Bætt eiginfjárstaða er undirstaða áforma Landsnets um auknar fjárfestingar
Verulega bætt eiginfjárstaða Landsnets síðustu ár samhliða mikilli arðsemi, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að vera meðal annars drifin áfram af háaum flutningsgjöldum, gegnir lykilhlutverki í áformum fyrirtækisins að auka fjárfestingar í orkuinnviðum og tryggja um leið trausta arðgreiðslugetu, að sögn forstjóra félagsins. Hún segir ólíka uppbyggingu á raforkukerfum þjóða skekkja samanburð á flutningskostnaði en frá því gjaldskrá stórnotenda var færð yfir í Bandaríkjadal á árinu 2007 hafi gjöldin hins vegar lækkað um fimmtán prósent að raunvirði.
Tengdar fréttir
Hár flutningskostnaður raforku „mesta ógnin“ við samkeppnishæfni Íslands
Sá rammi sem Landsneti er settur samkvæmt lögum er „orðinn skakkur“ með þeim afleiðingum að flutningskostnaður raforku hefur nærri tvöfaldast á fáeinum árum og er núna, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sennilega „mesta ógnin“ við samkeppnishæfni Íslands. Hann kallar eftir breytingum á þeim forsendum sem ákvarða leyfða arðsemi Landsnets og varar við því að óvissa um þróun flutningskostnaðar ásamt spám um áframhaldandi verðhækkanir á komandi árum muni hafa „mjög neikvæð áhrif“ á vilja áhugasamra viðskiptavina að gera raforkusamninga.