Flóttamenn

Flóttamenn

Fréttir af málefnum flóttamanna.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Flótta­mönnum fækkað úr 125.000 í 7.500

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að taka á móti í mesta lagi 7.500 flóttamönnum á næsta ári. Um er að ræða verulega fækkun en viðmið ríkisstjórnar Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var 125.000 flóttamenn.

Erlent
Fréttamynd

Biðjast ekki af­sökunar

Fundarmenn á flokksráðsfundi Vinstri grænna felldu í dag ályktun um að biðjast afsökunar á breytingum sem síðasta ríkisstjórn gerði á útlendingalögum.

Innlent
Fréttamynd

Fjallað um Skjöld Ís­lands í for­síðu­grein stórblaðs

Skjöldur Íslands hefur vakið athygli stórblaða úti í heimi. Í dag birti Guardian forsíðufrétt þar sem fjallað er um samtökin og „systursamtök“ þeirra víða um Evrópu. Yfirlýstir hollvinir þjóðlegra gilda og verndarar kvenna sem vilja taka lögin í eigin hendur fylkja um götur borga um alla álfuna en Skildirnir svokölluðu virðast hafa vakið sérstaka athygli.

Innlent
Fréttamynd

Ævin­lega þakk­láti flótta­maðurinn

Á þessum degi 04 ágúst, fyrir nákvæmlega þrjátíu árum varð ég flóttamaður. Ég var ein af þeim 200.000 Serbum sem voru hraktir á brott (eða drepnir) frá svæðunum sem króatíski herinn tók yfir og Serbar voru minnihluti í, og ég lifði það af.

Skoðun
Fréttamynd

Felu­leikur ríkis­stjórnarinnar?

Ríkisstjórn Íslands með Valkyrjurnar svokölluðu í broddi fylkingar, vísar gjarnan í mikla fækkun umsókna um dvalarleyfi/vernd hér á landi. Á fyrstu 6. mánuðum ársins 2025 eru 629 umsóknir um vernd, sem gerir að öllum líkindum 1400-1500 umsóknir allt árið 2025 sem er nú ekki lítið.

Skoðun
Fréttamynd

Á­hlaup ICE og ó­vissan veldur vand­ræðum

Þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í síðustu viku að útsendarar innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) og annarra alríkislöggæsluembætta myndu hætta að gera áhlaup á bóndabæi og fyrirtæki í ferðamannabransanum önduðu margir léttar. Margir verkamenn innan geiranna, sem voru í Bandaríkjunum ólöglega, höfðu endað í haldi og enn fleiri neituðu að mæta í vinnu.

Erlent
Fréttamynd

Vald­hafar sem óttast þjóð sína eiga ekki skilið völdin

Þeir sem fara með völdin eiga að þjóna þjóð sinni af ábyrgð, skýra ákvarðanir sínar og standa fyrir stefnu sinni. En þegar borgarar leyfa sér að spyrja krefjandi spurninga um stefnu stjórnvalda, bregðast ráðamenn ítrekað við með stimplun, ásökunum og þöggun í stað heiðarlegra svara.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert sem bendi til þess að Víðir hafi stigið yfir strikið

Sérfræðingur í stjórnsýslurétti segir ekkert komið fram svo hægt sé að slá því föstu að formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis hafi brotið gegn lögum eða reglum með pólitískum afskiptum sínum af störfum Útlendingastofnunar. Málefnaleg rök geti legið fyrir því að Oscar Bocanegra hafi verið einn tekinn út fyrir sviga af þeim nítján sem voru á framkvæmdarlista um brottvísun.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert kerfi lifir af pólitískan geð­þótta

Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir raunverulegum og vaxandi áskorunum í útlendingamálum. Þessar áskoranir snúast ekki eingöngu um fjölda umsækjenda, aðlögun að íslensku samfélagi eða kerfislæga hluti.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta eru al­veg galin vinnu­brögð“

Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og segir að auðvitað sé um pólitísk afskipti að ræða. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir vinnubrögð Víðis algjörlega galin.

Innlent
Fréttamynd

For­sætis­ráð­herra skynjar ó­öryggi meðal fólks

Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum.

Innlent
Fréttamynd

For­stjóri Út­lendinga­stofnunar vildi skýr svör frá Víði um um­sókn Os­cars

Forstjóri Útlendingastofnunar fór í tölvupósti fram á að fá skýr svör frá Víði Reynissyni, formanni allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis, um það hvort undirnefndi nefndarinnar hygðist veita Oscari Boganegra ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð.

Innlent
Fréttamynd

Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan

Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Mál Os­cars sé barna­verndar­mál en ekki út­lendinga­mál

Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra frá Kólumbíu, segjast orðin svartsýn á að hann fái að vera áfram á landinu. Oscar hefur fengið endanlega synjun og á að fara frá landi en niðurstaðan er þó til meðferðar fyrir dómi. Svavar og Sonja telja að líta eigi á málið sem barnaverndarmál frekar en útlendingamál.

Innlent
Fréttamynd

Boðar brottfararstöð fyrir hælis­leit­endur

Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar.

Innlent