Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Jarðskjálftahrina stendur nú yfir á Reykjaneshrygg. Skjálftahrinan hófst um klukkan á milli fimm og sex í morgun og stendur enn yfir. Stærstu skjálftarnir sem mælst hafa voru 3,4 rétt fyrir 6.30 og 3,7 að stærð og eru upptök þeirra í 15 til 20 kílómetrum suðvestur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Sá stærri er enn óyfirfarinn. Innlent 11.1.2026 10:02
Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 11.1.2026 09:47
Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Lögregla á Stöð 4 var kölluð til í vegna flugeldaslyss í gær. Fram kemur í dagbók lögreglunnar hafði þar barn slasað sig og verið sárþjáð þegar lögregla kom á vettvang. Áverkar voru á hönd barnsins sem fært var í sjúkrabifreið og á bráðamóttöku til frekari skoðunar. Innlent 11.1.2026 07:33
Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur á móti Johann Wadephul, utanríkisráðherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli á morgun. Hann stoppar stutt á flugvellinum á leið vestur um haf, þar sem hann á fund með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Innlent 10.1.2026 15:55
Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Hryðjuverkamálið svokallaða er komið á dagskrá Hæstaréttar. Málið verður tekið fyrir þann 11. febrúar næstkomandi en tæpt ár er síðan Landsréttur staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 10.1.2026 15:32
Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Innviðaráðherra hyggst breyta reglum um ökuskírteini svo ökumenn þurfi ekki að gangast undir lænisskoðun á grundvelli aldurs fyrr en það verður 75 ára gamalt. Innlent 10.1.2026 15:21
Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Íranir sem eru búsettir á Íslandi komu saman í dag og mótmæltu við stjórnarráð Íslands. Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. Innlent 10.1.2026 14:48
Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Þrjátíu til fjörutíu fasteignir sem urðu fyrir altjóni í jarðhræringum og eldgosi við Grindavík síðustu ár verða rifin niður á þessu ári. Þrjú hús verða rifin á næstu vikum. Forseti bæjarstjórnar segir um blendnar tilfinningar að ræða en niðurrifið markar upphaf endurreisnar bæjarins. Innlent 10.1.2026 14:31
Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sóttvarnalæknir boðaði í vikunni að það ætti að hefja átak um bólusetningu drengja gegn HPV Bólusetningin er gjaldfrjáls fyrir drengi sem eru fæddir árin 2008 til 2010. Langalgengasta krabbameinið sem tengist HPV er leghálskrabbamein en hjá karlmönnum er krabbamein í koki einnig algengt og tengist HPV-veirunni sömuleiðis. Innlent 10.1.2026 14:18
Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Um fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu tegundir af matvælum samkvæmt rannsókn og eru útsettari fyrir næringarskorti. Svokölluð bragðlaukaþjálfun hefur gefið góða raun í að draga úr matvendni. Innlent 10.1.2026 13:32
Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í Nettó í Hafnarfirði í gærkvöldi þegar kom til átaka milli starfsmanns og karlmanns sem staðinn var að því að stela sígarettum úr versluninni. Innlent 10.1.2026 13:02
Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Formaður Kennarasambandsins hvetur nýjan menntamálaráðherra til að líta heildstætt á skólamálin frekar en að kenna einni ákveðinni kennsluaðferð um skólavandann. Hann vonar að nú skapist stöðugleiki í ráðuneytinu eftir mikið rót undanfarna tólf mánuði. Innlent 10.1.2026 12:27
Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Formaður Kennarasambands Íslands hvetur nýjan menntamálaráðherra til að leita ekki skyndilausna í skólamálum, eftir að ummæli sem hún lét falla fóru öfugt ofan í kennara. Hann vonar að stöðugleiki skapist nú í ráðuneytinu eftir mikið rót undanfarið ár. Innlent 10.1.2026 11:44
Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Barna- og innilaug í Sundhöll Reykjavíkur hefur verið lokað vegna bilunar í loftræstingunni. Aðstæðurnar eru ekki taldar öruggar. Innlent 10.1.2026 10:39
Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Stjórnarandstaðan mætir tilbúin til leiks þegar þing kemur saman á miðvikudag. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áhyggjuefni hversu mikil áhersla er á utanríkis- og Evrópumál og Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, segir engan trúverðugleika innan ríkisstjórnar um menntamál. Innlent 10.1.2026 09:45
Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Auglýsing Reykjavíkurborgar eftir sérfræðingi í viðverustjórn hefur vakið talsverða athygli. Snorri Másson varaformaður Miðflokksins til að mynda dró auglýsinguna sundur og saman í háði en Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri borgarinnar lét sér hvergi bregða þegar hún var spurð út í hvað þetta væri eiginlega? Innlent 10.1.2026 09:02
Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Þegar farið er yfir myndirnar sem ljósmyndarar og tökumenn fréttastofu Sýnar tóku á árinu 2025 má segja að mótmæli og pólitískar sviptingar hafi verið áberandi. Myndir af eldsumbrotum voru færri en árin á undan en í safninu er að finna fjölmörg önnur kunnuleg stef úr daglegu lífi samheldinnar þjóðar á hjara veraldar. Innlent 10.1.2026 09:02
Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Einn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í gær eða í nótt vegna slagsmála. Fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að óskað hafi verið aðstoðar vegna slagsmála og að tilkynnt hafi verið um hnupl í bæði Kópavogi og Hafnarfirði. Slökkvilið slökkti eld í djúpgámi í Kópavogi. Innlent 10.1.2026 07:15
Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Átján ára íslenskur skiptinemi í Tyrklandi slapp með skrekkinn í innanlandsflugi ytri þegar gríðarmikil ókyrrð skók vélina. Átta slösuðust alvarlega. Hún lýsir því hvernig fólk bað til guðs, hágrét af ótta og mæður ríghéldu í börnin sín á meðan flugvélin var í frjálsu falli. Innlent 10.1.2026 07:01
Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Eldur kviknaði í stórum opnum ruslagámi hjá grenndargámnum fyrir utan gömlu slökkvistöðina í Keflavík í kvöld. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldatertu en ekki er hægt að slá neinu á föstu í þeim efnum. Innlent 10.1.2026 00:14
„Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Myndum af stúlkum niður í allt að níu til ellefu ára aldur hefur verið breytt í kynferðislegum tilgangi með hjálp gervigreindar að sögn framkvæmdastjóra UN Women hér á landi. Tækni á borð við spjallmenni X sé notuð til að grafa undan konum í valdastöðu og veikja lýðræðið. Innlent 9.1.2026 22:53
Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á gæsluvarðhaldskröfu héraðssaksóknara yfir manni sem hefur verið ákærður fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn. Innlent 9.1.2026 21:46
Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hyggst ráðast í útttekt á notkun hljóðdempandi efna í lofti hér á landi í kjölfar stórbrunans í Sviss þar sem fjörutíu létu lífið eftir að kviknaði í lofti á skemmtistað. Slökkviliðsstjóri hvetur landsmenn til að huga að því hverskonar hljóðdempun sé keypt. Innlent 9.1.2026 21:02
Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Frítt verður fyrir börn í sex tíma á dag í leikskólum Hveragerðisbæjar frá 1. febrúar næstkomandi en frítt hefur verið fyrstu fimm klukkustundirnar frá 1. janúar síðastliðnum. Þetta var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn í gær, 8. janúar. Innlent 9.1.2026 20:05