Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Árið sem er að líða er á meðal þeirra þriggja hlýjustu frá því að mælingar hófust samkvæmt greiningu vísindamanna. Meðalhiti síðustu þriggja ára mælist nú í fyrsta skipti yfir viðmiðunarmörkum Parísarsamkomulagsins. Erlent 30.12.2025 09:01
Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur neitað fyrir að hafa átt nokkurn þátt í árás sem er sögð hafa verið gerð á eitt af heimilum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í nótt. Erlent 30.12.2025 08:37
Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Bandaríkjastjórn mun leggja fram tvo milljarða Bandaríkjadala í sjóð undir stjórn Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), í stað þess að fjármagna einstaka undirstofnanir og verkefni í málaflokknum. Frá þessu var greint í gær. Erlent 30.12.2025 08:01
Milljón dalir eða meira fyrir náðun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu verið iðinn við að náða menn og fyrirtæki. Í einhverjum tilfellum hefur það gerst svo hratt að Trump hefur komið eigin starfsfólki á óvart og hefur forsetinn verið sakaður um spillingu vegna sumra náðanna. Erlent 29.12.2025 09:07
Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Kínverjar standa nú í umfangsmiklum heræfingum umhverfis Taívan, þar sem þeir líkja eftir lokunum helstu hafna, árásum á skotmörk á sjó og vörnum gegn inngripum þriðju aðila. Yfirvöld í Kína segja um að ræða viðvörun til „aðskilnaðarsinna“ í Taívan. Erlent 29.12.2025 07:48
„Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum og stoppa hann í því að myrða fólk og taka saklaus líf,“ segir Ahmed al Ahmed, maðurinn sem hljóp að öðrum árásarmannanna á Bondi strönd í desember og tók af honum byssuna. „Ég veit að ég bjargaði mörgum lífum en ég finn til með þeim sem létust.“ Erlent 29.12.2025 06:47
Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Minnst einn lést og annar var fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka eftir þyrluslys sem varð við bæinn Hammonton í New Jersey í Bandaríkjunum í dag. Erlent 28.12.2025 22:51
Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Ég held að við séum að færast talsvert nær, við erum jafnvel komin ansi nálægt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að loknum fundi hans og Vólódímírs Selenskíjs Úkraínuforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. Erlent 28.12.2025 22:33
„Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Vólódímír Selenskíj Úkraínuforseti er mættur á fund Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. Erlent 28.12.2025 18:55
Átti gott samtal við Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa átt gott og mjög áhrifaríkt samtal við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á símafundi þeirra í dag. Erlent 28.12.2025 17:58
Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Ástralskt skemmtiferðaskip, sem er undir rannsókn eftir að hafa skilið konu eftir á eyju þar sem hún lést, strandaði við strendur Papúa Nýju-Gíneu. Erlent 28.12.2025 15:51
Í deilum við nágrannann vegna trjáa Bítillinn Paul McCartney stendur nú í deilum við nágranna sinn í Westminster í Lundúnum, vegna tveggja friðaðra tráa sem Paul vill fella en nágranninn ekki. Erlent 28.12.2025 15:07
Mesti snjór í New York í fjögur ár Íbúar í New York vöknuðu í gær við mesta snjó sem fallið hefur í borginni í fjögur ár, eftir að vetrarstormur reið yfir hluta af norðausturhluta Bandaríkjanna. Snjódýptin náði um 11 sentímetrum í Central Park, og setti snjókoman samgöngur, þar á meðal flugsamgöngur, í töluvert uppnám. Erlent 28.12.2025 11:57
Þrír létust í óveðrinu Þrír eru látnir eftir að stormurinn Jóhannes reið yfir Svíþjóð í gær. Þúsundir eru án rafmagns og samgöngutruflanir eru víða. Erlent 28.12.2025 11:17
Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti hittir Donald Trump Bandaríkjaforseta í Flórída í dag þar sem til stendur að ræða uppfærða friðaráætlun í tuttugu liðum. Fundurinn er haldinn eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð um helgina. Erlent 28.12.2025 08:43
Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Lögregluyfirvöld í Texas-ríki Bandaríkjanna telja sig hafa fundið þriðja og síðasta árásarmann hinna svokölluðu Kentucky Fried Chicken-morða rúmlega fjörutíu árum eftir að þau voru framin. Erlent 27.12.2025 22:23
Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Jeffrey R. Holland, háttsettur embættismaður hjá Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, er látinn 85 ára að aldri. Hann var næstur í röðinni til að leiða söfnuðinn, sem gengur jafnan undir nafninu mormónakirkjan. Erlent 27.12.2025 21:14
Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Einn er látinn vegna mikils óveðurs sem geisar nú um Svíþjóð og Noreg. Maðurinn mun hafa verið við skíðasvæðið í Kungsberget, nálægt sænska bænum Sandviken. Erlent 27.12.2025 18:49
Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Níu hafa verið handteknir í Ítalíu fyrir að safna rúmlega milljarði íslenskra króna fyrir Hamas-samtökin á Gasa. Fjármununum var safnað undir því yfirskyni að þeir myndu renna til mannúðaraðstoðar í Palestínu. Erlent 27.12.2025 17:59
Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Fjórir göngumenn sem týndust á jóladegi í Grikklandi hafa fundist látnir. Mennirnir mundust grafnir undir snjóflóði í Vardousia fjöllunum. Erlent 27.12.2025 14:59
Brenndu rangt lík Rannsókn er hafin eftir að mistök á sjúkrahúsi í Bretlandi leiddu til þess að rangt lík var brennt. Líkið, sem var brennt fyrir mistök, var talið vera annað lík sem átti að brenna. Erlent 27.12.2025 13:25
Leita í rústum íbúðahúsa Hjálparstarfsmen í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, leita nú að fólki sem liggur í rústum íbúðahúsnæðis. Rússar siguðu yfir fimm hundruð sprengjudrónum á höfðuborgina í nótt. Erlent 27.12.2025 12:13
Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Norsk stjórnvöld skoða að setja á samfélagsmiðlabann fyrir börn undir fimmtán ára aldri. Þau feta þar með í fótspor Dana og Ástrala. Erlent 27.12.2025 10:01
Semja aftur um vopnahlé Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa náð samkomulagi um vopnahlé, en blóðug átök hafa staðið yfir á landamærum ríkjanna undanfarnar vikur. Minnst 41 hefur látið lífið og tæplega milljón mans hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Erlent 27.12.2025 08:21