Erlent

Fréttamynd

Bolsonaro í stofu­fangelsi

Hæstiréttur Brasilíu hefur skipað Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti landsins, í stofufangelsi en hann á yfir höfði sér ákæru vegna meintrar valdaránstilraunar. Alríkislögreglan hefur lagt hald á símann hans.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Leiddi fordæmalausa bæna­stund á Musterishæð

Ben Gvir, mjög svo umdeildur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, leiddi í dag hóp gyðinga í bæn á Musterishæðinni í Jerúsalem. Þetta var fordæmalaus bænastund en ísraelskur ráðherra hefur aldrei áður beðið á svæðinu, sem hefur um árabil ítrekað hrundið af stað deilum milli múslima og gyðinga.

Erlent
Fréttamynd

Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás

Stór eldur kviknaði í olíugeymslu í Sochi í Rússlandi í nótt eftir drónaárás Úkraínumanna. Loka þurfti flugvellinum í borginni, sem liggur við strendur Svartahafs, vegna eldsins og börðust á annað hundrað slökkviliðsmenn gegn honum.

Erlent
Fréttamynd

Reiður Trump segir Schumer að fara til hel­vítis

Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“.

Erlent
Fréttamynd

Beina­ber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa

„Þetta er gröfin þar sem ég held að ég verði grafinn. Tíminn er á þrotum,“ segir Evyatar David, ísraelskur gísl í haldi Hamas, í myndskeiði sem samtökin birtu þar sem hann stendur magur af vannæringu og grefur holu í neðanjarðargöngum á Gasa.

Erlent
Fréttamynd

„Fordæmalaus hita­bylgja“ leikur Skandínava grátt

Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa fundið fyrir „fordæmalausri“ hitabylgju síðustu vikur. Júlímánuður var sá hlýjasti í Svíþjóð frá upphafi mælinga og norðan við Norðuheimskautsbaug mældist hiti yfir þrjátíu stigum þrettán daga í júlí.

Erlent
Fréttamynd

Maxwell flutt í þægi­legra fangelsi

Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt.

Erlent
Fréttamynd

„Clinton á­ætlunin“ lík­lega til­búningur rúss­neskra njósnara

Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016.

Erlent
Fréttamynd

„Ekki taka. Endur­heimta. Þetta er okkar“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Bukele ryður leiðina að ein­ræði í El Salvador

Stjórnmálaflokkur Nayibs Bukele, forseta El Salvador, hefur samþykkt breytingar stjórnarskrá ríkisins sem fella úr gildi takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem forsetar mega sitja. Þar að auki hefur kjörtímabil forseta verið lengt úr fimm árum í sex.

Erlent