Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Lykilstjórnendur hjá Vélfagi hafa unnið að því að halda starfsemi gangandi í nýju félagi með því að kaupa búnað þess ódýrt. Þá hafa þeir fjarlægt tölvur úr húsnæði fyrirtækisins sem innihalda teikningar að vélum. Nokkrir starfs- og stjórnarmenn Vélfags voru handteknir í aðgerðum saksóknara í dag. Innlent 21.1.2026 15:45
Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út í gær til að kanna aðstæður í fjörunni við Illdranga í Ísafjarðardjúpi en þar hafði dauðan búrhval rekið á land. Innlent 21.1.2026 15:42
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er einn þeirra sem tjáir sig um ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) en þar voru margir þjóðarleiðtogar heims staddir – í Davos í Sviss. Óhætt er að segja að viðbrögðin séu blendin; fólk veit eiginlega ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Erlent 21.1.2026 15:27
Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Héraðssaksóknari gerði húsleit í höfuðstöðvum Vélfags á Akureyri í morgun og var Alfreð Tulinius, stjórnarformaður félagsins, handtekinn í tengslum við þær. Vélfag sætir viðskiptaþvingunum vegna tengsla eiganda fyrirtækisins við rússneska skuggaflotann. Innlent 21.1.2026 12:31
Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Höfuðstöðvar Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Jerúsalem hafa verið rifnar niður. Framkvæmdastjóri UNRWA á Vesturbakkanum segir að samtökunum hafi verið gert viðvart um að framkvæmdaaðilar og lögregla hefðu mætt á vettvang í morgun til að hefja störf. Erlent 21.1.2026 12:28
„Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn mælist nú með rúmlega 22 prósenta fylgi, aðeins fimm prósentum minna en Samfylking og mun meira en næstu flokkar á eftir. Varaformaðurinn segir að hann finni fyrir ákalli um breytt stjórnmál og að mikilvægt sé að Miðflokksmenn haldi áfram að tala skýrt um þau. Innlent 21.1.2026 12:27
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Miðflokkurinn mælist með 22,2 prósent í nýrri könnun Maskínu og eykst fylgið um þrjú prósent milli mánaða. Samfylkingin mælist með 27 prósent og því munar einungis tæpum fimm prósentustigum á flokkunum. Viðreisn mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Innlent 21.1.2026 12:01
Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Borgarstjórn samþykkti í gær tillögu meirihlutans sem meðal annars felur í sér um 2,4 milljarða króna eiginfjárframlag til Félagsbústaða á næstu fimm árum. Tillagan var afgreidd í borgarstjórn, þrátt fyrir að skýrsla um stöðu Félagsbústaða hafi ekki verið gerð opinber, en í skýrslunni eru meðal annars settar fram tillögur um fjárhagslega endurskipulagningu stofnunarinnar. Oddviti Framsóknarflokksins telur augljóst að útspilið sé liður í prófkjörsbaráttu borgarstjóra. Borgarstjóri segir hins vegar að nýta þurfi tímann til að ráðast strax í aðgerðir hvað lýtur að félagslegu húsnæði, en tekur undir að það „hefði verið betra“ ef skýrslan hefði verið tilbúin. Innlent 21.1.2026 11:56
Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu á að morgni nýársdags árið 2024. Innlent 21.1.2026 11:54
Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Í hádegisfréttum fjöllum við um glænýja könnun frá Maskínu um fylgi flokka á landsvísu. Í henni er að finna áhugaverð tíðindi og við fáum viðbrögð við þeim tíðindum í hádegisfréttum okkar klukkan tólf. Innlent 21.1.2026 11:29
Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Bandarískir embættismenn báðu franskan dómara um að hlutast til í máli Marine Le Pen, leiðtoga jaðarhægrimanna, í fyrra. Dómaranum varð svo bilt við að hann lét utanríkisráðuneytið vita af tilraunum Bandaríkjamannanna. Erlent 21.1.2026 11:15
Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, lýsti breyttri heimsskipan og biðlaði til ríkja, annarra en stórvelda, að taka þátt í að veita stórveldapólitík mótvægi og taka þátt í mótun nýs heimsskipulags. Hann varar við því að heimurinn sé staddur í miðjum umbrotum þar sem stórveldi hafi vopnavætt viðskipti og tolla og misnoti efnahagslega innviði sem kúgunartæki. Minni og meðalstór ríki þurfi að sýna mótvægi við stórveldapólitík og boða breytta heimsskipan sem byggi á öðrum gildum. Erlent 21.1.2026 10:22
Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Atvinnuleysi mældist 4,2 prósent í desember og voru þá um 9.800 manns á aldrinum 16 til 74 ára án atvinnu. Þegar leiðrétt hafði verið verið árstíðarbundnum sveiflum dróst atvinnuleysi saman um 2,7 prósentustig á milli mánaða. Innlent 21.1.2026 10:12
Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Margir af þjóðarleiðtogum heims eru staddir í Davos í Sviss á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Mikil umræða átti sér stað þar í gær um stöðuna í heimsmálum, hótanir Bandaríkjamanna í garð Grænlands, stríðsrekstur Rússa í Úkraínu og breytta ásýnd heimsins. Erlent 21.1.2026 09:39
Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Sex starfsmönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins hefur verið sagt upp störfum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að ráðherra hafi innleitt nýtt skipurit og verklag í kjölfar mats á hlutverki og verkefnum ráðuneytisins. Markmið breytinganna sé að styrkja faglega stjórnsýslu, skýra ábyrgð og umboð, bæta ákvarðanatöku og tryggja að ráðuneytið sé enn betur í stakk búið til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Innlent 21.1.2026 09:32
Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Það er óhætt að segja að Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafi vakið nokkra athygli í Davos, þar sem hann hefur skartað einstaklega töffaralegum flugstjórasólgleraugum með bláum speglaglerjum. Erlent 21.1.2026 08:41
Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og varaformaður Viðreisnar, og forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. sækist eftir embætti formanns Samtaka iðnaðarins. Þá segist hann hafa sagt skilið við Viðreisn og lýsir óánægju með ríkisstjórnarsamstarf flokksins með Flokki fólksins. Innlent 21.1.2026 08:31
Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Tetsuya Yamagami, maðurinn sem skaut Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japan, til bana á fjöldafundi í Nara árið 2022, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Erlent 21.1.2026 07:55
Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Víðáttumikið lægðasvæði suður af landinu stjórnar veðrinu á landinu næstu daga og má reikna með þrálátri austanátt. Veður 21.1.2026 07:10
Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Flugvél forseta Bandaríkjanna, Air Force One, var snúið við skömmu eftir flugtak í nótt eftir „lítilsháttar rafmagnsbilun“. Vélin var á leið til Davos í Sviss með Donald Trump innanborðs en hann skipti um vél skömmu eftir lendingu og engar fregnir hafa borist af því að töfin muni hafa áhrif á dagskrá World Economic Forum í dag. Erlent 21.1.2026 06:52
Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um vinnuslys þar sem maður hafði „misst vinstri höndina inn í vals“ og slasast á þremur fingrum. Var hann fluttur á bráðamóttöku. Innlent 21.1.2026 06:22
Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Fyrsti frambjóðandinn til að tilkynna framboð til formanns Framsóknar steig fram í dag. Tveir til viðbótar liggja undir feldi en flokkurinn velur sér nýjan formann á flokksþingi í febrúar. Stjórnmálafræðingur segir um tímamótaákvörðun að ræða enda hafi flokkurinn aldrei verið í erfiðari stöðu. Innlent 20.1.2026 23:30
Telur Trump gera mistök Grænlenska landsstjórnin telur ólíklegt að Bandaríkjamenn beiti hervaldi til að leggja Grænland undir sig. Þjóðin þurfi þó að vera undirbúin fyrir óvæntar vendingar í samvinnu við aðrar þjóðir. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir hótanir Bandaríkjanna um tolla á lönd sem styðja Grænland, mistök. Erlent 20.1.2026 22:54
Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Fjármálaráðherra segir ríkisvaldið aldrei hafa kynnt eins mörg fjárfestingarverkefni og í ár. Stærstu útboð ársins verða hjá Landsvirkjun en mestu framkvæmdirnar hjá Vegagerðinni. Innlent 20.1.2026 22:44