Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Menn beita öllum brögðum“

    Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en mikið hefur verið rætt og skrifað um föstu leikatriðin hjá liðinu á þessu tímabili. Sunderland notaði sérstaka leið til að hafa áhrif á innköst Arsenal í jafntefli liðanna um síðustu helgi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vöru­merki

    Cole Palmer er greinilega umvafinn öflugu teymi lögfræðinga því hann er búinn að gera nánast allt sem tengist nafni hans eða ímynd að vörumerki. Þar með talið fagnið fræga, þar sem hann hjúfrar sér um axlir til að hlífa sér frá kulda.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sesko ekki með sjálfs­traust og dregur sig úr landsliðshópnum

    Benjamin Sesko er að glíma við mikinn skort á sjálfstrausti samkvæmt sérfræðingum Sunnudagsmessunnar og ekki mun það hjálpa að framherjinn hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópi Slóveníu, vegna meiðsla sem hann varð fyrir undir lok leiks Manchester United og Tottenham um helgina.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool kvartar í dómarasamtökunum

    Liverpool hefur sett sig í samband við PGMOL dómarasamtökin á Englandi til að lýsa yfir óánægju sinni með að mark Virgils van Dijk hafi ekki fengið að standa í leiknum gegn Manchester City í gær.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Al­gjört bull“ eða „rétt á­kvörðun“?

    Sérfræðingarnir í Sunnudagsmessunni skoðuðu fyrri dæmi á leiktíðinni um mörk sem fengið hafa að standa en voru keimlík markinu sem dæmt var af Liverpool í stórleiknum við Manchester City í gær. Sitt sýndist hverjum um hvort dómurinn hefði verið réttur eða kolrangur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Enginn varið fleiri víti en Mamar­das­hvili

    Giorgi Mamardashvili tók sig til og varði vítaspyrnu frá Erling Haaland nú rétt áðan í leik Manchester City og Liverpool en þetta var sjötta vítaspyrnan sem Mamardashvili ver á síðustu tveimur árum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Öruggur sigur City

    Englandsmeistarar síðustu tveggja ára, Manchester City eru komnir í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 3-0 sigur á Liverpool í dag.

    Enski boltinn