Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Haldið verður upp á 150 ára afmæli Keldnakirkju á Keldum í Rangárþingi ytra í dag en kirkjan er gömul sveitakirkja, sem hefur alltaf verið mjög vel við haldið. Oddasókn á kirkjuna en stefnt er að því að Þjóðminjasafn Íslands taki kirkjuna yfir á nýju ári. Innlent 16.11.2025 12:11
Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Lögreglumaður sem telur að bílbelti hafi bjargað lífi sínu og bróður hans fyrir hálfum öðrum áratug þegar þeir lentu í hörðum árekstri. Vísbendingar eru um að tíu til fimmtán prósent ökumanna hér á landi eigi það til að sleppa því að nota belti. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag. Innlent 16.11.2025 12:00
Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Skrifstofa borgarstjórnar hefur tekið saman mætingu allra borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi síðustu ár eftir beiðni frá Sjálfstæðisflokknum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins trónir þó ekki á toppnum ef litið er til allra oddvitanna en hún er þó ekki langt á eftir oddvita Vinstri grænna sem er duglegust að mæta. Innlent 16.11.2025 11:37
Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent 16.11.2025 09:47
Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Marjorie Taylor Greene, sem var lengi einn helsti bandamaður og stuðningsmaður Donald Trump og MAGA-hreyfingarinnar, sagði í gær að einkarekið öryggisfyrirtæki hefði haft samband við sig „með viðvörunum um öryggi hennar“ eftir að Trump tilkynnti á föstudag að hann drægi til baka stuðning sinn við þingkonuna frá Georgíu. Erlent 16.11.2025 08:14
Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Hæðir suður af landinu og yfir Grænlandi beina hægum vestlægum áttum yfir landið næstu daga. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar kemur fram að það verði töluvert bjartviðri en sums staðar verður þokuloft við suður- og vesturströndina. Veður 16.11.2025 07:36
Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Þrír voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í nótt. Einn fyrir að vera með hníf, annar fyrir að hafa verið til vandræða fyrir utan skemmtistað samkvæmt dagbók lögreglu og sá þriðji fyrir slagsmál. Seinni tveimur var sleppt úr haldi eftir að tekin var af þeim skýrsla. Einn gisti í fangageymslu í nótt en alls voru skráð 79 mál hjá lögreglunni frá klukkan 17 í gær til fimm í morgun. Innlent 16.11.2025 07:07
Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Andrés Proppé Ragnarsson sálfræðingur og stofnandi meðferðarúrræðisins Heimilisfriðar segir að í allri meðferð hjá þeim þurfi gerendur að taka ábyrgð á sinni ofbeldishegðun. Hann segir rannsóknir sýna fram á að úrræðið virki og að meirihluti gerenda beiti minna ofbeldi eða hætti því eftir að hafa sótt meðferðina. Andrés segir meðferðina yfirleitt virka best þegar fólk tekur sér góðan tíma og mætir af fúsum og frjálsum vilja. Innlent 16.11.2025 07:02
Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Lögreglumenn í eftirlitsferð á Austurlandi urðu vitni að stjörnuhrapi sem svo heppilega vildi til að festist á filmu eftirlitsmyndavélar lögreglubílsins. Innlent 15.11.2025 23:46
Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar, og háskólaráðherra, ætlar að láta gera sérstaka úttekt á íslenska bókamarkaðnum og vinna að nýrri bókmenntastefnu. Hann segir að styðja þurfi vel við bókaútgáfu sem lið í að styrkja stöðu íslenskunnar. Innlent 15.11.2025 23:39
„Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Ágúst Þór Pétursson, verkefnastjóri mannvirkjasviðs VHE, óttast að boðaðar breytingar á byggingareftirliti séu vanhugsaðar og komi til með að auka kostnað við byggingarframkvæmdir. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið fagaðila við mótun tillagna. Hann kallar eftir úrbótum, bættu eftirliti með núverandi kerfi, og hörðum viðurlögum gegn þeim sem svíkjast undan skildum sínum. Innlent 15.11.2025 22:12
Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Flugvél á vegum finnska flugfélagsins Finnair sem var á leið frá Helsinki til New York lenti á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í búnaði. Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð, en þegar vélin hafði lent án vandræða var allt viðbragð afturkallað. Innlent 15.11.2025 22:03
Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Þeir eru fallegir forystu sauðirnir hjá bónda í Flóanum, sem eru líka mjög fallega hyrndir og vekja alls staðar mikla athygli þar sem þeir koma fyrir glæsileika sinn. Innlent 15.11.2025 21:38
Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. Innlent 15.11.2025 20:10
Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Þingmaður segir mikilvægt að tryggja að æðstu ráðamenn landsins fari ekki beint í störf innan Evrópusambandsins gangi Ísland í sambandið. Dæmi séu um að erlendir ráðamenn lendi í klandri fyrir svipaðar tilfærslur. Innlent 15.11.2025 19:40
Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, segir að hætt sé við hálku á vegum suðvesta- og vestantil í kvöld eða nótt. Innlent 15.11.2025 18:54
„Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Byggingarstjóri óttast að boðaðar breytingar á byggingareftirliti séu vanhugsaðar. Þær komi til með að auka kostnað. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið fagaðila við mótun tillagna. Hann kallar eftir úrbótum, bættu eftirliti með núverandi kerfi, og hörðum viðurlögum gegn þeim sem svíkjast undan skildum sínum Innlent 15.11.2025 18:28
Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Umboðsmaður Alþingis og starfsmenn embættisins fóru í október í næturlangt eftirlit í fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu, frá föstudagskvöldi til laugardagsmorguns. Innlent 15.11.2025 17:58
Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Elís Árnason, fyrrverandi eigandi veitingarstaðanna Café Adesso og Sport & Grill, sakar kaupendurna Helga Magnús Hermannsson og Jóhannes Birgi Skúlason, um að hafa aldrei greitt fyrir staðina. Innlent 15.11.2025 16:44
Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Eva Birgisdóttir var fyrir ári síðan greind með POTS-heilkennið. Hún byrjaði í framhaldsskóla í haust en nær aðeins að mæta tvo eða þrjá daga í viku eftir að hún hætti að komast í reglulega vökvagjöf. Birgir, faðir Evu, hvetur stjórnvöld til að endurskoða ákvörðun sína um kostnaðarþátttöku, sérstaklega á meðan vinnuhópur er enn við störf og engar aðrar lausnir eða meðferðir eru í boði. Innlent 15.11.2025 15:02
Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Forstjóri Landspítalans óttast að verði af frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um dvalar- og atvinnuleyfi muni það hafa áhrif á mönnun innan heilbrigðisþjónustunnar. Hann óskar eftir því að ráðuneytið leiti annarra leiða sem hafi ekki eins mikil áhrif á sjúkrahúsið. Innlent 15.11.2025 14:46
Óslóartréð fellt í Heiðmörk Reisulegt jólatré var fellt í Heiðmörk í dag en um er að ræða Óslóartréð sjálft. Jólatréð mun prýða Austurvöll yfir hátíðarnar. Innlent 15.11.2025 14:05
Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Eftirlit með vistunarúrræðum fyrir börn er nánast í skötulíki að sögn framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Svör Barna- og fjölskyldustofu vegna rannsóknar lögreglu á ofbeldismáli starfsmanns gegn barni á Stuðlum veki áhyggjur. Innlent 15.11.2025 13:25
Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Það stendur mikið til við Esjuna í dag en þar fer fram svokölluð „Ljósafossganga“ til styrktar Ljósinu þar sem allir verða með höfuðljós og mynda þannig foss þegar gengið verður niður fjallið í myrkrinu. Sjóvá styrkir Ljósið um 2.000 krónur fyrir hvern, sem mætir við Esjurætur, hvort sem viðkomandi ætlar að ganga eða hvetja göngugarpana áfram. Innlent 15.11.2025 12:17
Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Eftirlit með vistunarúrræðum fyrir börn er nánast í skötulíki að sögn framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Svör Barna- og fjölskyldustofu vegna rannsóknar lögreglu á ofbeldismáli starfsmanns gegn barni á Stuðlum veki áhyggjur. Innlent 15.11.2025 11:44