Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Prófessor og sérfræðingur í sifjarétti segist ekki sjá fyrir sér að erfðafræðileg tengsl foreldra við barn sitt gætu ráðið úrslitum í forsjármáli á Íslandi. Hæstiréttur í Noregi hefur nú mál til umfjöllunar þar sem móðir hefur óskað eftir áliti á því hvort dómara á lægra dómstigi var heimilt að horfa til blóðtengsla þegar hann dæmdi föður forsjá. Innlent 11.1.2026 20:00
Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að samband Íslands og Þýskalands sé einstakt. Góð samskipti beggja landa við Bandaríkin hafi verið þeim dýrmæt í gegnum tíðina og mikilvægt sé fyrir ríkin að þau bönd verði treyst áfram, en um leið þurfi að sammælast um mikilvægi þess að alþjóðalög séu virt. Innlent 11.1.2026 20:00
Sérsveitaraðgerð á Selfossi Sérsveit ríkislögreglustjóra er að störfum á Selfossi að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi. Innlent 11.1.2026 18:57
Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Ríkisráðsfundur var haldinn á Bessastöðum í dag. Þar samþykkti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, breytingar í ráðherrahópi ríkisstjórnar Kristrúnar Forstadóttur. Innlent 11.1.2026 14:33
Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Nýliðið ár var mikið uppskeruár hjá Náttúruverndarstofnun því gestastofur voru opnaðar víða um land. Þá voru sérstakar sýningar opnaðar á Kirkjubæjarklaustri, í Mývatnssveit og á Hellissandi en allar þessar sýningar fengu sérstök hönnunarverðlaun. Innlent 11.1.2026 14:03
Inga vill skóla með aðgreiningu Verðandi mennta- og barnamálaráðherra talar fyrir aðgreindum skólum í þágu barna sem hafa ekki íslensku að móðurmáli, skólar án aðgreiningar séu börn síns tíma. Hún vill líta til Finnlands til að bæta íslenska menntakerfið sem hafi brugðist bæði nemendum og kennurum. Innlent 11.1.2026 14:00
Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, segir að árekstrar hafi orðið á milli hans og skaðaminnkandi úrræða Rauða krossins fyrir nokkrum árum þegar hópur barna í sprautuneyslu leitaði þangað í miklu mæli. Innlent 11.1.2026 13:33
Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti landsmanna er hlynntur upptöku viðræðna við Evrópusambandið samkvæmt könnun Maskínu. Könnunin var gerð í desember og prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að afstaða fólks sé að taka hröðum breytingum samhliða vendingum á alþjóðavísu. Geri megi ráð fyrir algjörri uppstokkun í umræðu um kosti og galla aðildar. Innlent 11.1.2026 12:20
Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Meirhluti landsmanna er hlynntur upptöku viðræðna við Evrópusambandið samkvæmt könnun Maskínu, sem gerð var í desember. Stjórnmálafræðingur telur líklegt að afstaða fólks taki hröðum breytingum vegna óvissu á alþjóðavísu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 11.1.2026 11:38
Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Karlmennirnir þrír sem voru handteknir í nótt grunaðir um íkveikju eru allir lausir úr haldi. Þeir búa allir í húsinu sem kviknaði í. Innlent 11.1.2026 11:28
Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir í Þykkvabæ var útnefnd Samborgari Rangárþings ytra 2025 í hófi á vegum sveitarfélagsins í gær, 10. janúar. Jóhanna Lilja býr í Skarði með manni sínum, Sigurbjarti Pálssyni en þau stunda m.a. kartöflurækt á bænum, auk þess, sem hún hefur unnið við íþróttahúsið og tjaldsvæðið í þorpinu í nokkur ár. Hún er Hornfirðingur en hefur búið í Þykkvabæ frá 1982. Innlent 11.1.2026 11:17
Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Jarðskjálftahrina stendur nú yfir á Reykjaneshrygg. Skjálftahrinan hófst um klukkan á milli fimm og sex í morgun og stendur enn yfir. Stærstu skjálftarnir sem mælst hafa voru 3,4 rétt fyrir 6.30 og 3,7 að stærð og eru upptök þeirra í 15 til 20 kílómetrum suðvestur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Sá stærri er enn óyfirfarinn. Innlent 11.1.2026 10:02
Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 11.1.2026 09:47
Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Lögregla á Stöð 4 var kölluð til í vegna flugeldaslyss í gær. Fram kemur í dagbók lögreglunnar hafði þar barn slasað sig og verið sárþjáð þegar lögregla kom á vettvang. Áverkar voru á hönd barnsins sem fært var í sjúkrabifreið og á bráðamóttöku til frekari skoðunar. Innlent 11.1.2026 07:33
Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Þrír voru handteknir vegna gruns um íkveikju í einbýlishúsi í Breiðholti. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem tók við vettvanginum eftir að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti allan eld. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar og tilkynningu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Innlent 11.1.2026 07:17
Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Hvaða steinsteypa er þetta?“ segir Gauti B Eggertsson, prófessor í hagfræði og bróðir Dags B Eggertssonar, um nýlegt viðtal Heimildarinnar við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, þar sem hún sagði að hægt væri að finna sameiginlegan grundvöll með Miðflokknum í útlendingamálum. Innlent 10.1.2026 22:50
„Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss „Þetta var bara klikkað. Við vorum á leiðinni í bæinn en sáum þessi norðurljós rétt fyrir utan Selfoss, þannig við stoppuðum og fylgdumst með þessu,“ segir Sif Baldursdóttir, sem fangaði sjónarspilið á myndskeiði. Innlent 10.1.2026 21:55
Stofna ný samtök gegn ESB aðild „Til vinstri við ESB“ heita ný samtök sem stofnuð voru í dag, en í tilkynningu segir að samtökin hafni aðild að Evrópusambandinu og markmið þeirra sé að standa gegn tilraunum til að innlima Ísland í Evrópusambandið. Innlent 10.1.2026 20:41
Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Miklar umferðartafir eru í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs á hringtorginu við gatnamót Suðurgötu og Hringbrautar. Lögreglumenn stýra umferð á vettvangi en töluverð hálka er á svæðinu. Innlent 10.1.2026 17:29
Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að endurskoða 24 verkbeiðnir vegna ríkisborgara frá Venesúela sem flytja á til Venesúela. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun fylgist starfsfólk náið með stöðunni. Alls eru óafgreiddar 70 umsóknir Útlendingastofnunar um vernd frá ríkisborgurum Venesúela. Innlent 10.1.2026 16:41
Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur á móti Johann Wadephul, utanríkisráðherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli á morgun. Hann stoppar stutt á flugvellinum á leið vestur um haf, þar sem hann á fund með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Innlent 10.1.2026 15:55
Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Hryðjuverkamálið svokallaða er komið á dagskrá Hæstaréttar. Málið verður tekið fyrir þann 11. febrúar næstkomandi en tæpt ár er síðan Landsréttur staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 10.1.2026 15:32
Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Innviðaráðherra hyggst breyta reglum um ökuskírteini svo ökumenn þurfi ekki að gangast undir lænisskoðun á grundvelli aldurs fyrr en það verður 75 ára gamalt. Innlent 10.1.2026 15:21
Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Íranir sem eru búsettir á Íslandi komu saman í dag og mótmæltu við stjórnarráð Íslands. Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. Innlent 10.1.2026 14:48