Innlent

Fréttamynd

Sam­fé­lags­lega mikil­væg innviðafjárfesting að efla ís­lenska tungu

Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hún segir að þjóðin öll muni nú og til lengri tíma njóta góðs af því ef ríkisstjórnin fjárfestir í íslenskri tungu og íslenskukennslu því tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga

Stúdentar skilja hvorki upp né niður í ákvörðun ráðherra háskólamála að hækka skráningargjald í opinbera háskóla um þriðjung, á sama tíma og mikil óvissa ríkir um lögmæti þeirra. „Stúdentar eru allir sammála um það að þessi skráningargjöld eru í raun og veru skólagjöld,“ segir forseti SHÍ.

Innlent
Fréttamynd

Hrókeringar í þing­nefndum og Grímur segir af sér

Tilkynnt var um nokkrar breytingar á skipan þingnefnda á fundi Alþingis í gær að lokinni þingsetningu. Bæði Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur gera breytingar á nefndasetu meðal sinna þingmanna og þá hefur Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, sagt af sér sem annar varaformaður forsætisnefndar þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um hvort fram­lag í sér­eign sé launagreiðsla

Hæstiréttur hefur fallist á beiðni tryggingarfélagsins Varðar um að taka fyrir deilu félagsins við vátryggingartaka, sem krefst þess að mótframlag vinnuveitanda hans í séreignarsjóð verði talið til árslauna við útreikning bóta. Rétt rúmlega 300 þúsund krónur eru undir í málinu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef al­veg heyrt mun verri hug­myndir en þetta“

Kristján Ingi Mikaelsson, annar eigenda MGMT Ventures og einn af stofnendum Visku, segist þekkja fleiri dæmi þess að menn hafi selt ofan af sér til að fjárfesta í Bitcoin. Fólk verði hins vegar að passa sig þegar það sé að taka stórar ákvarðanir.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­and­staðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðar­dans sumarsins

Stjórnarandstaðan þarf að fá ný tæki í hendurnar til að geta sinnt sínu lýðræðislega hlutverki ef málþófsvopnið verður bitlaust með virkjun 71. greinar þingskapalaga sem heimilar takmörkun á ræðutíma. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Þingið hafi verið komið í algjört öngstræti við afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins í sumar en leiðtogar flokka þurfi nú að setjast niður og ræða hvað sé hægt að gera í staðinn, þannig sómi sé af þingstörfum.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu prósent meira fjár­magn í utan­ríkis­mál á næsta ári

Ekki liggur fyrir hversu háu hlutfalli af landsframleiðslu næsta árs verður varið í öryggis- og varnarmál og styrkingu innviða sem falla mun undir ný viðmið Atlantshafsbandalagsins þar um. Markmið ríkisstjórnarinnar er að árið 2035 verði 1,5% af landsframleiðslu varið til slíkra verkefna en eins og staðan er núna er enn verið að vinna að viðmiðum fyrir hvaða útgjaldaliðir geti fallið þar undir.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19

Ekki verður ráðist í átak í bólusetningum gegn Covid-19 samhliða inflúensubólusetningum haustsins, heldur verður fylgst náið með veikindum á sjúkrastofnunum og hvatt til bólusetninga ef tilefni reynist til.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­stöfun sér­eignar­sparnaðar inn á hús­næðis­lán bara tíma­bundin

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um það af hverju það hafi verið svona mikil fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár. Hún hafi til að mynda haft gríðarleg eftirspurnaráhrif á húsnæðismarkað. Hún segir að heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán hafi bara verið tímabundin ráðstöfun á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Út­sending komin í lag

Bilun hefur komið upp í sjónvarpsútsendingu Sýnar sem veldur truflunum í útsendingu í appi og vefsjónvarpi. Verið er að vinna að lausn og beðist er afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Innlent
Fréttamynd

For­seti biðlar til þing­manna og ó­lík­leg þátt­taka í Euro­vision

Eftir dramatísk þinglok í sumar sneru þingmenn aftur til starfa á Alþingi í dag. Forseti Íslands hvetur þingmenn til þess að hætta málþófi og ráðherrar útiloka ekki að stöðva umræður til að koma málum í gegn. Við sjáum myndir frá deginum í kvöldfréttum Sýnar og heyrum í stjórnmálafólki. Þá mætir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í myndver og rýnir komandi þingvetur.

Innlent
Fréttamynd

Skipar nefnd um jafn­rétti karla

Ríkisstjórnin ætlar að skipa karlanefnd með það hlutverk að greina stöðu karla og drengja og þær áskoranir sem þeir standi frammi fyrir í tengslum við jafnréttismál. Um er að ræða lykilaðgerð ríkisstjórnar í kynjajafnréttismálum til framtíðar sem gripið er til eftir ábendingu allsherjar- og menntanefndar þingsins. Þrjú af fjórum börnum sem beita ofbeldi hér á landi eru af karlkyni og traust þeirra til lögreglu lítið.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Guðs­þjónusta og setning Al­þingis

Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn munu svo ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Hægt verður að fylgjast með guðsþjónustu og þingsetningunni í beinni útsendingu í spilara að neðan. 

Innlent
Fréttamynd

„Við munum reyna að bæta öll mál“

Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir stóra málið á komandi þingi að ná niður verðbólgu og lækka vexti. Flokkurinn ætli að beita sér í mikilvægum málum er varða heimilin og til að mynda reyna að tryggja að fólk geti áfram ráðstafað séreignasparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán.

Innlent