Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Athafnakonan og áhrifavaldurinn Tanja Ýr sem á von á sínu fyrsta barni hefur gaman að því að klæða sig skemmtilega upp á meðgöngunni. Tanja, sem er sannkölluð ofurskvísa, hefur óspart rokkað glæsileg meðgöngu „lúkk“ undanfarna mánuði þar sem hún leikur sér með þrönga kjóla, samfestinga og magaboli svo eitthvað sé nefnt. Tíska og hönnun 17.1.2025 07:02
Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, jafnan þekktur sem Prettyboitjokkó, er á skíðum í í Selva á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni og kærustunni, Friðþóru Sigurjónsdóttur. Tíska og hönnun 9.1.2025 16:13
Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Það var mikið um litadýrð á rauða dreglinum í gær þegar stórstjörnur heimsins komu saman á Golden Globe verðlaunahátíðinni í Hollywood. Tískuunnendur fylgdust spenntir með fatavali stjarnanna sem fellur auðvitað alltaf mis vel í kramið en það var ekki laust við að tískustraumar frá árinu 2010 hafi gert vart við sig. Tíska og hönnun 6.1.2025 11:31
Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Sænskur áhrifavaldur og ein áhrifamesta unga athafnakona heims er sökuð um að koma fram við starfsfólk sitt á niðurlægjandi og kúgandi hátt. Fyrrverandi og núverandi starfsfólk Djerf Avenue, fyrirtækis hennar, saka hana um einelti og ógnarstjórnun á vinnustaðnum. Tíska og hönnun 13.12.2024 00:40
Húrrandi stemning í opnun Húrra Tískuunnendur landsins gerðu sér glaðan dag síðastliðinn föstudag þegar verslunin Húrra opnaði dyrnar að splunkunýrri verslun í Kringlunni. Margt var um manninn og gestir skörtuðu sínum flottustu fötum. Tíska og hönnun 9.12.2024 11:32
Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Rúbínrauðu skór Dóróteu sem Judy Garland klæddist í Galdrakarlinum í Oz seldust á uppboði í Dallas á laugardag fyrir tæpa fjóra milljarða króna. Skórnir eiga sér merkilega sögu því þeim var stolið árið 2005 og fundust ekki fyrr en þrettán árum seinna. Tíska og hönnun 8.12.2024 11:31
Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Glimmertoppur Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar seldist upp í tískuvöruverslun Mathildar í Kringlunni, Smáralind og í vefverslun daginn eftir Alþingiskosningar. Tíska og hönnun 4.12.2024 14:08
Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ „Þetta er mjög berskjaldandi því þetta er stressandi, þetta er dýrt og maður þarf að færa miklar fórnir til þess að koma svona verkefni af stað,“ segir vöruhönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Logi Pedro sem var að fara af stað með heimilis hönnunarvörumerkið Lopedro. Blaðamaður tók púlsinn á Loga og ræddi við hann um þessi nýju ævintýri. Tíska og hönnun 4.12.2024 11:31
Djörf á dreglinum Heitustu stórstjörnur heims klæddu sig upp í sitt djarfasta hátískupúss í gærkvöldi í tilefni af Tískuverðlaunahátíðinni sem haldin var í tónleikahöllinni Royal Albert Hall í London. Tíska og hönnun 3.12.2024 10:09
Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Háhyrningar eru aftur byrjaðir að synda um með laxa á höfðinu tæpum fjörutíu árum eftir að laxahattar komust í tísku á níunda áratugnum. Tíska og hönnun 2.12.2024 23:24
Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, skein skært í kosningapartýi flokksins í Kolaportinu um helgina umkringd flokksfélögum, bestu vinum og sínum heittelskaða Árna Steini. Ragna klæddist glansandi svörtum kjól og skartaði að sjálfsögðu rauðum varalit við. Tíska og hönnun 2.12.2024 15:05
Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti í blárri íþróttapeysu frá danska hönnunarmerkinu Rotate í sjónvarpsþáttinn Kappleikar á Stöð 2 í vikunni. Peysan vakti mikla athygli þar sem hún er vön að mæta í sínu fínasta pússi. Tíska og hönnun 28.11.2024 11:07
Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Það var sannkölluð skvísustemning í opnunarteiti nýrrar og betrumbættar verslunar Spúútnik Reykjavík í Kringlunni síðastliðið fimmtudagskvöld. Meðal gesta voru Heiður Ósk eigandi Reykjavík MakeUp School, þjálfarinn Gerða kennd við InShape, Elísabet Gunnars áhrifavaldur og athafnakona, Kolbrún Anna förðunarfræðingur, fyrirsæturnar Nadía Áróra og Helga Þóra og svo lengi mætti telja. Tíska og hönnun 21.11.2024 20:02
Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Förðunarfræðingurinn og hárgreiðslukonan Tinna Empera hefur haft áhuga á tísku frá blautu barnsbeini og ólst upp við það að þora að hugsa stórt. Hún flutti til New York fyrir þrettán árum síðan og hefur tekið þátt í ýmsum ævintýralegum verkefnum. Blaðamaður ræddi við Tinnu um lífið úti. Tíska og hönnun 21.11.2024 07:01
Flott klæddir feðgar Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur verið í deiglunni að undanförnu og hefur klæðaburður hans ekki síst vakið athygli. Ástráður er með einstakan stíl og er hrifinn af óhefðbundnum settum. Sonur hans, plötusnúðurinn og viðburðahaldarinn Snorri Ástráðsson, á ekki langt að sækja tískuinnblásturinn en hann er sömuleiðis þekktur fyrir að fara töff leiðir í tískunni. Tíska og hönnun 20.11.2024 10:31
Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? „Í þessum þætti ætla ég að fara yfir það með ykkur hvernig við förðum mismunandi húðtýpur,“ segir förðunarfræðingurinn Rakel María sem fær til sín tvö módel þær Öglu og Agnesi í nýjasta þætti Fagurfræða. Tíska og hönnun 15.11.2024 14:03
Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Það var mikið um dýrðir í Grósku síðastliðinn fimmtudag þegar Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent með pompi og pragt. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að dagurinn hafi hafist á því að gestir fengu góða innsýn inn í þau níu framúrskarandi og fjölbreyttu verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna í ár í þremur mismunandi flokkum. Í kjölfarið var svo verðlaunaafhending með tilheyrandi fögnuði. Tíska og hönnun 11.11.2024 09:30
Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Það var mikil líf og fjör í LHÍ um helgina þar sem hátískan var í hávegum höfð. Annars árs fatahönnunarnemar stóðu fyrir tískusýningunni Misbrigði en sýningin var einstaklega vel sótt og færri komust að en vildu þar sem miðarnir ruku út eins og heitar lummur. Tíska og hönnun 5.11.2024 11:31
Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Það vantaði ekki upp á glæsileikann á galakvöldi safnsins LACMA í Los Angeles borg um helgina þegar stórstjörnur komu saman í sínu fínasta pússi. Margir hverjir klæddust nýjustu tískustraumunum frá tískuhúsinu Gucci, þar á meðal Kim Kardashian, sem skartaði líka gömlum fjólubláum krossi frá Díönu prinsessu við mjög fleginn hvítan kjól. Tíska og hönnun 4.11.2024 20:00
Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín „Markmið okkar frá upphafi var að styrkja tæknilega innviði til að efla hringrásarhagkerfið með því að gera viðskipti með elskuð föt auðveld, örugg og skemmtileg,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, stofnandi og eigandi forritsins Regn. Ásta og hennar teymi voru stödd í Berlín um helgina til að taka á móti alþjóðlegu hönnunarverðlaununum Red Dot. Tíska og hönnun 4.11.2024 09:41
Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun „Eyeliner. Það er eitthvað sem langflestir eru hræddir við þegar það kemur að förðun,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María sem kennir í nýjasta þætti Fagurfræða tvær einfaldar leiðir til þess að ná fram hinum fullkomna eyeliner, annars vegar vængjaðan eyeliner og kremaðan. Tíska og hönnun 1.11.2024 15:02
Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Stórstjarnan Laufey Lín skein skært á rauða dreglinum í fyrradag á tískuverðlaunahátíð CFDA sem haldin er af vinsælustu tískuhönnuðum Bandaríkjanna. Tíska og hönnun 30.10.2024 12:02
Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hrekkjavökuhátíðin hefur fest sig í sessi hérlendis á undanförnum árum og bætist stöðugt í hóp þeirra sem kjósa að klæða sig í búning 31. október. Sumir vilja fara alla leið í herlegheitunum og ákvað Lífið á Vísi því að veita lesendum innblástur þegar það kemur að hrekkjavökubúningum. Tíska og hönnun 22.10.2024 11:02
Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Glamúrinn var sannarlega í fyrirrúmi á laugardagskvöld þegar stórstjörnur heimsins komu saman í sínu fínasta pússi á galakvöldi Academy Museum í Los Angeles. Tíska og hönnun 21.10.2024 20:00