Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Héraðssaksóknari eltist við tvo karlmenn á erlendri grundu í tengslum við rannsókn á fjögur hundruð milljóna króna bankasvikum. Forstjóri Reiknistofu bankanna segist feginn að ekki hafi farið verr. Innlent 7.11.2025 16:30
Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Karl Ingi Vilbergsson, settur varahéraðssaksóknari var handtekinn fyrir utan skemmtistað í ágúst og vistaður í fangaklefa. Hann segist engin lög hafa brotið. Innlent 7.11.2025 15:50
Tafir vegna óhapps við Sprengisand Talsverð umferðarteppa myndaðist á Reykjanesbraut við Sprengisand í suður vegna umferðaróhapps. Innlent 7.11.2025 14:44
Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Engin eðlisbreyting veðrur á störfum starfsfólks brottfararstöðvar þó þeir kallist ekki lengur fangaverðir. Dómsmálaráðherra segir engan eiga að þurfa að fara í brottfararstöðina, hún sé aðeins fyrir þá sem ekki virði ákvarðanir stjórnvalda. Innlent 7.11.2025 12:02
Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna hjá Norðuráli en nú liggur fyrir að það muni taka allt að einu ári að koma starfseminni í samt lag á ný. Innlent 7.11.2025 11:42
Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR María Rún Bjarnadóttir, fyrrverandi staðgengill ríkislögreglustjóra og lögfræðingur embættisins, hefur hafið störf við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hjá HR mun María Rún meðal annars leiða rannsóknir og kennslu á sviði tækniréttar og stafrænna lagalegra álitaefna að því er fram kemur í tilkynningu frá HR. María Rún lét af störfum hjá ríkislögreglustjóra um mánaðamótin. Ætla má að ekki verði ráðið aftur í stöðu Maríu í ljósi hagræðingaraðgerða hjá embætti ríkislögreglustjóra. Innlent 7.11.2025 11:32
„Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Karin Agnes McQuillan, móðir Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í fyrra á björgunarsveitaræfingu, segist hafa fengið áfall þegar hún las fréttir um það í gær að björgunarsveitarfólk hafi ítrekað fengið að heyra niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar. Innlent 7.11.2025 11:02
Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Heimsþing kvenleiðtoga fer fram í Hörpu í áttunda sinn í næstu viku. Þótt þátttakendur verði langflestir konur hvaðanæva að úr heiminum, þá verður sérstök áhersla á þátttöku á karla og drengja í ár. Það er mikilvægt að þeirra rödd og hagsmunir gleymist ekki í jafnréttisbaráttunni að sögn stjórnarformanns ráðstefnunnar. Bakslag í jafnréttismálum sé áhyggjuefni á heimsvísu, þótt staðan sé mun betri hér á landi en annars staðar. Innlent 7.11.2025 08:59
Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. Innlent 7.11.2025 07:38
„Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Gullöld íslenskrar tungu er runnin upp að mati kennara við Háskóla Íslands sem vísar til þess að á áttunda hundrað læra nú íslensku sem annað mál við skólann. Margrét Helga fréttamaður hitti þrjá nemendur á öðru ári sem tala reiprennandi íslensku, elska orðin jökulhlaup og landkynning og tárast yfir textum Unu Torfa. Innlent 7.11.2025 07:00
Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Fasteignasalar telja virkni fasteignamarkaðsins litla miðað við árstíma. Fáir mæta í opin hús og er það talið algengt að verð sé lækkað í söluferli. Þá eru vísbendingar um að fyrstu kaupendum sé að fækka. Innlent 6.11.2025 21:09
„Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Framkvæmdastjóri safnaráðs segir vel passað upp á safnmuni hér á landi og að erfitt sé að verðmeta einstaka hluti. Hún segir tækifærishnupl á söfnum þekkt en að safnmunir gangi ekki svo auðveldlega kaupum og sölum á markaði. Innlent 6.11.2025 21:03
Gagnrýnisverð hegðun Þingflokksformaður Viðreisnar telur viðskipti embættis Ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið vera gagnrýnisverð. Hann segir ríkislögreglustjóra ekki endilega rétta einstaklinginn til að endurvinna traust til embættisins. Innlent 6.11.2025 19:05
Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar fyrir börn með fjölþættan vanda lýsa reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Fíkniefni séu látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit sé til málamynda. Eftirlitsstofnun leggur til verulegar umbætur á heimilinu eftir íkveikju vistmanns. Innlent 6.11.2025 19:03
Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Trans Ísland, hefur tekið til starfa hjá Reykjavíkurborg. Hún tekur við sem sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks. Innlent 6.11.2025 18:13
Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyar fyrir börn með fjölþættan vanda lýsa reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Fíkniefni séu látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit sé til málamynda. Innlent 6.11.2025 18:01
Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Nítján ára björgunarsveitarkona fékk að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar í ár þegar hún sinnti fjáröfluninni. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir atvikið afar leiðinlegt en engar aðrar tilkynningar um slíkar athugasemdir hafi borist þeim. Innlent 6.11.2025 17:55
Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Ráðist verður strax í aðgerðir á Norðausturlandi til að auka afhendingargetu og afhendingaröryggi raforku í landshlutanum. Þannig skapast forsendur fyrir aukinni atvinnuuppbyggingu og jákvæðri byggðaþróun á svæðinu til skemmri og lengri tíma. Fjárfesting ríkisins vegna þessa nemur 2,2 milljörðum króna. Innlent 6.11.2025 17:04
Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Fjársvikamálið gagnvart bönkunum er komið til héraðssaksóknara. Fram hefur komið að fleiri séu grunaðir en þeir fimm sem handteknir voru um helgina. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir rannsókn málsins halda áfram hjá embættinu. Innlent 6.11.2025 16:46
Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir nýju frumvarpi sem gerir erlendum námsmönnum erfiðara fyrir að stunda nám hér á landi. Það að nýta flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fólks fyrir erlendum ferðamönnum sé hrein mannvonska. Innlent 6.11.2025 16:42
ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Bæði Ísland og Noregur þurfa að standa sig betur til þess að uppfylla loftslagsmarkmið fyrir árið 2030, að mati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Áætlanir sem íslensk stjórnvöld sendu inn um frekari aðgerðir eru töluvert bjartsýnni en opinber stofnun sem birti tölur um losun í sumar. Innlent 6.11.2025 16:11
Stutt stopp Orbans á Íslandi Forsætisráðherra Ungverjalands gerði stutt stopp á Keflavíkurflugvelli í morgun. Hann er á leið til Bandaríkjanna til að funda með Bandaríkjaforseta. Innlent 6.11.2025 15:53
Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Karlmaður á fimmtugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tíu ára dreng í Hafnarfirði sagði sig frá trúnaðarstörfum hjá BHM og stéttarfélagi lögfræðinga sama dag og hann var handtekinn. Formaður BHM segir málið hræðilegan harmleik. Innlent 6.11.2025 15:03
Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Nýleg skrif leikarans Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar um skólamál og þjónustu við börn og barnafjölskyldur í Reykjavík hafa vakið spurningar um hvort leikarinn góðkunni sé á leið í framboð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorvaldur verið nefndur sem mögulega efnilegur framboðskostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík en sjálfur segist leikarinn ekki vera að stefna á framboð. Innlent 6.11.2025 14:47