Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hag­kerfið vex undir getu og tapaðar út­flutnings­tekjur gætu verið 200 milljarðar

Þótt hagvöxtur hafi verið meiri en Seðlabankinn reiknaði með á þriðja fjórðungi þá munu þeir þjóðhagsreikningar ósennilega ríða baggamuninn við næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar, að mati aðalhagfræðings Kviku. Hann segir tölurnar ekki breyta stóru myndinni sem sýni að hagkerfið er að vaxa undir getu með tilheyrandi framleiðsluslaka og glataðar útflutningstekjur vegna ýmissa áfalla að undanförnu gætu numið samanlagt numið yfir 200 milljörðum.

Innherji
Fréttamynd

Drangar klára þriggja milljarða út­boð og er í „af­burðar­stöðu“ fyrir ytri vöxt

Drangar, nýr leikandi á smásölumarkaði sem er eigandi að Orkunni, Samkaupum og Lyfjaval, hefur lokið við hlutafjáraukningu upp á ríflega þrjá milljarða og stjórnendur telja að félagið sé núna vel fjármagnað til að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum rekstrarúrbótum. Stefnt er að verulega bættri rekstrarafkomu strax á næsta ári, meðal annars vegna hagræðingaraðgerða og lokun verslana, en félagið telur sig vera í „afburðastöðu“ til að ná fram ytri vexti í gegnum samruna og yfirtökur.

Innherji
Fréttamynd

Bætt eigin­fjár­staða er undir­staða á­forma Lands­nets um auknar fjár­festingar

Verulega bætt eiginfjárstaða Landsnets síðustu ár samhliða mikilli arðsemi, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að vera meðal annars drifin áfram af háaum flutningsgjöldum, gegnir lykilhlutverki í áformum fyrirtækisins að auka fjárfestingar í orkuinnviðum og tryggja um leið trausta arðgreiðslugetu, að sögn forstjóra félagsins. Hún segir ólíka uppbyggingu á raforkukerfum þjóða skekkja samanburð á flutningskostnaði en frá því gjaldskrá stórnotenda var færð yfir í Bandaríkjadal á árinu 2007 hafi gjöldin hins vegar lækkað um fimmtán prósent að raunvirði.

Innherji
Fréttamynd

Vara við skarpri lækkun og vertakar og lán­veit­endur ættu að „spenna beltin“

Byggingarverktakar og lánveitendur ættu „að spenna beltin“ núna þegar framundan er verðaðlögun að greiðslugetu kaupenda á fasteignamarkaði, einkum nýbyggingum, sem gæti komið fram í allt að 25 prósenta raunverðslækkun áður en botninn verður sleginn í markaðinn snemma árs 2027, að mati greinenda ACRO. Aðgengi almennings að verðtryggðum íbúðalánum hefur í seinni tíð ekki verið jafn þröngt og núna, það muni því augljóslega eitthvað láta undan þegar kaupgetan er ekki fyrir hendi á þeim verðum sem bjóðast.

Innherji
Fréttamynd

Að­hald peninga­stefnunnar „klár­lega of mikið“ miðað við spár um hag­vöxt

Þrátt fyrir varfærna vaxtalækkun peningastefnunefndar þá álítur Seðlabankinn að raunvaxtaaðhaldið hafi ekki breyst á milli funda og það sé „klárlega of mikið“ með hliðsjón af lakari hagvaxtarhorfum, að sögn seðlabankastjóra, en ekki sé hægt að horfa framhjá því að verðbólgan er á sama tíma enn þrálát. Eilítið mildari tónn í framvirkri leiðsögn peningastefnunefndar gefur henni „meira svigrúm“ til að bregðast við með frekari vaxtalækkunum ef það er enn að hægja á umsvifum í efnahagslífinu.

Innherji
Fréttamynd

„Spennan í þjóðar­búinu horfin“ og Seðla­bankinn lækkar vexti á nýjan leik

Þau áföll sem hafa skollið á útflutningsgreinum að undanförnu valda því að spennan í þjóðarbúinu er núna horfin, sem þýðir að hægja mun töluvert á hagvexti, og peningastefnunefnd Seðlabankans hefur því ákveðið að lækka vexti um 25 punkta. Við þá ákvörðun vegur einnig þungt umrót á fasteignalánamarkaði sem er að „þrengja“ að lánakjörum og fjármálalegum skilyrðum heimila.

