Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sam­eining geti aukið aðdráttar­afl fyrir nýja í­búa

Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur skilað áliti sínu um kosti og galla mögulegrar sameiningar og mun kynna niðurstöður sínar á íbúafundum í næstu viku. Nefndin telur meðal annars að sameining muni stuðla að aukinni byggðafestu og auka aðdráttarafl svæðisins fyrir nýja íbúa. Kosið verður um sameiningu dagana 28. nóvember tikl 13. desember.

Innlent
Fréttamynd

Kom ekki til greina hjá starfs­hópi en nú lík­leg niður­staða

Hjólhýsabyggð á Sævarhöfða verður líklega fundið nýtt heimili í Skerjafirði. Íbúi á Sævarhöfða segir að þau muni koma sér fyrir á svæðinu fyrir jól en formaður borgarráðs segir að enn eigi eftir að taka ákvörðun í málinu. Skerjafjörður kom ekki til greina í tillögu starfshóps sem vann að málinu.

Innlent
Fréttamynd

Sjö sækja um tvær lausar stöður

Sjö sóttu um tvær lausar stöður dómara við Landsrétt. Annars vegar er um að ræða skipun í embætti dómara við Landsrétt og hins vegar er um að ræða setningu í embætti. Á listanum er að finna fimm héraðsdómara, einn lögmann og einn dósent í lögfræði.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að flytja starf­semi Vogs

SÁÁ hyggjast flytja starfsemi sjúkrahússins Vogs upp á Kjalarnes, þar sem önnur starfsemi samtakanna fer fram. Formaður SÁÁ segir um langtímaáætlun að ræða en draumurinn sé að hefja framkvæmdir á stórafmæli samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf

Maður með mikið ofnæmi segir ný lög um gæludýr í fjölbýlishúsum skorta allan fyrirsjáanleika. Hann hafi sjálfur þurft að flýja heimili sitt vegna hunda í sameign, og ofnæmislyf hafi þar engu breytt.

Innlent
Fréttamynd

Skortir lækna í Breið­holti

Heimilislækna skortir á Heilsugæslustöðinni í Efra-Breiðholti. Yfirmaður hjá heilsugæslunni segir íbúa ekki þurfa að örvænta vegna málsins, þjónusta við íbúa verði tryggð. Málið sé hinsvegar lýsandi fyrir stöðuna á landsvísu, hún hvetur lækna til að sækja um.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur

Niðurstöður úr nýrri lestrarkönnun, meðal Íslendinga 18 ára og eldri, sýna að þjóðin ver að jafnaði um klukkustund á dag í að lesa og/eða hlusta á bækur. Heildartíminn sem fólk ver í lestur hefur minnkað síðustu ár. Fleiri segjast ekki verja neinum tíma í lestur en áður, fleiri karlar en konur.

Innlent
Fréttamynd

Byrjað að daðra við rasíska sam­særis­kenningu

Varaformaður Miðflokksins hafnar því að hugmyndir hans um áhrif fjölgunar innflytjenda á Íslandi sé rasísk samsæriskenning heldur byggi þær á „tölfræðilegum staðreyndum“. Prófessor í stjórnmálafræði segir málflutning varaformannsins augljóst dæmi um að byrjað sé að daðra við samsæriskenninguna í íslenskum stjórnmálum.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Péturs­son er látinn

Helgi Pétursson, tónlistarmaður, fjölmiðlamaður, fyrrverandi borgarfulltrúi og baráttumaður fyrir málefnum eldri borgara, er látinn, 76 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar

Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur

Foreldrar í Laugarnesskóla hafa tekið umferðaröryggismál í eigin hendur og mannað gæslu við gangbraut á Reykjavegi þar sem í tvígang hefur verið ekið á börn á leið frá skóla síðasta mánuðinn. Foreldri við skólann segir þær úrbætur sem hafa verið gerðar ekki nógu góðar.

Innlent
Fréttamynd

Bregðast ekki við bíla­stæða­vanda við skíða­svæði í Reykja­vík

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir ekki til fjármagn til að bregðast við óþægindum sem íbúar í Dalhúsum í Grafarvogi verða fyrir vegna mikillar aðsóknar að skíðasvæðinu í Húsahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að tillaga þeirra um úrbætur á svæðinu hafi verið felld á fundi ráðsins. 

Innlent
Fréttamynd

Svona stór er nýja moskító­flugan í saman­burði

Moskítóflugur fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en þetta er önnur tegund en sú sem fannst í Kjós í síðasta mánuði. Skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun telur líklegt að þetta sé tegund sem nærist aðallega á fuglum og geti leitað skjóls yfir veturinn og farið af stað þegar hlýna tekur.

Innlent