Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Það var húsfyllir af glæsilegum konum í Swimslow studio í vikunni þegar íslenska húðvörumerkið Angan efndi til útgáfuteitis fyrir gesti og samstarfsaðila í tilefni af nýjustu viðbót vörulínunnar. Lífið 27.11.2025 16:23
Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Unnur Eggertsdóttir segist eiga í opinberum einhliða deilum við leikstjórann Quentin Tarantino eftir að hann dró upp mynd af íslenskum konum sem drykkfelldum og lauslátum í spjallþætti fyrir tuttugu árum. Vill hún meina að lýsingar Tarantino hafi hrint af stað bylgju karlkyns ferðamanna sem komu til Íslands og töldu sig eiga rétt á skyndikynnum. Lífið 26.11.2025 14:52
Menningarmýs komu saman í jólafíling Það var líf og fjör á Listasafni Íslands síðastliðinn sunnudag þegar margar af menningarmúsum landsins komu saman í gjafapappírsútgáfupartý rétt fyrir aðventuna. Listamenn, menningarunnendur og annað áhugafólk lét sig ekki vanta. Lífið 26.11.2025 10:00
Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Það var hrikalega góð stemning í Eldhúspartýi FM957 sem fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll síðasta fimmtudagskvöld. Eins og venjulega var fullt út að dyrum og rjóminn af okkar besta tónlistarfólki tróð upp í einu skemmtilegasta partýi ársins. Lífið samstarf 18. nóvember 2025 09:13
Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Það var margt um manninn í breska sendiráðinu um helgina þegar sendiráðið bauð til móttöku til heiðurs breskra rithöfunda sem voru staddir á Íslandi í tilefni Iceland Noir hátíðarinnar. Stórstjörnur úr bókasenunni létu sig ekki vanta. Lífið 17. nóvember 2025 20:00
Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Það var líf og fjör í Kringlubíói um helgina þegar rapparar, ofurskvísur, listamenn og áhrifavaldar komu saman á frumsýningu hjá Birni og Flóna. Tónlist 17. nóvember 2025 11:30
Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gugga í gúmmíbát fór á djammið á Airwaves í síðustu viku og kíkti á rúntinn með Flona. Þau fóru saman í hvítri Flona-Teslunni gegnum bílabón, eldheitar hraðaspurningar og töluvert neistaflug. Lífið 15. nóvember 2025 14:59
Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Hlaðvarpsstjörnurnar Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir voru meðal gesta í jólaboði fjölmiðlakonunnar Ingu Lindar Karlsdóttur á Apótekinu síðastliðinn fimmtudag. Lífið 14. nóvember 2025 14:58
Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Það var líf og fjör hjá snjóbrettasenu landsins um síðustu helgi þegar hið árlega brettabíó var haldið með stæl. Þar koma atvinnu- og áhugamenn úr brettasenunni saman, horfa á snjóbrettamyndir og ræða nýjar stefnur og strauma. Lífið 12. nóvember 2025 14:01
Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Dansverkið Flóðreka var frumsýnt síðastliðinn laugardag á nýja sviði Borgarleikhússins. Glæsilegustu listdansarar þjóðarinnar létu sig ekki vanta og fylgdust með sýningunni af aðdáun. Menning 12. nóvember 2025 13:29
Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lögreglan mætti tvisvar óboðin í sjötugsafmæli raunveruleikastjörnunnar Kris Jenner. Bæði barst fjöldi kvartana yfir hávaða frá nágrönnum og svo hafði Jenner teppt götuna með plastrunnum án heimildar. Lífið 11. nóvember 2025 15:42
Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Jógakennararnir og vinkonurnar Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana Steingríms heilsukokkur, og Lilja Ketilsdóttir stóðu nýverið fyrir bleikum góðgerðarviðburði á Sjálandi í Garðabæ. Fjöldi kvenna naut kvöldsins saman og styrkti í leiðinni gott málefni, en allur ágóði viðburðarins rann óskiptur til Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar. Lífið 11. nóvember 2025 14:02
