Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ei­lítil von­brigði“ að bætt af­koma sé ekki nýtt til að loka fjár­laga­gatinu

Skuldabréfafjárfestar taka fremur vel í fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem sé „skárra“ fyrir verðbréfamarkaðinn en búist var við, þótt sumir hefðu viljað sjá umtalsvert betri afkomu á yfirstandandi ári nýtta til að stefna að afgangi á fjárlögum á árinu 2026. Sjóðstjóri segir markaðsaðila horfa mest til væntrar samsetningar á áformaðri 300 milljarða lántöku en furðar sig á því að horft sé til þess að lengja í endurgreiðsluferlinum með hliðsjón af því að meðallánstími skulda ríkissjóðs sé búinn að rjúka upp að undanförnu.

Innherji
Fréttamynd

Veikar hag­vaxtartölur af­hjúpa á­hættuna við Ódys­seifska leið­sögn Seðla­bankans

Tæplega tveggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu á öðrum fjórðungi, sem er óravegu frá spá Seðlabankans, endurspeglar að áhrifa tollastríðs bandarískra yfirvalda er farið að gæta í tölunum og sennilegt að útflutningsgreinarnar muni áfram glíma við mótbyr. Aðalhagfræðingur Kviku segir tölurnar „afhjúpa“ áhættuna við skilyrta leiðsögn Seðlabankans hvað þurfi að gerast svo vextir verði lækkaðir frekar en telur sjálfur að auknar líkur séu núna á að vaxtalækkunarferlið fari af stað á nýjan leik snemma næsta árs.

Innherji
Fréttamynd

„Þurfum að spyrja hvort sam­keppnin sé farin valda okkur of miklum kostnaði“

Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins setur spurningamerki við skynsemi þess að leggja tvo ljósleiðara í nánast öll hús á landinu og mögulega sé kominn tími á að velta því upp hvort áherslan þar á samkeppni sé „farin að valda okkur of miklum kostnaði.“ Þá segist hann hafa persónulega lítinn skilning á því, sem virðist vera „tabú“ í umræðu hér á landi, af hverju einkafjárfestar megi ekki hafa aðkomu að fjárfestingu í félagslegum innviðum og hagnast á henni.

Innherji
Fréttamynd

Skortur á er­lendum sér­fræðingum helsta hindrunin fyrir vöxt hugverkaiðnaðar

„Flókið, tímafrekt og ófyrirsjáanlegt“ umsóknarferli þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum fyrir sérfræðimenntað starfsfólk skapar óvissu og tafir fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði, að sögn hagsmunasamtaka greinarinnar, sem aftur dregur úr vaxtarmöguleikum þeirra. Kallað er eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægjanlegt framboð erlendra sérfræðinga og eins að stuðningsumhverfi vaxtarfyrirtækja verði eflt þegar þau eru í þeim sporum að hefja framleiðslu og markaðssókn þannig að starfsemin haldist í landinu.

Innherji
Fréttamynd

Van­metið verðbólguálag hefur reynst fjár­festum dýr­keypt undan­farin ár

Fjárfestar sem á undanförnum árum treystu á óverðtryggð skuldabréf hafa í reynd fengið litla sem enga raunávöxtun, en þeir sem sóttu í verðtryggð bréf hafa staðið mun betur að vígi. Samkvæmt nýrri greiningu er fullyrt að markaðurinn hafi kerfisbundið vanmetið verðbólguálag og þar með sjálft verðmæti þess að verja sig gegn miklum sveiflum í verðbólgu.

Innherji
Fréttamynd

Til að halda trúverðug­leika gæti bankinn þurft að „knýja fram harða lendingu“

Ef það fer að hægja nokkuð á umsvifum í hagkerfinu á sama tíma og verðbólgan reynist áfram þrálát kann það leiða til þess að peningastefnan muni „knýja fram harða lendingu“ í efnahagslífinu, að sögn seðlabankastjóra, ætli bankinn sér að standa við þá skýru leiðsögn um hvað þurfi að gerast áður en vextir lækki frekar. Hann segir fátt mæla með því að fara að slaka á lánþegaskilyrðum fasteignalána á meðan verðhækkanir á þeim markaði eru enn vandamál við að ná niður verðbólgunni.

