Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Þingflokkar á Alþingi hafa nú tilnefnt talsmenn fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem lögfestur var í vikunni. Talsmennirnir fengu fræðslu um samninginn í dag, heyrðu reynslusögur fatlaðs fólks og kynntust reynsluheimi þeirra. Innlent 14.11.2025 21:02
Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Skipulagðir glæpahópar herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. Á sama tíma eru börn, allt niður í fimmtán ára, sífellt oftar nýtt sem burðardýr og við sölu og dreifingu fíkniefna af sömu hópum. Innlent 14.11.2025 20:12
Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Skipulagðir glæpahópar herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. Á sama tíma eru börn, allt niður í fimmtán ára, nýtt sem burðardýr í auknu mæli, og við sölu og dreifingu fíkniefna af sömu hópum. Innlent 14.11.2025 18:11
Keyrði aftan á strætisvagn Umferðarslys varð á Vesturlandsvegi um hádegi í gær þar sem bíll lenti undir strætisvagni. Einn var fluttur á sjúkrahús. Innlent 14.11.2025 14:03
Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. Innlent 14.11.2025 13:33
Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Undirskriftasöfnun er hafin á netinu til stuðnings Fjarðarheiðargöngum, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Upphafsmaður hennar er Lárus Bjarnason, fyrrverandi sýslumaður á Seyðisfirði. Innlent 14.11.2025 13:15
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Einn var fluttur á sjúkrahús eftir þriggja bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi nærri Aktu taktu í Garðabæ skömmu fyrir klukkan 13 í dag. Innlent 14.11.2025 13:15
Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, er fallinn í sjó fram. Í byrjun júní höfðu sjófarendur á svæðinu samband við Vaktstöð siglinga og greindu frá því að vitinn hallaði óvenju mikið. Innlent 14.11.2025 12:36
Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Hjólhýsabyggð á Sævarhöfða verður líklega fundið nýtt heimili í Skerjafirði. Íbúi á Sævarhöfða segir að þau muni koma sér fyrir á svæðinu fyrir jól en formaður borgarráðs segir að enn eigi eftir að taka ákvörðun í málinu. Skerjafjörður kom ekki til greina í tillögu starfshóps sem vann að málinu. Innlent 14.11.2025 12:10
Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjö sóttu um tvær lausar stöður dómara við Landsrétt. Annars vegar er um að ræða skipun í embætti dómara við Landsrétt og hins vegar er um að ræða setningu í embætti. Á listanum er að finna fimm héraðsdómara, einn lögmann og einn dósent í lögfræði. Innlent 14.11.2025 11:53
Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Í hádegisfréttum fjöllum við um þjóðhagspá sem Hagstofan birti í morgun. Innlent 14.11.2025 11:40
Ætla að flytja starfsemi Vogs SÁÁ hyggjast flytja starfsemi sjúkrahússins Vogs upp á Kjalarnes, þar sem önnur starfsemi samtakanna fer fram. Formaður SÁÁ segir um langtímaáætlun að ræða en draumurinn sé að hefja framkvæmdir á stórafmæli samtakanna. Innlent 14.11.2025 11:25
„Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Ráðamenn í Kína eru enn fjúkandi reiðir í garð Japana vegna ummæla nýs forsætisráðherra Japans um Taívan frá síðustu viku. Meðal annars hafa Kínverjar hótað því að „rústa“ Japan og krefjast þeir þess að Sanae Takaichi, forsætisráðherra Japans, dragi ummæli sín um að Japanir myndu mögulega koma Taívönum til aðstoðar, geri Kínverjar innrás í eyríkið, til baka. Erlent 14.11.2025 11:10
Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. Innlent 14.11.2025 10:14
Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Bandalag miðhægriflokka á Evrópuþinginu sem forseti framkvæmdastjórnarinnra tilheyrir rauf samstöðum um einangrun jaðarhægriflokka þar í fyrsta skipti í gær. Það gerðu þeir til þess að útvatna umhverfislöggjöf sambandsins. Erlent 14.11.2025 10:05
Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Þungvopnaðir útsendarar Landamæragæslu Bandaríkjanna og Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) sigu úr herþyrlu á þak fjölbýlishúss í Chicago. Hús þetta átti að vera fullt af alræmdum glæpamönnum úr genginu Tren de Aragua frá Venesúela og voru íbúar dregnir út úr rúmum sínum, handjárnaðir og fluttir út á götu fyrir framan sjónvarpsfréttafólk sem hafði verið boðið að fylgjast með áhlaupinu. Erlent 14.11.2025 10:02
Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Maður með mikið ofnæmi segir ný lög um gæludýr í fjölbýlishúsum skorta allan fyrirsjáanleika. Hann hafi sjálfur þurft að flýja heimili sitt vegna hunda í sameign, og ofnæmislyf hafi þar engu breytt. Innlent 14.11.2025 09:02
Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Stjórnarflokkarnir í Þýskalandi hafa komið sér saman um aðgerðir sem miða að því að efla herafla landsins. Allir 18 ára karlar verða nú látnir svara spurningalista um getu þeirra til að þjóna í hernum og þá verða þeir, frá árinu 2027, látnir gangast undir heilbrigðisskoðun. Erlent 14.11.2025 08:47
Skortir lækna í Breiðholti Heimilislækna skortir á Heilsugæslustöðinni í Efra-Breiðholti. Yfirmaður hjá heilsugæslunni segir íbúa ekki þurfa að örvænta vegna málsins, þjónusta við íbúa verði tryggð. Málið sé hinsvegar lýsandi fyrir stöðuna á landsvísu, hún hvetur lækna til að sækja um. Innlent 14.11.2025 08:45
Vilja ekki feita innflytjendur Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað starfsmönnum sendiráða ríkisins að taka tillit til holdafars fólks sem sækir um vegabréfsáritun til að búa í Bandaríkjunum. Einnig á að taka tillit til þess hvort fólk sé með sykursýki eða aðra heilsukvilla og nota þá til að hafna umsóknum fólks. Erlent 14.11.2025 08:44
Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm yfir Ion Imanol Franco Costa, rúmlega þrítugum manni, fyrir að hafa nauðgað ungri konu um nótt eftir jólateiti á hóteli á Austurlandi um miðjan desember 2023. Innlent 14.11.2025 08:30
Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Embættismenn innan varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna eru sagðir uggandi yfir sölu F-35 herþota til Sádi Arabaíu, þar sem líkur séu á að Kínverjar gætu nýtt sér tækifærið til að komast yfir tæknina sem vélarnar byggja á. Erlent 14.11.2025 07:43
BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Breska ríkisútvarpið hefur nú beðið Donald Trump Bandaríkjaforseta formlega afsökunar á því að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum úr ræðu hans þann 6. janúar 2021 í fréttaskýringaþættinum Panorama með þeim afleiðingum að á forsetanum mátti skilja að hann væri að hvetja til árása á þinghús Bandaríkjanna með beinum hætti. Erlent 14.11.2025 07:35
Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Veðurstofan spáir suðvestlægri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en aðeins meiri vindur norðantil eftir hádegi. Veður 14.11.2025 07:26