Tíska og hönnun

Einn áhrifa­mesti arki­tekt sam­tímans látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frank Gehry hannaði margar af frægustu byggingum heims.
Frank Gehry hannaði margar af frægustu byggingum heims. Getty/Presley Ann

Frank Gehry, einn áhrifamesti arkitekt sögunnar, er látinn, 96 ára að aldri. Gehry hannaði byggingar á borð við Guggenheim-safnið í Bilbaó, Dansandi húsið í Prag og Louis Vuitton-listasafnið í París.  

Frá þessu greinir Breska ríkisútvarpið. Gehry lætur eftir sig tvo syni sem hann á með eiginkonu sinni, Bertu Isabel Aguilera, og tvær dætur úr fyrra hjónabandi. 

Í kjölfar byggingar Guggenheim-safnsins, sem skaut Gehry á stjörnuhimininn árið 1997 varð til fyrirbæri sem var kallað „Guggenheim-áhrifin“ sem lýsti sér þannig að borgir sem fjárfestu í „djarfri list“, líkt og byggingin er, löðuðu að sér fleiri ferðamenn. 

Fjórar af frægustu byggingum Gehrys. Efri röð, frá vinstri: Frederick R. Weisman í Minnesota og Neuer Zollhof-byggingin í Dusselford. Neðri röð, frá vinstri: Guggenheim-safnið í Bilbaó og Dansandi húsið í Prag. Getty

Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, er einn þeirra sem hafa minnst Gehrys á samfélagsmiðlum í dag. Þá birti Guggenheim-safnið fallegt kveðjumyndband honum til heiðurs. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.