Körfubolti

Fréttamynd

Loyd kreisti fram sigur fyrir Pól­land

Pólland og Ísrael mættust í síðasta leik dagsins í D-riðli á Evrópumótinu í körfubolta en Ísland mætir Póllandi á morgun. Pólverjar voru nálægt því að kasta leiknum frá sér en Jordan Loyd var á öðru máli.

Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

EM í dag: Fimm mínútna mar­tröð

Úff. Erfitt tap að kyngja hjá strákunum okkar á EM í körfubolta. Ævintýralegur lokakafli skilaði tapi fyrir Belgum í leik þar sem Ísland leiddi frá upphafi, nánast til enda. Leikurinn var gerður upp í EM í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Stoltur og þakk­látur með tárin í augunum

„Leiðtogarnir í þessu liði sögðu okkur það að við hefðum ekki mikinn tíma til að svekkja okkur. Við vorum svekktir í rútunni en svo var það búið. Þegar við komum upp á hótel lögðum við það til hliðar og einbeittum okkur að næsta hlut,“ segir Hilmar Smári Henningsson, leikmaður körfuboltalandsliðsins, um tap fyrir Ísrael á EM í gær. Öll einbeiting sé á næsta leik við Belgíu.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er alltaf í slags­málum“

„Það er bara hausinn upp og áfram gakk. Núna er bara næsti leikur á móti Belgíu sem hugurinn er við núna,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta eftir tap fyrir Ísrael í fyrsta leik á EM í gær. Næsta verkefni er strax á morgun.

Körfubolti
Fréttamynd

Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við

Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefði mátt bregðast fyrr við í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Ísrael á EM í gær. Þetta er mat Maté Dalmay sem gerði leikinn upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni.

Körfubolti
Fréttamynd

Frakkar fóru létt með Belgana

Íslenska landsliðið er ekki á botninum í sínum riðli þrátt fyrir tap í dag því Frakkar unnu stórsigur á næstu mótherjum Íslands í næsta leik á eftir.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég biðst af­sökunar“

„Mér líður persónulega alveg ömurlega. Ég er hrikalega svekktur með sjálfan mig, fyrst og fremst“ sagði Martin Hermannsson eftir 83-71 tap Íslands gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta.

Körfubolti