Tíska og hönnun

Fréttamynd

Langskemmtilegast að vera al­veg sama

„Mér finnst þetta einfaldlega gera lífið litríkara og skemmtilegra,“ segir tískuskvísan og athafnakonan Sofia Elsie Nielsen sem skín skært hvert sem hún fer. Sofia ræddi við blaðamann um persónulegan stíl, tískuna, að læra að standa með sjálfi sér og margt fleira.

Tíska og hönnun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ríg­hélt í sígarettuna niður tískupallinn

Breska tónlistarkonan Lily Allen er mögulega að eiga rosalegustu endurkomu tónlistarsögunnar og hefur frægðarsól hennar sjaldan skinið skærar. Hún gaf út eina umdeildustu plötu ársins, seldi upp á fjölda tónleika og gekk í gærkvöldi tískupallinn fyrir hátískuhúsið 16Arlington við mikinn fögnuð.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Upp­lifir skotin oftast sem hrós

„Ég fíla þegar fólk reynir að fara út fyrir þægindarammann,“ segir 27 ára fótboltakappinn Adam Pálsson. Adam, sem leikur með fótboltafélaginu Val, er með skemmtilegan og töff stíl og fylgir innsæinu þegar það kemur að tískunni. Blaðamaður ræddi við hann um fataskápinn og klæðaburð.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Ekki spá í hvað öðrum finnst“

„Mér líður alltaf aðeins betur þegar ég klæði mig upp,“ segir tískuskvísan og tveggja barna móðirin Móeiður Lárusdóttir, sem er búsett í Aþenu í Grikklandi þar sem sambýlismaður hennar Hörður Björgvin spilar fótbolta. Hún ræddi við blaðamann um tískuna, fataskápinn og persónulegan stíl.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ungir „gúnar“ í essinu sínu

Það var líf og fjör hjá ungmennum landsins á laugardag í miðbænum þegar 66 Norður afhjúpaði nýjustu samstarfslínu sína við töffarana hjá Reykjavík Roses. Ásamt unglingunum voru ofurhjónin Nína Dögg og Gísli Örn meðal gesta og kynfræðingurinn Sigga Dögg lét sig heldur ekki vanta. Löng röð myndaðist við Hafnartorg fyrir opnun og stemningin var góð.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hætt að nota föt til að fela sig

„Ég braut allar mínar reglur um daginn,“ segir áhrifavaldurinn, förðunarfræðingurinn og kennarinn Fanney Dóra Veigarsdóttir, sem ræddi við blaðamann um tískuna, áhættu, sjálfsöryggi og fleira.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Klæddi sig upp sem hjá­kona eigin­mannsins

Tónlistarkonan Lily Allen kann að semja lög sem vekja athygli og það má eiginlega að segja að breska listagyðjan sé að eiga rosalegustu tónlistarendurkomu ársins, jafnvel aldarinnar. Á nýjustu plötu sinni afhjúpar hún öll hjónabandsvandamálin, syngur um píkuhöll fyrrum eiginmannsins og hjákonu hans Madeline.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sjóð­heitt fyrir snjóstorm

Léttu jakkarnir og opnu skórnir kveðja okkur í bili og þyngri yfirhafnir, úlpur, kuldaskór og fleira skemmtilegt tekur okkur opnum örmum. Vetur konungur er mættur og við höfum ekkert um það að segja.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Skein skært í sögu­legum gleðikonukjól

Ofurfyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner hefur gengið ófáa tískupalla og er þekkt fyrir að stela senunni á sýningum. Það var engin undantekning á því í Los Angeles um helgina á tímamótasýningu tískurisatímaritsins Vogue.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Aldrei of seint að prófa sig á­fram

„Þegar ég klæði mig í liti líður mér eins og ég sé að fara í búning,“ segir fatahönnuðurinn Thelma Gunnarsdóttir. Tískan hefur gríðarleg áhrif á daglegt líf Thelmu sem er einn af eigendum íslenska tískumerkisins Suskin og starfar í Andrá Reykjavík.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Dannaðar dömur mættu með dramað

Aðal pæjur landsins komu saman í Iðnó í síðustu viku til að fagna nýrri förðunarlínu í anda vinsælu bresku þáttanna Bridgerton. Gestir fóru alla leið í klæðaburði og rokkuðu síðkjóla og glæsilegheit.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“

„Ekki smætta þinn guðs gefna líkama fyrir neinn,“ segir plötusnúðurinn og listamaðurinn Mellí Þorkelsdóttir sem fer sannarlega eigin leiðir í tískunni og lætur álit annarra ekki þvælast fyrir sér. Hún á ekki langt að sækja glæsileikann en mamma hennar er óperusöngkonan Diddú og Páll Óskar móðurbróðir hennar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hiti í Hring­ekjunni

Margar af aðalpæjum landsins komu saman í vistvænu versluninni Hringekjunni á dögunum til að skála, klæða sig upp og fagna nýju fatalínunni Hring eftir hring. DJ Sóley þeytti skífum og pæjustemningin tók yfir.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Virtist hvorki geta séð né andað

„Ég flaug Mario, uppáhalds förðunarfræðingnum mínum, út til að farða mig en ákvað svo þetta á síðustu stundu,“ segir stórstjarnan Kim Kardashian sem vakti gríðarlega athygli fyrir klæðnað sinn á galahátíð í Los Angeles um helgina. Hún rokkaði einhvers konar hátískuhöfuðpoka með rándýra förðun undir sem enginn sá. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Bíður bara inni í skáp eftir brúð­kaupinu“

„Ég fann að ég þurfti pínu að finna stílinn minn aftur eftir meðgöngu, maður gat ekki beint opnað aftur sama fataskápinn,“ segir Sædís Lea Lúðvíksdóttir tískuáhugakona og ráðgjafi. Blaðamaður ræddi við hana um persónulegan stíl og tískuna en hún er að gifta sig á næsta ári og hefur nú þegar fundið hinn fullkomna kjól.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti

„Í rauninni geri ég allt með Bríeti í huga,“ segir hársnyrtirinn Íris Lóa sem hefur séð um mjög svo einstakar greiðslur tónlistarkonunnar Bríetar undanfarin ár. Stöllurnar eru snillingar í að fara út fyrir kassann og svo enn lengra. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum

„Tíska spilar stórt hlutverk í heildarmyndinni af því að gefa út músík,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti sem hefur alla tíð farið eigin leiðir í tískunni og klæðaburður hans hefur alltaf átt í samtali við tónlistina hans. Gauti, sem var að gefa út plötuna Stéttin, ræddi við blaðamann um tískuna og tónlistina.

Tíska og hönnun