EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet EuroBasket 2029 verður haldið í höfuðborgum Spánar, Grikklands, Slóveníu og Eistlands. Stefnt er að áhorfendameti í opnunarleiknum, sem mun fara fram á Santiago Bernabeu í Madríd, fótboltavelli Real Madrid sem verður breytt í körfuboltavöll. Körfubolti 22.5.2025 15:16
Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Einum lengsta og magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns lauk í gær þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari eftir sigur á Tindastóli í oddaleik á Sauðárkróki. Hlynur Bæringsson setti þar punktinn aftan við tæplega þrjátíu ára meistaraflokksferil sem fékk draumaendi í gini úlfsins. Körfubolti 22.5.2025 14:02
Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Það blés ekki byrlega fyrir Indiana Pacers þegar skammt var til leiksloka gegn New York Knicks í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. En Pacers sneri laglega á tölfræðina og vann leikinn. Körfubolti 22.5.2025 11:32
„Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ „Alsæla. Ég á hreinlega ekki orð“ sagði Íslandsmeistarinn Hlynur Bæringsson eftir sigur í oddaleik gegn Tindastóli. Þetta var hans síðasti leikur á löngum ferli, sem endar með fyrsta Íslandsmeistaratitli í sögu Stjörnunnar. Körfubolti 21. maí 2025 22:27
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Stjarnan er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 77-82 sigur gegn Tindastól í oddaleik sem fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. Körfubolti 21. maí 2025 22:00
Shaq segist hundrað prósent Shaquille Rombley, miðherji Stjörnunnar, sést hita upp með liðinu í aðdraganda oddaleiksins og er skráður á leikskýrsluna í leiknum gegn Tindastóli sem fer fram í Síkinu í kvöld. Hann staðfesti í viðtalið við Andra Má Eggertsson að hann væri klár í slaginn í kvöld. Körfubolti 21. maí 2025 19:28
Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Spennuþrungið andrúmsloft er ríkjandi á Sauðárkróki. Úrslitin í Bónus deildinni í körfubolta ráðast þar í kvöld í oddaleik úrslitaeinvígis Tindastóls og Stjörnunnar. Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir fólk á þeim bænum ekki í vinnuhæfu ástandi, allir séu með hugann við leik kvöldsins. Körfubolti 21. maí 2025 12:33
Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Áhrifavaldurinn, ofurskvísan og körfuboltaáhugakonan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, hefur ekki látið sig vanta á körfuboltaleikina undanfarið. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk góð ráð um hvernig ætti að klæða sig fyrir körfuboltaleik. Tíska og hönnun 21. maí 2025 12:01
Þruman skellti í lás og tók forystuna Oklahoma City Thunder vann öruggan sigur á Minnesota Timberwolves, 114-88, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Körfubolti 21. maí 2025 08:30
Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari skorar á Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði, að mæta sér hvar og hvenær sem er til að ræða þjálfun. Sport 20. maí 2025 12:08
Opinber áskorun til prófessorsins Jæja, nú hefur karmað loksins bankað upp á og prófessorinn Víðir Halldórsson er kominn út úr fylgsninu. Hér með býð ég honum opinberlega að mæta mér hvar og hvenær sem er, svo við getum farið yfir öll þau mál sem hann hefur svo lengi fjallað um varðandi mig körfuboltaþjálfarann. Skoðun 20. maí 2025 12:00
Tryllt eftirspurn eftir miðum Það er ljóst að margfalt færri komast að en vilja, á oddaleik Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla í körfubolta annað kvöld. Körfubolti 20. maí 2025 11:05
„Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Daníel Andri Halldórsson er nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta og fær það verkefni að festa liðið í sessi í efstu deild. Hann tekur næsta skref á sínum ferli með miklu sjálfsöryggi eftir að hafa lært mikið á stuttum ferli til þessa. Körfubolti 20. maí 2025 07:31
Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands og varaþingmaður Samfylkingarinnar og hélt sína fyrstu ræðu á Alþingi fyrir helgi. Hann nýtti tækifærið og þakkaði öllum þeim sem hafa starfað sem sjálfboðaliðar í kringum íþróttir og minnti þá landann á gríðarlegt mikilvægi íþrótta í samfélaginu. Körfubolti 19. maí 2025 23:17
Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Strákarnir í Lögmáli leiksins hafa sínar efasemdir um að rétt sé staðið að málum í lottóinu fyrir nýliðavalið. Körfubolti 19. maí 2025 16:32
Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir körfuboltaþjálfarann Brynjar Karl Sigurðsson fara gegn viðurkenndum þjálfunaraðferðum og fræðum með tilraunum sínum á börnum og ungmennum. Viðar kveðst ekki lengur geta setið undir ásökunum Brynjars um lygar og „mannorðsmorð“. Körfubolti 19. maí 2025 12:47
Pétur tekur við þjálfun Hauka Pétur Ingvarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta. Hann tekur við liðinu af Friðriki Inga Rúnarssyni. Körfubolti 19. maí 2025 11:51
„Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ „Ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ,“ sagði Hilmar Smári Henningsson, landsliðsmaður og lykilmaður Stjörnunnar í körfubolta, eftir sigurinn sem færði liðinu oddaleik gegn Tindastóli á Sauðárkróki næsta miðvikudag. Körfubolti 19. maí 2025 11:32
Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Að gefnu tilefni – og mér þvert um geð - sé ég mig knúinn til að svara fyrir síendurteknar ásakanir, rógburð og yfirgang körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar og hans fylgisfólks í minn garð. Skoðun 19. maí 2025 10:32
Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þjálfari Stjörnunnar gerir ekki ráð fyrir því að Shaquille Rombley, leikmaður liðsins, verði með í oddaleik úrslitaeinvígis Bónus deildarinnar í körfubolta en sá var fluttur af velli á sjúkrahús í gær og undirgengst frekari rannsóknir í dag. Körfubolti 19. maí 2025 10:31
Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. Körfubolti 18. maí 2025 22:32
„Við máttum ekki gefast upp“ Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól. Körfubolti 18. maí 2025 21:28
Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla. Körfubolti 18. maí 2025 20:26
Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Shaquille Rombley leikmaður Stjörnunnar þurfti að fara af velli í leik Stjörnunnar og Tindastóls í úrslitum Bónus-deildarinnar. Rombley var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið læknisaðstoð í Ásgarði. Körfubolti 18. maí 2025 20:11