Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Mæðrum, sem Barnavernd í Kópavogi hefur haft afskipti af vegna neyslu fíkniefna á meðgöngu, hefur fjölgað á árinu. Teymisstjóri hjá barnavernd segir ófædd börnin geta verið í verulegri lífshættu. Innlent 18.12.2025 18:41
Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Barnshafandi konum, sem Barnavernd í Kópavogi hefur haft afskipti af vegna neyslu fíkniefna á meðgöngu, hefur fjölgað frá síðustu árum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum en teymisstjóri hjá barnavernd segir ófæddu börnin geta verið í verulegri lífshættu. Innlent 18.12.2025 18:19
Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Íslandsdeild Amnesty kallar eftir umbótum í fangelsum á Íslandi vegna umfjöllunar um mál ungrar konu sem hefur verið í einangrun á Hólmsheiði frá því í september. Konan er í síbrotagæslu en er í einangrun vegna hættu á sjálfsskaða. Hún hefur verið ákærð fyrir brot gegn valdsstjórn og skemmdarverk og bíður þess að aðalmeðferð fari fram. Innlent 18.12.2025 17:28
Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Viðreisnarliðar höfðu ekki erindi sem erfiði þegar reynt var að koma frumvarpi dómsmálaráðherra um afturköllun verndar síbrotamanna á dagskrá þingsins á síðustu stundu. Formenn stjórnarandstöðuflokka mótmæltu tillögunni harðlega þar sem samkomulag um frestun þingfunda lægi þegar fyrir. Innlent 18.12.2025 13:52
Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Börn allt niður í ellefu ára, sem sýna af sér hegðun sem markast af kvenfyrirlitningu, munu fá sérstaka kennslu um samskipti kynjanna verði áform breskra stjórnvalda að veruleika. Markmiðið með sérstöku námskeiði sem miðað verði að drengjum er að vinda ofan af og koma í veg fyrir ofbeldisfull viðhorf og hegðun í garð stúlkna og kvenna. Erlent 18.12.2025 13:50
Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess. Innlent 18.12.2025 13:18
Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sérstök valnefnd á vegum Kópavogsbæjar hefur samþykkt tillögu fasteignafélagsins Klasa um þróun lóðar að Dalvegi 1 þar sem endurvinnslustöð Sorpu hefur verið staðsett síðustu ár. Innlent 18.12.2025 12:57
Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir eðlilegt að upp vakni spurningar um innleiðingu kílómetragjalds. Innleiðingin sé klár og kerfið tilbúið. Innlent 18.12.2025 12:02
Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Í hádegisfréttunum fylgjumst við með þingstörfunum sem nú eru á lokametrunum við Austurvöll fyrir jólin. Innlent 18.12.2025 11:48
Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét í september setja upp sérstakan „frægðargang“ í Hvíta húsinu. Þar voru settar upp myndir af forsetum Bandaríkjanna en nú hefur bæst við texti um störf þeirra og afrek, í flestum tilfellum. Í tilfellum forseta sem Trump virðist illa við var textinn níð um þá og grín á þeirra kostnað Erlent 18.12.2025 11:14
Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Til stendur að breyta Naustunum, götunni milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðborg Reykjavíkur, úr bílagötu í vistgötu og að framkvæmdum verði lokið næsta haust. Ný hönnun götunnar miðar að því að yfirborðið verði eins og klassískt íslenskt prjónamynstur sem lagt verði eins og „löber“ – það er langur borðdúkur – yfir veisluborð. Innlent 18.12.2025 11:11
Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Nýlegar breytingar á gatnamótum Bríetartúns og Borgartúns í Reykjavík, þar sem vinstri beygja er nú bönnuð, virðast leggjast misjafnlega í ökumenn. Innlent 18.12.2025 11:07
Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista Franska forsetafrúin Brigitte Macron á mál yfir höfði sér vegna ummæla sem hún lét falla og náðust á upptöku. Ríflega þrjú hundruð konur hafa kært ummælin sem þykja fela í sér kvenfyrirlitningu en þau lét forsetafrúin falla í leikhúsi í höfuðborginni París á dögunum. Orðin lét hún falla baksviðs í samtali við franska leikarann og skemmtikraftinn Ary Abittan en atvikið náðist á upptöku og hefur vakið reiði meðal femínista í Frakklandi. Erlent 18.12.2025 11:06
Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Lokað hefur verið fyrir umferð um Suðurstrandarveg við Þorlákshöfn eftir að ekið var á kyrrstæðan bíl um tíuleytið í morgun. Mikið brak og olía er á veginum en svo virðist sem ekki hafi orðið alvarleg slys á fólki. Innlent 18.12.2025 10:24
„Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Franskur svæfingalæknir hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa eitrað fyrir þrjátíu sjúklingum. Tólf af þeim sem hann eitraði fyrir dóu. Saksóknarar segja hinn 53 ára gamla Frédéric Péchier vera einhvern versta glæpamann í sögu Frakklands. Erlent 18.12.2025 09:50
„Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir tilefni til að bætur úr almannatryggingakerfinu vegna ellilífeyris fari að heyra sögunni til. Ríkisstjórnin hefur boðað umtalsverða hækkun frítekjumarks vegna lífeyrisgreiðslna til eldri borgara úr almannatryggingakerfinu en Sigríður telur tímabært að hætt verði að líta á ellilífeyrisgreiðslur frá ríkinu sem sjálfsögð réttindi. Innlent 18.12.2025 09:31
Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Embætti ríkissaksóknara í Svíþjóð hyggst ekki taka upp rannsóknina á morðinu á Olof Palme að nýju. Á sama tíma segir ríkissaksóknari að rannsókninni hafi verið ábótavant og að ekki hafi verið rétt árið 2020 að benda á Stig Engström, hinn svokallaða Skandia-mann, sem morðingja forsætisráðherrans fyrrverandi. Erlent 18.12.2025 08:51
Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Umboðsmaður Alþingis hefur gert athugasemdir við málsmeðferð kærunefndar útlendingamála og beint því til nefndarinnar að hún taki mál fyrir að nýju. Samkvæmt áliti var umfjöllun nefndarinnar áfátt og er henni bent á að taka tillit til sjónarmiða umboðsmanns í framtíðinni. Innlent 18.12.2025 08:45
Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Rétt tæpur helmingur þjóðarinnar ber mikið traust til Þjóðkirkjunnar, ríflega tuttugu prósent segjast bera lítið traust en tæpur þriðjungur kveðst hvorki bera mikið né lítið traust til kirkjunnar samkvæmt nýrri könnun Gallup. Traust til stofnunarinnar hefur vaxið töluvert undanfarin tvö ár en umtalsvert meiri ánægja mælist með störf Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups en með störf forvera hennar í embætti. Innlent 18.12.2025 07:50
Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Upp hafa komið mál á Íslandi þar sem einstaklingar hafa verið sviptir erfðarétti eftir að hafa valdið arfleifanda bana en þau eru afar fá. Héraðsdómur Reykjaness vísaði í gær frá kröfu hálfbróður Margrétar Höllu Löf um að hún yrði svipt erfðaréttinum eftir að hafa banað föður þeirra. Þannig kann Margrét á endanum að hagnast fjárhagslega af því að hafa myrt föður sinn. Innlent 18.12.2025 07:29
Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Nick Reiner, sem er grunaður um að hafa myrt foreldra sína Rob og Michele Reiner, var leiddur fyrir dómara í gær. Athygli vakti að hann var íklæddur kyrtli sem notaður er fyrir fanga sem eru taldir í sjálfsvígshættu. Aðdragandi morðanna virðist vera að skýrast, ef marka má miðla vestanhafs. Erlent 18.12.2025 07:21
Fer að lægja norðvestantil um hádegi Um og eftir hádegi í dag má gera ráð fyrir því að það fari smám saman að lægja á Norðvesturlandi og Vestfjörðum og samhliða því styttir þar upp. Gular viðvaranir hafa verið þar í gildi vegna hríðar. Veður 18.12.2025 07:13
Björg býður ungliðum til fundar Björg Magnúsdóttir er sögð ætla í oddvitaslag í Viðreisn í borginni og hefur hún boðið ungliðum flokksins til fundar. Björg gekk til liðs við flokkinn í september. Innlent 18.12.2025 06:45
Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Minjastofnun áréttar í nýrri umsögn í skipulagsgátt vegna deiliskipulags Holtsgötu 10-12 og Brekkustígs 16 að verndarstaða Holtsgötu 10 hafi breyst og ítrekar að húsið sé friðað. Samþykki borgaryfirvöld að rífa húsið verði að óska eftir því að friðun verði afnumin fyrst. Innlent 18.12.2025 06:31