Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Fótbolti á Englandi fylgir iðulega öðrum degi jóla og engin breyting er á í dag. Þó er hann af skornum skammti hvað ensku úrvalsdeildina varðar. Sport 26.12.2025 06:02
United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Manchester United leitar kantmanns til að styrkja sóknarleik liðsins fyrir síðari hluta tímabilsins. Liðið gerði hvað það gat að sannfæra Antoine Semenyo um að koma á Old Trafford en útlit er fyrir að hann gangi í raðir bláklæddra granna. En hvert leitar United næst? Enski boltinn 25.12.2025 22:01
Haaland stóðst vigtun eftir jólin Erling Haaland, leikmaður Manchester City, greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði staðist vigtun eftir hátíðarnar. Frægt er að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola gaf nokkurra daga frí en hugðist vigta menn fyrir og eftir jól. Enski boltinn 25.12.2025 19:00
Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Martha Stewart, fyrsta bandaríska konan til að verða milljarðamæringur af sjálfdáðum, bættist í gær við eigendahóp velska liðsins Swansea City sem spilar í ensku B-deildinni. Enski boltinn 24. desember 2025 19:02
Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, staðfesti á blaðamannafundi í dag að miðjumennirnir Bruno Fernandes og Kobbie Mainoo verði báðir fjarri góðu gamni þegar lið hans mætir Newcastle United á annan í jólum. Enski boltinn 24. desember 2025 13:53
Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sean Dyche, þjálfari Nottingham Forest, fór mikinn á blaðamannafundi í gær í aðdraganda leiks hans manna við Manchester City næsta laugardag. Enski boltinn 24. desember 2025 13:00
Arsenal í undanúrslit eftir vító Arsenal vann afar torsóttan en sanngjarnan sigur á Crystal Palace í vítaspyrnukeppni, eftir 1-1 jafntefli, í lokaleik 8-liða úrslita enska deildabikarsins í fótbolta í kvöld. Arsenal mætir því Chelsea í undanúrslitum keppninnar. Enski boltinn 23. desember 2025 21:43
Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Antoine Semenyo hefur verið afar eftirsóttur og nú er allt útlit fyrir að hann endi sem leikmaður Manchester City í janúar, samkvæmt helstu félagaskiptafréttamönnum fótboltans. Enski boltinn 23. desember 2025 20:31
„Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ „Það er lygilegt að sjá hvað þeir hafa skorað mikið af flottum mörkum utan teigs,“ sagði Albert Brynjar Ingason um Aston Villa-menn, í umræðu um möguleika liðsins á að verða Englandsmeistari í vor. Enski boltinn 23. desember 2025 18:46
Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Þýski framherjinn Nicklas Fullkrug er á förum frá West Ham til AC Milan að láni en belgíski framherjinn Divock Origi mun yfirgefa höfuðborg Ítalíu í janúar. Fótbolti 23. desember 2025 16:29
Chelsea setur sig í samband við Semenyo Chelsea hefur beðið Bournemouth um leyfi til að hefja samningaviðræður við ganverska framherjann Antoine Semenyo. Enski boltinn 23. desember 2025 14:01
Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Raul Jiménez skoraði úr vítaspyrnu í gærkvöldi og jafnaði þar með met Yaya Touré, bestu vítaskyttu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 23. desember 2025 11:02
Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Arne Slot segir Alexander Isak eiga eftir að vera fjarverandi í allavega tvo mánuði. Sænski framherjinn brákaði bein í fæti þegar hann var tæklaður af varnarmanni Tottenham um helgina. Enski boltinn 23. desember 2025 10:00
Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham vann 1-0 gegn Nottingham Forest í gærkvöldi, þökk sé vítaspyrnu sem Kevin fiskaði og Raul Jimenez skoraði úr. Enski boltinn 23. desember 2025 09:30
Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Fulham vann sinn annan sigur í röð í kvöld þegar liðið hafði betur gegn Nottingham Forest, 1-0, í lokaleik 17. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Enski boltinn 22. desember 2025 21:59
Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Búast má við því að sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak, dýrasti leikmaður í sögu enska boltans, verði ekki með Liverpool næstu mánuðina eftir að hann fótbrotnaði í sigrinum gegn Tottenham á laugardaginn. Enski boltinn 22. desember 2025 21:19
Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Steven Gerrard, goðsögn hjá Liverpool á Englandi, segist enn dreyma um að stýra liðinu sem knattspyrnustjóri einn daginn. Hann vonast til að Arne Slot, þjálfari liðsins, snúi gengi þess við. Enski boltinn 22. desember 2025 16:45
„Allir virðast elska hann“ Wayne Rooney, fyrrverandi stjörnuframherji enska landsliðsins, hefur mikið álit á Declan Rice hjá Arsenal og sér hann fyrir sér í mikilvægu hlutverki hjá enska landsliðinu í framtíðinni. Enski boltinn 22. desember 2025 15:02
„Þetta mun ekki buga okkur“ Ruben Amorim, stjóri Manchester United, sagðist búast við því að Bruno Fernandes yrði frá í dágóðan tíma eftir að hafa meiðst í 2-1 tapi Manchester United gegn Aston Villa í gær. Enski boltinn 22. desember 2025 12:31
Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er á leið til Barcelona til að eyða jólunum með fjölskyldu sinni en leikmenn hans verða samt að passa sig við matarborðið yfir jólin. Enski boltinn 22. desember 2025 12:00
„Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Það styttist í það að leikmannaglugginn opni á ný í byrjun næsta mánaðar og Sunnudagsmessan var með augun á hvaða leikmenn gætu komist í eitt af bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í janúarglugganum. Enski boltinn 22. desember 2025 10:00
Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Morgan Rogers skoraði bæði mörk Aston Villa er liðið vann sinn sjöunda sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni. Liðið tók á móti Manchester United á Villa Park í leik sem lauk með 2-1 sigri heimamanna. Enski boltinn 22. desember 2025 07:01
Óttast að Isak hafi fótbrotnað Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool óttast að sóknarmaður liðsins, Alexander Isak, hafi fótbrotnað í 2-1 sigri liðsins gegn Tottenham í gær. Enski boltinn 21. desember 2025 21:40
Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Morgan Rogers skoraði bæði mörk Aston Villa í 2-1 sigri liðsins á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Um sjöunda sigur Aston Villa í röð í deildinni var að ræða. Enski boltinn 21. desember 2025 18:28