Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Eldur kviknaði í sendiferðabíl við Setbergsskóla í Hafnarfirði í nótt. Þegar slökkviliðsmenn bar að garði, um klukkan tvö, var bíllinn alelda en vel gekk að slökkva eldinn. Innlent 23.11.2025 10:24
„Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Ný sólgleraugu tæknirisans Meta eru óvænt bragarbót fyrir sjónskerta, þrátt fyrir að hafa ekki verið hönnuð fyrir þá. Blindur maður, sem hefur notað gleraugun í tvær vikur, segir þau byltingu. Honum líði eins og persónu í James Bond mynd. Innlent 23.11.2025 10:00
Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 23.11.2025 09:25
Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir stöðuna á sjúkrahúsinu alvarlega eftir að þrír læknar sögðu upp vegna álags. Það sé ákveðin áskorun í læknamönnun á sjúkrahúsinu og hún sé sérstaklega erfið á lyflæknadeildinni. Innlent 22.11.2025 14:38
Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út snemma í morgun vegna elds sem upp hafði komið í íbúð á fyrstu hæð fjölbýlishúss í Seljahverfi í Breiðholti. Innlent 22.11.2025 14:37
Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Starfsmenn Hrafnistu brutu dyrakarm til að koma heimilismanni á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í öruggt skjól þegar eldur kom upp. Rúm heimilismannsins hafi naumt komist út annars. Ríflega tuttugu íbúum var bjargað undan eldsvoðanum á innan við fjórum mínútum. Innlent 22.11.2025 14:27
Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi Mikill hugur er í íbúum í Ölfusi að styrkja enn frekar ferðaþjónustu í sveitarfélaginu með margvíslegum hætti og er ein hugmyndin að búa til svokallaðan „Eldhring“ svipað og Gullna hringinn svonefnda. Innlent 22.11.2025 14:04
„Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Siðanefnd Félagsráðgjafafélags Íslands lýsir yfir áhyggjum vegna aukins ofbeldis, hótana, niðrandi ummæla og annarrar óviðunandi framkomu sem félagsráðgjafar verða fyrir í starfi sínu. Siðanefndin hefur sent út könnun á alla félagsmenn. Formaður nefndarinnar segir nefndina vilja kanna bæði algengi ofbeldis gegn félagsráðgjöfum í starfi og viðbrögð vinnuveitenda við því. Innlent 22.11.2025 14:01
Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Staðsetning flugeldasýningar sem haldin var í Firði verður endurskoðuð eftir að ungur drengur fékk flugeldapúður í auga þegar stækkun verslunarmiðstöðvarinnar var fagnað í Hafnarfirði í gær. Framkvæmdastjóri segist harma atvikið en tekur fram að öllum nálægðarreglum hafi verið fylgt. Innlent 22.11.2025 12:18
Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Tónlistarkonurnar Björk Guðmundsdóttir og Rosalía ætla í hart við íslenska ríkið vegna sjókvía í Ísafjarðardjúpi. Náttúruverndarsamtök Bjarkar standa að stefnu landeiganda við Snæfjallaströnd sem vill meina að sjókvíum hafi verið komið upp innan lóðarmarka hans, eða eins og samtökin orða það „hreinlega upp í fjöru til sín. Innlent 22.11.2025 12:18
Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Erfitt ástand hefur skapast á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna læknaskorts en enginn lyflæknir er á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. Þrír læknar hafa sagt upp störfum vegna álags. Innlent 22.11.2025 12:00
Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Þrír læknar við Sjúkrahúsið á Akureyri hafa sagt upp störfum vegna langtímaálags og ekki hefur tekist að manna vaktir eftir 22. desember. Formaður Læknafélagsins segir ástandið á Sjúkrahúsinu orðið mjög slæmt. Innlent 22.11.2025 11:50
Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Maður neitaði að verða við skipunum lögregluþjóna um að stöðva bíl sinn í Reykjavík í gærkvöldi. Við það hófst eftirför sem endaði skömmu síðar þegar maðurinn keyrði á ljósastaur. Innlent 22.11.2025 07:29
Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Kúabóndi sem sestur er í helgan stein kveðst sár og svekktur að horfa upp á Landsvirkjun selja alla hjörðina hans eftir að hann seldi henni land sitt undir virkjun. Eftir 46 ára búskap stefnir í að bú hans að Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra verði að eyðibýli. Landsvirkjun segir að farið hafi verið af stað í góðri trú en komið hafi í ljós að rekstur búsins stæði ekki undir sér. Innlent 22.11.2025 07:00
Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Yfirlæknir á Reykjalundi segir ungu fólki sem þarf á endurhæfingu að halda vegna offitu fara fjölgandi. Margir hafi einangrast í Covid-faraldrinum og aldrei náð sér eftir það. Innlent 21.11.2025 23:31
Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Flugeldapúður skaust í auga á ungum dreng þegar flugeldasýning við opnun Fjarðarins í Hafnarfirði stóð yfir. Faðir drengsins segir að viðburðarhaldarar hefðu mátt hátta öryggismálum betur þar sem áhorfendur voru nokkuð nálægt sprengjusvæðinu. Heilsa drengsins virðist góð en hann lýsir sviða í auganu, að sögn föðurins. Innlent 21.11.2025 22:49
Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Geir Rúnar Birgisson, formaður húsfélags Grensásvegar 44 til 50, segir íbúa hafa miklar áhyggjur af flutningi Kaffistofunnar í húsnæði við Grensásveg 46. Hann segir íbúa ósátta við það að framkvæmdir hafi hafist áður en flutningurinn fór í grenndarkynningu. Íbúar óttist aukið ónæði og fjölgun innbrota verði Kaffistofan opnuð á þessari staðsetningu. Innlent 21.11.2025 21:02
Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Miðflokkurinn er orðinn stærsti hægri flokkurinn á Íslandi samkvæmt nýrri fylgiskönnun. Þingkona Sjálfstæðisflokksins viðurkennir að flokkurinn hafi „misst boltann“ í útlendingamálum þegar hann var í ríkisstjórn. Þingkona Miðflokksins segir Viðreisn hafa tekið upp málflutning Miðflokksmanna í útlendingamálum. Innlent 21.11.2025 20:56
Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Ekki stendur til að auka hernaðarstuðning við Úkraínu á næsta ári þótt gert sé ráð fyrir að útgjöld Íslands til öryggis- og varnarmála hækki um einn og hálfan milljarð á milli ára. Útgjöld Íslands komast ekki á blað í samanburði við önnur bandalagsríki en forsætisráðherra gerir ráð fyrir að framlag Íslands verði rætt í heimsókn framkvæmdastjóra NATO til landsins í næstu viku. Vinna stendur yfir á vettvangi NATO sem og hér innanlands við að skilgreina hvaða útgjöld megi telja til 1,5% framlags bandalagsríkja af vergri landsframleiðslu til að efla varnir og viðnámsþrótt. Innlent 21.11.2025 20:33
80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjaldan eða aldrei hafa nemendur Menntaskólans að Laugarvatni hafi eins mikinn áhuga á að syngja í kór skólans eins og núna því 119 nemendur af 152 nemendum skólans eru í kórnum. Innlent 21.11.2025 20:04
Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Börn sem voru saman komin á barnaþingi í dag hlífðu ráðherrum ekki við krefjandi spurningum. Félagsmálaráðherra hvatti börnin til þess að láta í sér heyra, séu þau ósátt við einkunnir í bókstöfum. Innlent 21.11.2025 19:34
Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Tæp 55 prósent landsmanna eru hlynnt því að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka störf sérstaks saksóknara í hrunmálunum svokölluðu þar sem fjöldi bankamanna var sóttur til saka í framhaldi af efnahagshruninu 2008. Innlent 21.11.2025 18:38
Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Úkraínumenn standa frammi fyrir erfiðri ákvörðun, að missa annað hvort mikilvægan bandamann eða virðinguna. Þetta sagði Úkraínuforseti í ávarpi til þjóðarinnar nú þegar stjórnvöld hafa einungis nokkurra daga frest til þess að svara friðaráætlun Bandaríkjamanna sem er líkt við óskalista Pútíns. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Sýnar. Þá verður einnig rætt við forsætisráðherra um framlög Íslendinga til varnarmála sem munu hækka um einn og hálfan milljarð króna á milli ára. Innlent 21.11.2025 18:08
Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Tveimur erlendum vasaþjófum var vísað úr landi í dag eftir að hafa stolið af ferðamönnum á Skólavörðuholti. Þeir komu til Íslands á miðvikudag en voru handteknir í gær. Innlent 21.11.2025 17:53