
Innherji

Að fylgja eftir sannfæringu sinni og tilvistarkreppa Framsóknar í borginni
Yfirtökutilboð forstjóra og stjórnarformanns Play er jákvætt skref fyrir íslenskan markað, en yfirtökutilboð hafa færst í aukana á markaðnum eftir áralanga pásu eftir fjármálahrunið. Nægir þar að nefna yfirtökutilboð i Skeljung (núna SKEL) og Eik (í tvígang), auk yfirtöku og afskráningu Origo.
Fréttir í tímaröð

Verðbólguvæntingar fyrirtækja og heimila nánast óbreyttar milli fjórðunga
Ný könnun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila, bæði til skemmri og lengri tíma, sýnir að þær héldust meira og minna óbreyttar á alla mælikvarða og eru því enn vel yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Mælingin veldur peningastefnunefnd, sem kemur næst saman seint í ágústmánuði, væntanlega nokkrum áhyggjum en eftir að verðbólguvæntingar höfðu áður farið smám saman lækkandi eru núna vísbendingar um að tekið sé að hægja á þeirri þróun.

Umframfé Kviku eykst hlutfalllega langmest með nýju bankaregluverki
Með innleiðingu á fyrirhuguðu nýju evrópsku regluverki um fjármálastofnanir þá er áætlað að áhrifin verði meðal annars til þess að grunnur áhættuveginna eigna Kviku muni lækka um fjórtán prósent, margfalt meira en í samanburði við stóru bankanna. Það þýðir jafnframt að þegar regluverkið tekur gildi þá losnar um hlutfallslega umtalsvert meira umfram eigið fé hjá Kviku, sem er þá hægt að nýta til frekari útgreiðslna til hluthafa eða aukins útlánavaxtar.

Íris Björk ráðin nýr yfirlögfræðingur SFF
Íris Björk Hreinsdóttir, sem hefur meðal annars starfað um árabil sem lögmaður hjá Arion banka, hefur verið ráðin yfirlögfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). Tekur Íris við starfinu af Jónu Björk, sem hefur unnið hjá SFF samfellt frá árinu 2008, en hún er að fara yfir til Landsbankans.

Hækka verðmatið um ríflega tvöfalt og telja vanmetin tækifæri í lyfjapípu Oculis
Eftir viðræður við lækna og aðra sérfræðinga um þær niðurstöður sem Oculis kynnti fyrr á árinu úr klínískum rannsóknum á OCS-05, lyf sem gæti veitt taugaverndandi meðferð við sjaldgæfum augnsjúkdómum, hefur bandarískur fjárfestingarbanki hækkað verðmatsgengi sitt á félaginu um meira en tvöfalt. Greinendur hans telja að lyfið, eitt af þremur sem eru í þróun hjá Oculis, sé „verulega vanmetið tækifæri“ og geti eitt og sér mögulega skilað milljörðum dala í tekjum fyrir félagið.

Forstjóri Alvotech er „í skýjunum“ með að fá inn fjörutíu nýja erlenda sjóði
Erlendir fjárfestar, einkum sænskir og norskir, voru með samanlagt um níutíu prósenta hlutdeild þegar Alvotech kláraði seint í gærkvöldi jafnvirði um tíu milljarða króna hlutafjárútboð. „Markmiðið var að fá inn erlenda fjárfestingarsjóði, ekki sem mestan pening,“ segir forstjóri Alvotech, en talsverð umframeftirspurn var í útboðinu.

„Af hverju vilja stjórnvöld ekki fá innvið afhentan á silfurfati eftir tuttugu ár?“
Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs furðar sig á því „af hverju í ósköpunum“ stjórnvöld hafi ekki farið meira þá leið við uppbyggingu mannvirkja hér á landi, eins og var gert í tilfelli Hvalfjarðarganga, að efna til samstarfs við fjárfesta og geta þannig fengið afhentan innvið á silfurfati til sín eftir kannski tuttugu ár þegar einkaaðilar séu búnir að reka hann í samræmi við reglur. Hann situr núna í starfshópi um mögulega stórfellda íbúðauppbyggingu í Úlfársdal en segir að það eigi eftir að koma í ljóst hvort lífeyrissjóðum verði treyst til að hafa aðkomu að því verkefni.

Alvotech efnir til um tíu milljarða útboðs til að „breikka“ hluthafahópinn
Nokkrum vikum eftir að Alvotech var skráð á markað í Stokkhólmi hefur það ákveðið að fara í útboð á um 7,5 milljónum sænskra heimildarskírteina og hlutabréfa í félaginu, jafnvirði nærri ellefu milljarða íslenskra króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem verður einkum beint að sænskum fjárfestum í því skyni að „breikka og styrkja“ hlutahafahópinn. Gengi bréfa félagsins á markaði í Bandaríkjunum lækkaði nokkuð skarpt eftir að tilkynnt var um útboðið.

