EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin EFTA-ríkin, Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss, hafa náð samkomulagi við Mercosur-ríkin, sem samanstanda af Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrugvæ, um fríverslunarsamning. Viðskipti innlent 2.7.2025 17:46
Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Spurning barst frá þrjátíu og eins árs gömlum karlmanni: Viðskipti innlent 2.7.2025 07:02
Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Sjónvarpsstöðin Sýn, áður Stöð 2, verður í opinni dagskrá fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst næstkomandi. Áskrift að Sýn+ veitir notendum forskot á allt efni stöðvarinnar. Viðskipti innlent 1.7.2025 15:49
Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent 30.6.2025 15:42
Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Arctic Smolt, sem er í eigu Arctic Fish, hefur fengið rekstrarleyfi fyrir seiðaeldi í Tálknafirði upp á 2,4 þúsund tonna hámarkslífsmassa. Áður hafði fyrirtækið haft leyfi fyrir þúsund tonn af hámarkslífmassa. Viðskipti innlent 30.6.2025 14:43
Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Hafrún Sif Sveinsdóttir hefur verið ráðin til Mílu og mun hún leiða þjónustu og upplifun fyrirtækisins. Viðskipti innlent 30.6.2025 12:17
Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Bensínverð á Íslandi hefur lækkað um rúm tvö prósent á sama tíma og olíutunnan hefur lækkað um tíu prósent frá áramótum. Alþýðusamband Íslands segir að lækkun á innkaupaverði olíufélaganna hafi þannig ekki ratað í smásöluverð hér á landi. Viðskipti innlent 30.6.2025 10:56
Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stjórn SAF ósátta við forsætisráðherrann og segir neikvæðni hennar í garð vaxtar í ferðaþjónustu valda miklum áhyggjum. Hann kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda og segir það einföldun hjá forsætisráðherra að kalla greinina láglaunagrein. Viðskipti innlent 29.6.2025 23:59
„Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða ef verðbólga heldur áfram að aukast að mati fjármálaráðherra. Nýjar tölur sem sýna verðhækkanir umfram væntingar séu mikil vonbrigði. Viðskipti innlent 27.6.2025 19:00
Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Rekstur Haga hf. á fyrsta ársfjórðungi gekk vel og var í samræmi við áætlanir stjórnenda, en tekjur félagsins jukust um sjö prósent og námu 33,2 milljörðum króna. Félagið segir bætta afkomu einkum til komna vegna áhrifa af rekstri færeysku verslunarinnar SMS auk þess sem afkoma stærstu rekstrareininga styrkist milli ára. Viðskipti innlent 27.6.2025 17:08
Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Akademias, sem aðstoðar vinnustaði með rafræna fræðslu hefur ráðið Bjarna Ingimar Auðarson sem rekstrarstjóra Avia. Avia er hugbúnaður sem býr yfir þrefaldri virkni: fræðslukerfi, samskiptakerfi og innranet. Viðskipti innlent 27.6.2025 16:57
Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Einkahlutafélag sem keypti hús í Keflavík á nauðungarsölu fyrir þrjár milljónir króna hefur selt húsið fyrir 78 milljónir. Ungur öryrki var borinn út úr húsinu vegna vangreiddra gjalda. Hann hefur nú verið krafinn um að setja fram málskostnaðartryggingu vegna máls sem hann hefur höfðað á hendur félaginu, Reykjanesbæ og íslenska ríkinu. Viðskipti innlent 27.6.2025 16:38
Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Skiptum er lokið á þrotabúum fjögurra félaga fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar, sem tekin voru til gjaldþrotaskipta á árunum 2017, 2018 og 2019. Alls var kröfum upp á 1,22 milljarða króna lýst í búið. Viðskipti innlent 27.6.2025 15:30
Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Ársverðbólga eykst um 0.4 prósentustig á milli mánaða og mælist nú 4,2 prósent. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir svo mikla hækkun hafa komið þeim í opna skjöldu. Reikna megi með að stýrivextir verði ekki lækkaðir aftur á þessu ári. Viðskipti innlent 27.6.2025 11:53
Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og stendur nú í 656,5 stigum. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 526,8 stig og hækkaði um 0,90 prósent frá maí 2025. Viðskipti innlent 27.6.2025 10:13
Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Húsnæði á Íslandi er almennt verulega vantryggt fyrir bruna og allt of margir láta hjá líða að uppfæra brunabótamat á eignum sínum. Dæmi eru um að fólk sitji eftir með sárt ennið og fái litlar sem engar bætur eftir eldsvoða. Viðskipti innlent 26.6.2025 23:34
Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Baldvin Þorsteinsson hefur tekið við sem forstjóri Samherja hf. en Þorsteinn Már Baldvinsson, faðir Baldvins, hefur látið af störfum eftir að hafa gegnt starfi forstjóra í 42 ár frá stofnun félagsins 1983. Viðskipti innlent 26.6.2025 11:07
Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Alvotech tilkynnti í dag að bandaríska eignastýringarfyrirtækið GoldenTree Asset Management hefði boðist til að lækka vexti á langtímaskuldum félagsins í samráði við hóp alþjóðlegra stofnanafjárfesta sem standa að baki lánveitingunum. Vaxtakostnaður Alvotech næstu tólf mánuði lækkar um rúman milljarð króna. Viðskipti innlent 26.6.2025 08:54
Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Birta lífeyrissjóður stendur frammi fyrir að tapa tæpum einum og hálfum milljarði á fjárfestingu sinni í Play gengi hann ekki að því að gerast hluthafi í flugfélaginu með þeim Einari Erni Ólafssonar forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar. Viðskipti innlent 25.6.2025 14:00
Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ofurskattlagningu í formi frumvarps til breytinga á veiðigjöldum geta valdið því að fjárfestar leiti í aðrar greinar í stað sjávarútvegs. Hún er ósátt með samráðsleysi stjórnvalda í málinu. Viðskipti innlent 25.6.2025 11:39
Atvinnuleysi minnkar lítillega Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi minnkaði um 0,2 prósentustig á milli apríl og maí og var 3,1 prósent í maí. Viðskipti innlent 25.6.2025 10:16
Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Tuttugu og tveimur var í dag sagt upp á skrifstofu Samkaupa í hagræðingarskyni. Nýlega var gengið frá kaupum Orkunnar á félaginu. Viðskipti innlent 24.6.2025 18:20
Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi segir að ákveðið hafi verið að hægja á áformum um sjókvíaeldi í Eyjafirði á meðan beðið er eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuvegaráðherra hafi gefið jákvæð fyrirheit um að burðarþolsmat fari fram á svæðinu en íbúar lýsa áhyggjum vegna lífríkisins. Viðskipti innlent 24.6.2025 12:10
Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Sorpa og Öryggismiðstöðin vinna nú að því að fjölga öryggismyndavélum við grenndarstöðvar Sorpu í Reykjavík og Kópavogi. Sorpa tók við hreinsun á grenndarstöðvunum af sveitarfélögunum síðustu áramót. Viðskipti innlent 23.6.2025 10:33
Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Borgarfulltrúar Framsóknar leggja til lækkun álagningarhlutfalls fasteignagjalda íbúðahúsnæðis og atvinnuhúsnæðis, sem myndi skila tæplega tveimur milljörðum króna til borgarbúa. Oddviti Framsóknar í borginni segir tillöguna ekki popúlíska, enda eigi borgarsjóður vel fyrir henni eftir ráðdeild í rekstri borgarinnar undanfarið. Þá segir hann áform ríkisstjórnarinnar um að rukka borgarbúa um auðlindagjald af jarðhita fráleit. Viðskipti innlent 20.6.2025 16:51