Neytendur

Fréttamynd

Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað

Ferðamaður fær ekki skaðabætur eftir að gönguferð upp á Hvannadalshnjúk var snúið við skammt undan tindinum vegna veðurs. Hann krafðist rúmlega 400 þúsund króna en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á sjónarmið hans.

Neytendur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fær íshellaferð ekki endur­greidda

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu ferðamanns um endurgreiðslu vegna íshellaferðar sem hann mætti ekki í vegna þess að hann taldi að ferðinni hefði verið aflýst.

Neytendur
Fréttamynd

Gert að af­henda bú­slóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu

Manni sem starfar í flutningsþjónustu hefur verið gert að afhenda viðskiptavini, konu, hluta búslóðar hennar gegn greiðslu eftirstöðva upphafslegs samnings þeirra í millum, alls 290 þúsund króna. Maðurinn hafði haldið búslóðinni gíslingu og gefið út reikning sem var þrefalt hærri en upphaflega hafði verið samið um munnlega.

Neytendur
Fréttamynd

Lengja opnun, gleðja starfs­fólk og spara peninga

Mikil breyting hefur verið gerð á opnunartíma Sorpu sem bæði opnar nú dyr sínar fyrr og lokar þeim síðar. Ekki er talið að breytingin feli í sér aukinn kostnað heldur raunar sparnað. Breytt vaktakerfi þýðir að starfsfólk vinnur færri helgar en áður.

Neytendur
Fréttamynd

Elds­neytis­verð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári

Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur.

Neytendur
Fréttamynd

Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana

Jólabækurnar eru oftast ódýrastar í Bónus en þar er líka minnsta úrvalið. Ef lágvöruverslanirnar Bónus og Nettó eru undanskildar, var lægsta verðið oftast að finna í Bóksölu Stúdenta. Allt að 1500 krónu munur getur verið á kaupverði bóka milli verslana.

Neytendur
Fréttamynd

Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar

Neytendastofa hefur gert SH Import ehf., sem á verslunina Piknik, að greiða fjögur hundruð þúsund króna sekt fyrir að fjarlægja ekki nikótínauglýsingar innan tilskylds tíma. Fyrirtækið hefur áður verið sektað um tvö hundruð þúsund krónur fyrir nikótínauglýsingar.

Neytendur
Fréttamynd

Breyttur opnunar­tími hjá Sorpu

Sorpa hefur breytt opnunartíma á endurvinnslustöðvum sínum við Sævarhöfða, Breiðhellu, Ánanaust, Jafnasel og Dalveg. Þar verður framvegis opið frá 9 til 19.

Neytendur
Fréttamynd

Hægt að spara háar fjár­hæðir í jóla­inn­kaupum

Hagstæðast er að gera jólainnkaupin í Prís samkvæmt verðlagskönnun ASÍ. Hagfræðingur samtakanna ráðleggur fólki að gera verðsamanburð áður en ráðist er í stórinnkaup því oft geti munað um háar fjárhæðir. Súkkulaði hækkar mest milli ára.

Neytendur
Fréttamynd

Jólakjötið tölu­vert dýrara í ár

Jólakjötið hefur hækkað töluvert milli ára samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. Ódýrasta hamborgarhrygginn og hangikjötið má finna í verslunum Prís en lítill verðmunur er á kalkún milli verslana. Klassískar jólavörur eru dýrari en áður en veganmatur er ódýrari.

Neytendur
Fréttamynd

„Þetta er bara al­gjör­lega galið“

Vinnubrögð fyrirtækja sem bjóða neytendum að borga jólainnkaupin í febrúar eru síðasta sort og gjörsamlega galin að mati formanns Neytendasamtakanna. Mörg dæmi séu um að fólk fari illa út úr slíkum viðskiptum þar sem er verslað núna og borgað seinna. 

