Fréttir

Fréttamynd

Rann­saka tengsl skotárásarinnar við annað morð

Lögreglan í Bandaríkjunum hefur gefið út handtökuskipun á hendur einstaklingi grunaður um skotárás í Brown-háskólanum. Tveir létust í skotárásinni og níu særðust. Til rannsóknar er að skotárásin tengist öðru morði.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mikið á­lag á bráðamóttökunni á Akur­eyri

Gríðarlegt álag er á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri þessa dagana. Starfsfólk biðlar til fólks um að leita ekki þangað nema að brýn þörf sé á. Fjöldi leitar einnig á Landspítalann og Læknavaktina.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Þór sjálf­kjörinn

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, var sá eini sem bauð sig fram til formanns. Hann gegnir áfram embættinu, sjálfkjörinn.

Innlent
Fréttamynd

Við­reisn gæti reynst í lykil­stöðu milli blokkanna

Það stefnir í gríðarlega spennandi kosningar í Reykjavík að mati stjórnmálafræðings sem telur að Viðreisn gæti endað í lykilstöðu milli blokkanna til hægri og vinstri. Hann telur óvíst hvort harður oddvitaslagur innan Sjálfstæðisflokksins yrði flokknum til gagns.

Innlent
Fréttamynd

Lang­varandi ein­angrun ungrar konu gagn­rýnd af Amnesty

Íslandsdeild Amnesty kallar eftir umbótum í fangelsum á Íslandi vegna umfjöllunar um mál ungrar konu sem hefur verið í einangrun á Hólmsheiði frá því í september. Konan er í síbrotagæslu en er í einangrun vegna hættu á sjálfsskaða. Hún hefur verið ákærð fyrir brot gegn valdsstjórn og skemmdarverk og bíður þess að aðalmeðferð fari fram.

Innlent
Fréttamynd

Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael

Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að tveir dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstólinn (ICC) verði beittir refsiaðgerðum. Er það vegna meintrar óvildar dómaranna í garð Ísrael og óréttmætra aðgerða, samkvæmt Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Þrettán nýir raf­knúnir strætis­vagnar teknir í notkun

Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar verða á næstunni teknir í notkun hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Almenningsvagnar Kynnisferða og Hagvagnar sjá um akstur vagnanna en samið var við félögin í fyrra. Í tilkynningu kemur fram að allur strætófloti fyrirtækjanna verður orðinn rafknúinn árið 2029.

Innlent
Fréttamynd

Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári

Tap af rekstri Miðflokksins á árinu 2024 nam 133 milljónum króna samanborið við 24 milljóna króna rekstrarafgang árið á undan. Flokkurinn setti 141 milljón króna í kosningabaráttuna á Alþingi í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Reyndu að koma út­lendinga­frum­varpi að á síðustu stundu

Viðreisnarliðar höfðu ekki erindi sem erfiði þegar reynt var að koma frumvarpi dómsmálaráðherra um afturköllun verndar síbrotamanna á dagskrá þingsins á síðustu stundu. Formenn stjórnarandstöðuflokka mótmæltu tillögunni harðlega þar sem samkomulag um frestun þingfunda lægi þegar fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Taka á kven­fyrir­litningu með sér­stöku nám­skeiði fyrir drengi

Börn allt niður í ellefu ára, sem sýna af sér hegðun sem markast af kvenfyrirlitningu, munu fá sérstaka kennslu um samskipti kynjanna verði áform breskra stjórnvalda að veruleika. Markmiðið með sérstöku námskeiði sem miðað verði að drengjum er að vinda ofan af og koma í veg fyrir ofbeldisfull viðhorf og hegðun í garð stúlkna og kvenna.

Erlent
Fréttamynd

Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnar­skyldu

Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess.

Innlent
Fréttamynd

Hæðist að og smánar fyrr­verandi for­seta á „frægðargangi“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét í september setja upp sérstakan „frægðargang“ í Hvíta húsinu. Þar voru settar upp myndir af forsetum Bandaríkjanna en nú hefur bæst við texti um störf þeirra og afrek, í flestum tilfellum. Í tilfellum forseta sem Trump virðist illa við var textinn níð um þá og grín á þeirra kostnað

Erlent
Fréttamynd

Naustin án bíla og eins og „löber“ með ís­lensku prjóna­mynstri

Til stendur að breyta Naustunum, götunni milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðborg Reykjavíkur, úr bílagötu í vistgötu og að framkvæmdum verði lokið næsta haust. Ný hönnun götunnar miðar að því að yfirborðið verði eins og klassískt íslenskt prjónamynstur sem lagt verði eins og „löber“ – það er langur borðdúkur – yfir veisluborð.

Innlent
Fréttamynd

Frú Macron í klandri eftir ó­smekk­leg um­mæli um femín­ista

Franska forsetafrúin Brigitte Macron á mál yfir höfði sér vegna ummæla sem hún lét falla og náðust á upptöku. Ríflega þrjú hundruð konur hafa kært ummælin sem þykja fela í sér kvenfyrirlitningu en þau lét forsetafrúin falla í leikhúsi í höfuðborginni París á dögunum. Orðin lét hún falla baksviðs í samtali við franska leikarann og skemmtikraftinn Ary Abittan en atvikið náðist á upptöku og hefur vakið reiði meðal femínista í Frakklandi.

Erlent
Fréttamynd

Ekið á kyrr­stæðan bíl á Suðurstrandarvegi

Lokað hefur verið fyrir umferð um Suðurstrandarveg við Þorlákshöfn eftir að ekið var á kyrrstæðan bíl um tíuleytið í morgun. Mikið brak og olía er á veginum en svo virðist sem ekki hafi orðið alvarleg slys á fólki.

Innlent