Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Newcastle saknar nokkurra lykilleikmanna er liðið tekur á móti Chelsea í 17. umferð ensku úrvalsdeildinnar. Enski boltinn 20.12.2025 12:02
Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Fár stuðningmaður Tottenham hefur gleymt eina marki Svíans Eriks Edman fyrir klúbbinn þegar hann negldi boltann af 45 metrunum yfir Jerzy Dudek í marki Liverpool fyrir 20 árum síðan. Það er eitt af fjölmörgum mörkum sem skoruð hafa verið í viðureignum liðanna í gegnum tíðina. Enski boltinn 20.12.2025 11:32
Salah bað samherjana afsökunar Mohamed Salah bað samherja sína hjá Liverpool afsökunar á ummælum sínum eftir leikinn gegn Leeds United fyrir tveimur vikum. Þetta segir Curtis Jones, miðjumaður Rauða hersins. Enski boltinn 20.12.2025 09:02
Amorim vill Neves Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, er með augastað á landa sínum og nafna frá Portúgal, Rúben Neves, sem leikur fyrir Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Enski boltinn 18.12.2025 19:41
Benti á hinn íslenska Dan Burn Leikarinn Hákon Jóhannesson mætti í VARsjána á Sýn Sport í vikunni og benti á athyglisverða tvífara. Annar spilar í ensku úrvalsdeildinni en hinn er íslenskur Ólympíufari og sjónvarpsstjarna. Enski boltinn 18.12.2025 17:45
Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Ethan McLeod, framherji enska fótboltaliðsins Macclesfield, lést í bílslysi á M1-hraðbrautinni á þriðjudag þegar hann var á leiðinni heim úr fótboltaleik. Enski boltinn 18.12.2025 12:03
Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur varað Roman Abramovich við því að tíminn sé að renna út fyrir hann að gefa andvirði sölu Chelsea til Úkraínu. Enski boltinn 18.12.2025 10:02
„Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Breska ríkisútvarpið hefur stóraukið útsendingar frá kvennaíþróttum á síðustu árum og það er ánægjuleg ástæða fyrir því. Enski boltinn 18.12.2025 09:01
Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Þriggja barna móðir sem er kölluð „Jackie Grealish“ sannar að aldur er engin hindrun eftir að hafa snúið aftur í kvennadeildina í fótbolta 59 ára gömul. Enski boltinn 18.12.2025 07:11
Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Dominik Szoboszlai, sem hefur að öðrum ólöstuðum verið besti leikmaður Liverpool í vetur, er tæpur fyrir leik liðsins við Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Enski boltinn 17.12.2025 22:32
Ungstirnið skallaði meistarana áfram Lewis Miley var hetja Newcastle sem fór áfram í undanúrslit enska deildabikarsins í fótbolta eftir 2-1 sigur á Fulham í kvöld. Enski boltinn 17.12.2025 22:11
Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Hákon Rafn Valdimarsson þurfti tvisvar að sækja boltann í netið þegar Brentford tapaði fyrir Manchester City í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Enski boltinn 17.12.2025 21:24
City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Heitasti bitinn á markaðnum í janúar verður væntanlega kantmaðurinn Antoine Semenyo hjá Bournemouth en heimildir að utan herma að mörg af stærstu félögum Englands hafi áhuga á honum. Enski boltinn 17.12.2025 15:00
Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enska knattspyrnufélagið Manchester United er ekki sátt við Knattspyrnusamband Marokkó eftir að það neitaði að leyfa Noussair Mazraoui að spila gegn Bournemouth. Því síður að Alþjóðaknattspyrnusambandið hafi staðið við bak Marokkó. Enski boltinn 17.12.2025 10:31
Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Leikarinn Hákon Jóhannesson var gestur Stefáns Árna Pálssonar og Alberts Brynjars Ingasonar í nýjasta þættinum af VARsjánni og þá var notað tækifæri til að rifja upp gamalt viðtal sem Stefán Pálsson tók við Hákon. Enski boltinn 17.12.2025 07:43
Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Erling Haaland, norski framherji enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City, kom mörgum börnum Manchesterborgar skemmtilega á óvart þegar að hann dulbjó sig sem jólasvein og heimótti nokkur heimili. Enski boltinn 16.12.2025 22:33
Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Chelsea er komið áfram í undanúrslit enska deildarbikarsins í fótbolta eftir tveggja marka sigur, 3-1, á Cardiff City í kvöld. Enski boltinn 16.12.2025 21:57
Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Fulltrúar enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, vísa á bug fullyrðingum fyrirliðans Bruno Fernandes sem sagði það vilja þeirra sem stjórna hjá félaginu að losa sig við hann síðasta sumar. Enski boltinn 16.12.2025 17:07
Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Hinn 54 ára gamli Paul Doyle var í dag dæmdur til fangelsisvistar í 21 og hálft ár fyrir að aka bíl í bræði sinni í gegnum þvögu af meira en hundrað manns í Liverpool-borg í vor, þegar verið var að fagna Englandsmeistaratitlinum í fótbolta. Enski boltinn 16.12.2025 14:08
Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Í lok Sunnudagsmessunnar voru þeir Kjartan Henry Finnbogason og Bjarni Guðjónsson beðnir um að velja leikmenn fyrir þrjú lið í ensku úrvalsdeildinni; Chelsea, Manchester United og Tottenham. Enski boltinn 16.12.2025 12:32
Moyes ældi alla leiðina til Eyja David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, svaraði spurningum stuðningsmanna á Youtube-rás félagsins og var meðal annars spurður út í tengsl sín við ÍBV. Enski boltinn 16.12.2025 11:02
Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Jordan Mainoo-Hames, hálfbróðir Kobbies Mainoo, leikmanns Manchester United, sendi Ruben Amorim, knattspyrnustjóra liðsins, skýr skilaboð á leiknum gegn Bournemouth í gær. Enski boltinn 16.12.2025 10:00
„Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Þrátt fyrir að Manchester United hafi ekki tekist að vinna Bournemouth á heimavelli í gær hreifst Jamie Carragher af frammistöðu Rauðu djöflanna í leiknum. Enski boltinn 16.12.2025 09:00
Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Mohamed Salah ætti ekki að yfirgefa Liverpool í janúarglugganum. Þetta segir Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Rauða hersins. Enski boltinn 16.12.2025 08:30