Haukur klár í stærra hlutverk
„Stemningin er bara mjög góð eins og hún er alltaf á þessum tímapunkti að fara að byrja þetta og við erum bara spenntir að koma okkur út og spila fyrstu æfingaleikina, klára þennan undirbúning og gera það vel,“ segir Haukur Þrastarson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í Safamýrinni í gær.