Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Síminn kaupir Motus og Pei

Síminn hf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ). Félagið á og rekur greiðslulausnina Pei og innheimtufyrirtækið Motus. Heildarvirði GMÍ í viðskiptunum nemur 3.500 milljónum króna.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sjó­vá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári

Hagnaður Sjóvár á þriðja ársfjórðungi nam 1.145 milljónum króna og samsett hlutfall, hlutfall iðgjalda og kostnaðar, var 89,6 prósent. Afkoma fjárfestinga fyrir skatta var 552 milljónir króna og afkoma af vátryggingasamningum fyrir skatta var 936 milljónir. Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur hagnaður 666 milljónum króna og samsett hlutfall 90,6 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kampa­vínsklúbbar, inn­herja­svik og nú meint skatt­svik

Kristján Georg Jósteinsson, sem hlaut árið 2019 þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir innherjasvik hjá Icelandair, hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot. Hann er sakaður um að hafa ekki talið fram úttektir úr einkahlutafélögum, sem hann nýtti meðal annars við framkvæmd innherjasvikanna og rekstur kampavínsklúbbanna VIP club og Shooters í Austurstræti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Eim­skips lækkar vegna bilunarinnar

Bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, sem veldur því að framleiðsla dregst saman um tvo þriðju, mun hafa áhrif á rekstur Eimskips, enda er Norðurál einn stærsti viðskiptavinur skipafélagsins. Gengi hlutabréfa félagsins hefur lækkað hressilega frá opnun markaða í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir

Eignarhaldsfélagið Aztiq hefur lokið við sölu á lyfjafyrirtækinu Adalvo til alþjóðlega fjárfestingarfélagsins EQT. Á sama tíma lætur framkvæmdastjóri Alvotech af störfum og færir sig yfir til Adalvo. Stærsti eigandi Alvotech er Aztiq.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Takist vel til að sam­þætta rekstur Dranga gæti virðið hækkað í nærri 40 milljarða

Ef vel tekst til við samþættingu rekstrarfélaga sem heyra undir Dranga, móðurfélag Orkunnar, Samkaupa og Lyfjavals, þá er „ekki óvarlegt“ að ætla að virði hins nýja stóra leikanda á smásölumarkaði geti verið nálægt 40 milljörðum króna, samkvæmt nýrri greiningu. Drangar vinna nú að undirbúningi hlutafjárútboðs þar sem félagið er verðmetið á ríflega 24 milljarða, um fjórðungi hærra en virði þess var í viðskiptum fyrr á árinu þegar samstæðan var mynduð.

Innherji
Fréttamynd

Til­nefningar fyrir árið 2024 birtar

Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á árunum 2023 og 2024. Síminn, Sýn og Rúv standa að verðlaununum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ís­lands­banki bætist í hópinn og gerir hlé á verð­tryggðum lán­veitingum

Íslandsbanki hefur bæst í hóp lánveitenda sem ákveðið hafa að gera hlé á veitingu verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum til einstaklinga vegna lánamálsins svokallaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Fjármálaráðherra segir að skoðað sé hvernig búa megi til eðlileg viðmið fyrir verðtryggð lán. Dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lán­veit­endum vex Vaxta­málið í augum

Arion banki, Landsbankinn og minnst þrír lífeyrissjóðir hafa takmarkað afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem ákveðnir lánaskilmálar Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir. Arion banki og Landsbankinn bíða þess að Hæstiréttur dæmi í svipuðum málum höfðuð gegn þeim.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir ó­tækt að fá­mennur hópur geti lokað landinu

Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stöndum saman fyrir ís­lenskan flug­rekstur

Flugrekstur á Íslandi er krefjandi en saga síðustu ára sýnir það svart á hvítu. Fjöldi íslenskra flugfélaga hefur farið í þrot, nú síðast Play. Í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi eru samtals þrjú flugfélög sem skipta höfuðmáli – Norwegian, SAS og Finnair – og hefur ýmislegt gengið á í rekstri þeirra á undanförnum árum.

Skoðun
Fréttamynd

Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar

Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Meiri líkur en minni“ að skráning Stoða frestist fram á næsta ár

Fjárfestingafélagið Stoðir, sem hefur að undanförnu unnið að undirbúningi að hlutafjárútboði og skráningu í Kauphöllina, mun ósennilega láta verða af skráningunni fyrir áramót heldur er núna talið að hún muni færast yfir á fyrri hluta ársins 2026. Á kynningarfundi með fjárfestum var meðal annars bent á að stærstu óskráðu eignir Stoða væru varfærnislega metnar í bókunum miðað við verðmatsgreiningu á mögulegu virði félaganna.

Innherji