Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Enginn Óskar til Ís­lands 2026

Engin Óskarsverðlaun munu fara til Íslands á næsta ári en framlag Íslands - Ástin sem eftir i leikstjórn Hlyns Pálmasonar er ekki meðal þeirra mynda sem eftir eru á stuttlista fimmtán mynda sem koma til greina til að hljóta verðlaun í flokki erlendra mynda.

Bíó og sjónvarp

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bestu myndir Robs Reiner

Kvikmyndaleikstjórinn Rob Reiner er allur en hann skilur þó eftir sig feykiöflugt höfundarverk og urmul góðra mynda. Reiner var ástríkur og hlýr húmoristi sem skilaði sér í myndum hans sem blönduðu áreynslulaust saman húmor við drama. Vísir hefur tekið saman bestu myndir leikstjórans hér að neðan.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu

Tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Það sem jólin snúast um“ með GDRN, Magnúsi Jóhanni og KK kom út síðasta fimmtudag og er afrakstur skemmtilegs skiptidíls. Myndbandið er stillumynd (e. stop motion film) sem tók langan tíma að gera þar sem leikstjórinn Kristný Eiríksdóttir brá sér einnig í hlutverk handritshöfundar, brúðugerðarmanns, tökumanns og leikmyndahönnuðar.

Lífið
Fréttamynd

Að­eins of leiðin­legt til að vera skemmti­legt

Áhorfendur fylgjast með hinum leiðinlega Felix fá hverja delluna á fætur annarri með þeim afleiðingum að hann verður sér til skammar eða er skammaður af konu sinni, Klöru. Kringumstæðurnar eru grátbroslegar en hvorki grínið né aukapersónurnar eru nægilega sterkar til að veita leiðindum Felix nægilegt mótvægi. Felix er svo plássfrekur að áhorfendur kynnast Klöru aldrei almennilega.

Gagnrýni
Fréttamynd

Gefur út bók um reynsluna af því að vera úti­lokuð

Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri og handritshöfundur, er að gefa út bók um reynslu sína af íslenska kvikmyndabransanum í kringum sjónvarpsseríuna Húsó og Áramótaskaupið 2022. Dóra sagði framleiðendur Skaupsins hafa slitið samskiptum við hana þegar hún bað um aðgang að fjárhagsáætlun og telur hún að hvorki höfundaréttur hennar né réttur til nafngreiningar hafi verið virtur í Húsó.

Menning
Fréttamynd

„Það er hægt að búa til al­vöru hasar­myndir á Ís­landi“

Eftir að hafa vakið athygli í Hjartasteini fyrir níu árum síðan dofnaði áhugi Diljár Valsdóttur á leiklist og hætti hún svo að leika. Þegar hún sá tónlistarmyndband sem fyrrverandi mótleikari hennar, Theodór Pálsson, gerði með leikstjóranum Tómasi Nóa Emilssyni heillaðist hún af drifkraftinum og metnaðinum. Hún bað um að fá að vera með næst og úr urðu fallegir endurfundir krakkanna úr Hjartasteini.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Mamma, ég gat þetta“

Magnús Orri Arnarson er handhafi Hvatningarverðlauna ÖBÍ réttindasamtaka árið 2025. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhenti honum verðlaunin við hátíðlega athöfn á Hótel Reykjavík Grand í dag.

Lífið
Fréttamynd

Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn

Kvikmyndafyrirtækið Paramount Pictures hefur samþykkt að dreifa Rush Hour 4 eftir meintan þrýsting frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Leikstjórinn Brett Ratner snýr aftur en honum var slaufað 2017 í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni en hann er nýbúinn að leikstýra heimildarmynd um forsetafrúnna, Melaniu Trump.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Udo Kier er látinn

Þýski leikarinn Udo Kier, sem lék í meira en 200 kvikmyndum á ferli sínum, er látinn, 81 árs að aldri. Kier var þekktur fyrir stingandi augnaráð sitt og lék gjarnan sérstæða karaktera eða illmenni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Helga Margrét tekur við af Króla

Helga Margrét Höskuldsdóttir er nýr spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem hefst á Rúv í janúar. Helga Margrét tekur við keflinu af Kristni Óla Haraldssyni, Króla, sem hefur verið spyrill undanfarin tvö ár.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Von­laust í víkinni

Ekki tekst að vekja nægilega spennu eða samúð hjá áhorfendum í spennutryllinum Víkinni, nýjustu kvikmynd Braga Þórs Hinrikssonar. Sagan er þunn, endurtekningasöm og stendur ekki undir lengd myndarinnar. Leikarar fá úr litlu að moða og það sem á að vera hræðilegt verður hálf kjánalegt.

Gagnrýni
Fréttamynd

Æstur að­dáandi óð í Grande

Ástralskur aðdáandi óð upp að söng- og leikkonunni Ariönu Grande og tók utan um hana í Singapore í gær. Cynthia Erivo, mótleikkona Grande, kom henni til varnar og ýtti manninum frá áður en hann var fjarlægður af vettvangi. Maðurinn gerir markvisst út á það að ryðjast upp á svið til tónlistarmanna eða inn á íþróttaviðburði.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hörkuhasar þótt per­sónu­sköpun skorti

Reykjavík Fusion er fantafín afþreying með vel fléttaðri og spennandi framvindu sem heldur manni við skjáinn allt til enda. Sjónræn umgjörð þáttanna er á stigi sem sjaldan sést í íslensku sjónvarpi. Skortur á persónusköpun, ankannalegur texti misgóðra leikara og vanhugsaðar ákvarðanir handritshöfunda draga söguna þó aðeins niður.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hafnar á­sökunum um dónamyndir og segir þver­öfugt farið

Leikarinn Jeremy Renner hefur hótað kvik­mynda­gerðar­konunni Yi Zhou með lögsókn. Ástæðan er ásakanir Zhou um að Renner hafi sent henni óumbeðnar dónamyndir og hótað því að siga landamæraeftirlitinu á hana. Renner segir þveröfugt farið, hún hafi herjað á hann og sent honum urmul óviðeigandi skilaboða.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Strákarnir úr Benja­mín dúfu sam­einuðust á ný

Strákarnir sem léku aðalhlutverkin í kvikmyndinni Benjamín dúfu – þeir Sturla Sighvatsson, Gunnar Atli Cauthery, Sigfús Sturluson og Hjörleifur Björnsson – hittust í Smárabíói í kvöld þegar kvikmyndin var tekin til sýninga á ný, þrjátíu árum eftir frumsýningu árið 1995.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenskur Taskmaster kemur í vor

Íslensk útgáfa af hinum geysivinsælu bresku sjónvarpsþáttum Taskmaster verður frumsýnd næsta vor. Sagafilm framleiðir þættina fyrir Sýn og verður Ari Eldjárn þrautakóngur með Jóhann Alfreð Kristinsson sér til aðstoðar.

Bíó og sjónvarp