Árásarfeðgarnir nafngreindir Feðgarnir sem stóðu fyrir skotárásinni á Bondi strönd í Nýju Suður Wales í Ástralíu í gær voru Naveed Akram, 24, ára og Sajid Akram, 50 ára. Sajid var skotinn til bana af lögreglu en Akram var handtekinn og fluttur á sjúkrahús, alvarlega særður. Erlent 15.12.2025 08:38
Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Magnea Marinósdóttir stjórnmálafræðingur hefur ákveðið að sækjast eftir öðru til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Flokksvalið fer fram 24. janúar næstkomandi. Innlent 15.12.2025 07:39
Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Útlit er fyrir norðlæga eða breytilega átt á bilinu þrír til tíu metrar á sekúndu í dag. Gera má ráð fyrir dálítilli snjókomu á norðanverðu landinu, en þurrt að mestu sunnan heiða. Veður 15.12.2025 07:09
„Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Síðastliðin sjö ár hefur Hjálparstarf kirkjunnar starfrækt saumaklúbb fyrir innflytjendakonur þar sem markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun þeirra. Smári Jökull kíkti í heimsókn í Breiðholtskirkju þar sem konurnar voru í óða önn að baka piparkökur og undirbúa sölumarkað. Innlent 14.12.2025 21:28
Skotmennirnir feðgar Lögregla greinir frá því að mennirnir sem skutu tugi á Bondi-strönd í Ástralíu í gær eru feðgar. Faðirinn, 50 ára, er látinn, og sonur hans, 24 ára, í lífshættu á spítala. Faðirinn hét Naveed Akram og sonurinn Sajid. Alls eru sextán látin ef faðirinn er talinn með. Fórnarlömbin eru á aldrinum 10 til 87 ára. Erlent 14.12.2025 20:07
Handtekinn með stóran hníf Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um einstakling á gangi með stóran hníf. Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn eftir að lögregla skoraði á hann að leggja hnífinn frá sér. Ekki kemur fram hvar maðurinn var handtekinn en málið er skráð hjá stöð 1 í Austurbæ, Vesturbæ, Miðbæ og Seltjarnarnesi. Innlent 14.12.2025 18:51
Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Karlmaðurinn sem tæklaði annan skotmanninn á Bondi-ströndinni í Ástralíu heitir Ahmed Al Ahmed og er 43 ára tveggja barna faðir samkvæmt frétt 7NEWS Australia. Maðurinn var sjálfur skotinn og segir í frétt miðilsins að þau hafi rætt við ættingja hans, Mustafa. Erlent 14.12.2025 18:36
Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að framlag ríkissjóðs til Rithöfundasambands Íslands vegna greiðslna fyrir afnot á bókasöfnum verði aukið um 80 milljónir króna í fjárlögum næsta árs. Í álitinu segir að efling íslensku sé stórt og mikilvægt mál og komi víða við. Framlagið ætti því á næsta ári að verða um 226 milljónir. Innlent 14.12.2025 17:43
Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Íslenskur nemandi við Brown-háskóla hefði mætt í kennslustund í kvöld í sömu skólastofu og mannskæð skotárás var framin í gær, en hún sækir flesta sína tíma í umræddri stofu. Öll kennsla og lokapróf hafa nú verið felld niður vegna árásarinnar. Hún segir samfélagið í Providence í áfalli og lýsir flótta vinar síns af háskólasvæðinu eftir að hafa heyrt skothvelli frá stofunni. Innlent 14.12.2025 16:26
Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert er því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í sameiginlegum drónakaupum hinna Norðurlandanna sé vilji til þess. Utanríkisráðuneytið fylgist með framvindu kaupanna. Innlent 14.12.2025 15:54
Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ „Það er ekki búið að ákveða neitt, ég er ekki einu sinni búinn að ræða þetta við konuna. Þetta er fullt af orðrómum, það er langt því frá að þetta sé orðið umræðuefni. Þetta er ekkert annað en bara spjall á kaffistofum,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík, spurður hvort hann sé á leið í framboð í sveitarstjórnarkosningum í vor. Innlent 14.12.2025 15:18
Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Einn er í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á skotárás í Brown-háskóla á Rhode eyju í Bandaríkjunum í gær. Tveir eru látnir og níu særðir eftir árásina. Erlent 14.12.2025 13:51
Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Hálka var á Reykjavegi í Biskupstungum þegar bíll valt í gærkvöldi. Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans. Innlent 14.12.2025 13:37
Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Kona var flutt á slysadeild á Selfossi eftir að ekið var á hana í Hveragerði um klukkan tíu í gærmorgun. Konan var á rafhlaupahjóli þegar bíl var ekið á hana við gatnamót Breiðumerkur og Sunnumerkur. Innlent 14.12.2025 13:31
270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Íbúum í Ölfusi hefur fjölgað um 40 prósent á síðustu átta árum og eru nú komnir á fjórða þúsund. Í dag eru 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn. Innlent 14.12.2025 13:06
Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Forstjóri Hrafnistu segist vel skilja áhyggjur forstjóra Landspítalans af fráflæðivanda. Fjölmargir séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum. Hún kallar eftir því að ríkið auki stuðning við hjúkrunarheimilin svo þau geti sinnt viðhaldi á húsnæði og hraði uppbyggingu. Innlent 14.12.2025 13:02
Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, sakar Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um lögbrot með því að hafa í nokkrum tilvikum farið út fyrir framkvæmdaheimildir sínar. Hún segir umhugsunarvert að forsætisráðherra verji aðgerðir samráðherra sinna þegar þeir fari út fyrir heimildir sínar. Innlent 14.12.2025 12:18
Rabbíni drepinn í árásinni Minnst tólf eru látnir eftir skotárás á gyðingahátíð á Bondi strönd á útjaðri Sydney-borgar í Ástralíu í dag. Einn grunaður árásarmaður er látinn og annar hefur verið handtekinn. Erlent 14.12.2025 11:53
Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Hryðjuverkaárás var framin í Sydney í Ástralíu fyrr í kvöld. Minnst tólf eru látnir og fjölmargir særðir eftir að skotárás var framin á samkomu gyðinga í borginni. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum. Innlent 14.12.2025 11:46
Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Lögreglan í Bayern í Þýskalandi hefur handtekið fimm menn sem grunaðir eru um að leggja á ráðin um að fremja hryðjuverk á jólamarkaði. Erlent 14.12.2025 09:59
Sanna segir frá nýju framboði Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni klukkan tíu í dag, en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi góða gesti til sín og ræðir við þá um samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 14.12.2025 09:50
Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tíu voru skotnir til bana í skotárás á gyðingahátíð á Bondi strönd í Ástralíu í dag. Annar árásarmannanna er látinn og hinn hefur verið handtekinn. Minnst tólf eru slasaðir. Erlent 14.12.2025 09:00
Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tveir eru látnir og og níu slasaðir eftir skotárás í Brown háskóla í Rhode Island í Bandaríkjunum í gær. Lögregla leitar árásarmannsins. Erlent 14.12.2025 08:22
Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Tveir dyraverðir voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna líkamsárásar og voru þeir báðir vistaðir í fangaklefum lögreglu. Innlent 14.12.2025 07:27