Innlent

Fréttamynd

Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá

Karlmaður á fimmtugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gegn tíu ára dreng á heimili þess síðarnefnda í Hafnarfirði hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafði áður hafnað kröfu héraðssaksóknara um gæsluvarðhald.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Léttara yfir for­manninum eftir þriggja tíma fund

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist hafa farið bjartari út af fundi með Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra en hann fór inn á hann. Fundurinn stóð yfir í rúmlega þrjár klukkustundir að hans sögn.

Innlent
Fréttamynd

Kaus að styðja karlasamtök í stað lög­reglu

Félags- og húsnæðismálaráðherra ákvað að veita Samtökum um karlaathvarf styrk upp á milljónir króna þrátt fyrir að matsaðilar teldu forsvarsmenn samtakanna ekki hæfa til að sinna verkefninu. Samtökin fengu styrk á kostnað verkefnis lögreglunnar á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Brutu stjórnsýslulög við út­gáfu hvalveiðileyfis

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða var ekki í samræmi við lög árið 2024. Þá var Bjarkey Olsen matvælaráðherra. Í áliti umboðsmanns segir að stjórnsýslulögum hafi ekki fylgt við meðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða.

Innlent
Fréttamynd

Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi hvernig gengi að afleggja hina umdeildu jafnlaunavottun. Þorbjörg Sigríður sagði að það yrði á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Skoða dóma MDE í ráðu­neyti og refsiréttar­nefnd

Dómsmálaráðuneytið mun fara yfir niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu og meta hvort og þá með hvaða hætti sé tilefni til frekari úrbóta. Ráðuneytið hefur óskað þess að refsiréttarnefnd taki dóminn til skoðunar. Dómsmálaráðherra segir alla ríkisstjórnina taka niðurstöðu MDE alvarlega en ríkið var fundið brotlegt í öðru málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kast­ljósi

Viðtal við Ingu Sæland, nýjan mennta- og barnamálaráðherra, í Kastljósinu í gærkvöldi, hefur valdið verulegri gremju meðal grunnskólakennara landsins. Rangfærslur og fullyrðingar um einkunnakerfi í grunnskólum vekja hneykslan. Hún er meðal annars sögð fremst í upplýsingaóreiðu.

Innlent
Fréttamynd

Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrar­veður

Stóri-Boli, sem hefur verið veikur frá áramótum, virðist vera að sækja í sig veðrið gegn sterkum Síberíu-Blesa. Þannig virðist von á umpólun þessara megin vetrarhvirfla og mun hæðarhryggur yfir Alaska ýta þarna undir. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinni og boðar útsynning í fyrsta sinn í vetur. En hvað þýðir þetta allt?

Innlent
Fréttamynd

Dómur MDE hljóti að vera stjórn­völdum al­var­legt um­hugsunar­efni

Sigurður Örn Hilmarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður á Rétti, segir alvarlegt að stjórnvöld hafi nú tvívegis á um sex mánuðum gerst brotleg samkvæmt Mannréttindadómstóli Evrópu, MDE. Hann segir dómstólinn gefa gagnlega leiðsögn um íslenska réttarkerfið í dómunum sem birtir voru í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Bar­áttan um Sam­fylkinguna í borginni nálgast suðu­mark

Samfylkingin hefur samkvæmt síðustu alþingiskosningum og skoðanakönnunum verið stærsti flokkur Íslands á landsvísu. Eftir að Kristrún Frostadóttir formaður flokksins tók við stjórnartaumum virðist ekkert lát á vinsældunum hans. En hvað má ráða í komandi prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni? Þar virðist ýmislegt rekast á annars horn.

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við lýsingar leigu­bíl­stjóra

Það er mat forsvarsmanna Isavia á Keflavíkurflugvelli að þjónusta leigubíla gangi nú mun betur fyrir sig en á fyrri hluta síðasta árs. Síðasta hálfa árið hafi þurft að meina sex leigubílstjórum um aðgang að flugstöðinni í hverjum mánuði að meðaltali en árið á undan voru þeir um þrettán á mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Von­góð um stuðning Mið­flokksins

Formaður Samfylkingarinnar er vongóð um að hljóta stuðning Miðflokksins þegar frumvörp ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum verða afgreidd í þinginu. Það vakti athygli á dögunum þegar hún sagði í samtali við Heimildina að hún teldi Samfylkinguna geta náð saman með Miðflokknum um ýmislegt í útlendingamálum.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, vill meina að Samfylkingin „hljóti að fara að spyrja sig hvort það hafi verið skynsamlegt að koma Flokki fólksins til valda.“ Ummælin lætur hann falla á samfélagsmiðlum í kvöld í framhaldi af Kastljósviðtali við Ingu Sæland í kvöld, en hún tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra á dögunum og hefur þegar sætt nokkurri gagnrýni fyrir ummæli sem hún hefur látið falla um skóla- og menntamál síðan ljóst varð að hún tæki við nýju ráðherraembætti. Guðmundur Ingi bætist þannig í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa málflutning Ingu síðan hún tók við nýju ráðherraembætti, en ummæli hennar hafa meðal annars mætt gagnrýni úr ranni kennarastéttarinnar.

Innlent