Innherji
Fréttamynd

Vextir ó­breyttir og ekki eru að­stæður til að slaka á raunaðhaldinu

Vaxtalækkunarferlið sem hófst undir lok síðasta árs er núna komið í biðstöðu með ákvörðun peningastefnunefndar að halda vöxtum óbreyttum, sem var í samræmi við væntingar, en samkvæmt nýrri spá Seðlabankans er útlit fyrir að verðbólga fari hækkandi næstu mánuði. Nefndin heldur óbreyttri leiðsögn um að ekki sé hægt að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi í kringum fjögur prósent meðan það er enn nokkur verðbólguþrýstingur til staðar.

Innherji
Fréttamynd

Erum nánast háð því að líf­eyris­sjóðirnir fari út með um hundrað milljarða á ári

Þegar það fer að róast um hjá ferðaþjónustunni og lífeyrissjóðirnir fara á nýjan leik að bæta í gjaldeyriskaupin mun raungengi krónunnar, sem eru sögulega hátt um þessar mundir, án vafa leiðréttast en spurningin er hins vegar aðeins hversu mikið, að sögn sérfræðings á gjaldeyrismarkaði. Framan af ári hafa lífeyrissjóðirnir keypt minna af gjaldeyri en á tímum faraldursins og mögulega er gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins það sterk að við erum háð því að sjóðirnir fari út með hátt í hundrað milljarða á ári eigi koma í veg fyrir „ósjálfbært“ raungengi.

Innherji
Fréttamynd

„Við erum ekki að elta vísinda­skáld­skap“

Axelyf hefur lokið við fjármögnun upp á samtals tæplega 600 milljónir króna leidda af Brunni vaxtarsjóði II en líftæknifyrirtækið ætlar að hasla sér völl í næstu byltingu í svonefndri RNA-tækni, meðal annars þegar kemur að sjálfsofnæmissjúkdómum, en lausnirnar þar geta veitt nýja möguleika við að meðhöndla sjúkdóma sem hefðbundin lyf ná illa til. Forstjóri og einn stofnenda Axelyf, sem á rætur sínar að rekja til Íslands, segir að félagið sé „ekki að elta vísindaskáldskap“ heldur að byggja upp vettvang sem geti haft raunveruleg áhrif á líf fólks með flókin veikindi.

Innherji
Fréttamynd

Þykir svart­sýnin í verð­lagningu skulda­bréfa „keyra úr hófi fram“

Miðað við þá „Ódysseifsku leiðsögn“ sem peningastefnunefndin hefur gefið út er ljóst að næstu skref í vaxtaákvörðunum munu aðallega ráðast af þróun verðbólgunnar, en horfurnar þar gefa ekki tilefni til bjartsýni um frekari vaxtalækkanir á árinu. Aðalhagfræðingur Kviku telur samt ekki þurfa stór frávik í komandi verðbólgumælingum til að setja lækkun vaxta aftur á dagskrá og undrast svartsýni skuldabréfafjárfesta sem verðleggja inn aðeins tvær vaxtalækkanir næstu þrjú árin.

Innherji
Fréttamynd

Fjár­festingafélag Sor­os komið með margra milljarða stöðu í JBT Marel

Fjárfestingafélag í eigu hins heimsþekkta fjárfestis George Soros, sem hagnaðist ævintýralega þegar hann felldi breska pundið árið 1992, hefur bæst við hluthafahóp JBT Marel eftir að hafa keypt stóran hlut í félaginu á öðrum fjórðungi. Á sama tíma var umsvifamesti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu jafnframt að byggja upp enn stæri stöðu í félaginu en hlutabréfaverð JBT Marel hefur hækkað skarpt að undanförnu.

