Innlent

Fréttamynd

Þyngdu dóm fyrir stór­felld fíkniefnalagabrot

Mohamed Hicham Rahmi hefur verið dæmdur í fjögurra ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að standa að innflutningi kókaíns auk þess sem fjöldi fíkniefna fannst í fórum hans ætlaður til söludreifingar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann er dæmdur fyrir slíkt brot.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gerir kröfu um að fjár­magn fylgi barni í vímu­efna­vanda

Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins vill að fjármagn fylgi barni þegar kemur að fíknimeðferðum. Hún segir að á meðan ekki sé hægt að tryggja aðgengi og öryggi barna í meðferðarúrræðum á Íslandi eigi foreldrar og forráðamenn að geta leitað annað og fengið fjármagn með.

Innlent
Fréttamynd

„Stór­merki­leg niður­staða“ í nýrri könnun

Veruleg tíðindi eru í nýrri könnun Maskínu á fylgi við stjórnmálaflokkana, sem birt verður í kvöldfréttum Sýnar. Talsverð hreyfing virðist vera á stuðningi við flokka og breytingar frá niðurstöðum síðustu kosninga sæta tíðindum. Rætt verður við Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði í kvöldfréttunum klukkan hálfsjö, sem segir helstu niðurstöðu könnunarinnar stórmerkilega.

Innlent
Fréttamynd

Kjara­deilu flug­um­ferðar­stjóra og Isavia vísað til gerðar­dóms

Flugumferðarstjórar og Isavia hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að vísa kjaradeilu sinni í gerðardóm. Er það gert í ljósi þess að lítið hefur þokast áfram í kjaraviðræðum og sjónarmið Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ítrekað verið hundsuð, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Yfirvinnubanni sem boðað hafði verið frá og með 25. nóvember hefur verið aflýst.

Innlent
Fréttamynd

Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir

Mennta- og barnamálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa fundað um áframhaldandi samning við stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið headspace. Framkvæmdastjórinn segir jákvætt að samtal sé farið af stað en hún óttaðist að fengist ekki ríkisstyrkur þyrfti að loka starfsemi Bergsins. Hún hefur ekki fengið upplýsingar um hvað felst í samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Mæðgurnar svöruðu engu

Margrét Halla Hansdóttir Löf, sem ákærð er fyrir að myrða föður sinn og reyna að myrða móður sína, svaraði engum spurningum þegar hún gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjaness við aðalmeðferð máls hennar. Þess í stað las hún upp yfirlýsingu. Móðir hennar gerði slíkt hið sama.

Innlent
Fréttamynd

Út­lendingar 69 prósent nýrra í­búa frá 2017

Á árunum 2017 til 2025 fjölgaði íbúum Íslands margfalt á við önnur lönd vegna mikillar fjölgunar erlendra ríkisborgara en veiting dvalarleyfa til ríkisborgara utan EES, svokallaðra þriðju ríkis borgara, skýrir sífellt stærri hluta fólksfjölgunar á Íslandi. Starfshópur leggur til víðtækar breytingar á dvalarleyfakerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Skúli sækist eftir 2. sæti

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Flokksvalið fer fram 24. janúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Vill svara ESB með tollahækkun

Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum.

Innlent
Fréttamynd

Kom ó­á­nægju sinni á fram­færi við von der Leyen

Forsætisráðherra segist hafa komið óánægju íslenskra stjórnvalda með verndaraðgerðir Evrópusambandsins vegna kísiljárns á framfæri við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í morgun. Von der Leyen hafi sagt Ísland áfram geta reitt sig á aðgengi að innri markaði ESB.

Innlent
Fréttamynd

Ungu fólki í endur­hæfingu vegna of­fitu fjölgar

Læknir segir gríðarlega mikilvægt að bregðast sem fyrst við glími börn við offitu. Ungt fólk þarf í auknu mæli á endurhæfingu að halda vegna offitu sem börn. Algengara er að börn á landsbyggðinni glími við sjúkdóminn. 

Innlent
Fréttamynd

Magnús Guð­munds­son er látinn

Magnús Elías Guðmundsson, blaða- og kvikmyndagerðarmaður, er látinn 71 árs að aldri eftir erfið veikindi síðustu ár. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú

Sjö af hverjum tíu landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þjóðin skiptist hinsvegar í fylkingar þegar spurt er hvort Sundabrautin ætti að vera göng eða hvort hún ætti að vera brú.

Innlent
Fréttamynd

Nær allir sam­mála um af­sögn ríkislög­reglu­stjóra

Svarendur í skoðanakönnun sem Maskína gerði voru svo gott sem á einu máli um að það hefði verið rétt ákvörðun hjá Sigríði Björk Guðjónsdóttur að segja af sér sem ríkislögreglustjóri. Sú afstaða er óháð kyni, aldri, búsetu, menntun, tekjum eða stjórnmálaskoðunum svarenda.

Innlent
Fréttamynd

Feta ein­stigi milli metnaðar og raun­sæis í lofts­lags­mark­miði

Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun.

Innlent