Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins varaði Evrópuríki við því að þeir þyrftu að vera búnir undir stríð af þeirri stærðargráðu sem fyrri kynslóðir máttu þola í gær. Rússar gætu háð stríð á hendur Evrópu innan fimm ára. Erlent 12.12.2025 09:27
Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Allsherjarvarnir og öryggisviðbúnaður voru ofarlega á baugi þegar forsætisnefnd Norðurlandaráðs hittist á fundi á Íslandi fyrr í þessari viku. Nefndin heimsótti meðal annars varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli og kynnti sér varnarsamstarf Íslands við bandalagsríki. Fulltrúi Íslands í nefndinni segir staðsetningu Íslands mikilvæga í hernaðarlegu tilliti og því hafi mikla þýðingu að fundur nefndarinnar hafi farið fram hér á landi. Innlent 12.12.2025 08:45
Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Tyler Robinson, 22 ára, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða íhaldssama aðgerðasinnan Charlie Kirk í september síðastliðnum, mætti fyrir dómara í gær. Erlent 12.12.2025 08:27
Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi konu í tengslum við rannsókn á líkamsárás. Þá virðast afskipti verið höfð af annarri konu sem grunuð er um líkamsárás, húsbrot og eignaspjöll. Innlent 12.12.2025 06:30
Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kílómetragjald sé ekki tilbúið að taka gildi eins og stefnt er að um áramótin, og gerir við það ýmsar athugasemdir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarpið hafi orðið til á síðasta vorþingi og hafi tekið ýmsum breytingum og fengið góða umfjöllun í nefnd. Innlent 12.12.2025 00:06
Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Allt að helmingur barna sem eru á leikskólum í borginni hefur verið fjarverandi síðustu vikur vegna veikinda. Leikskólastjóri segist ekki muna eftir öðru eins á rúmlega þrjátíu ára starfsferli. Innlent 11.12.2025 22:30
Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Miklar vegabætur er ráðgerðar á Vestfjörðum á næstu fimmtán árum, þar á meðal þrenn ný jarðgöng, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá verður Bíldudalur tengdur Dynjandisheiði með bundnu slitlagi. Innlent 11.12.2025 21:51
Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók formlega á móti ómannaða neðansjávarfarinu GAVIA AUV í dag, en um er að ræða sjálfstýrðan kafbát sem getur kortlagt hafsbotninn og hluti sem þar eru með hliðarsónar niður í að minnsta kosti 300 metra dýpi. Innlent 11.12.2025 21:37
„Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Fangi á Litla-Hrauni segir útgáfu matreiðslubókar vera verkefni sem hafi gefið honum mikið. Hann segir hæfni fanga vannýtta og þegar öllu sé á botninn hvolft snúist vinna sem þessi um hvernig einstaklinga við viljum fá aftur út í samfélagið. Innlent 11.12.2025 21:03
Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Tveir drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili náðu í dag að breyta kerfinu eftir að hafa stigið fram hér í kvöldfréttum Sýnar og varpað ljósi á reglugerð þar sem hallaði á annan þeirra. Innlent 11.12.2025 21:00
Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Strætisvagni var ekið á konu á reiðhjóli við gatnamót Langholtsvegar og Skeiðarvogs í Laugardal síðdegis í dag. Að sögn sjónarvotts og íbúa í hverfinu virtist konan ekki hafa slasast alvarlega, en hjólið lenti undir vagninum og varð fyrir skemmdum. Hún hefur áhyggjur af því hvað umferðarslysum hefur fjölgað í hverfinu að undanförnu. Innlent 11.12.2025 20:42
Refsing milduð yfir burðardýri Landsréttur mildaði í dag dóm yfir átján ára manni sem hafði smyglað inn þrettán kílóum af kókaíni til Ísland. Tekið var tillit til ungs aldurs mannsins og að ekkert benti til þess að hann hefði komið að skipulagningu og fjármögnun innflutningsins. Innlent 11.12.2025 20:19
Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Unnur Ósk Thorarensen, einstæð móðir, er gáttuð yfir ósveigjanleika fæðingarorlofskerfisins því sex mánaða fæðingarorlofsréttur barnsföður hennar verða ekki færðir yfir til hennar þrátt fyrir að hann hyggist ekki nýta sér réttinn. Innlent 11.12.2025 19:46
Siggi stormur spáir rauðum jólum Einn umdeildasti veðurfræðingur landsins spáir rauðum jólum á flestum landshlutum í ár. Spádóminn setti hann fram í Reykjavík síðdegis í dag en tók fram að spáin gæti breyst og því væru hvít jól ekki útilokuð þó þau þyki ólíkleg. Veður 11.12.2025 18:56
Þjófar sendir úr landi Tveimur erlendum ríkisborgurum, karli og konu á þrítugsaldri, hefur verið vísað úr landi samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar. Innlent 11.12.2025 18:53
Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Einstæð móðir, er gáttuð yfir ósveigjanleika fæðingarorlofskerfisins því fæðingarorlofsréttur barnsföður hennar verður ekki færður yfir til hennar þrátt fyrir að hann hyggist ekki nýta sér réttinn. Í gangi er faðernispróf fyrir dómi og er hann ekki hluti af lífi barnsins í dag. Móðirin upplifir kvíða og afkomuótta því síðustu greiðslurnar frá fæðingarorlofssjóði berast 1. janúar og þá blasir óvissan ein við. Innlent 11.12.2025 18:15
Björn Dagbjartsson er látinn Björn Dagbjartsson, verkfræðingur og fyrrverandi sendiherra og alþingismaður, er látinn 88 ára að aldri. Innlent 11.12.2025 18:07
Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Heilbrigðisráðuneytið hvetur einstaklinga í áhættuhópum til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum, svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun. Innlent 11.12.2025 17:57
Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veðurfræðingar á Veðurstofunni vara við öflugum skúradembum með snörpum vindhviðum sunnan til á landinu í kvöld og á morgun. Líkur séu á að þeim fylgi þrumuveður. Veður 11.12.2025 17:16
Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í rúmlega þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að senda þrettán ára dreng typpamynd á Snapchat. Landsréttur sneri við sýknudómi Héraðsdóms Norðurlands eystra. Innlent 11.12.2025 17:08
Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu íbúa í grennd við bakaríið og kaffihúsið Hygge á Barónsstíg. Íbúarnir lögðu fram stjórnvaldskæru og kölluðu eftir því að starfsleyfi staðarins yrði afturkallað, meðal annars vegna sorphirðumála og mengunar. Innlent 11.12.2025 16:49
Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í samtali við Donald Trump, kollega sinn í Bandaríkjunum, í síðasta mánuði að hann væri tilbúinn til að yfirgefa ríki sitt. Hann og fjölskylda hans þyrftu þó að fá almenna friðhelgi frá lögsókn. Erlent 11.12.2025 16:31
Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, opnuðu formlega nýja tvöföldun á Reykjanesbraut í dag. Verklok eru áætluð í júní 2026 en nú þegar hefur verið opnað fyrir umferð um brautina. Innlent 11.12.2025 16:11
Vill skoða úrsögn úr EES Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, telur hagsmunum Íslands betur borgið utan EES ef innflytjendum á Íslandi heldur áfram að fjölga örar en Íslendingum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir hugmyndir Snorra vanhugsaðar og sakar Miðflokkinn um að vilja svipta Íslendinga þeim réttindum sem EES tryggi þeim. Innlent 11.12.2025 16:06