Fréttir

Fréttamynd

Röð stunguárása í neðan­jarðar­lestinni

Maður á þrítugsaldri stakk og særði þrjár konur á þremur ólíkum neðanjarðarlestarstöðvum á sömu leið í París síðdegis í dag. Lögregla hafði hendur í hári honum á heimili hans þangað sem hann hafði flúið. Hvati mannsins til árásanna er ekki ljós en talið er að hann hafi glímt við geðræn veikindi.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug

„Þetta var núllpokaflug,“ var svarið sem flugfreyjurnar Edda Björk Friðriksdóttir og Eva María Hilmarsdóttir gáfu eftir lendingu Dash 8 Q400-vélar Icelandair á Akureyri þegar spurt var hvort einhverjir ælupokar voru notaðir í fluginu frá Reykjavík. Í flugstjórnarklefanum sátu þeir Jóhann Ingi Sigtryggsson flugstjóri og Egill Andri Jóhannesson flugmaður.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár

Veðurlíkönin benda til þess að kólnað gæti í veðri eftir því sem líður á gamlársdag. Útlit er fyrir sæmilega milt veður fram að því en takmarkað er það enn sem hægt er að slá föstu.

Veður
Fréttamynd

Töpuðu tæpum hundrað milljónum

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tæpum hundrað milljónum króna árið 2024. Framlög lögaðila til flokksins voru tugir milljóna króna en kostnaðurinn við Alþingiskosningarnar var rúmlega 170 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu

Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðisbundið fangelsi fyrir að bakka bíl sínum á konu. Hann þarf einnig að greiða konunni þrjá og hálfa milljón króna en hún þurfti að liggja á sjúkrahúsi í marga mánuði eftir atvikið.

Innlent
Fréttamynd

Gefur lítið fyrir stað­hæfingar um nýfallið hitamet

„Einn öfgafyllsti atburður sem hefur sést í loftslagssögu heimsins,“ stendur í færslu notanda á X sem fylgist með óvenjulegu hitastigi um allan heim en hitamet var slegið í gær. Íslenskur veðurfræðingur gefur lítið fyrir staðhæfinguna.

Veður
Fréttamynd

Þörf á að skerpa á verk­lagi spítalans í heimilis­of­beldis­málum

Eigi heilbrigðisstarfsmenn erfitt með að túlka ákvæði laga um þagnarskyldu með réttum hætti er tilefni til að skýra það frekar. Það er afstaða Landspítalans samkvæmt svörum. Einnig er það afstaða spítalans að vert sé að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum og að það eigi að vera samræmt þvert á alla heilbrigðisþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis

Engin guðþjónusta verður í boði í Mýrakirkju í dag vegna rafmagnsleysis í Dýrafirði. Presturinn segist ætla að nýta tækifærið og vera heima með börnunum á jóladag.

Innlent
Fréttamynd

Klæðning fauk af Stjórnsýslu­húsinu og skemmdi bíla

Foktjón varð á Ísafirði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær, aðfangadag. Lögreglumenn á Ísafirði urðu varir við að nokkrir lausir munir höfðu fokið og að í tveimur tilvikum að minnsta kosti hafi orðið skemmdir á mannlausum bílum sem stóðu á bílastæði við Hafnarstræti á Ísafirði.

Innlent
Fréttamynd

Hitinn fór í 19,8 stig og desem­ber­metið slegið

Það blés hraustlega á landinu í gær og í nótt, sérstaklega um landið norðvestanvert. Sunnanáttinni fylgdu mikil hlýindi og í gærkvöldi var desemberhitametið slegið í hnjúkaþey á Seyðisfirði en þar komst hitinn í 19,8 stig.

Veður