Erlent

Fréttamynd

„Honum fylgir auð­vitað á­kveðinn ófyrir­sjáan­leiki“

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun. Hann er haldinn í skugga áframhaldandi stríðsátaka í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Búist er við að samþykkt verði að bandalagsríki skuldbindi sig til að auka framlag til öryggis- og varnarmála.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ó­breyttir borgarar féllu í á­rásum Rússa á úkraínskar borgir

Að minnsta kosti sextán óbreyttir borgarar eru sagðir hafa látist og hátt í hundrað til viðbótar særst í árásum Rússa á úkraínskar borgir síðasta sólarhringinn. Forseti Úkraínu freistar þess að fá bandamenn landsins til þess að veita því frekari hernaðaraðstoð á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í dag.

Erlent
Fréttamynd

Íranir neita að hafa skotið eld­flaugum

Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur.

Erlent
Fréttamynd

Byrjað að smella af með stærstu mynda­vél í heimi

Fyrstu myndirnir af næturhimninum frá Veru C. Rubin-athuganastöðinni sem hýsir stærstu stafrænu myndavél heims voru birtar í dag. Athuganastöðin ver næstu tíu árum í að taka myndskeið af alheiminum sem eiga að hjálpa vísindamönnum að skilja betur eðli alheimsins og finna smástirni sem gætu ógnað jörðinni.

Erlent
Fréttamynd

Meira örplast í flöskum úr gleri en plasti

Drykkir sem seldir eru í glerflöskum geta innihaldið margfalt meira magn af örplasti en sambærilegir drykkir í plastflöskum. Þetta sýna niðurstöður franskrar rannsóknar sem skoðaði gos, bjór, vín og vatn selt þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Tíu Ís­lendingar í Íran og fjórir í Ísrael

Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Banda­ríkin gera á­rásir á Íran

Bandaríkjaher gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Íran í gærkvöldi. Rúm vika er síðan Ísraelsher hóf umfangsmiklar loftárásir á Íran og síðan hafa herir landanna beggja hafa gert loftárásir á víxl.

Erlent
Fréttamynd

Á­rás Banda­ríkjanna á Íran: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“

Bandaríski herinn gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran í gærkvöldi. Forseti Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi að rannsóknarstöðvarnar hafi gereyðilagst í árásunum en íranskir embættismenn segja að svo sé ekki. Þeir hafa svarað fyrir sig með árás á Ísrael. Ákvörðunin hefur vakið upp mismunandi viðbrögð meðal embættismanna víða um heim.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar bíði ekki eftir grænu ljósi Trump

Ísraelskri embættismenn hafa tjáð Bandaríkjastjórn að þeir hyggist ekki bíða í tvær vikur til að gefa Írönum færi á að komast að samkomulagi við Bandaríkjamenn. Spennan hefur aukist hægt og þétt undanfarna daga en Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki gefið út hvort hann geri beinar árásir á Íran.

Erlent
Fréttamynd

Leið­togi í hvítrússnesku and­spyrnu­hreyfingunni frjáls

Einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi og einn helsti andstæðingur einræðisstjórnar Alexanders Lúkasjenka hefur verið látinn laus eftir fimm ára fangelsisvist. Hann var í hópi fjórtán pólitískra fanga sem náðaðir voru af Lúkasjenka í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ó­vissu er­lendra nem­enda tíma­bundið eytt

Alríkisdómari í Boston hefur fellt úr gildi ákvörðun ríkisstjórnar Bandaríkjaforseta um að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum. Bannið kom í kjölfar þess að háskólinn neitaði að fylgja skilyrðum sem ríkisstjórnin setti honum.

Erlent
Fréttamynd

Aðgerðasinninn látinn laus en Hvíta húsið hyggst brottvísa

Mahmoud Khalil aðgerðasinni og forsprakki mótmæla fyrir Palestínu í Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur verið látinn laus eftir að hafa setið í fangelsi í þrjá mánuði. Ríkisstjórn Trump segist hafa beint spjótum sínum að „rangri manneskju“ í tengslum við mótmæli háskólanema þar í landi. 

Erlent