Sveiflur á erlendum fjármálamörkuðum gætu haft áhrif á efnahagshorfur
Mikilvægt er að standa vörð um viðnámsþrótt fjármálakerfisins vegna þeirrar miklu óvissu sem er á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem kann að hafa áhrif á efnahagshorfur hér á landi, segir fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans. Þótt fasteignaverð sé „enn hátt á alla mælikvarða“ þá fer spenna á fasteignamarkaði minnkandi.

Fjárfestar minnka skortstöður sínar í Alvotech í fyrsta sinn á árinu
Eftir að fjárfestar höfðu stækkað nánast stöðugt skortstöður sínar í bréfum Alvotech á markaði vestanhafs minnkaði umfang þeirra nokkuð á fyrstu vikum maímánaðar í fyrsta sinn á þessu ári. Hlutabréfaverð Alvotech er upp um nærri fimmtíu prósent á fáeinum vikum og er nú komið á sama stað og það var áður en gengið tók mikla dýfu í lok marsmánaðar.

Kröftug einkaneysla dreif áfram hagvöxt sem fór langt fram úr væntingum
Fyrsta mat Hagstofunnar um að landsframleiðslan hafi aukist um 2,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi, einkum drifin áfram af mikilli innlendri eftirspurn og atvinnuvegafjárfestingu, fór langt fram úr væntingum bæði greinenda og Seðlabankans. Að mati hagfræðinga Arion banka munu hagvaxtartölurnar styðja við vegferð peningastefnunefndar að halda þétt um taumana og velta þeir jafnframt fyrir sér af hverju hátt raunvaxtastig sé ekki að bíta sem skyldi á íslensk heimili.

Sjóðirnir horfi til erlendra fjárfestinga og innviða til að forðast bólumyndun
Vegna stærðar sinnar geta umsvif lífeyrissjóðanna leitt til þess að „of mikið fjármagn er að elta of fáa fjárfestingarkosti“, sem kann að valda bólumyndun á tilteknum eignamörkuðum, og því þurfa sjóðirnir að fara í meiri fjárfestingar erlendis og eins að horfa til innviðaverkefna hér heima, að sögn fyrrverandi seðlabankastjóra. Fjármála-og efnahagsráðherra telur mikilvægt að fjárfestingar lífeyrissjóða í innviðum séu sjálfbærar og tekið verði tillit til vilja sjóðanna til að taka áhættu.

Samruni Arion og Kviku gæti skilað hluthöfum um sextíu milljarða virðisauka
Verulega mikilli samlegð ætti að vera hægt að ná fram með mögulegum samruna Kviku og Arion, sérstaklega á kostnaðarhliðinni með fækkun nærri tvö hundruð stöðugilda, og þá ætti sameinaður banki að geta sparað sér talsverðan vaxtakostnað með bættu lánakjörum á erlendum mörkuðum, að mati hlutabréfagreinanda. Líklegt er að Samkeppniseftirlitið myndi helst horfa til þess að setja samrunanum skilyrði varðandi umsvif á eignastýringarmarkaði en nái hann fram að ganga gæti virðisaukningin fyrir hluthafa, einkum lífeyrissjóðir og að uppistöðu til þeir sömu í báðum félögum, numið um sextíu milljörðum.

Vísitölusjóðir Vanguard keyptu fyrir marga milljarða eftir útboð Íslandsbanka
Hlutabréfasjóðir í stýringu alþjóðlega vísitölurisans Vanguard stækkuðu verulega stöðu sína í Íslandsbanka á nokkrum dögum í liðinni viku fyrir samanlagt um fjóra milljarða króna að markaðsvirði. Eftir sölu ríkissjóðs á öllum hlutum sínum í bankanum þurftu sjóðirnir að bæta við sig bréfum á eftirmarkaði þannig að eignarhaldið væri í samræmi við þær vísitölur sem þeir fylgja.

Kerecis varar við að hækkun veiðigjalda ógni trausti erlendra fjárfesta
Líftæknifyrirtækið Kerecis segir frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda geta grafið undan trausti erlendra fjárfesta á Íslandi og haft alvarleg áhrif á nýsköpun og fjárfestingar í sjávarútvegi. Félagið, sem var yfirtekið af alþjóðlegum heilbrigðisrisa fyrir tveimur árum, segir að slíkir hagsmunir geri þá „sjálfsögðu kröfu til ríkisstjórnar og þings“ að vandað sé til verka áður en málið er afgreitt, að öðrum kosti sé meginforsenda íslenskrar velferðar í uppnámi með tilheyrandi áhættu fyrir íslenskt samfélag.

Einar Pálmi verður yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Arion banka
Einar Pálmi Sigmundsson, sem hefur starfað á fjármálamarkaði í meira en þrjá áratugi, hefur verið ráðinn yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Arion banka. Hann tekur þar við starfinu af Hreiðari Má Hermannssyni sem hætti hjá bankanum fyrr á árinu og tók við forstjórastöðu Eikar.

