 89 ára að aldri. Bíó og sjónvarp 15.5.2025 14:25
„Fátækasti forseti heims“ látinn Jose „Pepe“ Mujica, fyrrverandi forseti Úrúgvæ, er látinn, 89 ára að aldri. Hann gegndi embætti forseta landsins á árunum 2010 til 2015. Erlent 14.5.2025 15:51
Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Bandaríski leikstjórinn Robert Benton, sem leikstýrði meðal annars Óskarsverðlaunamyndinni Kramer vs. Kramer og skrifaði handritið að Bonnie and Clyde, er látinn. Hann varð 92 ára. Bíó og sjónvarp 14.5.2025 10:39
The Wire og Sopranos-leikari látinn Bandaríski leikarinn Charley Scalies sem þekktur er fyrir hlutverk sín í þáttaröðunum The Wire og The Sopranos, er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést fyrsta dag maímánaðar, en hann hafði glímt við Alzheimer-sjúkdóminn um nokkurt skeið. Lífið 5. maí 2025 08:33
Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Bandaríska söngkonan Jill Sobule, sem þekktust er fyrir lög sín I Kissed a Girl og Supermodel, er látin, 66 ára að aldri. Útgefandi Sobule segir að söngkonan hafi látist í húsbruna í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Lífið 2. maí 2025 07:34
Birgir Guðjónsson er látinn Birgir Guðjónsson, stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni sumardagsins fyrsta, 24. apríl síðastliðinn, 68 ára að aldri. Innlent 1. maí 2025 13:41
Mjöll Snæsdóttir er látin Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur lést á heimili sínu mánudaginn 28. apríl 2025 sl., sjötíu og fimm ára að aldri, í kjölfar skammvinnra veikinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Innlent 30. apríl 2025 12:45
Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Enginn verður ákærður vegna andláts íshokkíkappans Adam Johnson. Hinn 29 ára gamli Johnson, leikmaður Nottingham Panthers, lést eftir slys á íshokkívellinum þar sem hann skarst á hálsi og lést af sárum sínum. Sport 29. apríl 2025 23:02
Jiggly Caliente dragdrottning látin Dragdrottningin Jiggly Caliente sem gerði garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum vinsælu Rupaul's Drag Race er látin, 44 ára að aldri. Lífið 27. apríl 2025 15:01
Fótboltamaður lést í upphitun Suður-afríski fótboltamaðurinn Sinamandla Zondi lést eftir að hafa hnigið niður rétt fyrir deildarleik í Suður Afríku. Fótbolti 26. apríl 2025 08:32
Virginia Giuffre er látin Virginia Giuffre, sem sakaði bæði Andrés prins og Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi, er látin, 41 árs að aldri. Dánarorsökin var sjálfsvíg. Erlent 26. apríl 2025 07:44
Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lar Park Lincoln, sem er þekktust fyrir hlutverk sín í sápuóperunni Knots Landing og hrollvekjunni Friday the 13th Part VII: The New Blood, er látinn 63 ára að aldri eftir glímu við brjóstakrabbamein. Lífið 25. apríl 2025 10:12
Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Leik Atalanta og Lecce, liðs Þóris Jóhanns Helgasonar, í efstu deild ítalska fótboltans hefur verið frestað um tvo daga eftir andlát sjúkraþjálfara Lecce. Fótbolti 25. apríl 2025 07:03
Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Sorg ríkir í króatískum fótbolta eftir að fyrrverandi landsliðsmaður þjóðarinnar, hinn 39 ára gamli Nikola Pokrivac, lést í bílslysi í gær. Fótbolti 19. apríl 2025 10:32
Aubameyang syrgir fallinn félaga Framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang er meðal þeirra sem syrgir Aaron Boupendza, fyrrverandi landsliðsmann Gabon sem lést eftir að falla af 11. hæð byggingar í Kína. Fótbolti 16. apríl 2025 23:17
Jónas Ingimundarson er látinn Jónas Ingimundarson píanóleikari er látinn áttræður að aldri. Sonur Jónasar greinir frá andláti föður síns sem lést mánudaginn 14. apríl. Innlent 16. apríl 2025 19:07
Steindór Andersen er látinn Steindór Andersen einn þekktasti kvæðamaður samtímans er látinn sjötugur að aldri. Hann átti stóran þátt í að endurvekja og kynna rímnahefðina fyrir nýjum áheyrendum. Innlent 16. apríl 2025 17:00
Mario Vargas Llosa fallinn frá Perúski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Mario Vargas Llosa er látinn, 89 ára að aldri. Vargas var risi í suður-amerískum bókmenntum og gaf út rúmlega fimmtíu verk á ferli sínum, sum hver sem þýdd hafa verið á íslensku. Menning 14. apríl 2025 06:24
Leo Beenhakker látinn Leo Beenhakker, fyrrum þjálfari Ajax, Real Madrid og hollenska landsliðsins, er látinn en hann varð 82 ára gamall. Fótbolti 10. apríl 2025 19:48
Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Cristiano Ronaldo hefur vottað manninum sem uppgötvaði hann og marga af bestu fótboltamönnum Portúgals virðingu sína eftir að hann lést í gær, 77 ára að aldri. Fótbolti 9. apríl 2025 13:02
Trommari Blondie er fallinn frá Bandaríski tónlistarmaðurinn Clem Burke, trommari sveitarinnar Blondie, er látinn, sjötugur að aldri. Lífið 7. apríl 2025 14:01
„Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Friðrik Ólafsson, stórmeistari og fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, er látinn, níræður að aldri. Formaður Skáksambands Íslands segir Friðrik hafa verið áhrifamesta skákmann Íslandssögunnar. Innlent 7. apríl 2025 11:42
Friðrik Ólafsson er látinn Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, er látinn níræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 4. apríl síðastliðinn. Innlent 7. apríl 2025 06:56