Innlent

Fréttamynd

Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni

Fylgismenn Fjarðarheiðarganga hafa náð að safna fleiri undirskriftum en fylgismenn Fjarðaganga í ákafri keppni í söfnun undirskrifta sem stendur núna yfir á Austurlandi. Þar takast á stuðningshópar tveggja mismunandi jarðgangakosta í fjórðungnum.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað náðunarnefnd til þriggja ára. Meðal verkefna nefndarinnar verður að taka fyrir mál Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani, sem sótt hefur um náðun af heilbrigðisástæðum.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn á heil­brigðis­stofnun og lyfjum stolið

Brotist var inn á heilbrigðisstofnun í Ármúla í Reykjavík og lyfjum stolið þaðan. Lögreglan rannsakar nú málið en einnig voru skemmdir og mögulegt tjón unnið á tækjum. Innbrotið uppgötvaðist í morgun en var líklega framið um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Reynir aftur við Endur­upp­töku­dóm

Tveir sækjast eftir því að verða dómandi og varadómandi við Endurupptökudóm. Skipað verður í embættin frá 1. febrúar næstkomandi en dómsmálaráðuneytið auglýsti embættin laus til umsóknar í október.

Innlent
Fréttamynd

Sverrir Einar á­kærður en fer í hart á móti

Athafnamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot með því að hafa, sem stjórnandi fjögurra félaga, ekki staðið skil á alls 59,7 milljónum króna í opinber gjöld. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og í atvinnurekstrarbann. Hann hefur kært Ríkisskattstjóra og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna aðgerða á starfstöðvum félaga hans í apríl í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Hótað á flug­vellinum vegna víólunnar og komin með nóg

Hljóðfæraleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir lenti óvænt í kröppum dansi á Schiphol-flugvelli í Amsterdam þar sem hún var á leið heim með víóluna sína. Starfsmaður vísaði til breyttra reglna um hljóðfærið og hótaði því að kalla á öryggisverði. Ásta segir hljóðfæraleikara langþreytta á óskýrum reglum og hvetur Icelandair til að bregðast við.

Innlent
Fréttamynd

Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólar­hrings­vakt

Forseti Alþingis hefur farið þess á leit við fjárlaganefnd að nefndin veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Núverandi fjárveiting til embættisins nemur fjörutíu milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Fann dauðan snák í Mos­fells­bæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti heldur óvenjulegu verkefni í morgun eftir að vegfarandi gekk fram á dauðan snák. Svo vill til að sá sem fann snákinn hefur átt snák af sömu tegund og segir snákana góð gæludýr. Snákar eru kolólöglegir hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Gjá milli kvenna og karla en Mið­flokkurinn í sér­flokki

Þótt flestir telji að íslensk stjórnvöld geri of lítið til þess að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum fjölgar þeim sem telja of langt gengið. Karlar eru mun líklegri til þess að telja of mikið gert og hafa mun minni áhyggjur af loftslagsbreytingum en konur. 

Innlent
Fréttamynd

Netsvikarar þykjast vera þekkt ís­lensk fyrir­tæki

Nýverið fór að bera á nýrri tegund tilrauna til fjársvika, þegar netþrjótar hófu að kaupa sér lénaheiti sem líkjast íslenskum fyrirtækjaheitum og láta lénin líta út eins og þau tengist fyrirtækjunum. Lénaheitin voru á forminu fyrirtæki-ehf.is í staðinn fyrir bara fyrirtæki.is Þessi lén nota þrjótarnir til að villa á sér heimildir og virðist það aðallega beinast að erlendum birgjum þessara íslensku fyrirtækja.

Innlent
Fréttamynd

Um­fangs­mikil lokun á köldu vatni í Kópa­vogi

Vegna framkvæmda við Arnarnesveg þarf að loka fyrir rennsli á köldu vatni í Lindahverfi, Smárahverfi, Digranesi og Kársnesi í Kópavogi. Lokunin hefst klukkan 22 í kvöld og stendur til klukkan sex að morgni þriðjudagsins daginn eftir.

Innlent
Fréttamynd

Mark Rutte heim­sækir Ís­land

Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins er væntanlegur í heimsókn til Íslands þann 27. nóvember næstkomandi. Um er að ræða vinnuheimsókn og er þetta hans fyrsta heimsókn til Íslands í stöðu framkvæmdastjóra síðan hann tók við af Jens Stoltenberg í október 2024.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn í Dölunum

Lögregla handtók um helgina mann í Dölunum eftir að hann hafði ítrekað ekið bíl sínum á annan bíl á sunnanverðum Vestfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

„Þar erum við eftir­bátar ná­granna­þjóðanna“

Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum segir að tryggja þurfi að þeir sem flytjist hingað til lands og vilji setjast hér að geti lært íslensku. Við séum eftirbátar nágrannaþjóðanna hvað það varðar, og hér þurfi að setja meira fé í málaflokkinn og tryggja að nám í íslensku sem annað mál sé aðgengilegt nám.

Innlent
Fréttamynd

Börn sækist í bækur á ensku

Mikilvægt er að efla útgáfu íslenskra barna bóka að mati bókasafnsfræðings sem hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem veitt voru í tilefni af degi íslenskrar tungu. Börn leiti í auknu mæli í lesefni á ensku og bregðast þurfi við.

Innlent
Fréttamynd

Minntust þeirra sem hafa látist í um­ferðinni

Faðir sem missti son sinn í bílslysi segir skelfilegt að heyra að bílbeltanotkun meðal ungs fólks sé að dragast saman. Lögreglumaður sem á líf sitt bílbeltinu að þakka hvetur alla til að muna eftir beltinu.

Innlent