Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gefur út lag með látnum vini sínum og heim­sókn Rutte

Ungur maður, sem glímt hefur við fíkn og missti náinn vin sinn úr fíkn, segir samfélagið þurfa að vakna og bregðast við vandanum. Óásættanlegt sé að úrræðum fari fækkandi á meðan vandinn vex. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent
Fréttamynd

Farbannið fram­lengt

Farbann konu, sem grunuð er um að myrða eiginmann sinn og dóttur á Edition-hótelinu í sumar, hefur verið framlengt til 27. febrúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Lýsti Ís­landi sem „augum og eyrum“ Nató

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ bandalagsins í Atlantshafi eftir fund hans og forsætisráðherra í dag. Honum þótti mikið koma til heimsóknar sinnar á öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll.

Innlent
Fréttamynd

Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður

Landsréttur kvað upp dóm sinn í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætti ákæru fyrir nauðgun, í dag. Landsréttur klofnaði en meirihluti réttarins sýknaði Albert. Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans

Málari í Setbergshverfinu í Hafnarfirði var rétt að festa svefn aðfaranótt sunnudags þegar hann heyrði hljóð sem vöktu athygli hans. Augnabliki síðar horfði hann út um gluggann þar sem vinnubíllinn hans stóð í ljósum logum. Hann grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans.

Innlent
Fréttamynd

Undir­búa Mána-leiðangur Dana til tungsins

Dönsk stjórnvöld hyggjast ráðstafa umtalsverðum fjármunum í að kosta leiðangur gervitungls til Tunglsins. Verkefnið hefur hlotið nafnið Máni, með vísan fornnorrænar tungu, en orðið er enn gott og gilt með sama rithætti á íslensku. Danskir vísindamenn við nokkra þarlenda háskóla leiða verkefnið, en að því koma samstarfsaðilar frá fleiri löndum. Markmiðið er að allt verði klárt fyrir Mánaleiðangurinn árið 2029.

Erlent
Fréttamynd

Krist­rún og Rutte boða til blaða­manna­fundar

Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er mætti á fund Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðið klukkan eitt í dag. Þau svara spurningum blaðamanna á blaðamannafundi klukkan 14:25 í beinni útsendingu á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO

Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, glímir við eina flóknustu og erfiðustu stöðu sem bandalagið hefur staðið frammi fyrir í árafjöld að mati hernaðarsagnfræðings. Bæði er uppi breytt pólitísk staða innan sjálfs bandalagsins vegna afstöðu Bandaríkjastjórnar en einnig er ófriðvænlegt í álfunni.

Innlent
Fréttamynd

Gæti þýtt aukna við­veru NATO hér á landi

Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO.

Innlent
Fréttamynd

Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norður­slóðum

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) og ráðamenn í Noregi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um mögulega byggingu geimstjórnstöðvar á norðurslóðum. Nánar tiltekið stendur til að skoða kosti og galla þess að reisa slíka stöð nærri Tromsø.

Erlent
Fréttamynd

Pól­verjar kaupa kaf­báta af Svíum

Stjórnvöld í Póllandi tilkynntu í gær að til stæði að kaupa þrjá dísilkafbáta af Svíum á næstu árum. Með því vilja Pólverjar auka hernaðargetu sína á Eystrasalti en ríkið hefur gegnst mikla hernaðaruppbyggingu á undanförnum árum.

Erlent
Fréttamynd

Tíu milljarða fjár­festing í Helgu­víkur­höfn vegna NATO

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Halldór K. Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, undirrituðu viljayfirlýsingu um fyrirhugaða uppbyggingu mannvirkja í Helguvíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bað for­sætis­ráð­herra Japan að ögra ekki Kín­verjum

Nokkrum dögum eftir að Sanae Takaichi, nýr forsætisráðherra Japan, reitti ráðamenn í Kína til reiði með því að segja að innrás Kínverja í Taívan gæti leitt til hernaðarviðbragðs frá Japönum, ræddi Xi Jinping, forseti Kína, við Donald Trump, kollega sinn í Bandaríkjunum. Xi er sagður hafa verið bálreiður og varði hálftíma af klukkutímalöngu símtalinu í að útskýra fyrir Trump að Kína ætti í raun Taívan.

Erlent
Fréttamynd

Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt út­lit og verði „upplifunarbrú“

Tillaga um breytt deiliskipulag Elliðaárdals vegna Árbæjarlóns, Árbæjarstíflu og Rafstöðvarvegs var kynnt umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær. Lagt er til að afmörkun Árbæjarlóns verði fjarlægð auk þess sem lagt er til að Árbæjarstífla fái nýtt útlit og um hana verði aðgengileg gönguleið yfir Elliðaárnar. Stíflan er friðuð og því er lagt upp með að breytingar á henni verði gerðar í samráði við Minjastofnun. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar frekar að Árbæjarlón verði fyllt að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­skipar ítar­legar rann­sóknir á öllum Afgönum í Banda­ríkjunum

Maðurinn sem skaut á tvo þjóðvarðliða í Washington DC í gær er frá Afganistan og kom til Bandaríkjanna árið 2021. Þetta sagði Donald Trump forseti í ávarpi í gærköldi frá Flórída þar sem hann var staddur þegar árásin varð gerð. Öll afgreiðsla hælisumsókna frá Afganistan hefur nú verið stöðvuð og Trump fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á þeim Afgönum sem þegar eru í Bandaríkjunum.

Erlent