Kaup á tugþúsunda fermetra eignasafni mun hækka verðmatið á Eik
Lítillega meiri rekstrarhagnaður og lægra kaupverð en áður var áætlað í nýafstöðnum kaupum Eikar á tugþúsunda fermetra fasteignasafni sem hýsir starfsemi Samskipa á Íslandi mun hafa nokkuð jákvæð áhrif á verðmatsgengi félagsins, að sögn hlutabréfagreinanda, en síðast var það metið um 25 prósent yfir markaðsgengi.

Stefán ráðinn sjóðstjóri hlutabréfa hjá Kviku eignastýringu
Kvika eignastýring hefur gengið frá ráðningu á Stefáni Birgissyni, sem hefur undanfarið starfað í markaðsviðskiptum hjá ACRO, en hann mun þar koma inn í teymi sjóðstjóra hlutabréfa.

Breskir vogunarsjóðir umsvifamestir í kaupum á fyrstu evruútgáfu Kviku
Tæplega tvöföld umframeftirspurn var á meðal fjárfesta þegar Kvika kláraði sína fyrstu skuldabréfaútgáfu í evrum fyrir helgi en kaupendahópurinn samanstóð einkum af vogunarsjóðum frá Bretlandi. Kjörin bötnuðu nokkuð frá upphaflegu viðmiði þegar útboðið hófst snemma á föstudagsmorgun en vaxtaálagið á útgáfuna er um hundrað punktum hærra borið saman við sambærileg evrubréf stóru íslensku viðskiptabankanna.

Stjórnin stækkuð og Orri verður stjórnarformaður First Water
Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans um árabil, hefur tekið við sem formaður stjórnar First Water en félagið stendur að stórfelldri uppbyggingu á landeldisstöð við Þorlákshöfn og kláraði fyrr á árinu nærri sex milljarða fjármögnun frá núverandi hluthöfum. Á nýlegum hluthafafundi First Water var ákveðið að stækka stjórnina með innkomu fjögurra nýrra stjórnarmanna en jafnframt hefur forstjóri Stoða, stærsti hluthafi landeldisfyrirtækisins, farið úr stjórninni.

Hlutafjárvirði Samkaupa lækkaði um nærri helming á fáeinum mánuðum
Í fyrirhuguðum kaupum Orkunnar, dótturfélags SKEL, á meirihluta hlutafjár í Samkaupum er virði matvörukeðjunnar metið á tæplega fimmtíu prósent lægra gengi heldur en þegar ráðist var í hlutafjárhækkun fyrir nokkrum mánuðum síðan. Á meðal skilyrða fyrir viðskiptunum er að það takist að fá skuldbindandi áskriftarloforð frá fjárfestum til að leggja Samkaupum til að lágmarki tvo milljarða í nýtt hlutafé til að treysta fjárhagsstöðuna en rekstur félagsins hefur verið afar erfiður að undanförnu.

Krónan styrktist að nýju með milljarða kaupum erlendra sjóða í Íslandsbanka
Þrátt fyrir að hafa farið sneypuför í hlutafjárútboði Íslandsbanka, þegar ljóst varð að nánast allur eftirstandandi hlutur ríkissjóðs var seldur til almennra fjárfesta hér á landi, þá hafa erlendir fjárfestar verið að kaupa bréf í bankanum á eftirmarkaði undanfarna daga fyrir jafnvirði marga milljarða króna. Kaupin hafa ýtt undir nokkra styrkingu á gengi krónunnar og líklegt að hún mun haldast á sterkum gildum verði framhald á áhuga erlendra fjárfesta á bréfum í bankanum.

Var meiri áhætta að stöðva lækkunarferlið og sjá aðhaldið aukast yfir sumarið
Ólíkt því sem var fyrir ári síðan þá taldi peningastefnunefndin núna meiri áhættu fylgja því að halda vöxtunum óbreyttum yfir þriggja mánaða tímabil, að sögn seðlabankastjóra, sem hefði getað aukið aðhaldsstigið enn frekar þegar verðbólgan færi að síga niður í sumar. Hann leggur áherslu á að tollastríð Bandaríkjanna gagnvart öllum sínum helstu viðskiptaþjóðum, sem hefur aðeins verið slegið á frest, muni „ekki hafa neitt jákvætt í för með sér fyrir Ísland“ heldur valda minni hagvexti og þá muni ferðaþjónustan líklega verða fyrir höggi vegna veikari Bandaríkjadals.

Hluti almennings og fyrirtækja á erfiðara með að standa í skilum en áður
Þótt almenn vanskil hafi fremur farið lækkandi að undanförnu þá eru merki um að hluti einstaklinga og fyrirtækja eigi um erfiðara um vik að standa í skilum, samkvæmt hátíðnigögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus, á sama tíma og vextir Seðlabankans fara lækkandi. Vanskil heimila eru samt enn nokkuð minni en þau voru almennt að mælast fyrir heimsfaraldurinn.