Fréttir

Fréttamynd

Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla

Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir margra ára baráttu við fíknivanda segir meðferðarheimili Stuðla hafa gert illt verra og að sonur sinn hafi orðið fyrir ofbeldi innan heimilisins. Úrræðaleysi og afskiptaleysi taki við eftir átján ára aldur.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum

Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir margra ára baráttu við fíknivanda segir meðferðarheimili Stuðla hafa gert illt verra og að sonur sinn hafi orðið fyrir ofbeldi innan heimilisins. Við ræðum við móðurina sem segir úrræða- og afskiptaleysi taka við eftir átján ára aldur.

Innlent
Fréttamynd

Mál ríkis­endur­skoðanda á borði for­sætis­nefndar

Forsætisnefnd Alþingis hefur borist formlegt erindi um mannauðsmál Ríkisendurskoðunar.  Bryndís Haraldsdóttir, 1. varaforseti þingsins, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið og gögnin séu komin til nefndarinnar. Málið sé nú á borði forseta þingsins. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­land vildi var­nagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum

Lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti við HR segir áfall að Evrópusambandið hafi stigið það skref að undanskilja Ísland og Noreg ekki verndarráðstöfunum vegna járnblendis með vísan í EES-samninginn en segir að fulltrúar Íslands hafi verið mjög áfram um að samningurinn hefði slíkan varnagla þegar verið var að búa hann til.

Innlent
Fréttamynd

Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa

Ráðamenn í Póllandi hafa ákveðið að gera Rússum að loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússlands í Póllandi. Er það í kjölfar skemmdarverks á lestarteinum í Póllandi sem yfirvöld þar hafa sakað Rússa um að bera ábyrgð á.

Erlent
Fréttamynd

Mun funda með Karli konungi

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, fer í embættisferð til Bretlands dagana 19.–21. nóvember 2025. Tilefni ferðarinnar er einkafundur forseta með Karli 3. Bretakonungi í Buckinghamhöll fimmtudaginn 20. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin blæs til próf­kjörs í borginni

Samfylkingin í Reykjavík mun halda prófkjör um sex efstu sætin í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Skora á Lilju eftir hörfun Einars

Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann flokksins að bjóða sig fram til formanns Framsóknar á komandi flokksþingi og leiða flokkinn inn í nýja tíma. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík tilkynnti í gær að hann hyggðist ekki bjóða sig fram.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sóknar­menn í Garða­bæ stilla upp og skora á Willum

Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi

Karlmaður á sextugsaldri sem hefur starfað sem læknir fær ekki sviptingu starfsleyfis fellda úr gildi. Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest sviptingu Embættis landlæknis á starfsleyfi hans sem læknir. Ástæðan er sögð sú að hann vanrækti skyldur sínar. Ráðuneytið segir ljóst að læknirinn axli enga ábyrgð heldur kenni kollegum eða sjúklingum um eigin mistök.

Innlent
Fréttamynd

Réttar­höld yfir Margréti Löf hefjast

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf hefst klukkan 9 í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir luktum dyrum. Hún sætir ákæru fyrir að hafa orðið föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni á heimili fjölskyldunnar í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum. Margrét Halla neitar sök.

Innlent
Fréttamynd

Hvít jörð á höfuð­borgar­svæðinu og víðar

Myndarlegur skýjabakki hefur í nótt færst yfir úr vestri og má búast við úrkomu á köflum úr þessum skýjabakka á vesturhelmingi landsins, yfirleitt snjókoma með frosti. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu þannig við hvíta jörð í morgun og má reikna með hálku eða hálkublettum á flestum leiðum.

Veður
Fréttamynd

Ein­mana feður snúa vörn í sókn

Fjölskyldufaðir fékk illt í hjartað við að lesa færslur einmana feðra á samfélagsmiðlum og ákvað að taka málin í eigin hendur. Hann hefur stofnað vinahóp einmana feðra og hvetur fleiri feður til að gera slíkt hið sama.

Innlent