Innlent

Fréttamynd

Vara við netsvikum í nafni Skattsins

Lögreglan á höfuðbogarsvæðinu varar við svokölluðum vefveiðum í nafni Skattsins. Embættinu hafa borist tilkynningar vegna málsins, að því er fram kemur í tilkynningu.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hafa á­hyggjur af fjár­mögnun lofts­lagsað­gerða stjórn­valda

Nauðsynlegt er að ráðast í ítarlega greiningu á áhrifum loftslagsaðgerða stjórnvalda til þess að hægt sé að forgangsraða þeim, að mati verkefnisstjórnar stjórnvalda sem lýsir áhyggjum af fjármögnun aðgerðanna. Forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að draga úr losun um ríflega hálfa milljón tonna koltvísýrings næsta hálfa áratuginn.

Innlent
Fréttamynd

Spáir enn desembergosi

Landris er stöðugt við Svartsengi á Reykjanesskaga en lítil skjálftavirkni mælist á svæðinu að sögn eldfjallafræðings. Hann spáir eldgosi á svæðinu í seinni hluta desember.

Innlent
Fréttamynd

Margir skorað á Ingi­björgu í for­manninn

Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ýmsa hafa komið að máli við sig og hvatt hana til þess að bjóða sig fram til formanns flokksins. Hún segist þakklát fyrir traustið og hvatninguna, enn sé langt í flokksþing og of snemmt að segja til um formannsframboð.

Innlent
Fréttamynd

Játaði líkams­á­rás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara

Dómur ungs karlmanns, sem játaði líkamsárás á Hafnartorgi í Reykjavík árið 2021, hefur verið ómerktur af Landsréttir og vísað aftur heim í hérað. Það var gert vegna tölvubréfs dómara til verjanda þar sem dómarinn lýsti því yfir að hann teldi hæpið að heimfæra brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta og á­rekstur í hálkunni

Árekstur varð á gatnamótum Lyngáss og Hafnarfjarðarvegar á ellefta tímanum og þá valt bíll á Nesjalvallaleið við Eiturhól. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu varar við hálku í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Vilja tryggja stöðu ungs fólks í próf­kjöri Sam­fylkingarinnar

Hallveig, félag Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík, ákvað á félagsfundi þann 12. nóvember að halda forprófkjör í desember 2025 fyrir prófkjör Samfylkingar í sveitarstjórnarkosningum 20226. Forseti segir það tilraun hreyfingarinnar til að koma ungu fólki að í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Illa hafi gengið í síðasta prófkjöri að koma ungum einstaklingum að.

Innlent
Fréttamynd

Kanna hug Grind­víkinga til fram­tíðar í Grinda­vík

Grindavíkurnefndin ætlar nú, tveimur árum frá rýmingu, að kanna hvernig Grindvíkingum líður og skoða hvaða afstöðu fólk hefur til framtíðar í Grindavík. Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og nefndarmaður í Grindavíkurnefnd, segir stefnt að því að hafa fyrstu niðurstöður könnunar tilbúnar í janúar. Vinnu eigi að vera lokið áður en Grindavíkurnefndin lýkur störfum í maí á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Skipu­lagðir glæpahópar farnir að útvista of­beldi

Tilfellum þar sem skipulagðir glæpahópar beita öðrum fyrir sig til ofbeldisverka gegn greiðslu fer fjölgandi hér á landi. Sérfræðingur segir þetta í takti við þróunina á Norðurlöndum. Fjórum var vísað frá á landamærunum í sumar vegna þessa. Ljóst sé að efla þurfi alþjóðasamstarf þar sem ljóst sé að brotahópar virði ekki landamæri.

Innlent
Fréttamynd

Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo karlmenn frá Rúmeníu, sem eru grunaðir um vasaþjófnað. Mennirnir komu hingað til lands í fyrradag og sterkur grunur leikur á að þeir hafi komið hingað eingöngu til þess að fremja auðgunarbrot. Málið er í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala

Mohamed Hicham Rahmi hefur verið dæmdur í fjögurra ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að standa að innflutningi kókaíns auk þess sem fjöldi fíkniefna fannst í fórum hans ætlaður til söludreifingar. Þrátt fyrir að vera ekki orðinn þrítugur á maðurinn þegar dóma á bakinu í Svíþjóð og hér heima fyrir dópsölu. Sjálfa var meðal sönnunargagna í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Gerir kröfu um að fjár­magn fylgi barni í vímu­efna­vanda

Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins vill að fjármagn fylgi barni þegar kemur að fíknimeðferðum. Hún segir að á meðan ekki sé hægt að tryggja aðgengi og öryggi barna í meðferðarúrræðum á Íslandi eigi foreldrar og forráðamenn að geta leitað annað og fengið fjármagn með.

Innlent
Fréttamynd

Gjörunnin mat­væli skað­leg öllum líf­færum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“

Gjörunnin matvæli skaða öll helstu líffærakerfi mannslíkamans og eru gríðarleg ógn við heilsu manna á heimsvísu samkvæmt viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið á unnum matvælum til þessa. Næringarfræðingur segir þessi tímamót sýna að það sé kominn tími til að vakna. Dæmi um gjörunnin matvæli sem margir telja hollustusamleg og heilnæm eru morgunkorn og próteinstykki.

Innlent
Fréttamynd

Skildi vega­bréfið eftir

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, var að hefja erindi á COP30 ráðstefnunni þegar eldur brast út. Í flýti sínu til að komast út skildi sendinefnd Íslands eftir vegabréf og allan farangurinn. Tvísýnt var hvort þau næðu flugferðinni heim á miðnætti, og þá með allan farangurinn. Að lokum fengu þau að sækja farangurinn sem varð eftir og vegabréf ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hélt það væri skot­á­rás í gangi“

Eldur kviknaði á loftslagsráðstefnunni COP30 í Brasilíu en enginn hlaut varanlegan skaða af. Forseti Ungra umhverfissinna var viðstödd ráðstefnuna þegar eldurinn kviknaði en hélt fyrst að um skotárás væri að ræða. Allir ráðstefnugestir eru óhultir en eldsupptökin liggja ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land útsöluvara í nor­rænum saman­burði

Ísland er útsöluvara í Norrænum samanburði hvað varðar veitingu dvalarleyfa og algjört stefnuleysi hefur ríkt í málaflokknum. Þetta segir hagfræðingur sem vann úttekt á reglum um dvalarleyfi á Íslandi. Dómsmálaráðherra boðar fimm lagafrumvörp til breytinga í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast þess að hætt verði að mis­muna börnum sem missa for­eldri

Drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili gagnrýna að aðeins annar þeirra eigi rétt á menntunarmeðlagi vegna fyrirkomulags föðurarfsins. Þeir skora á ráðherra að þiggja kaffibolla með sér og fara yfir málin. Margrét Helga fréttamaður hitti drengina tvo í Vídalínskirkju á alþjóðlegum degi barna í sorg.

Innlent
Fréttamynd

„Stór­merki­leg niður­staða“ í nýrri könnun

Veruleg tíðindi eru í nýrri könnun Maskínu á fylgi við stjórnmálaflokkana, sem birt verður í kvöldfréttum Sýnar. Talsverð hreyfing virðist vera á stuðningi við flokka og breytingar frá niðurstöðum síðustu kosninga sæta tíðindum. Rætt verður við Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði í kvöldfréttunum klukkan hálfsjö, sem segir helstu niðurstöðu könnunarinnar stórmerkilega.

Innlent