Innherji
Fréttamynd

Mikill rekstrar­bati Icelandair „ólík­legur“ miðað við nú­verandi sterkt gengi krónu

Sögulega hátt raungengi krónunnar og framleiðsluspenna setur reksturinn hjá Icelandair í „klemmu“, að mati hlutabréfagreinenda, en verðmat á flugfélaginu lækkar umtalsvert eftir uppgjör sem var langt undir væntingum. Það vinnur með Icelandair að helsti keppinauturinn er að minnka umsvifin en hins vegar er erfitt að sjá rekstrarbata í kortunum næstu misserin við núverandi gildi krónunnar á móti Bandaríkjadal.

Innherji
Fréttamynd

Ís­lenskir bankar „allt of litlir“ og sér engar hindranir í vegi sam­runa Kviku og Arion

Einn stærsti hluthafi Arion og Kviku vonast til að boðuð sameining bankanna „gangi hratt og vel fyrir sig“ og sér ekki hvaða fyrirstaða ætti að vera fyrir samrunanum út frá samkeppnislegum sjónarmiðum enda sé mikil samkeppni á öllum sviðum innlendrar bankaþjónustu. Forstjóri Stoða er sem fyrr afar gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans, sem hann segir að sé komin í „algjöra sjálfheldu“, og að hátt vaxtastig er farið að valda verðhækkunum á nýbyggingum.

Innherji
Fréttamynd

„Arion ein­fald­lega í öðrum klassa“ en hinir bankarnir þegar kemur að arð­semi

Arion hefur skilað umtalsvert betri afkomu í samanburði við hina stóru viðskiptabankanna á undanförnum tólf mánuðum og er arðsemi bankans á því tímabili liðlega fimmtíu prósentum hærri. Þrátt fyrir að Íslandsbanki og Landsbankinn kunni að „eiga eitthvað inni“ til að nálgast Arion þá virðist rekstur bankans vera „einfaldlega í öðrum klassa.“

Innherji
Fréttamynd

Kemur ekki á ó­vart að fjár­festar horfi til stöðugra arð­greiðslufélaga vegna ó­vissu

Frá áramótum hefur Úrvalsvísitalan ekki verið „að gera neitt fyrir neinn“ og er meginþorri félaga á markaði núna að jafnaði undirverðlagt um meira en tuttugu prósent miðað við verðmatsgengi. Hlutabréfagreinandi segir að það eigi ekki að koma á óvart að fjárfestar hafi að undanförnu helst horft til stöðugra arðgreiðslufélaga vegna óvissu og óróleika á markaði en þau hafa gefið hvað bestu ávöxtun síðustu tólf mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Míla gerir aðra at­lögu að því að kaupa ljós­leiðarafélag í Vest­manna­eyjum

Stjórn Eyglóar, eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum, hefur fallist á nýtt kauptilboð Mílu í fjarskiptainnviði fyrirtækisins en fyrr á árinu var samruni félaganna afturkallaðar vegna „mikillar mótspyrnu“ sem viðskiptin mættu í umsögnum til Samkeppniseftirlitsins, sérstaklega frá Ljósleiðaranum og Fjarskiptastofu. Ljósleiðarinn skilaði hins vegar ekki tilboði í innviði Eyglóar þegar þeir voru auglýstir til sölu fyrir skömmu.

Innherji
Fréttamynd

Skatta­hækkanir á út­flutnings­greinar mun lík­lega grafa undan raun­genginu

Áform stjórnvalda um aukna skattlagningu á helstu útflutningsgreinar landsins, einkum sjávarútveginn, mun ólíklega skila tekjum í samræmi við væntingar enda munu umsvifin og samkeppnishæfni minnka á sama tíma, að sögn hlutabréfagreinanda og hagfræðings, sem furðar sig á lítilli umræðu í þjóðfélaginu um stöðu okkar mikilvægustu atvinnuvega. Þvert á yfirlýstan tilgang þá sé líklegast að skattahækkanir á útflutningsatvinnuvegina muni draga úr kaupmætti og velmegun þegar á öllu er á botninn hvolft.

Innherji