Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn

Einn fyrrverandi stjórnarmaður og einn núverandi stjórnarmaður Ungra Miðflokksmanna sem viðrað hafa umdeildar skoðanir opinberlega tala ekki fyrir hönd ungliðahreyfingarinnar. Þetta segir formaður Ungra Miðflokksmanna. Hann segir einstaklinga bera ábyrgð á eigin orðum, allir séu velkomnir í hreyfinguna.

Innlent
Fréttamynd

Flestir van­treysta ráð­herrum Flokks fólksins

Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í könnuninni var annars vegar mælt hversu mikið traust fólk ber til tiltekinna ráðherra og hins vegar hversu lítið. Vantraust til flestra ráðherra eykst talsvert á milli kannana.

Innlent
Fréttamynd

Hundruð kennara nýta gervi­greind til að undir­búa kennslu

Sex hundruð kennarar um allt land hafa fengið aðgang að gervigreindartólum til að undirbúa kennslu. Markmiðið er að styðja kennara, ráðgjafa og skólastjórnendur í notkun gervigreindar en samt sem áður er ekki verið að innleiða gervigreind í íslenska skóla.

Innlent
Fréttamynd

„Upp er runninn Krist­rúnar Frosta­veturinn mikli“

Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir meirihlutann í borgarstjórn sýna algjört ábyrgðarleysi í fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár og til 2030. Hann á ekki von á því að áætlanir um milljarðaafgang standist, sér í lagi vegna stöðunnar sem uppi er í efnahagsmálum.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­maður Múlaborgar á­kærður

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í máli karlmanns um tvítugt, sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á börnum á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík. Gæsluvarðhald yfir manninum hefur verið framlengt um fjórar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Gleði­efni að útkomuspá ársins sé á núlli

Borgarstjóri segir það gleðiefni að útkomuspá ársins 2025 sé komin á núllið án þess að skerða þjónustu borgarbúa. Hún segir engan kosningabrag vera á fjármálaáætlun borgarinnar sem kynnt var í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn með eigið út­spil í öryggis- og varnar­málum

Þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu um öryggis- og varnarmál þar sem lagt er til að varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland verði felld undir þjóðaröryggisstefnu landsins. Tillagan er á dagskrá þingfundar á eftir en líkt og kunnugt er sagði fulltrúi Miðflokksins sig frá vinnu samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem sæti eiga á þingi, en tillögur samráðshópsins eru lagðar til grundvallar í fyrstu formlegu varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland sem utanríkisráðherra hefur boðað.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með tæp­lega ní­tján milljarða af­gangi á næsta ári

Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður en ekki barnaníðingur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að veitingastaðnum KFC í Mosfellsbæ á sjötta tímanum síðdegis í gær vegna ölvaðs einstaklings sem var með ógnandi tilburði við starfsfólk.

Innlent
Fréttamynd

Lík­legast að Reykja­víkur­leiðin taki breytingum eftir um­sagnir

Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn stefna að því að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu hratt og örugglega. Stýrihópurinn fundar tvisvar í þessari viku. Líf segir líklegt að tillagan muni ekki vera samþykkt í þeirri mynd sem hún var lögð fram og nefnir í því samhengi tekjubil í gjaldskrá fyrir afslætti og skráningu á skráningardögum með þeim fyrirvara að hópurinn eigi eftir að taka málið til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar

Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa lagt fram frumvarp sem bannar klám sem sýnir kyrkingar og aðrar köfnunaraðferðir. Þá verður stjórnendum klámsíða gert að tryggja að klám af þessu tagi komi ekki fyrir augu breskra notenda síðanna.

Erlent