Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Kona á þrítugsaldri var á föstudag úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við andlát karlmanns um áttrætt sem tengdist henni fjölskylduböndum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hinn látni faðir konunnar. Innlent 12.4.2025 23:45
Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Fundur fulltrúa Bandaríkjana og fulltrúa Íran í Óman um kjarnorkuvopn var lýst sem „uppbyggilegum.“ Annar fundur hefur verið boðaður eftir viku. Erlent 12.4.2025 23:36
Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Varnarmálaráðherra Ísrael tilkynnti að ísraelski herinn stefnir á „öfluga“ yfirtöku allrar Gasastrandarinnar. Herinn hefur einnig fyrirskipað brottflutning íbúa á svæðinu. Erlent 12.4.2025 22:14
Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent 12.4.2025 21:03
Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var í Hlíðunum í Reykjavík þar sem eldur logaði í bílskúr. Vel gekk að slökkva eldinn. Innlent 12.4.2025 18:00
Snjallsímar undanskildir tollunum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að undanskilja snjallsíma og tölvur frá tollum sem annars hafa verið boðaðir á vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Erlent 12.4.2025 17:28
Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í Bónus í Fitjum í Reykjanesbæ um eittleytið í dag. Eldurinn kom upp í kassa af pappadiskum í hillu í seilingarfjarlægð frá hylkjum af bútangasi og þvottaefni. Innlent 12.4.2025 16:51
„Vinnan er rétt að hefjast“ Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir árangur fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar merkjanlegan og brýnir fyrir flokksmönnum að þeir verði dæmdir af því hvernig gengur að sinna hagsmunum vinnandi fólks í raun. Hún flutti stefnuræðu í dag á landsfundi Samfylkingarinnar. Innlent 12.4.2025 16:19
Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi á þriðja tímanum í dag vegna leka um borð í fiskibáti sem staddur var vestur af Akranesi. Sjóbjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar tók einnig þátt í viðbragðinu. Innlent 12.4.2025 15:32
Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Ökumaður var handtekinn um hálf sjö í morgun eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á Skarphéðinsgötu í miðborg Reykjavíkur með þeim afleiðingum að hún endaði á hliðinni. Innlent 12.4.2025 14:55
„Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. Innlent 12.4.2025 14:51
Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Sveitarfélagið Árborg fyrir hönd Selfossveitna hefur tryggt sér einkarétt til jarðhitarannsókna, borunar eftir jarðhita og til virkjunar og hagnýtingar á jarðhita í landi Hallanda í Flóahreppi. Um er að ræða svæði austan Selfoss. Innlent 12.4.2025 14:07
Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Kröftugir vindar í norðanverðu Kína hafa valdið miklu tjóni og er fólk sem er léttara en fimmtíu kíló hvatt til þess að halda sig innandyra til að fjúka ekki. Erlent 12.4.2025 14:00
Menendez bræðurnir nær frelsinu Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum samþykkti í gær að halda í næstu viku réttarhöld um það hvort breyta eigi dómi Menendez bræðranna. Lyle og Erik Menendez gætu því mögulega gengið lausir á næstunni. Erlent 12.4.2025 13:40
Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Fjórir drengir voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys sem varð suður af Hofsósi í gærkvöldi. Um þrjátíu ungmenni voru á vettvangi en tilkynning um slysið barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir tildrög slyssins ekki liggja fyrir að svo stöddu en rannsókn þess stendur yfir. Innlent 12.4.2025 13:13
Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Samfylkingin heldur í dag upp á 25 ára afmæli flokksins. Hátíðardagskrá hefst á landsfundi flokksins með ávörpum, pallborðsumræðum og sófaspjalli. Innlent 12.4.2025 13:02
Mikið högg fyrir nærsamfélagið Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ákvörðun Hvals hf. um að ekki verði stefnt að hvalveiðum í sumar slá sig illa. Um sé að ræða mikið högg fyrir félagsmenn og nærsamfélagið. Innlent 12.4.2025 12:19
Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Ljót skemmdarverk voru unnin á Jónshúsi í skjóli nætur. Óprúttinn aðili útkrotaði veggi hússins sem var eitt sinn heimili Jóns Sigurðssonar og er nú félagsheimili Íslendinga í Kaupmannahöfn. Innlent 12.4.2025 11:54
Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á fimmtudaginn með kókaín í farangri sínum en hann kom með flugi frá Spáni. Sama dag var maður á nítjánda aldursári handtekinn af sama tilefni. Innlent 12.4.2025 11:15
Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Tæplega þrjátíu ungmenni voru á leið í samkvæmi á Hofsósi í gærkvöldi, þegar einn bíll endaði utanvegar. Fjórir voru í bílnum og voru allir fluttir til aðhlynningar í Reykjavík. Þar af þrír með flugvélum og einn með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 12.4.2025 09:50
Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Skjótasta leiðin til að koma á vopnahléi í Úkraínu er að verða við kröfum Rússa og leyfa þeim að taka yfir stjórn fjögurra héraða í Úkraínu. Þetta sagði Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, við forsetann bandaríska eftir fund hans með rússneskum erindreka í síðustu viku. Erlent 12.4.2025 08:58
Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. Erlent 12.4.2025 08:50
Réttindalaus dreginn af öðrum Lögregluþjónar handtóku í gærkvöldi mann vegna gruns um að sá hefði verið að aka undir áhrifum fíkniefna. Við handtökuna kom þar að auki í ljós að hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum en þegar hann var handtekinn var hann að draga annan bíl en sá sem sat þar við stýrið hafði einnig verið sviptur ökuréttindum. Innlent 12.4.2025 07:41
Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Fjórir slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Siglufjarðarvegi í gærkvöldi. Bíll lenti utanvegar við Grafará, suður af Hofsós, en allir sem voru í bílnum voru fluttir til Reykjavíkur til aðhlynningar. Innlent 12.4.2025 07:24
Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Formaður nefndar um eftirlit með lögreglu segir tilefni til þess að skoða að samræma hversu lengi myndbandsupptökur eru varðveittar eftir að myndefni sem nefndin óskaði eftir úr fangaklefa var eytt. Nefndin vakti athygli umboðsmanns Alþingis á því að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem það gerðist í fyrra. Innlent 12.4.2025 07:00