
Innherji
Gildi seldi fyrir samtals nærri milljarð króna í Íslandsbanka
Næst stærsti hluthafi Íslandsbanka, sem hefur verið á kaupendahliðinni í bankanum á markaði um nokkurt skeið, hefur losað um drjúgan hluta þeirra bréfa sem hann hafði áður verið að bæta við sig mánuðina á undan.
Fréttir í tímaröð
Einar Örn stýrir framtakssjóðum Kviku og lykilstarfsmenn fá hlut í félaginu
Kvika eignastýring hefur gengið frá ráðningum á Einari Erni Hannessyni og Jóni Hauki Jónssyni, sem eru eigendur ráðgjafafyrirtækisins Stakks, í teymi framtakssjóðasviðs og mun Einar Örn stýra sviðinu og taka við af Margit Robertet sem hefur leitt það undanfarin ár. Þá stendur til að gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi framtakssjóða Kviku eignastýringar sem verður núna rekið í sérstöku dótturfélagi og lykilstarfsmönnum verður gert kleift að eignast hlut í því.
Norræni bankinn ABG SC væri „afar áhugaverður kostur“ fyrir Íslandsbanka
Áform Íslandsbanka um að ráðstafa mögulega allt að fimmtán milljörðum af umfram eigin fé sínu til fjárfestinga erlendis vekja sérstaklega athygli, að sögn hlutabréfagreinenda, sem telur að kaup á norræna fjárfestingabankanum ABG Sundal Collier væri „afar áhugaverður kostur“ í því samhengi.
Áforma að nýta tugmilljarða umfram eigið fé til að stækka lánabókina erlendis
Arðsemi Íslandsbanka á þriðja fjórðungi, sem einkenndist af ágætis gangi í kjarnarekstrinum, var á pari við væntingar greinenda en ólíkt hinum bönkunum var bókfærð jákvæð virðisbreyting á lánasafninu. Stjórnendur sjá fyrir sér að ríflega fjörutíu milljarða umfram eigið Íslandsbanka verði mögulega nýtt að stórum hluta til að sækja fram í erlendum lánveitingum.
Gengishækkun síðustu mánaða þurrkast út eftir sölu erlendra sjóða á ríkisbréfum
Erlendir sjóðir hafa brugðist við breyttum efnahagshorfum hér á landi með því að losa um stöður sínar í íslenskum ríkisskuldabréfum fyrir marga milljarða á síðustu dögum, sem hefur drifið áfram snarpa veikingu á gengi krónunnar, en þrátt fyrir þær sölur hefur ávöxtunarkrafa bréfanna lækkað.
Fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum fer til ACRO
Eggert Þröstur Þórarinsson, sem var um árabil næstráðandi á fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans, hefur hafið störf í greiningarteymi ACRO verðbréfa.
Verðbólgumælingin veldur vonbrigðum og kann að slá á væntingar um vaxtalækkun
Vísitala neysluverðs hækkaði nokkuð umfram spár greinenda í október, einkum þegar kemur að reiknaðri húsaleigu og dagvörum, og gæti mælingin slegið nokkuð á væntingar um að peningastefnunefnd ráðist í vaxtalækkun á næsta fundi vegna versnandi hagvaxtarhorfa. Fjárfestar brugðust viðverðbólgumælingunni með því að selja ríkisskuldabréf.
Bandarískir sjóðir fyrirferðamestir þegar Oculis kláraði 110 milljóna dala útboð
Líftæknilyfjafélagið Oculis hefur klárað hlutafjárútboð upp á samtals um 110 milljónir Bandaríkjadala en hið nýja fjármagn kemur nánast alfarið frá erlendum fjárfestingarsjóðum. Fjármögnuninni er ætlað að hraða klínískri þróunarvinnu á einu af þróunarlyfi félagsins við bráðri sjóntaugabólgu en eftir að hafa fengið jákvæða endurgjöf frá FDA fyrr í þessum mánuði hækkuðu bandarískir greinendur verulega verðmat sitt á Oculis.