Ungir „gúnar“ í essinu sínu Það var líf og fjör hjá ungmennum landsins á laugardag í miðbænum þegar 66 Norður afhjúpaði nýjustu samstarfslínu sína við töffarana hjá Reykjavík Roses. Ásamt unglingunum voru ofurhjónin Nína Dögg og Gísli Örn meðal gesta og kynfræðingurinn Sigga Dögg lét sig heldur ekki vanta. Löng röð myndaðist við Hafnartorg fyrir opnun og stemningin var góð. Tíska og hönnun 11. nóvember 2025 12:03
„Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Djammþættirnir Gugga fer á djammið hefja göngu sína á Vísi í dag. Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, kíkir þar á samkvæmislífið, tekur púlsinn á íslenskum djömmurum og spyr þá spjörunum úr. Lífið 7. nóvember 2025 09:17
Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni „Það hefur verið lærdómsríkt og krefjandi á stundum, en fyrst og fremst alveg ofboðslega gefandi,“ segir Aldís Eik Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá 66°Norður. Fyrirtækið efndi til viðburðar í Höfuðstöðinni í gær í samstarfi við UN Women á Íslandi. Lífið 5. nóvember 2025 15:50
Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Margt var um manninn á frumsýningu Hamlets í Borgarleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld, þegar eitt frægasta leikverk sögunnar, Hamlet, var sýnt fyrir fullum sal. Lífið 4. nóvember 2025 15:11
Rífandi stemning í Reykjadal Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur tekið upp nýtt nafn og heitir í dag Gló stuðningsfélag. Félagið fagnaði nýju nafni og nýrri ásýnd í Reykjadal í Mosfellsdal síðastliðinn laugardag. Lífið 4. nóvember 2025 12:00
Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Stemningin var gríðarleg í miðborginni um helgina þar sem næturlífið iðaði og djammarar landsins klæddu sig upp í mis efnismikla og flippaða búninga. Lífið 3. nóvember 2025 21:10
Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Þrátt fyrir að deilt hafi verið um hvort að fresta ætti hrekkjavökunni á hinum ýmsu íbúðasíðum gripu heitustu stjörnurnar tækifærið til að klæða sig upp í alls konar búninga. Á samfélagsmiðlum mátti bregða fyrir vampírum, prinsessum og öðrum áhrifavöldum. Lífið 1. nóvember 2025 16:23
Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Creditinfo afhenti Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu með pompi og prakt í Laugardalshöll 30. október. Hátt í tólf hundruð fyrirtæki komust á listann í ár. Uppfylla þaf ströng skilyrði og því ærið tilefni til að fagna. Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina. Framúrskarandi fyrirtæki 1. nóvember 2025 08:24
„Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Það var líf og fjör í Gamla bíói liðna helgi þegar fyrrverandi starfsfólk flugfélagsins PLAY tók sitt „síðasta flugtak“ saman. Hátt í 300 manns mættu í sínu fínasta pússi og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi í lokpartýi starfsmannafélagsins. Lífið 31. október 2025 09:34
Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Það var líf og fjör í reiðhöll Hestamannafélagsins Mána í Keflavík á dögunum þegar Góðgerðarfest Blue Car var haldin í sjötta sinn. Kvöldið var fjölmennasta til þessa en um þúsund manns tóku þátt í að safna um þrjátíu milljónum króna til góðgerðamála. Lífið 28. október 2025 19:03
Dannaðar dömur mættu með dramað Aðal pæjur landsins komu saman í Iðnó í síðustu viku til að fagna nýrri förðunarlínu í anda vinsælu bresku þáttanna Bridgerton. Gestir fóru alla leið í klæðaburði og rokkuðu síðkjóla og glæsilegheit. Tíska og hönnun 27. október 2025 13:01
Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Þakklæti sveif yfir vötnum í Bíó Paradís síðdegis í gær þegar myndin Takk Vigdís var frumsýnd fyrir troðfullum sal. Í myndinni ræðir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir við fyrrum samstarfsfólk Vigdísar Finnbogadóttur, vini og fjölskyldu um forsetatíð hennar og þrautargönguna að embættinu. Þá rifja fjölmargir Íslendingar upp áhrifarík augnablik sem tengjast Vigdísi. Lífið 24. október 2025 09:21