Innlent

Fréttamynd

Þing­maður Mið­flokksins rak augun í undar­lega grein

Þingmanni Miðflokksins finnst undarlegt að gert sé ráð fyrir aukinni aðkomu stjórnvalda að rekstri borgarlínu, umfram það sem gert væri ráð fyrir í nýundirrituðu samkomu lagi ríkis og sveitarfélaga. Samgöngumálin voru rædd í tengslum við fjárlög næsta árs á Alþingi í dag.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Elvar á Ítalíu viður­kennir erfið­leika við launa­greiðslur

Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Grænt ljós á Flensborgarhöfn

Flensborgarhöfn stígur inn í framtíðina með nýju deiliskipulagi sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær og verður nú sett í auglýsingu. 

Innlent
Fréttamynd

Lagði á flótta á Vegmúla

Ökumaður lagði á flótta frá lögreglu eftir að hún hafði afskipti af ökutæki hans við Vegmúla í Reykjavík í dag, örskammt frá vegamótunum við Suðurlandsbraut.

Innlent
Fréttamynd

Sýkna Sól­veigar stendur

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Áslaugar Björnsdóttur um áfrýjunarleyfi í máli hennar á hendur Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, fyrrverandi þingmanni og dómsmálaráðherra. Áslaug krafði Sólveigu um greiðslu 28 milljóna króna í málinu en í tengdum málum hefur Sólveig verið krafin um milljarða króna.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða al­menningi í heim­sókn

Almenningi verður biðið að skoða Alþingishúsið og Smiðju, nýja skrifstofubyggingu Alþingis á morgun, laugardag. Viðburðurinn er liður í dagskrá áttatíu ára afmælis lýðveldisins.

Innlent
Fréttamynd

„Upp með pelana og fjörið“

Smölun er nú að ljúka eftir níu daga rekstur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Vísir var að sjálfsögðu á staðnum og náði tali af hinum knáa fjallkóngi Guðmundi Árnasyni, sem hafði reyndar takmarkaðan tíma til að spjalla við blaðamann.

Innlent
Fréttamynd

Telur Guð­rúnu vilja halda hlífi­skildi yfir ráðu­neytinu

Almar M. Möller lögmaður gagnrýnir þau sjónarmið sem fram komu í grein Róberts Spanó frá í gær að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um að Helgi Magnús Gunnarsson haldi stöðu sinni sem vararíkissaksóknari stangist á við lög. Hann telur dómsmálaráðherra skilgreina málið of þröngt að gefnum forsendum og í raun megi rekja allt tal um lögleysu til ríkissaksóknara sjálfs.

Innlent
Fréttamynd

Virkjanaleyfið kært aftur

Önnur kæra hefur borist úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna veitingar Orkustofnunar á virkjanaleyfi fyrir vindorkuver í Búrfellslundi. Að þessu sinni eru það náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið sem kæra.

Innlent
Fréttamynd

Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum.

Innlent
Fréttamynd

Dular­fullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni í­búa

Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða.

Innlent