Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað

Ferðamaður fær ekki skaðabætur eftir að gönguferð upp á Hvannadalshnjúk var snúið við skammt undan tindinum vegna veðurs. Hann krafðist rúmlega 400 þúsund króna en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á sjónarmið hans.

Neytendur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fær íshellaferð ekki endur­greidda

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu ferðamanns um endurgreiðslu vegna íshellaferðar sem hann mætti ekki í vegna þess að hann taldi að ferðinni hefði verið aflýst.

Neytendur
Fréttamynd

Fá­tækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum

Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er að marka ríkis­stjórn sem segir eitt en gerir annað?

Um helgina kom í ljós að þingmenn ríkisstjórnarinnar í Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis virðast kæra sig kollótta um það gríðarlega tjón sem tillaga þeirra um upptöku kílómetragjalds á ökutæki mun valda bílaleigum. Í nefndaráliti meirihlutans er nákvæmlega ekkert mark tekið á yfirveguðum og afar vel rökstuddum ábendingum Samtaka ferðaþjónustunnar og fyrirtækjanna sjálfra um það tjón sem fyrirvaralaus upptaka kílómetragjaldsins um áramót mun óhjákvæmilega valda þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöldi er­lendra far­þega stendur í stað en Ís­lendingum fækkar

Ríflega 7,5 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2026, þar af 2,24 milljónir erlendra ferðamanna, samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Spáin gerir því ráð fyrir að heildarfarþegafjöldi dragist saman á milli ára, sem kemur einkum fram í fækkun tengifarþega og færri utanlandsferðum Íslendinga á árinu. Aftur á móti er gert ráð fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækja Ísland standi nánast í stað og verði sambærilegur við undanfarin ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að lækka innviðagjald skemmtiferðaskipa við strendur Íslands enn meira heldur en fjármálaráðherra hugnaðist. Færri skemmtiferðaskip komu til landsins í kjölfar gjaldsins. 

Innlent
Fréttamynd

Vegið að eigin veski

„Það eru ekki til peningar.“ „Við höfum ekki efni á þessu núna.“ Margur Íslendingur hefur heyrt þessar tvær setningar í gegnum barnæskuna og jafnvel unglingsár sín, en hver hefði átt von á því að þegar sama fólkið væri orðið fullorðið myndi það fá sama svar frá yfirvöldum þegar kemur að nauðsynjum eins og t.d. heilbrigðisþjónustu, vegagerð og alls konar sem m.a. tengist uppbyggingu á landsbyggðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­lifun gesta við Skóga­foss verði marg­falt betri

Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir leiðsögumenn ekki þurfa að hafa áhyggjur af aðgengi að Skógafossi en nýtt bílastæði hefur verið tekið í notkun. Það er utan friðlýsts svæðis og fjær fossinum en eldra bílastæðið sem verður lokað þann 1. janúar.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt lúxus­hótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð

Black Sand Hotel er fyrsta „boutique“ hótelið sem stendur við sjávarsíðu hér á landi en hótelið mun taka á móti fyrstu gestum sínum í upphafi næsta árs. Hótelið stendur á tanga í Ölfusi og þar er boðið upp á kyrrlátt afdrep við sjávarsíðuna með 70 herbergjum og níu svítum sem eru hannaðar af mikilli natni til að falla að óspilltri fegurð suðurstrandar Íslands.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Verður svona þjóðhátíðar­stemmning nema bara marg­föld“

Gisting á Íslandi er nánast uppbókuð í tengslum við almyrkva á sólu í ágúst á næsta ári og stjórnvöld hafa skipað stýrihóp sem á að samræma og samhæfa undirbúning vegna myrkvans. Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður segir að dæmi séu um að verð á gistingu hafi fjórfaldast.

Innlent
Fréttamynd

Skipa stýri- og að­gerða­hóp vegna al­myrkvans en eiga ekki fyrir verk­efna­stjóra

Forsætisráðherra skipaði í vikunni stýrihóp innan Stjórnarráðsins til að samhæfa og samræma undirbúning fyrir almyrkva 12. ágúst 2026. Með stýrihópnum mun starfa aðgerðahópur undir forystu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og mun dómsmálaráðherra skipa þann hóp. Fram kemur í svarinu að þörf sé á að tryggja að verkefnastjóri verði til starfa hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en að ekki sé til fjármagn fyrir því innan dómsmálaráðuneytisins. 

Innlent
Fréttamynd

Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði ís­lenskum konum

Unnur Eggertsdóttir segist eiga í opinberum einhliða deilum við leikstjórann Quentin Tarantino eftir að hann dró upp mynd af íslenskum konum sem drykkfelldum og lauslátum í spjallþætti fyrir tuttugu árum. Vill hún meina að lýsingar Tarantino hafi hrint af stað bylgju karlkyns ferðamanna sem komu til Íslands og töldu sig eiga rétt á skyndikynnum.

Lífið
Fréttamynd

Er­lendum vasa­þjófum vísað úr landi

Tveimur erlendum vasaþjófum var vísað úr landi í dag eftir að hafa stolið af ferðamönnum á Skólavörðuholti. Þeir komu til Íslands á miðvikudag en voru handteknir í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sterk ferða­þjónusta skapar sterkara sam­félag

Ferðaþjónustan á Norðurlandi stendur á tímamótum. Aldrei áður hafa tækifærin verið jafn augljós og raunhæf. Ný hótel rísa, fjölbreytt afþreying vex, og heilsársferðaþjónusta er orðin að veruleika. Staðan er gjörbreytt frá því fyrir aðeins nokkrum árum síðan.

Skoðun