Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Karl og kona á þrítugsaldri voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í gæsluvarðhald til 3. desember að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á auðgunarbrotum. Innlent 20.11.2025 22:32
Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins vill að fjármagn fylgi barni þegar kemur að fíknimeðferðum. Hún segir að á meðan ekki sé hægt að tryggja aðgengi og öryggi barna í meðferðarúrræðum á Íslandi eigi foreldrar og forráðamenn að geta leitað annað og fengið fjármagn með. Innlent 20.11.2025 22:03
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Gjörunnin matvæli skaða öll helstu líffærakerfi mannslíkamans og eru gríðarleg ógn við heilsu manna á heimsvísu samkvæmt viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið á unnum matvælum til þessa. Næringarfræðingur segir þessi tímamót sýna að það sé kominn tími til að vakna. Dæmi um gjörunnin matvæli sem margir telja hollustusamleg og heilnæm eru morgunkorn og próteinstykki. Innlent 20.11.2025 21:49
Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, gefur ekki kost á sér aftur til oddvita Samfylkingar. Hún tók nýlega við sem samskiptastjóri Sjúkrahússins á Akureyri og segir í svari til Akureyri.net að hún ætli að einbeita sér að því. Innlent 20.11.2025 17:22
Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Flugumferðarstjórar og Isavia hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að vísa kjaradeilu sinni í gerðardóm. Er það gert í ljósi þess að lítið hefur þokast áfram í kjaraviðræðum og sjónarmið Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ítrekað verið hundsuð, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Yfirvinnubanni sem boðað hafði verið frá og með 25. nóvember hefur verið aflýst. Innlent 20.11.2025 16:38
Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Landsréttur hefur staðfest sex ára dóm Jóns Inga Sveinssonar, höfuðpaurs þaulskipulagðs og umfangsmikils fíkniefnahóps, í Sólheimajökulsmálinu svokallaða en mildað dóma annarra. Innlent 20.11.2025 16:31
Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í dag mikinn á samfélagsmiðli sínum þar sem hann kallaði meðal annars eftir því að sex þingmenn Demókrataflokksins yrðu hengdir. Er það eftir að umræddir þingmenn birtu ávarp þar sem þeir hvöttu bandaríska hermenn til að fylgja ekki skipunum frá Hvíta húsinu, ef þær skipanir væru ólöglegar. Erlent 20.11.2025 16:03
Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mennta- og barnamálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa fundað um áframhaldandi samning við stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið headspace. Framkvæmdastjórinn segir jákvætt að samtal sé farið af stað en hún óttaðist að fengist ekki ríkisstyrkur þyrfti að loka starfsemi Bergsins. Hún hefur ekki fengið upplýsingar um hvað felst í samningnum. Innlent 20.11.2025 15:48
Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Ráðamenn í Evrópu virðast verulega tortryggnir í garð nýrrar friðaráætlunar vegna Úkraínustríðsins sem ku hafa verið samin af sérstökum erindrekum frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Áætlunin er sögð í takti við fyrri kröfur ráðamanna í Rússlandi í garð Úkraínu og að hún fæli í raun í sér uppgjöf Úkraínumanna. Erlent 20.11.2025 14:38
Mæðgurnar svöruðu engu Margrét Halla Hansdóttir Löf, sem ákærð er fyrir að myrða föður sinn og reyna að myrða móður sína, svaraði engum spurningum þegar hún gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjaness við aðalmeðferð máls hennar. Þess í stað las hún upp yfirlýsingu. Móðir hennar gerði slíkt hið sama. Innlent 20.11.2025 14:30
Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Nærmyndir sem geimför á og við Mars tóku af halastjörnu sem kemur frá öðru sólkerfi voru birtar í gær. Halastjarnan er aðeins þriðja fyrirbærið sem fundust hefur í sólkerfinu sem staðfest er að eigi sér uppruna utan þess. Erlent 20.11.2025 14:13
Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Á árunum 2017 til 2025 fjölgaði íbúum Íslands margfalt á við önnur lönd vegna mikillar fjölgunar erlendra ríkisborgara en veiting dvalarleyfa til ríkisborgara utan EES, svokallaðra þriðju ríkis borgara, skýrir sífellt stærri hluta fólksfjölgunar á Íslandi. Starfshópur leggur til víðtækar breytingar á dvalarleyfakerfinu. Innlent 20.11.2025 13:34
Skúli sækist eftir 2. sæti Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Flokksvalið fer fram 24. janúar næstkomandi. Innlent 20.11.2025 13:25
Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir kynnir skýrslu starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd á blaðamannafundi klukkan 13. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 20.11.2025 12:58
Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Börn eiga auðveldara með að stökkva inn og út úr sorg en hin fullorðnu og syrgja stundum með öðrum hætti. Þetta segir stofnandi Arnarins minningar- og styrktarsjóðs en í dag er alþjóðlegur dagur barna í sorg. Innlent 20.11.2025 12:52
Vill svara ESB með tollahækkun Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum. Innlent 20.11.2025 12:39
Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Forsætisráðherra segist hafa komið óánægju íslenskra stjórnvalda með verndaraðgerðir Evrópusambandsins vegna kísiljárns á framfæri við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í morgun. Von der Leyen hafi sagt Ísland áfram geta reitt sig á aðgengi að innri markaði ESB. Innlent 20.11.2025 12:18
Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Læknir segir gríðarlega mikilvægt að bregðast sem fyrst við glími börn við offitu. Ungt fólk þarf í auknu mæli á endurhæfingu að halda vegna offitu sem börn. Algengara er að börn á landsbyggðinni glími við sjúkdóminn. Innlent 20.11.2025 12:02
Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn David Carrick, breski raðnauðgarinn og fyrrverandi lögreglumaðurinn, hefur fengið enn einn lífstíðardóminn. Að þessu sinni var hann dæmdur fyrir að brjóta á tólf ára stúlku og fyrrverandi kærustu. Hinn fimmtugi síbrotamaður fékk í kjölfarið sinn 37. lífstíðardóm en hann hefur áður verið dæmdur fyrir að brjóta á tólf konum yfir sautján ára tímabil. Erlent 20.11.2025 12:00
Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Þingmenn Framsóknarflokksins vilja svara Evrópusambandinu í sömu mynt og hækka tolla á innfluttar landbúnaðarvörur frá Evrópu sem viðbragð við verndartollum sambandsins á kísilmálm. Innlent 20.11.2025 11:30
Magnús Guðmundsson er látinn Magnús Elías Guðmundsson, blaða- og kvikmyndagerðarmaður, er látinn 71 árs að aldri eftir erfið veikindi síðustu ár. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag. Innlent 20.11.2025 10:40
Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjö af hverjum tíu landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þjóðin skiptist hinsvegar í fylkingar þegar spurt er hvort Sundabrautin ætti að vera göng eða hvort hún ætti að vera brú. Innlent 20.11.2025 10:26
Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Bandarískir alríkissaksóknarar viðurkenndu í gær að kviðdómendur í ákærudómstól sem ákærðu James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) í september, sáu aldrei lokaútgáfu ákæranna. Dómari í málinu er sagður hafa „grillað“ saksóknarana um nokkuð skeið í dómsal í gær og hefur aðstæðum þar verið lýst sem „einstaklega vandræðalegum“. Erlent 20.11.2025 09:48
Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Svarendur í skoðanakönnun sem Maskína gerði voru svo gott sem á einu máli um að það hefði verið rétt ákvörðun hjá Sigríði Björk Guðjónsdóttur að segja af sér sem ríkislögreglustjóri. Sú afstaða er óháð kyni, aldri, búsetu, menntun, tekjum eða stjórnmálaskoðunum svarenda. Innlent 20.11.2025 09:20