Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hækkar veru­lega verðmat á Icelandair og telur „allar líkur“ á viðsnúningi í rekstri

Icelandair hefur sjaldan byrjað fyrstu mánuði nýs árs jafn vel og núna í ár, að sögn hlutabréfagreinanda, sem telur allt útlit fyrir að það verði talsverður viðsnúningur í rekstrinum og hefur hækkar verðmat sitt á flugfélaginu um nærri fjórðung. Hann segir áhyggjuefni hversu veikur hlutabréfamarkaðurinn er hér landi – Icelandair hefur fallið í verði um þrjátíu prósent frá áramótum – með lítilli dýpt, lakri verðmyndun og „hálf munaðarlausum“ félögum.

Innherji
Fréttamynd

Nýtt hitamet slegið á Egils­stöðum

Nýtt landshitamet í maímánuði var slegið á Egilsstaðaflugvelli í dag þar sem hiti mældist 25,8°C fyrr í dag. Hitametið var áður 25,6°C og var sett á Vopnafirði þann 26.maí 1992.

Veður
Fréttamynd

Flug­leiðir á barmi gjald­þrots gátu ekki haldið Cargolux

Flugleiðir voru á barmi gjaldþrots og höfðu engin tök á að halda þriðjungshlut sínum í Cargolux fyrir fjörutíu árum. Þetta er meginástæða þess að Íslendingar misstu tökin á frakflugfélaginu í Lúxemborg, að mati eins helsta valdamanns Flugleiða á þeim tíma.

Innlent
Fréttamynd

Helsti valda­maður flugsins var oftast utan sviðsljóssins

Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkja­for­seti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“

Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna.

Erlent
Fréttamynd

Ríkið eignast hlut í Norwegian

Norska ríkið mun eignast hlut í norska flugfélaginu Norwegian og mun fara með 6,37% hlutafjár í félaginu þegar viðskiptin hafa gengið í gegn. Í heimsfaraldri covid-19 veitti ríkið flugfélaginu neyðarlán en í stað þess að félagið greiði lánið til baka að fullu fær ríkið hlut í fyrirtækinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Icelandair hættir rekstri stærstu flug­véla sinna

Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum.

Innlent
Fréttamynd

Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi

Það getur kostað ríflega 20 prósent meira að skipta gjaldeyri hjá fyrirtækinu Change Group, sem er með aðstöðu í Leifstöð, en það myndi kosta að skipta sama gjaldeyri í útibúi íslenskra banka. Þannig sýnir nýlegt dæmi að viðskiptavinur hefði getað fengið rúmum tíu þúsund krónum meira í sinn hlut með því að skipta gjaldeyri í útibúi í bænum frekar en í Leifsstöð.

Neytendur
Fréttamynd

„Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viður­kenna mis­tök”

„Gróskuhugarfarið tel ég mjög mikilvægt í þessari vegferð. Því við vitum ekki svörin nema með því að prófa okkur áfram, með þá nálgun og hugarfar á öllum stigum að klárlega gerum við mistök á leiðinni sem við þurfum þá að læra af,” segir Þórir Ólafsson, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá Icelandair.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Far­þegum fjölgaði um 24 prósent í apríl

Icelandair flutti 381 þúsund farþega í apríl, 24 prósent fleiri en í apríl 2024. Það sem af er ári hefur félagið flutt yfir 1,2 milljón farþega. Í mánuðinum voru 29 prósent farþega á leið til landsins, 19 prósent frá landinu, 47 prósent voru tengifarþegar og fimm prósent ferðuðust innanlands. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Rán um há­bjartan dag“ kom ekki á ó­vart

Sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi ráðherra og formanns Samfylkingarinnar, tapaði hátt í fimmtán þúsund krónum við að skipta erlendum gjaldeyri í Leifsstöð á dögunum. Fjármálaráðgjafi segir dæmið því miður ekki koma á óvart þar sem algengt sé að slæm kjör bjóðist í hraðbönkum og hjá gjaldeyrismiðlurum á fjölförnum ferðamannastöðum.

Viðskipti innlent