Neytendur
Fréttamynd

Fá dag­sektir fyrir villandi verð­skrá

Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Byggingastjórann ehf. fyrir að bjóða upp á verðskrá á heimasíðu sinni, Fasteignaskoðun, án þess að gefa upp virðisaukaskatt. Talið er að verðskráin villi fyrir neytendum. 

Neytendur
Fréttamynd

Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus

Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja.

Neytendur
Fréttamynd

Kostnaður við tón­leika út­skýri hátt miða­verð

Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir gríðarlega dýrt að halda tónleika hér á landi sem útskýri miðverð að stórum hluta. Nokkur umræða hefur skapast um stórtónleika Bubba Morthens sem haldnir verða í Laugardalshöll í sumar og þykir sumum miðinn nokkuð dýr. Ódýrasti miðinn á tónleikana kostar 15 þúsund krónur en sá dýrasti 40 þúsund krónur.

Neytendur
Fréttamynd

Aug­lýstu vörur á verði sem ekki stóð neyt­endum til boða

Neytendastofa hefur slegið á putta verslunarinnar Á. Óskarssonar og Co í Mosfellsbæ eftir að hún auglýsti vörur á samfélagsmiðlum á verði sem ekki stóð neytendum til boða og sömuleiðis lægsta verð vöruflokks þar sem birt var mynd af talsvert dýrari vöru innan vöruflokksins.

Neytendur
Fréttamynd

Vara við listeríu í rifnu grísakjöti

Listería fannst í svínakjötsrétti frá Ali og varar Matvælastofnun neytendur við þremur framleiðslulotum fyrirtækisins á vörunni. Um er að ræða rifið grísakjöt með BBQ-sósu frá framleiðandanum Síld og fiski ehf. en fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði.

Neytendur
Fréttamynd

Bíða enn eftir tæpri milljón í endur­greiðslu eftir fall Play

Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir bókuðu golfferð hjá Eagle golfferðum sem ekki var farið í vegna falls Play. Þau segja fyrirtækið ítrekað hafa tilkynnt að það sé verið að vinna í málinu en þau hafa enn ekki fengið neitt endurgreitt. Alls ætluðu þau að fara tólf saman til að halda upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims. Fyrirtækið segir fall Play hafa sett starfsemi í uppnám en ítrekar að endurgreiðsluréttur sé tryggður. 

Neytendur
Fréttamynd

Til­efni til að varast svik á svörtum föstu­degi

Nú þegar tilboðsdagar á borð við svartan föstudag og stafrænan mánudag eru á næsta leyti er tilefni fyrir neytendur til að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart svikatilraunum. Öryggissérfræðingur brýnir fyrir almenningi að smella ekki á tilboðshlekki sem berast með tölvupósti og minnir á að ef tilboð hljómar of gott til að vera satt, þá er það líklega grunsamlegt.

Neytendur
Fréttamynd

Fordæmalaus skortur á skötu

Fisksalinn Kristján Berg Ásgeirsson kveðst uggandi yfir miklum skorti á tindaskötu fyrir þessi jól. Hann segir Fiskikónginn ekki einu sinni ná að kaupa helming af skötutegundinni sem búðin kaupir venjulega inn fyrir hver jól. Hann hafi fengið þau svör að svo lítið fáist fyrir að veiða tindabikkjuna að henni sé frekar kastað aftur í sjóinn.

Neytendur
Fréttamynd

Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gler­augu í hendurnar

Viðskiptavinur gleraugnaverslunar mun fá gleraugu endurgreidd eftir stapp við verslun sem hafði pantað gleraugun í stærri umgjörð en óskað hafði verið eftir. Verslunin skal endurgreiða viðskiptavininum samtals 165 þúsund krónur, enda hafi viðskiptahættir verslunarinnar ekki verið fullnægjandi í skilningi laga um neytendakaup.

Neytendur
Fréttamynd

Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum

Síminn hefur sótt um að fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum sínum þar til um mitt næsta ár. Tæknistjóri Nova segir Nova nær búið að fasa út sína senda. Unnið hafi verið að því frá ársbyrjun síðasta árs.

Neytendur