Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir margra ára baráttu við fíknivanda segir meðferðarheimili Stuðla hafa gert illt verra og að sonur sinn hafi orðið fyrir ofbeldi innan heimilisins. Úrræðaleysi og afskiptaleysi taki við eftir átján ára aldur. Innlent 19.11.2025 19:02
Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir margra ára baráttu við fíknivanda segir meðferðarheimili Stuðla hafa gert illt verra og að sonur sinn hafi orðið fyrir ofbeldi innan heimilisins. Við ræðum við móðurina sem segir úrræða- og afskiptaleysi taka við eftir átján ára aldur. Innlent 19.11.2025 18:08
Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis hefur borist formlegt erindi um mannauðsmál Ríkisendurskoðunar. Bryndís Haraldsdóttir, 1. varaforseti þingsins, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið og gögnin séu komin til nefndarinnar. Málið sé nú á borði forseta þingsins. Innlent 19.11.2025 18:05
Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti við HR segir áfall að Evrópusambandið hafi stigið það skref að undanskilja Ísland og Noreg ekki verndarráðstöfunum vegna járnblendis með vísan í EES-samninginn en segir að fulltrúar Íslands hafi verið mjög áfram um að samningurinn hefði slíkan varnagla þegar verið var að búa hann til. Innlent 19.11.2025 12:57
Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Tónlistarmaðurinn D4vd er grunaður í máli hinnar fimmtán ára Celeste Rivas sem fannst látin í framskotti Teslu-bifreiðar hans. Rivas hafði flúið að heiman rúmu ári fyrr og mögulega átt í sambandi við tónlistarmanninn áður en lík hennar fannst. Erlent 19.11.2025 11:48
Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Ráðamenn í Póllandi hafa ákveðið að gera Rússum að loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússlands í Póllandi. Er það í kjölfar skemmdarverks á lestarteinum í Póllandi sem yfirvöld þar hafa sakað Rússa um að bera ábyrgð á. Erlent 19.11.2025 11:38
Mun funda með Karli konungi Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, fer í embættisferð til Bretlands dagana 19.–21. nóvember 2025. Tilefni ferðarinnar er einkafundur forseta með Karli 3. Bretakonungi í Buckinghamhöll fimmtudaginn 20. nóvember. Innlent 19.11.2025 11:38
Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Í hádegisfréttum fjöllum við um þá ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka meginvexti bankans. Innlent 19.11.2025 11:31
Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Samfylkingin í Reykjavík mun halda prófkjör um sex efstu sætin í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í fyrradag. Innlent 19.11.2025 11:14
Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Eyðileggingin er gríðarleg eftir að mikill eldur kom upp í bænum Oita á japönsku eyjunni Kyushu í suðurhluta landsins í gær. Erlent 19.11.2025 11:14
Skora á Lilju eftir hörfun Einars Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann flokksins að bjóða sig fram til formanns Framsóknar á komandi flokksþingi og leiða flokkinn inn í nýja tíma. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík tilkynnti í gær að hann hyggðist ekki bjóða sig fram. Innlent 19.11.2025 10:58
Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.Hann tekur við af Guðnýju Einarsdóttur kantor. Innlent 19.11.2025 10:05
Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar. Innlent 19.11.2025 09:19
Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Karlmaður á sextugsaldri sem hefur starfað sem læknir fær ekki sviptingu starfsleyfis fellda úr gildi. Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest sviptingu Embættis landlæknis á starfsleyfi hans sem læknir. Ástæðan er sögð sú að hann vanrækti skyldur sínar. Ráðuneytið segir ljóst að læknirinn axli enga ábyrgð heldur kenni kollegum eða sjúklingum um eigin mistök. Innlent 19.11.2025 08:58
Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf hefst klukkan 9 í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir luktum dyrum. Hún sætir ákæru fyrir að hafa orðið föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni á heimili fjölskyldunnar í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum. Margrét Halla neitar sök. Innlent 19.11.2025 08:56
Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Ökumenn ættu að fara rólega og að öllu með gát á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar í morgunsárið þar sem ljósin eru óvirk. Innlent 19.11.2025 08:53
Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Umboðsmaður Alþingis hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um það hvort einhverjar reglur séu til staðar um notkun svokallaðra „hrákagríma“. Innlent 19.11.2025 08:40
Merz í vandræðum með ungliðana Ungliðahreyfing Kristilegra demókrata á þýska þinginu er sögð halda stjórnarbandalaginu í gíslingu vegna fyrirhugaðra breytinga á eftirlaunakerfinu. Erlent 19.11.2025 07:52
Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Nokkuð áköf jarðskjálftahrina hefur verið rétt vestur af Reykjanestá síðan í gærkvöldi. Bjarki Kaldalóns Friis náttúrvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó um eðlilega hrinu að ræða. Innlent 19.11.2025 07:36
Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Myndarlegur skýjabakki hefur í nótt færst yfir úr vestri og má búast við úrkomu á köflum úr þessum skýjabakka á vesturhelmingi landsins, yfirleitt snjókoma með frosti. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu þannig við hvíta jörð í morgun og má reikna með hálku eða hálkublettum á flestum leiðum. Veður 19.11.2025 07:08
100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Hundrað ára stjórn Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn er nú lokið eftir að flokkurinn beið lægri hlut í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Danmörku í gær. Erlent 19.11.2025 07:04
Einmana feður snúa vörn í sókn Fjölskyldufaðir fékk illt í hjartað við að lesa færslur einmana feðra á samfélagsmiðlum og ákvað að taka málin í eigin hendur. Hann hefur stofnað vinahóp einmana feðra og hvetur fleiri feður til að gera slíkt hið sama. Innlent 19.11.2025 06:47
Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi þegar hann tók á móti Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, í Hvíta húsinu í gær. Erlent 19.11.2025 06:31
Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur nú til skoðunar mál sem tengist 764-glæpahópnum. Barnavernd og lögregla í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna og fylgjast vel með líðan þeirra. Greint var fyrst frá á vef Eyjafrétta. Innlent 18.11.2025 23:45