Greinendur vænta þess að verðbólgan haldist yfir fjögur prósent næstu mánuði
Útlit er fyrir að tólf mánaða verðbólgan verði óbreytt þegar mælingin fyrir október birtist í vikunni, sú síðasta sem peningastefnunefnd Seðlabankans fær í hendurnar fyrir næsta vaxtaákvörðunarfund, og að hún muni haldast yfir fjögur prósent næstu mánuði, samkvæmt meðalspá sex greinenda. Vaxandi líkur eru samt á því að nefndin kunni að víkja frá fyrri leiðsögn sinni og horfa meira til áhrifa Vaxtamálsins á fasteignalánamarkað og þrenginga hjá stórum útflutningsfyrirtækjum sem kann að setja vaxtalækkun á dagskrá strax á fundi.
Fjármagn heldur áfram að streyma úr innlendum hlutabréfasjóðum
Ekkert lát var á innlausnum fjárfesta úr hlutabréfasjóðum í september en samtímis daufum markaði hefur verið nánast samfellt útflæði fjármagns í þeim sjóðum um margra mánaða skeið.
Uppfylla þarf stíf skilyrði eigi að heimila samruna aðeins á grunni hagræðingar
Hagræðing og samlegðaráhrifin sem af því hlýst hafa verið meðal helstu röksemda fyrir mögulegum samrunum fyrirtækja síðustu misseri, meðal annars í landbúnaði og á fjármálamarkaði, en sönnunarbyrðin í slíkri hagræðingarvörn sem hvílir á samrunaaðilum er þung, að sögn stjórnanda hjá Samkeppniseftirlitinu. Fá fordæmi eru sögð liggja fyrir í evrópskum samkeppnisrétti að samrunar séu heimilaðir með vísun í hagræðingarvörn þegar gögn málsins benda til að þeir myndu hafa skaðleg áhrif á neytendur og samkeppni.
Útflutningsfélögin verma botnsætin eftir mikla raungengisstyrkingu krónunnar
Það eru krefjandi tímar í atvinnulífinu um þessar mundir með hækkun raungengis og almennt meiri launahækkunum hér á landi síðustu ár en þekkist í öðrum löndum sem er glögglega farið að koma fram í uppgjörum útflutningsfyrirtækja og annarra félaga með tekjur í erlendri mynt. Áberandi er hvað þau fyrirtæki í Kauphöllinni, einkum sem eru sjávarútvegi, hafa skilað hvað lökustu ávöxtuninni á markaði undanfarna tólf mánuði.
Vaxtalækkanir færast nær í tíma með minnkandi framboði verðtryggðra lána
Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur lækkað skarpt á markaði eftir ákvörðun Landsbankans að takmarka verulega framboð sitt á verðtryggðum íbúðalánum. Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hefja vaxtalækkunarferli sitt á nýjan leik fyrr en áður var talið.
Kaupin góð viðbót við fjártækniarm Símans og leiðir til hærra verðmats
Kaup Símans á öllu hlutafé Greiðslumiðlunar Íslands, sem á Motus og Pei, ættu að vera „góð viðbót við fjártækniarm“ félagsins, að mati greinanda, en hlutabréfaverðið hefur hækkað nokkuð á markaði í dag.
Norðurál stendur undir um fjórtán prósent af öllum tekjum Orkuveitunnar
Norðurál á Grundartanga, sem þarf núna að óbreyttu að stöðva framleiðsluna um tvo þriðju um margra mánaða skeið vegna bilunar, keypti meðal annars raforku af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir samtals um níu milljarða í fyrra, en fyrirtækið er sömuleiðis stór viðskiptavinur hjá HS Orku og Landsvirkjun.
