Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Evrópskum ferðamönnum hefur snarfækkað í Bandaríkjunum frá því Donald Trump tók við embætti forseta. Fækkunin er hvað mest þegar kemur að ferðamönnum frá Íslandi en ástæðan er að miklum hluta rakin til umdeildra aðgerða og ummæla Trumps, sem sagðar eru ógna arðbærum flugleiðum. Viðskipti erlent 12.4.2025 11:12
Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Kínverjar hafa nú brugðist við ofurtollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta með því að setja 125 prósenta innflutningstoll á bandarískar vörur. Viðskipti erlent 11.4.2025 08:25
Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Gullverð er í hæstu hæðum þar sem fjárfestar flykkjast í traustar fjárfestingar eftir hremmingarnar á hlutabréfamörkuðum heims sem hófust þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf tollastríð við helstu viðskiptalönd. Viðskipti erlent 11.4.2025 07:15
Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent 9.4.2025 17:44
Trump-tollar tóku gildi í nótt Refsitollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hann setti á um sextíu ríki sem hann vill meina að hafi misnotað aðstöðu sína í viðskiptum gagnvart Bandaríkjunum í áraraðir tóku gildi í nótt. Viðskipti erlent 9.4.2025 07:12
Bjartara yfir við opnun markaða Eftir þriggja daga samfelldar lækkanir á mörkuðum í Asíu og Evrópu var heldur bjartara yfir við opnun þeirra í nótt og í morgun. Viðskipti erlent 8.4.2025 08:01
Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Fjórir dagar eru síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, setti tollgjöld á innflutningsvörur til Bandaríkjanna og hafa markaðir brugðist harkalega við. Hagfræðingur gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn. Viðskipti erlent 7.4.2025 22:01
Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur áform um að leggja 25 prósent toll á valdar vörur frá Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í skjali sem Reuters hefur undir höndum. Viðskipti erlent 7.4.2025 21:33
Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. Viðskipti erlent 7.4.2025 16:25
Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Markaðir í Evrópu hafa tekið mikla dýfu við opnun í morgun. Vísitalan í þýsku kauphöllinni lækkuðu um 10 prósent við opnun í morgun en sú lækkun hefur þó eitthvað gengið til baka. Viðskipti erlent 7.4.2025 08:48
Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Markaðir í Asíu tóku mikla dýfu við opnun í morgun og ekkert lát er á lækkunum á hlutabréfaverði frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti fyrirætlanir sínar um miklar tollaálögur sem hann hyggst leggja á öll ríki. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um heil 6,5 prósent í morgun. Viðskipti erlent 7.4.2025 06:49
Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. Viðskipti erlent 5.4.2025 16:41
Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Forsvarsmenn Evrópusambandsins eru sagðir íhuga að sekta X, samfélagsmiðil Elons Musk, vegna brota á lögum sambandsins um ólöglegt efni og upplýsingaóreiðu. Slíkt myndi líklega auka spennu milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump en Musk er náinn bandamaður forsetans. Viðskipti erlent 4.4.2025 16:47
Verðfall á Wall Street Virði hlutabréfa á mörkuðum vestanhafs tók góða dýfu niður á við þegar markaðir opnuðu þar í dag. Er það eftir mjög slæman gærdag og í kjölfar þess að ráðamenn í Kína tilkynntu fyrr í dag að þann 10. apríl yrði settur 34 prósenta tollur á allan innflutning frá Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 4.4.2025 14:32
Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Helstu ráðgjafar og ráðherrar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vörðu stórum hluta gærdagsins í viðtöl við fjölmiðla. Þar voru þeir flestir sammála um að umfangsmiklir tollar Trumps á flest öll ríki heims væru komin til að vera. Ekki væri um að ræða einhverskonar opnunarleik fyrir viðræður um milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 4.4.2025 11:21
Lækkanir í Asíu halda áfram Lækkanir urðu á mörkuðum í Asíu þegar þeir opnuðu í nótt, annan daginn í röð eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um tollaálögur sem settar verða á öll lönd heimsins og hafa vakið áhyggjur manna um niðursveiflu í hagkerfi heimsins. Viðskipti erlent 4.4.2025 07:29
Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Amazon er sagt hafa gert tilboð í kínverska samskiptamiðilinn Tiktok, sem verður að óbreyttu bannað í Bandaríkjunum á laugardag. Kínverskir eigendur miðilsins hafa sagt hann ekki vera til sölu. Viðskipti erlent 3.4.2025 11:01
Vaktin: Tollar Trump valda usla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, boðaði í gær umfangsmikla tolla á flest ríki heims. Sakaði hann umheiminn um að hafa um árabil haft Bandaríkin að féþúfu. Viðskipti erlent 3.4.2025 10:55
Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Markaðsvirði tæknirisanna sjö lækkaði um 760 milljarða dala og gull náði nýjum hæðum meðan olíuverð lækkaði um þrjú prósent. Evrópskum mörkuðum er spáð sambærilegum lækkunum. Viðskipti erlent 3.4.2025 07:50
Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti rétt í þessu nýja tolla á innflutningsvörur til Bandaríkjanna. Þar tilkynnti hann að tíu prósenta lágmarkstollur yrði lagður á öll ríki. Þar með talið er Ísland. Viðskipti erlent 2.4.2025 20:45
Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í kvöld að íslenskum tíma greina frá nýjustu fyrirætlunum sínum í tollamálum en hann hefur hótað því að setja háa verndartolla á flest lönd heimsins í aðgerð sem forsetinn kallar Frelsunardaginn. Viðskipti erlent 2.4.2025 06:32
Íhuga hærri tolla á alla Innan veggja Hvíta hússins á sér stað mikil umræða um það hvurslags tolla setja á innflutning til Bandaríkjanna á miðvikudaginn. Mikið hefur verið deilt um það hvort beita eigi önnur ríki mismunandi tollum, eins og Trump hefur á köflum talað um, eða setja á almenna tolla, eins og Trump talaði um kosningabaráttunni. Viðskipti erlent 31.3.2025 10:32
Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Facebook hefur samþykkt að hætta að beina einstaklingsmiðuðum auglýsingum með notkun persónuupplýsinga að breskri konu eftir að hún lögsótti móðurfélagið Meta fyrir að stunda beina markaðssetningu. Viðskipti erlent 22.3.2025 23:12
Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur veitt Boeing samning um að smíða næstu kynslóð bandarískra herþota. Ákvörðunin þykir mikill fengur fyrir Boeing en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa staðið fyrir margvíslegum og alvarlegum vandamálum á undanförnum árum. Viðskipti erlent 21.3.2025 15:56
Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Donald Trump hefur hótað að setja á tvö hundruð prósenta toll á áfengar útflutningsvörur frá Evrópusambandsríkjum. Viðskipti erlent 13.3.2025 13:06