Innlent

Fréttamynd

Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skaga­firði

Guðríði Magnúsdóttir sauðfjárbónda á bænum Viðvík í Skagafirði var nokkuð brugðið í gær þegar hún fór að gefa fénu í fjárhúsinu hjá sér því þá hún að ærin Bláklukka hafði borðið þremur lömbum. Það þykir mjög óvenjulegt og sérstakt á þessum árstíma en gerist þó alltaf annars slagið.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Borgin beri á­byrgð sem eig­andi

Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmu sem gjöreyðilagðist í bruna í Gufunesi þegar hún var leigð út. Leigutaka átti að vera slæmt ástand skemmunnar ljóst en þar voru geymdir sögulega verðmætir hlutir. Slökkviliðsstjóri segir borgina bera ábyrgð en brunavarnir séu samspil eiganda og leigutaka. 

Innlent
Fréttamynd

Græn­lendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufu­nesi

Grænlendingar velja Danmörku fram yfir Bandaríkin, segir formaður grænlensku landsstjórnarinnar, sem var með skýr skilaboð á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. Danir, Grænlendingar og Bandaríkjamenn funda í Washington á morgun og við verðum í beinni frá Kaupamannahöfn í kvöldfréttum og förum yfir málið.

Innlent
Fréttamynd

Brugðið vegna um­mæla lög­reglu­manns um Frú Ragn­heiði

Fulltrúum Rauða krossina var brugðið vegna ummæla Guðmundar Fylkissonar lögreglumanns í hlaðvarpinu Ein pæling um helgina um skaðaminnkandi úrræði Rauða krossins og að hann hafi átt í útistöðum við starfsfólk úrræðanna. Þetta segja þær í aðsendri grein á Vísi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu fengið á­bendingu um fjölda í­búa í Brúnastekk

Slökkvilið hefur áhyggjur af öryggi þeirra sem leigja rými í húsum þar sem herbergjum hefur verið fjölgað í trássi við reglur og aðgengi að flóttaleiðum er takmarkað. Grunur er um íkveikju í slíku húsi sem slökkviliðinu hafði borist ábendingar um.

Innlent
Fréttamynd

Gæslu­varð­hald Grikkjans fram­lengt

Gæsluvarðhald yfir grískum karlmanni, sem grunaður er um að hafa ráðið portúgölskum manni bana á Skjólbraut í Kópavogi í nóvember, hefur verið framlengt um fjórar vikur.

Innlent
Fréttamynd

„Vorum bara með húsið í því á­standi sem það var“

Stjórnarformaður Truenorth segir forsvarsmenn fyrirtækisins ekki sérstaklega hafa haft til skoðunar ástand skemmunnar í Gufunesi sem brann í gær og hýsti meðal annars gamla leikmuni fyrirtækisins. Ekki sé búið að verðmeta tjónið enn en það sé í raun óbætanlegt.

Innlent
Fréttamynd

Skýr mynd komin á dular­fullt and­lát á Skjólbraut

Lögregla telur sig vera komna með skýra mynd á atburði í heimahúsi að Skjólbraut í Kópavogi í nóvember, þar sem portúgalskur maður lést. Gæsluvarðhald yfir Grikkja sem grunaður er um að hafa ráðið manninum bana átti að renna út í dag en hefur verið framlengt um fjórar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Um­deild mál á dag­skrá og þeim fjölgar

Þingstörf hefjast á ný á morgun og forseti Alþingis býst við því að málum á þingmálaskrá verði fjölgað. Þingflokkur Framsóknar hefur sent erindi á formenn allra flokka þar sem kallað er eftir þverpólitískri samstöðu í málefnum barna og ungmenna.

Innlent
Fréttamynd

Borgin firrti sig allri á­byrgð á skemmunni

Samkvæmt leigusamningi Reykjavíkurborgar og Truenorth um skemmuna í Gufunesi, sem brann í gær, ber borgin enga ábyrgð á tjóni á eignum Truenorth vegna brunans. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt ómetanlega sögulega muni hafa verið í skemmunni þegar hún brann en hún var notuð undir gamla leikmuni.

Innlent
Fréttamynd

For­sætis­nefnd tekur við kvörtunum um ríkis­endur­skoðanda

Forsætisnefnd Alþingis mun taka fyrir tilkynningar um EKKO-mál af hálfu ríkisendurskoðanda. Sérstakt verklag hefur verið útbúið fyrir meðferð tilkynninganna. Forseti Alþingis segir verklagið í samræmi við opinbert verklag. Ekki liggur fyrir hversu margar kvartanir hafa borist.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið brot­legt í einu máli en sýknað í öðru

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að því að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt vegna þess að aðeins var litið til ásetnings en ekki samþykkis við rannsókn kynferðisbrotamáls árið 2017. Þolandi var 16 ára þegar brotið átti  sér stað. Ríkið þarf að greiða stúlkunni 7.500 evrur í bætur, sem samsvarar um einni milljón íslenskra króna.

Innlent
Fréttamynd

Gerður höfundur að fræði­grein sem hann skrifaði ekki

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir segir fólk reglulega búið að greina sig og biðji um ákveðin lyf byggt á greiningum sem það hefur fengið hjá gervigreind. Gervigreindin sé komin til að vera og því sé mikilvægt að viðurkenna það. Jafn mikilvægt sé að gera greinarmun á upplýsingum sem fólk fær hjá gervigreind og þekkingu lækna sem fæst með endurteknum rannsóknum og greiningum á þeim. Hann þekkir af eigin raun dæmi þar sem gervigreindin skilaði falskri niðurstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Líkams­á­rás og vinnu­slys

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst ein tilkynning um líkamsárás í gærkvöldi eða nótt, sem átti sér stað í miðborginni. Meiðsl voru minniháttar. Þá var tilkynnt um þrjá þjófnaði úr verslunum.

Innlent
Fréttamynd

Skamm­degið víkur með hækkandi sól

Dagsbirtan í Reykjavík í dag varði fimm mínútum lengur en í gær og hefur daginn núna lengt um rúma klukkustund í borginni frá stysta degi ársins. Lenging dagsins er mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu en landsmenn ættu samt flestir að vera farnir að finna fyrir því að skammdegið sé að víkja.

Innlent
Fréttamynd

Raf­magnið í skemmunni þótti „slysagildra“

Ekki er ljóst hvað olli þeim mikla eldi sem braust út í skemmu í Gufunesi í dag. Fyrir rúmlega tveimur árum höfðu þáverandi leigjendur miklar áhyggjur af aðbúnaði í húsnæðinu, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og lýstu rafmagninu í húsinu sem „slysagildru“ á sínum tíma.

Innlent