Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Það eru alltaf ein­hverjar á­rásir í þessari blokk“

Íbúar við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í Grafarholti þar sem maður réðst á annan með eggvopni í vikunni, segja að lögreglan hafi margoft þurft að hafa afskipti af mönnum í hverfinu á þessu ári. Meðal annars hafi maður verið handtekinn fyrir að ætla að ráðast inn í íbúð með sveðju í nóvember í fyrra. Íbúarnir vilja ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna.

Innlent
Fréttamynd

NEL tekur fyrir mál fjöl­skyldu Sigurðar Kristófers í júní

Nefnd um eftirlit með lögreglu tekur fyrir í júní mál fjölskyldu sem hefur kvartað til nefndarinnar vegna framkomu lögreglumanns þegar þeir var tilkynnt um andlát sonar síns. Samkvæmt svörum frá nefndinni eru þau að bíða frekari gagna og stefni svo að því að taka málið fyrir í júní. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir að ráðast á leigu­bíl­stjóra

Raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, réttu nafni Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra utan við heimili sitt í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi í febrúar fyrir rúmum tveimur árum. Bassi segir leigubílstjórann hafa tekið af honum símann eftir að hafa ætlað að rukka hann fjórtán þúsund krónur fyrir aksturinn.

Innlent
Fréttamynd

Einn lést í brunanum á Hjarðar­haga

Einn er látinn eftir eldinn sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur í morgun. Annar er alvarlega slasaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist með hníf að ung­menni í Hafnar­firði

Þrír einstaklingar réðust á ungmenni í Hafnarfirði í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ungmenninu hafi verið ógnað með hníf og orðið fyrir höggum og spörkum. Í tilkynningu segir að málið sé unnið með barnavernd og foreldrum.

Innlent
Fréttamynd

Öskrandi og ber að ofan við grunn­skóla

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um konu sem var öskrandi fyrir utan grunnskóla í Reykjavík. Þegar lögregluþjóna bar að garði var konan ber að ofan en lögregluþjónar þekktu hana vegna fyrri afskipta. Kallað var á sjúkrabíl fyrir konuna, þar sem talið var að hún væri í geðrofi.

Innlent
Fréttamynd

Ber fyrir sig minnis­leysi á verknaðarstundu

Sigurður Fannar Þórsson, karlmaður á fimmtugsaldri sem sætir ákæru um að hafa ráðið tíu ára dóttur sinni bana í september í fyrra, ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu. Hann er metinn sakhæfur samkvæmt yfirmati geðlæknis. Aðalmeðferð fer fram í júní og verður þinghald lokað.

Innlent
Fréttamynd

Fimm keyptu gám sem er ekki til

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að kaupa gám sem er ekki til. Að minnsta kosti fimm hafa borgað fyrir gáminn eftir að hafa séð auglýsingu um hann á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Í annar­legu á­standi með tvo hnífa

Lögregluþjónar tóku í dag tvo hnífa af manni í Reykjavík, sem mun hafa verið í annarlegu ástandi. Hald var lagt á hnífana og manninn sleppt í kjölfarið, miðað við það sem fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki fylgir sögunni hvað maðurinn var að gera þegar afskipti voru höfð af honum.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað milljónum stolið af lands­mönnum

Óprúttnir aðilar hafa haft um hundrað milljónir króna af fólki og fyrirtækjum hér á landi undanfarnar tíu vikur. Lögregla hvetur fólk sérstaklega til að hafa varann á ákveðnum forritum, að deila skjá sínum með einhverjum auk þess sem glæpamenn reyni að hafa fé af fólki undir því yfirskyni að verið sé að safna fyrir fólki í neyð á Gasa.

Innlent
Fréttamynd

„Vinnu­brögð sem maður er ekki vanur“

Róbert Wessman vill lítið tjá sig um meintar njósnir manna á snærum Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem beindust meðal annars að Róberti. „Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur,“ segir hann þó.

Innlent
Fréttamynd

Sér­stakar hleranir og sím­tölin sem gætu alltaf orðið til

Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það.

Innlent