Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Há­værar fram­kvæmdir stöðvaðar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði tvisvar sinnum í dag afskipti af einstaklingum vegna háværra framkvæmda. Sérstaklega hávaðasamar framkvæmdir eru lögum samkvæmt bannaðar á helgidögum. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bað lög­reglu um að bjarga kettinum úr klóm ná­grannans

Lögregla stöðvaði mann sem er sagður hafa verið með fíkniefni meðferðis og ókleift að sýna fram á hver hann væri. Grunar lögregla hann um sölu og dreifingu fíkniefna og tengsl við skipulagða brotastarfsemi. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir stunguárás sem beindist gegn tveimur og er sögð átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi síðastliðna nýársnótt. Héraðssaksóknari, sem ákærir í málinu, vill meina að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Laumaði sér í vasa ferða­manns og hirti af honum kortin

Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum.

Innlent
Fréttamynd

Gullbakka stolið á Skóla­vörðu­stíg: „Þetta eru galdra­menn“

Bakka fullum af gullmunum var stolið úr Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs á Skólavörðustíg í gærkvöldi. Bolli Ófeigsson gullsmíðameistari segir að hann eigi eftir að fara yfir myndefni úr öryggismyndavélakerfi verslunarinnar en mögulega hafi fleiri munum verið stolið. Að minnsta kosti hlaupi þýfið á fleiri hundruð þúsundum.

Innlent
Fréttamynd

Á­tján ára með 13 kíló af kókaíni

Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 

Innlent
Fréttamynd

Best að bíða með að birta tásu­myndirnar þar til heim er komið

Sverrir Ingi Ólafsson, deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni, segir að með örfáum einföldum skrefum, eins og að virkja öryggiskerfið og ganga vel frá heimilinu, geti fólk notið páskafrísins áhyggjulaust. Best sé að bíða með tásumyndirnar þar til fólk kemur heim og læsa verðmæti inni og taka myndir af þeim. 

Innlent
Fréttamynd

„Mér finnst þetta ekki rosa­lega pent“

Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps segir það viðvarandi vandamál að fólk dvelji í íbúðarhúsum í eldri byggðinni sem er ekki varin fyrir snjóflóðum. Það geti sett viðbragðsaðila í mikla hættu ætli fólk ekki að fylgja reglunum. 

Innlent
Fréttamynd

Fólk sýni var­kárni á Brúnni milli heims­álfa og á Vala­hnúk

Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið hvatt fólk til að sýna sérstaka varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi vegna jarðhræringa síðustu missera. Nýjar sprungur hafa myndast í Valahnúk við Reykjanestá og þá hefur jörð sigið og holur myndast í nágrenni Brúarinnar milli heimsálfa.

Innlent
Fréttamynd

Konan var hand­tekin í heima­húsi í Garða­bæ

Dóttir karlmanns um áttrætt sem lést á föstudag er í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar á andláti hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu var konan handtekin í heimahúsi í Garðabæ þar sem viðbragðsaðilar komu að föður hennar snemma á föstudagsmorgun. Lögregla verst allra frekari frétta af málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekin vegna and­láts föður síns

Kona sem grunuð er um að hafa orðið föður sínum að bana var úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Hún var handtekin í heimahúsi mannsins eftir að tilkynning barst um meðvitundarlausan mann.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú inn­brot í mið­bænum

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi og í nótt tilkynningar um þrjú innbrot í verslanir í miðbæ Reykjavíkur. Sökudólgurinn, eða dólgarnir, eru ekki fundnir og veit lögreglan ekki hver var að verki.

Innlent
Fréttamynd

Kona í gæslu­varð­haldi í tengslum við and­lát

Kona á þrítugsaldri var á föstudag úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við andlát karlmanns um áttrætt sem tengdist henni fjölskylduböndum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hinn látni faðir konunnar.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir

Fjórir drengir voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys sem varð suður af Hofsósi í gærkvöldi. Um þrjátíu ungmenni voru á vettvangi en tilkynning um slysið barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir tildrög slyssins ekki liggja fyrir að svo stöddu en rannsókn þess stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Réttinda­laus dreginn af öðrum

Lögregluþjónar handtóku í gærkvöldi mann vegna gruns um að sá hefði verið að aka undir áhrifum fíkniefna. Við handtökuna kom þar að auki í ljós að hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum en þegar hann var handtekinn var hann að draga annan bíl en sá sem sat þar við stýrið hafði einnig verið sviptur ökuréttindum.

Innlent