Innherji
Fréttamynd

Hár flutnings­kostnaður raf­orku „mesta ógnin“ við sam­keppnis­hæfni Ís­lands

Sá rammi sem Landsneti er settur samkvæmt lögum er „orðinn skakkur“ með þeim afleiðingum að flutningskostnaður raforku hefur nærri tvöfaldast á fáeinum árum og er núna, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sennilega „mesta ógnin“ við samkeppnishæfni Íslands. Hann kallar eftir breytingum á þeim forsendum sem ákvarða leyfða arðsemi Landsnets og varar við því að óvissa um þróun flutningskostnaðar ásamt spám um áframhaldandi verðhækkanir á komandi árum muni hafa „mjög neikvæð áhrif“ á vilja áhugasamra viðskiptavina að gera raforkusamninga.

Innherji
Fréttamynd

Flutnings­kostnaður raf­orku rokið upp og er marg­falt meiri en í nágranna­löndum

Flutningskostnaður raforku á Íslandi, sem hefur nærri tvöfaldast á fimm árum, er mun meiri en í flestum öðrum nágrannalöndum og vegna fyrirhugaðra framkvæmda Landsnets er útlit er fyrir að hann hækki að óbreyttu enn verulega á næstu árum, samkvæmt greiningu. Mikið eigið fé hefur byggst upp í Landsneti á rúmum áratug, drifið áfram af háum flutningsgjöldum og endurmati rekstrarfjármuna, en frá 2012 hefur árleg meðalávöxtun þess verið um sautján prósent, vel umfram leyfða arðsemi sem er sett af Orkustofnun.

Innherji
Fréttamynd

Aðhalds­stigið „aukist veru­lega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta

Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar.

Innherji
Fréttamynd

Ætti ekki endi­lega að hafa á­hrif á um­sóknir um aðrar hlið­stæður Al­vot­ech

Það þarf ekki endilega að vera að þær athugasemdir sem FDA gerði við umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við Simponi muni einnig hafa áhrif á aðrar útistandandi umsóknir félagsins, að sögn framkvæmdastjóra rannsókna-, þróunar og framleiðslu, en það skýrist þegar svarbréf berst frá eftirlitinu á seinni hluta mánaðarins og þá fæst betri mynd af næstu skrefum. Alvotech mun senda inn nýja umsókn á þessum fjórðungi og hefur FDA sex mánuði til að taka afstöðu til hennar, en sá tími inniheldur jafnframt mögulega endurúttekt á framleiðsluaðstöðinni.

Innherji
Fréttamynd

Einar Örn stýrir fram­taks­sjóðum Kviku og lykil­starfs­menn fá hlut í fé­laginu

Kvika eignastýring hefur gengið frá ráðningum á Einari Erni Hannessyni og Jóni Hauki Jónssyni, sem eru eigendur ráðgjafafyrirtækisins Stakks, í teymi framtakssjóðasviðs og mun Einar Örn stýra sviðinu og taka við af Margit Robertet sem hefur leitt það undanfarin ár. Þá stendur til að gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi framtakssjóða Kviku eignastýringar sem verður núna rekið í sérstöku dótturfélagi og lykilstarfsmönnum verður gert kleift að eignast hlut í því.

Innherji
Fréttamynd

Stjórn­endur Símans kunna að renna hýru auga til burðugra fé­laga í upp­lýsingatækni

Nýleg kaup Símans á Greiðslumiðlun Íslands styrkja stöðu þess í fjártækni en samstæðan hefur fjárhagslega burði til að leita hófanna á mörkuðum sem vaxa, að mati hlutabréfagreinanda, sem segist meðal annars sjá fyrir sér að næsta skref verði yfirtaka á öflugu félagi í upplýsingatækni. Fjárfestum er ráðlagt að halda stöðu sinni í félaginu óbreyttri.

Innherjamolar