Fréttir

Fréttamynd

Tíu á­kærðir fyrir að drepa friðaða úlfa

Norsk yfirvöld hafa ákært tíu menn fyrir að drepa tvo úlfa í suðausturhluta landsins í fyrra. Úlfar eru taldir í bráðri útrýmingarhættu í Noregi og eru friðaðir. Nokkrir mannanna eru einnig ákærðir fyrir að reyna að drepa gaupu.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það væri „afar hættulegt“ fyrir Breta að leitast eftir því að eiga í auknum og nánari samskiptum við Kína. Ummælin lét forsetinn falla eftir að Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, átti þriggja tíma fund með Xi Jinping, forseta Kína, í Pekíng.

Erlent
Fréttamynd

Myndbirtingar for­eldra geti skapað hættu

Umboðsmaður barna hefur fengið erindi á sitt borð þar sem börn spyrjast fyrir um eigin réttindi hvað varðar myndbirtingar foreldra af börnum sínum. Myndir geti verið nýttar í annarlegum tilgangi sem upphaflega voru birtar í góðri trú.

Innlent
Fréttamynd

Sak­sóknarar hóta upp­reisn í Minneapolis

Alríkissaksóknarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa hótað því að hætta í massavís. Er það vegna þess hvernig haldið hefur verið á spöðunum varðandi rannsóknir á dauða þeirra Renée Good og Alex Pretti, sem skotin voru til bana af útsendurum heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Ráð­herra situr fyrir svörum, gleði­tíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um hand­bolta

Ríkisstjórnin hefði mátt bíða með breytingar á opinberum gjöldum þar til verðbólgan myndi hjaðna. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka. Formaður VR segir það ekki náttúrulögmál að fyrirtæki velti öllu út í verðlagið. Kjarasamningar springi í haust ef fyrirtækin fara þessa leið. Í kvöldfréttum fjöllum við um verðbólguna sem er umfram svartsýnustu spár. Þá mætir fjármálaráðherra í myndver og svarar spurningum.

Innlent
Fréttamynd

Seinka sýningum fyrir leikinn

Borgarleikhúsið hefur ákveðið að seinka öllum leiksýningum um korter á morgun svo leikhúsgestir geti horft á fyrri helming af leik Íslands í undanúrslitunum á EM í handbolta.

Innlent
Fréttamynd

Ó­birt svör og starfs­lokin tekin fyrir

Frambjóðendur til oddvita Viðreisnar í Reykjavíkurborg tókust á í Pallborðinu í dag. Farið var yfir óbirta spurningu í skoðanakönnun og Airbnb-mál fyrrverandi bæjarstjóra. Enginn frambjóðandi gat valið hvern hann myndi velja í oddvitasætið fyrir utan sig sjálfan.

Innlent
Fréttamynd

Mikil and­staða við nýtt 160 her­bergja hótel á Laugar­vatni

Íbúar á Laugarvatni eru ekki allir sáttir við hugmyndir um byggingu fjögurra hæða hótels á Laugarvatni rétt við vatnið með 160 herbergjum. Um 8.600 fermetra byggingu verður að ræða. En um hvað snýst málið í raun og veru? Ásta Stefánsdóttir, er sveitarstjóri Bláskógabyggðar.

Innlent
Fréttamynd

Svona mun Suður­lands­braut líta út

Tillaga að deiliskipulagi Borgarlínu um Suðurlandsbraut er nú komin í auglýsingu. Skipulagssvæðið nær utan um breytta götumynd Suðurlandsbrautar milli Skeiðarvogar og Lágmúla og hefur borgin birt myndir sem sýna hvernig gatan mun líta út eftir breytingarnar.

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við til­raunir til að stofna nýtt Vélfag

Stjórnarformaður Vélfags segist ekki hafa beinar upplýsingar um að reynt hafi verið að stofna nýtt félag fyrir starfsemina eftir að fjármunir þess voru frystir. Hann hafi fjarlægt tölvur úr höfuðstöðvum fyrirtækisins að beiðni eigenda þess. Lögmaður Vélfags segir fréttir um slíkt „þvælu“.

Innlent
Fréttamynd

Ljósið flytur í Grafar­vog

Endurhæfingarmiðstöðin Ljósið mun á árinu flytja starfsemi sína í nýtt og mun rýmra húsnæði að Gylfaflöt í Grafarvogi. Nýtt húsnæði verður afhent á sunnudag, 1. febrúar. Það er 1.300 fermetrar með möguleika á stækkun upp í 1.700 fermetra til framtíðar.

Innlent