Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Nestlé í Noregi hefur af öryggisástæðum hafið innköllun á ákveðnum framleiðslulotum af NAN þurrmjólk fyrir börn. Í tilkynningu frá Danól kemur fram að loturnar sem um ræðir séu hvorki í dreifingu né sölu hér á landi. Því þurfi ekki að fara í neinar innkallanir á þurrmjólkinni á Íslandi. Viðskipti innlent 7.1.2026 15:44
Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Freyr Friðriksson, stofnandi og eigandi Kapps ehf. hefur ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins og verður stjórnarformaður þess. Ólafur Karl Sigurðarson, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarforstjóra Kapps, síðastliðið rúmt ár, tekur við sem forstjóri. Viðskipti innlent 7.1.2026 12:49
Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM BHM hefur ráðið Ingvar Frey Ingvarsson í stöðu hagfræðings BHM. Hann kemur til BHM frá Læknafélagi Íslands en þar áður starfaði hann sem hagfræðingur hjá Samorku og hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Viðskipti innlent 7.1.2026 11:05
Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent 6.1.2026 23:22
Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Í lok fyrsta ársfjórðungs ársins mun Róbert Wessman láta af störfum sem forstjóri Alvotech. Hann mun þó starfa áfram sem stjórnarformaður félagsins í fullu starfi. Viðskipti innlent 6.1.2026 12:23
54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Vinnumálastofnun barst alls tvær tilkynningar um hópuppsagnir í desember 2025, þar sem 54 starfsmönnum var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 6.1.2026 11:43
Icelandair setur nokkur met Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega en á síðasta ári en í heildina var fjöldinn um 5,1 milljónu og er það átta prósentum meira en árið 2024. Þá var desember stærsti desembermánuðurinn í sögu Icelandair en þá flutti flugfélagið 344 þúsund farþega. Viðskipti innlent 6.1.2026 09:05
Lögmenn frá Juris til LEX LEX hefur fengið til liðs við sig lögmennina Finn Magnússon, Stefán A. Svensson og Sigurbjörn Magnússon, sem allir koma frá lögmannsstofunni Juris. Viðskipti innlent 6.1.2026 07:45
Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Íslenska fjártæknifyrirtækið Kardio var nýlega valið sem eitt af átta fjártæknifyrirtækjum til þátttöku í nýju þróunarverkefni Visa Europe. Verkefnið snýr að því að tengja Kardio við sérfræðinga Visa, fjárfesta og aðra samstarfsaðila Visa. Viðskipti innlent 5.1.2026 14:50
Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Árið 2025 var bæði viðburðarríkt og krefjandi fyrir íslenskan verðbréfamarkað. Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 2,08 prósent á árinu og stóð í lok árs í 2836,3 stigum. Viðskipti innlent 2.1.2026 12:46
Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Alls voru 14.556 nýir fólksbílar skráðir á nýliðnu ári sem jafngildir 42 prósenta aukningu milli ára. Aukningin var að stórum hluta drifin áfram af nýskráningum einstaklinga en auk þess jukust nýskráningar hjá ökutækjaleigum og öðrum fyrirtækjum milli ára eftir rólegt ár 2024. Kia var mest skráða einstaka bílategundin. Viðskipti innlent 1.1.2026 10:08
Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur hafið innköllun á Rakettupakka 2 og tekið hann úr sölu eftir að ábendingar bárust í kvöld um að sumar raketturnar í þeim væru gallaðar. Prófanir sýni að einhverjar þeirra springi of snemma. Viðskipti innlent 30.12.2025 21:35
„Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sterkar vísbendingar eru um að breytingar sem boðaðar eru í nýrri lánastefnu ríkisins geti leitt til lægri fjármagnskostnaðar ríkisins. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra sem kynnti nýja stefnu í lánamálum ríkisins í gær. Stefnunni er einkum ætlað að bregðast við uppgjöri ÍL-sjóðs fyrr á árinu. Viðskipti innlent 30.12.2025 12:01
Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Ný stefna í lánamálum ríkisins á að tryggja að lánsfjárþörf og fjárhagslegum skuldbindingum ríkissjóðs sé mætt með lágmarkskostnaði, með tilliti til varfærinnar áhættustefnu. Sett eru fram ný viðmið um skiptingu lána, þar sem gert er ráð fyrir að óverðtryggð lán nemi um 45 prósentum af lánasafni, verðtryggð lán um 40 prósentum og lán í erlendri mynt um 15 prósentum. Viðskipti innlent 30.12.2025 07:39
„Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ 17 ára kona spyr: „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni? Þessar tölur hækka næstum með hverjum deginum. Lagast þetta? Hvenær þá? Og hvernig?“ Viðskipti innlent 30.12.2025 07:02
Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Málmleitarfélag Elds Ólafssonar, Amaroq, sér fram á að verða stærsti skattgreiðandi Grænlands strax á þarnæsta ári. Gullfundur síðastliðið sumar er talinn einn sá stærsti í heiminum undanfarinn áratug. Tilkynning félagsins í síðasta mánuði um fund sjaldgæfra málma setur félagið í sviðsljós stórveldakapphlaups. Viðskipti innlent 29.12.2025 23:00
Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Áformað er hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson haldi til loðnuleitar í byrjun nýs árs. Gert er ráð fyrir að lagt verði úr höfn á tímabilinu 4. til 6. janúar. Stærri loðnuleit með þátttöku fimm skipa er svo ráðgerð upp úr miðjum janúarmánuði. Viðskipti innlent 29.12.2025 15:28
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Árið sem líður var, eins og nánast öll ár, viðburðaríkt hvað varðar viðskiptin. Árið einkenndist af langþráðum stýrivaxtalækkunum, dramatísku gjaldþroti flugfélags og væringum á alþjóðamarkaði vegna tolla. Viðskipti innlent 29.12.2025 07:00
Samherji gæti tvöfaldast Samherji gæti tvöfaldast að stærð nái áform í landeldi fram að ganga að sögn forstjóra félagsins. Félagið hyggist ráðast í þrjátíu milljarða króna fjárfestingu í greininni á næstu misserum með innlendum og erlendum fjárfestum. Viðskipti innlent 27.12.2025 12:10
Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bíósætin í Sambíónum Álfabakka í Reykjavík hafa verið auglýst til sölu. Fram kemur í auglýsingu að sætin séu hönnuð fyrir kvikmyndahús, ráðstefnurými eða heimabíó. Viðskipti innlent 23.12.2025 23:55
Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Icepharma hf. hefur í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) innkallað nokkrar lotur af Curaprox snuðum frá neytendum. Icepharma hefur ekki haft vöruna til sölu síðan í nóvember 2024. Viðskipti innlent 23.12.2025 15:32
Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Vestmannaeyjabær þarf að bjóða út byggingu og rekstur heilsuræktarstöðvar aftur þar sem hann stóð ekki rétt að því þegar World Class hreppti hnossið fyrr á þessu ári. Þá er bærinn bótaskyldur gagnvart hópi sem sóttist eftir verkefninu. Viðskipti innlent 23.12.2025 11:49
Flogin frá Icelandair til Nova Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur ráðið Guðnýju Höllu Hauksdóttur framkvæmdastjóra markaðssóknar og sölumála. Hún tekur einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Guðný Halla starfaði áður hjá Icelandair. Viðskipti innlent 23.12.2025 09:40
Virðist ekki vera hægt á Íslandi „Ég er hundfúll af því að maður bíður og vonar eftir því að verðbólgan sigi hér niður og við förum að búa hér við eðlilegt vaxtaumhverfi. En það virðist bara vera eins og sá draumur sé svo fjarlægur að þetta virðist ekki vera hægt hér á landi. Einfaldlega vegna þess að græðgisvæðingin út um allt samfélagið er svo taumlaus að það eru ekki allir aðilar tilbúnir til þess að róa í sömu átt.“ Viðskipti innlent 22.12.2025 23:53
Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Minni líkur eru á að Seðlabankinn lækki vexti í febrúar eftir að verðbólgan tók stóran kipp upp á við í desember að sögn hagfræðings. Óvenju mikil hækkun flugfargjalda í desember og snemmbúin hækkun hitaveituverðs er meðal þess sem skýrir meiri verðbólguaukningu milli mánaða en spár gerðu ráð fyrir. Þá sé undirliggjandi verðbólguþrýstingur meiri en búist hafi verið við sem sé áhyggjuefni. Hins vegar séu jákvæðari teikn á lofti hvað lýtur að húsaleigu- og matvælaverði. Viðskipti innlent 22.12.2025 14:02