Væri „mjög ákjósanlegt“ að stækka fjártæknihluta Símans með yfirtökum
Það felast „ákveðin skilaboð“ í því að gera fjártæknihlutann í starfsemi Símans að sérstöku dótturfélagi, að sögn forstjórans, sem segir að það væri „mjög ákjósanlegt“ að stækkað hann með yfirtökum. Tekjur á þriðja fjórðungi voru í takt við væntingar en rekstrarhagnaður lítillega yfir spám sumra greinenda.
Takist vel til að samþætta rekstur Dranga gæti virðið hækkað í nærri 40 milljarða
Ef vel tekst til við samþættingu rekstrarfélaga sem heyra undir Dranga, móðurfélag Orkunnar, Samkaupa og Lyfjavals, þá er „ekki óvarlegt“ að ætla að virði hins nýja stóra leikanda á smásölumarkaði geti verið nálægt 40 milljörðum króna, samkvæmt nýrri greiningu. Drangar vinna nú að undirbúningi hlutafjárútboðs þar sem félagið er verðmetið á ríflega 24 milljarða, um fjórðungi hærra en virði þess var í viðskiptum fyrr á árinu þegar samstæðan var mynduð.
Að elta skottið á sér
Haustið hefur verið viðburðarríkt í íslensku viðskiptalífi eins og stundum vill verða.
Peningasendingar til fólks búsett erlendis margfaldast og voru 55 milljarða í fyrra
Með mikilli fjölgun einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði með erlendan bakgrunn á undanförnum árum hefur á sama tíma umfang peningasendinga til fólks sem er búsett erlendis margfaldast og nam fjárhæð þeirra á árinu 2024 samtals um 55 milljarðar króna.
Nánast allur viðskiptahalli þessa árs er vegna mikilla fjárfestinga gagnavera
Veruleg fjárfestingarumsvif vegna uppbyggingar gagnavera hér á landi, fjármögnuð af erlendum sjóðum, hefur leitt af sér mikinn innflutning á tölvubúnaði sem skýrir nánast alfarið þann talsverða viðskiptahalla sem spáð er á þessu ári.
Sala á hlutum í fimm ríkisfélögum gæti lækkað vaxtagjöld um yfir 50 milljarða
Andvirði sölu á eignarhlutum ríkisins í fimm fyrirtækjum, meðal annars öll hlutabréf í Landsbankanum og tæplega helmingshlutur í Landsvirkjun, gæti þýtt að hægt yrði að greiða niður skuldir ríkissjóðs um liðlega þúsund milljarða og um leið lækka árlegan vaxtakostnað um nærri helming, að sögn forstjóra eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins.
Möguleiki á sæstreng til Bandaríkjanna 2027 sem myndi „gjörbreyta stöðunni“
Hagmunasamtök iðnaðarins eiga núna í samtali við stjórnvöld vegna hugmynda um lagningu sæstrengs til Bandaríkjanna, sem gæti þá opnað fyrir uppbyggingu gervigreindargagnavera hér á landi, og náist niðurstaða á allra næstu mánuðum væri raunhæft að slíkur strengur yrði tekin í notkun sumarið 2027. Það myndi „gjörbreyta stöðu“ Íslands í gervigreindarkapphlaupinu og skilað miklum útflutningstekjum.
„Meiri líkur en minni“ að skráning Stoða frestist fram á næsta ár
Fjárfestingafélagið Stoðir, sem hefur að undanförnu unnið að undirbúningi að hlutafjárútboði og skráningu í Kauphöllina, mun ósennilega láta verða af skráningunni fyrir áramót heldur er núna talið að hún muni færast yfir á fyrri hluta ársins 2026. Á kynningarfundi með fjárfestum var meðal annars bent á að stærstu óskráðu eignir Stoða væru varfærnislega metnar í bókunum miðað við verðmatsgreiningu á mögulegu virði félaganna.
Svanhildur Nanna selur allan hlut sinn í Kviku banka
Fjárfestingafélag Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur hefur selt allan eftirstandandi eignarhlut sinn í Kviku banka fyrir nálægt einn milljarð króna.

















