Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Í hádegisfréttum verður rætt við borgarstjórann í Reykjavík og forstjóra Orkuveitunnar um stöðuna á Grundartanga. Innlent 25.11.2025 11:40
Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Hæstiréttur staðfesti í gær landamerki jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi gagnvart jörðunum Engjanesi, Ófeigsfirði og Laugalandi í máli eigenda Drangavíkur á hendur ítalska baróninum Felix von Longo-Liebenstein, eiganda Engjaness, og fleirum, sem fóru með sigur af hólmi á öllum dómstigum. Tveir af fimm dómurum í málinu skiluðu sératkvæði og töldu að fallast hefði átt á kröfur eigenda Drangavíkur í öllu verulegu. Innlent 25.11.2025 11:31
Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, er nú í meðferð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Hann greindi frá þessu í gær til þess að vekja aðra karlmenn til meðvitundar um sjúkdóminn. Erlent 25.11.2025 11:19
Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Ákvörðun dómara á Ítalíu að láta taka börn frá foreldrum sínum sem eru frá Ástralíu og Bretlandi hefur vakið nokkra reiði í landinu en sumum þykir um að ræða aðför gegn óhefðbundnum lífstíl. Stjórnvöld hafa tjáð sig um málið og hyggjast skoða það. Erlent 25.11.2025 08:33
Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Í fyrsta sinn mælist hinn franski Jordan Bardella, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, líklegastur til að sigra forsetakosningarnar þar í landi 2027 samkvæmt spá Odoxa. Hinn þrítugi Bardella tók við sem formaður flokksins af Marine Le Pen en samkvæmt nýrri könnun greiningarfyrirtækisins Odoxa þykir hann líklegastur til að hljóta flest atkvæði ef gengið væri til kosninga í dag, óháð því hverjir andstæðingar hans verða. Erlent 25.11.2025 07:57
Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Lyfjarisinn Novo Nordisk hefur greint frá því að semaglutide, virka efnið í þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy, hægi ekki á framgang Alzheimer sjúkdómsins, eins og vonir höfðu staðið til. Erlent 25.11.2025 07:44
Gerðu loftárásir á báða bóga Rússar og Úkraínumenn gerður loftárásir á báða bóga í nótt þar sem mannfall varð úr röðum almennra borgara. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið flaugum og flogið drónum á höfuðborgina Kænugarð, þar sem að minnsta kosti tvær íbúðablokkir urðu fyrir sprengjum. Erlent 25.11.2025 07:22
Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Skil frá lægð á Grænlandshafi ganga nú frá vestri til austurs yfir landið og fylgir þeim suðaustlæg átt, víða kaldi eða strekkingur og rigning eða slydda með köflum, en snjókoma inn til landsins. Veður 25.11.2025 07:19
Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Stjórnvöld í Úkraínu hafa gert umfangsmiklar breytingar á svokallaðri "friðaráætlun" Bandaríkjanna og Rússlands, sem stendur nú í nítján atriðum í stað 28. Erlent 25.11.2025 06:42
Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Íbúar í Gufunesi í Reykjavík segjast upplifa sig sem strandaglópa innan eigin hverfis þar sem bílastæði eru af skornum skammti og engar almenningssamgöngur í boði. Mikil gremja er meðal íbúanna eftir að hafa verið sektaðir fyrir að leggja ólöglega. Innlent 24.11.2025 23:46
Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur lýst yfir hættuástandi í atvinnumálum á Vestfjörðum. Ástæðan er fyrirhugað afnám línuívilnunar, rækjubóta og skerðinga á byggðakvóta. Innlent 24.11.2025 22:13
Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Fæðingum án nokkurrar aðstoðar heilbrigðisstarfsfólks hefur fjölgað hér á landi á milli ára. Um er að ræða tískufyrirbæri sem á fyrirmynd sína að sækja vestur um haf en formaður Félags ljósmæðra segir einnig dæmi um áhrifavalda hér á landi mæli með þessari varhugaverðu aðferð. Innlent 24.11.2025 21:31
Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri hafa sent út neyðaróp vegna stöðu mála. Heilbrigðisráðherra er á leið norður í land til að funda með starfsfólkinu. Innlent 24.11.2025 20:34
Vara við flughálku í fyrramálið Flughált getur orðið á vegum víða á morgun þegar það hlýnar með rigningu á láglendi í flestum landshlutum. Gert er ráð fyrir að það rigni í fremur hægum vindi og flughálka geti myndast þegar rigningardropar snöggfrysta á köldum vegum. Á þetta við um Reykjanesbraut og vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu snemma í fyrramálið. Veður 24.11.2025 19:20
Lögreglan fylgdist með grunnskólum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með sýnilega löggæslu við nokkra grunnskóla í dag og fylgdist með umferð ökutækja í grennd við skólana. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar kemur ekki fram hvers vegna ráðist var í eftirlitið. Innlent 24.11.2025 19:20
Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Aldrei hefur verið lagt hald á eins mikið magn örvandi fíkniefna á Keflavíkurflugvelli og í ár. Þá hafa stórfelld eiturlyfjamál á flugvellinum aldrei verið fleiri. Neysla á nýju afar hættulegu efni virðist vera að færast í aukanna. Yfirlögfræðingur Lögreglunnar á Suðurnesjum segir þetta benda til gríðarlegs framboðs og eftirspurnar. Innlent 24.11.2025 19:06
Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Aldrei hefur verið lagt hald á eins mikið magn örvandi fíkniefna á Keflavíkurflugvelli og í ár. Þá hafa stórfelld fíkniefnamál á flugvellinum aldrei verið fleiri. Neysla á nýju og afar hættulegu efni virðist færast í aukana. Yfirlögfræðingur Lögreglunnar á Suðurnesjum segir þetta benda til gríðarlegs framboðs og eftirspurnar. Innlent 24.11.2025 18:01
Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum. Innlent 24.11.2025 16:46
Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur birt frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem fjallar um framkvæmd öryggisráðstafana samkvæmt dómsúrlausn. Í frumvarpinu er lagt til að nýrri stofnun verði komið á fót sem sjái um framkvæmdina. Heiti hennar verði Miðstöð um öryggisráðstafanir. Fjármagn til uppbyggingar og reksturs nýju stofnunarinnar hefur þegar verið tryggt. Innlent 24.11.2025 15:39
Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Í gær var vígður minnisvarði til minningar um Sigurð Kristófer McQuillan Óskarsson, formann Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést við æfingar í straumvatnsbjörgun í Tungufljóti þann 3. nóvember 2024. Innlent 24.11.2025 15:03
Svakalegur lax á Snæfellsnesi Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur veiddi nýverið sannkallaðan risalax í búr í Haffjarðará á sunnanverðu Snæfellsnesi. Jóhannes telur að um sé að ræða stærsta Atlantshafslax sem veiðst hefur í háf. Innlent 24.11.2025 15:00
„Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Niðurstöðu COP30-loftslagsráðstefnunnar í Brasilíu er lýst sem „lægsta möguleg samnefnara“. Óljós markmið um stóraukin framlög til aðlögunar þróunarríkja að loftslagsbreytingum og útfösu og hert losunarmarkmið er að finna í ályktun sem opnar í fyrsta skipti á möguleikann að hlýnun fari tímabundið yfir viðmið Parísarsamkomulagsins. Erlent 24.11.2025 13:22
„Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir málefnum fatlaðra sinnt vel hjá sveitarfélögunum þrátt fyrir að einhver þeirra skorti stefnu í málaflokknum. Það sé þó mikilvægt fyrir þau að bregðast við skýrslu sem sýnir að rúmlega helmingur sveitarfélaga sé stefnulaus. Innlent 24.11.2025 13:01
Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Pétur Magnússon hefur sagt upp sem forstjóri Reykjalundar og hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok. Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Reykjalundar, mun gegna starfi forstjóra þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Innlent 24.11.2025 12:43