Fréttir

Fréttamynd

Dýpra sam­tal og sam­vinna við Evrópu­sam­bandið „lykilbreyta“

„Sundurlyndi, yfirlýsingagleði og dauðahald í horfinn heim er ekki það sem við þörfnumst nú um stundir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í aðsendri grein sem birtist á Vísi nú í morgun. Hún segir sótt að þeim grunngildum sem Ísland byggir utanríkisstefnu sína á og að Íslendingar geti ekki „lokað augunum“ á sama tíma og umheimurinn tekur „sögulegum breytingum“.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ís­land stendur þétt með vinum sínum“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er meðal þeirra norrænu leiðtoga sem lýst hafa yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í framhaldi af enn einum ummælum Bandaríkjaforseta þar sem hann lýsir ósk sinni um að eignast Grænland.

Innlent
Fréttamynd

Hægir vindar og snjó­koma norðan- og austan­til

Víðáttumikið hæðakerfi suður í hafi veldur hæðahrygg sem teygir sig yfir landið og verða almennt vindar hægir í dag en þó einhver strekkingur norðvestantil. Búast má við snjókomu eða éljum um landið norðan- og austanvert.

Veður
Fréttamynd

Stjórn Maduro situr sem fastast

Venesúelski herinn hefur viðurkennt valdatöku Delcy Rodríguez sem starfandi forseta landsins. Hún var varaforseti, fjármálaráðherra og olíumálaráðherra í valdatíð Maduro. Því er ekki ljóst hvaða breytingar, ef einhverjar, árás Bandaríkjanna kemur til með að hafa á stjórnarfar í Venesúela. Bandamenn Maduro hafa enn töglin og hagldirnar í stjórn landsins.

Erlent
Fréttamynd

Já sæll, sauð­burður er hafinn í Helgafellssveit

„Lambið kom í heiminn í morgun okkur öllum á óvörum en svona er lífið í sveitinni, alltaf eitthvað spennandi að gerast. Ærin heitir Svanhildur, lambið heitir Tígull og faðirinn heitir Máni. Svanhildur bar snemma í morgun,” segir Guðmundur Karl Magnússon á bænum Gríshóli í Helgafellsveit á Snæfellsnesi aðspurður um lambið, sem fæddist þar snemma í morgun, 4. janúar, sem er mjög óvenjulegur tími fyrir sauðburð, sem er jú alltaf á vorin.

Innlent
Fréttamynd

„En við þurfum samt Græn­land“

Donald Trump Bandaríkjaforseti var myrkur í máli þegar blaðamaður innti hann eftir því hvaða þýðingu nýafstaðin árás á Venesúela og handtaka á forseta landsins hefði fyrir Grænlendinga. Hann ítrekaði samt mikilvægi þess að Bandaríkin innlimi Grænland.

Erlent
Fréttamynd

Svona hand­sömuðu Banda­ríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftir­líking af dvalar­stað Maduros í fullri stærð

Drónar, njósnarar, tölvuárás, uppljóstrari í venesúelsku ríkisstjórninni, lóðlampar, og nær fullkomin eftirlíking af dvalarstað Nicolás Maduros komu við sögu við undirbúning hernaðaraðgerðarinnar sem Bandaríkjaher réðst í í höfuðborg Venesúela í fyrrinótt þar sem venesúelski forsetinn og forsetafrúin voru handsömuð.

Erlent
Fréttamynd

Borgar­stjórinn segist heita Heiða

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, virðist ekki hafa tekið það stólpagrín sem gert var að henni í áramótaskaupinu inn á sig en hún svaraði því í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Smá­ríkið í­hugar mál­sókn vegna að­gerða lög­reglu

Forsvarsmenn áfengisverslunarinnar Smáríkisins íhuga að fara í mál við lögregluna þar sem hún hefur ítrekað lokað afhendingarstöðvum netverslunarinnar síðustu vikur. Forstjóri fyrirtækisins var í haust ákærður fyrir að hafa selt eina þriggja lítra belju af chardonnay.

Innlent
Fréttamynd

Gæti orðið bylting fyrir konur á breytinga­skeiði

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna felldi nýlega úr gildi viðvaranir við hormónameðferð fyrir konur á breytingaskeiði. Hjúkrunarfræðingur sem sérhæfir sig í kvenheilsu segir þetta tímamót og vonar að leiðbeiningum hér á Íslandi verði breytt.

Innlent
Fréttamynd

Er Mið­flokkurinn hægri­flokkur?

Fræði- og stjórnmálamönnum kemur ekki saman um stöðu Miðflokksins á hinum pólitíska ás. Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst af stefnumálum og málflutningi flokksins að hann sé einn tveggja hægriflokka á Íslandi en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir einungis einn hægriflokk á Íslandi; Sjálfstæðisflokkinn. 

Innlent
Fréttamynd

„BRÁÐUM“

„BRÁÐUM“ skrifar Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, hástöfum í færslu á X í gær þar sem hún birtir kort af Grænlandi sem er málað með bandarískum fánalitum.

Erlent
Fréttamynd

Furða sig á við­brögðum Þor­gerðar sem dregur í land

Fjöldi fólks hefur lýst furðu sinni á viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna árásar Bandaríkjanna í Venesúela en í viðtölum í gær vildi hún hvorki fordæma árásina né viðurkenna að hún væri brot á alþjóðalögum. Í nýrri samfélagsmiðlafærslu virðist ráðherrann reyna að draga í land og tekur fram að ekkert land megi „fara á svig við þjóðarrétt, beita hervaldi eða ganga inn í annað“.

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki borgara­styrj­öld

Hæstiréttur Venesúela hefur skipað Delcy Rodríguez, varaforseta ríkisins, að taka við embætti forseta meðan Nicolás Maduro er í haldi Bandaríkjamanna. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir margt óljóst varðandi stöðuna í Venesúela og vill ekki útiloka að það brjótist út borgarastyrjöld. 

Innlent
Fréttamynd

Goddur er látinn

Listamaðurinn og hönnuðurinn Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur, er látinn 70 ára að aldri. Goddur var líklega þekktasti listagagnrýnandi Íslands. Síðustu árum ævi sinnar varði hann í kennslu, þar sem hann starfaði sem rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands þar til hann fór á eftirlaun.

Innlent
Fréttamynd

Utanríkisnefnd fundar vegna á­rásanna í Venesúela

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að boðað hafi verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis í fyrramálið til þess að fara yfir stöðuna í Venesúela og meta hvort ástæða sé til að hvetja til umræðu á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um loftárásir Bandaríkjanna í fyrrinótt. Utanríkisráðherra Íslands neitar að fordæma árásina.

Erlent
Fréttamynd

Hafa borið kennsl á sex­tán til við­bótar

Lögreglu hefur tekist að bera kennsl á lík sextán til viðbótar sem létust í eldsvoða á skemmtistað á skíðasvæðinu Crans-Montana á gamlárskvöld. Fjórtán ára svissnesk stúlka er meðal látinna. 

Erlent
Fréttamynd

Þykknar upp og snjóar

Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, en 8-13 við norðvesturströndina. Þykknar víða upp og dálítil él á víð og dreif seinni partinn, en yfirleitt bjart sunnan heiða.

Veður
Fréttamynd

Segjast bæði hafa tekið við völdum

Hæstiréttur Venesúela hefur skipað Delcy Rodríguez, varaforseta ríkisins, að taka við embætti forseta meðan Nicolás Maduro er í haldi Bandaríkjamanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Venesúela yrði undir stjórn Bandaríkjamanna þar til valdaskipti gætu orðið með öruggum hætti.

Erlent