Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Drógu Hildi aftur í land

Björgunarsveitarmenn komu skipinu Hildi SH777 til bjargar er það bilaði norðvestur af Skaga. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem björgunarbátar koma skipinu til bjargar og draga það í land.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt

„Við erum sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu,“ segir Bryndis Eva Ásmundsdóttir, íbúi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, sem kveðst gáttuð á háværri andstöðu nokkurra nágranna sinna við opnun Kaffistofu Samhjálpar í hverfinu. Hún brigslar nágranna sína um fordóma.

Innlent
Fréttamynd

Öllum í Brussel drullusama um hefndar­að­gerðir Ís­lands

Fyrrverandi utanríkisráðherra segir blasa við að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki gert ráð fyrir að álagning verndartolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi mættu slíkri andstöðu og raun bar vitni. Atkvæðagreiðslunni hafi verið frestað sem gerist örsjaldan og smala hafi þurft löndum til að fá aðgerðirnar í gegn.

Innlent
Fréttamynd

„Við hjá ZoloIceland leggjum á­herslu á spila­víti“

„Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti sem bjóða upp á fjölbreytt úrval leikja,“ stendur undir stórum vélþýddum flipa á heimasíðu rafskútuleigunnar Zolo sem margir Reykvíkingar kannast eflaust við. Félagið hætti starfsemi í byrjun árs en hefur ekki hafið innreið inn á netfjárhættuspilamarkaðinn, enda kom fyrrverandi eiganda og framkvæmdastjóra félagsins af fjöllum þegar blaðamaður bar þetta undir hann.

Innlent
Fréttamynd

Heil­brigðis­stofnun Suður­lands þarf nýja byggingu á Sel­fossi

Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eykst og eykst en á sama tíma fær stofnunin ekki það fjármagn, sem hún þarf á að halda. Heimsóknir á bráðamóttökuna á Selfossi hafa til dæmis aukist um 36% á síðustu fjórum árum og meðallegutími á sjúkrahúsinu hefur tvöfaldast á sama tímabili, eða úr 7,5 dögum í rúmlega 15 daga.

Innlent
Fréttamynd

Stakk af eftir harðan á­rekstur

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um harðan árekstur þar sem tveir bílar skullu saman. Ökumaður annars bílsins stakk þó af á hlaupum áður en lögregluþjóna bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Læknar á sau­tján sólar­hringa bakvakt

Formaður Læknafélagsins leggur til að læknum verði boðin sérkjör fyrir að starfa utan höfuðborgarsvæðisins til að laða að starfsfólk. Erfitt ástand hafi skapast á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna læknaskorts. Dæmi séu um að fólk sé látið standa bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt.

Innlent
Fréttamynd

Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu

Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að gera megi ráð fyrir því að ný kaffistofa Samhjálpar hefji ekki starfsemi fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Sem fyrrverandi embættismaður skilji hún vel að boðuð grenndarkynning taki tíma en hún segist ekki hafa eins mikinn skilning á því hvers vegna farið sé af stað með grenndarkynningu yfirhöfuð.

Innlent
Fréttamynd

Læknar veigri sér við á­laginu við að vinna úti á landi

Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir stöðuna á sjúkrahúsinu alvarlega eftir að þrír læknar sögðu upp vegna álags. Það sé ákveðin áskorun í læknamönnun á sjúkrahúsinu og hún sé sérstaklega erfið á lyflæknadeildinni.

Innlent
Fréttamynd

Brutu dyrakarm til að bjarga heimilis­manni

Starfsmenn Hrafnistu brutu dyrakarm til að koma heimilismanni á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í öruggt skjól þegar eldur kom upp. Rúm heimilismannsins hafi naumt komist út annars. Ríflega tuttugu íbúum var bjargað undan eldsvoðanum á innan við fjórum mínútum.

Innlent
Fréttamynd

„Hel­vítis kerling“ sé eitt en hótun um í­kveikju annað

Siðanefnd Félagsráðgjafafélags Íslands lýsir yfir áhyggjum vegna aukins ofbeldis, hótana, niðrandi ummæla og annarrar óviðunandi framkomu sem félagsráðgjafar verða fyrir í starfi sínu. Siðanefndin hefur sent út könnun á alla félagsmenn. Formaður nefndarinnar segir nefndina vilja kanna bæði algengi ofbeldis gegn félagsráðgjöfum í starfi og viðbrögð vinnuveitenda við því.

Innlent
Fréttamynd

Stað­setning flugeldanna endur­skoðuð vegna drengsins

Staðsetning flugeldasýningar sem haldin var í Firði verður endurskoðuð eftir að ungur drengur fékk flugeldapúður í auga þegar stækkun verslunarmiðstöðvarinnar var fagnað í Hafnarfirði í gær. Framkvæmdastjóri segist harma atvikið en tekur fram að öllum nálægðarreglum hafi verið fylgt.

Innlent