Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Pólland og Ísrael mættust í síðasta leik dagsins í D-riðli á Evrópumótinu í körfubolta en Ísland mætir Póllandi á morgun. Pólverjar voru nálægt því að kasta leiknum frá sér en Jordan Loyd var á öðru máli. Körfubolti 30.8.2025 20:40
EM í dag: Fimm mínútna martröð Úff. Erfitt tap að kyngja hjá strákunum okkar á EM í körfubolta. Ævintýralegur lokakafli skilaði tapi fyrir Belgum í leik þar sem Ísland leiddi frá upphafi, nánast til enda. Leikurinn var gerður upp í EM í dag. Körfubolti 30.8.2025 19:15
Doncic og félagar í brasi Slóvenar eru án sigurs á Evrópumótinu í körfubolta eftir 103-95 tap gegn Frökkum í dag. Körfubolti 30.8.2025 17:33
Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Körfubolti 30.8.2025 14:32
Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik þegar liðið mætti Belgíu í annarri umferð í D-riðli á EuroBasket 2025 í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi í dag. Góður möguleiki var á fyrsta sigri Íslands í 12. tilraun á stórmóti en liðið var sjö stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Körfubolti 30.8.2025 10:00
Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Það gæti orðið verulega dýrt fyrir leikmenn að vera reknir út úr húsi á Evrópumótinu í körfubolta. Körfubolti 30.8.2025 12:32
Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Stjörnukonan Berglind Katla Hlynsdóttir endaði sem stigahæsti leikmaður B-deildar Evrópukeppninnar í körfubolta sem lauk i gær. Hún var einnig valin í lið mótsins. Körfubolti 30.8.2025 11:32
Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Haukur Helgi Pálsson er mættur í keppnishöllina í Katowice fyrir leik Íslands við Belgíu á EM. Hann lenti í nótt eftir að hafa undirgengist aðgerð á þriðjudaginn var. Körfubolti 30.8.2025 11:01
Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Íslendingarnir í Katowice tóku daginn snemma enda spilar íslenska landsliðið snemma í dag rétt eins og á fimmtudag. Körfubolti 30.8.2025 10:55
„Hljóp stressið fljótt úr mér“ Orri Gunnarsson er mættur á sitt fyrsta Eurobasket og ekki bara sem farþegi heldur sem byrjunarliðsmaður í íslenska liðinu. Körfubolti 30.8.2025 10:32
Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Baldur Þór Ragnarsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, vakti athygli í fyrsta leik Íslands á EM þar sem hann var meira á hliðarlínunni en aðalþjálfarinn, Craig Pedersen. Körfubolti 30.8.2025 09:30
Stoltur og þakklátur með tárin í augunum „Leiðtogarnir í þessu liði sögðu okkur það að við hefðum ekki mikinn tíma til að svekkja okkur. Við vorum svekktir í rútunni en svo var það búið. Þegar við komum upp á hótel lögðum við það til hliðar og einbeittum okkur að næsta hlut,“ segir Hilmar Smári Henningsson, leikmaður körfuboltalandsliðsins, um tap fyrir Ísrael á EM í gær. Öll einbeiting sé á næsta leik við Belgíu. Körfubolti 30.8.2025 07:00
Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Finnska NBA stjarnan Lauri Markkanen átti stórleik í kvöld þegar Finnar fylgdu eftir sigri á Svíum í fyrsta leik með því að vinna stórsigur á Bretum á EM í körfubolta. Körfubolti 29.8.2025 20:15
EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins Það er einn dagur í leikinn stóra gegn Belgíu en Ísland mætir Belgum á Eurobasket í hádeginu á morgun. Körfubolti 29.8.2025 16:18
„Ég er alltaf í slagsmálum“ „Það er bara hausinn upp og áfram gakk. Núna er bara næsti leikur á móti Belgíu sem hugurinn er við núna,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta eftir tap fyrir Ísrael í fyrsta leik á EM í gær. Næsta verkefni er strax á morgun. Körfubolti 29.8.2025 15:32
„Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Sérfræðingar RÚV á EM í körfubolta gagnrýndu varnarleik íslenska liðsins gegn Ísrael. Körfubolti 29.8.2025 14:32
„Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Spekingarnir í Besta sætinu sögðu Ísraela hafa komist upp með að berja á Tryggva Snæ Hlinasyni og þar með hafi Ísland, með slæma hittni utan þriggja stiga línunnar, átt litla möguleika í fyrsta leik á EM í gær. Körfubolti 29.8.2025 12:30
Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefði mátt bregðast fyrr við í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Ísrael á EM í gær. Þetta er mat Maté Dalmay sem gerði leikinn upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni. Körfubolti 29.8.2025 09:02
Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði Evrópumótið á tapi í gær og biðin eftir fyrsta sigrinum í úrslitakeppni EM lengist því enn. Körfubolti 29.8.2025 07:02
Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Pólverjar eru á heimavelli í riðli Íslands á Evrópumótinu í körfubolta og þeir byrjuðu frábærlega fyrir framan sitt fólk í kvöld. Körfubolti 28.8.2025 20:48
Frakkar fóru létt með Belgana Íslenska landsliðið er ekki á botninum í sínum riðli þrátt fyrir tap í dag því Frakkar unnu stórsigur á næstu mótherjum Íslands í næsta leik á eftir. Körfubolti 28.8.2025 17:21
Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum Byrjunin á EM í körfubolta fór því miður ekki á besta veg. Ísland tapaði fyrir Ísrael, 83-71, í leik þar sem voru svo sannarlega tækifæri til staðar. Körfubolti 28.8.2025 16:45
EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg. Körfubolti 28.8.2025 16:22
„Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Jón Axel Guðmundsson var svekktur með úrslitin í leik Íslands og Ísraels á EM í körfubolta í dag. Ísraelar voru alltaf með forystuna og unnu tólf stiga sigur, 83-71. Körfubolti 28.8.2025 14:43
„Ég biðst afsökunar“ „Mér líður persónulega alveg ömurlega. Ég er hrikalega svekktur með sjálfan mig, fyrst og fremst“ sagði Martin Hermannsson eftir 83-71 tap Íslands gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. Körfubolti 28.8.2025 14:31