Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir stöðuna á sjúkrahúsinu alvarlega eftir að þrír læknar sögðu upp vegna álags. Það sé ákveðin áskorun í læknamönnun á sjúkrahúsinu og hún sé sérstaklega erfið á lyflæknadeildinni. Innlent 22.11.2025 14:38
Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út snemma í morgun vegna elds sem upp hafði komið í íbúð á fyrstu hæð fjölbýlishúss í Seljahverfi í Breiðholti. Innlent 22.11.2025 14:37
Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Starfsmenn Hrafnistu brutu dyrakarm til að koma heimilismanni á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í öruggt skjól þegar eldur kom upp. Rúm heimilismannsins hafi naumt komist út annars. Ríflega tuttugu íbúum var bjargað undan eldsvoðanum á innan við fjórum mínútum. Innlent 22.11.2025 14:27
Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Ráðamenn og embættismenn í Evrópu eru verulega ósáttir við ætlanir Bandaríkjamanna um að hagnast á frystum sjóðum Rússa í Evrópu og enduruppbyggingu í Úkraínu. Þær ætlanir eru sagðar geta komið niður á tilraunum Evrópumanna til að hjálpa Úkraínumönnum að komast gegnum stríðið við Rússland. Erlent 22.11.2025 11:23
Hættir á þingi vegna deilna við Trump Marjorie Taylor Greene, bandarísk þingkona sem lengi var ötull stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hún ætli að láta af störfum. Er það í kjölfar þess að Trump fordæmdi hana og kallaði hana svikara vegna krafna hennar um birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Erlent 22.11.2025 10:15
Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að friðaráætlun sem kynnt var fyrir ráðamönnum í Úkraínu á dögunum, gæti verið grunnur að friðarsamkomulagi milli Rússlands og Úkraínu. Á fundi þjóðaröryggisráðs Rússlands í gærkvöldi hótaði Pútín að leggja undir sig enn meira landsvæði í Úkraínu, verði áætlunin ekki samþykkt. Erlent 22.11.2025 08:32
Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Maður neitaði að verða við skipunum lögregluþjóna um að stöðva bíl sinn í Reykjavík í gærkvöldi. Við það hófst eftirför sem endaði skömmu síðar þegar maðurinn keyrði á ljósastaur. Innlent 22.11.2025 07:29
Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Kúabóndi sem sestur er í helgan stein kveðst sár og svekktur að horfa upp á Landsvirkjun selja alla hjörðina hans eftir að hann seldi henni land sitt undir virkjun. Eftir 46 ára búskap stefnir í að bú hans að Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra verði að eyðibýli. Landsvirkjun segir að farið hafi verið af stað í góðri trú en komið hafi í ljós að rekstur búsins stæði ekki undir sér. Innlent 22.11.2025 07:00
Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Yfirlæknir á Reykjalundi segir ungu fólki sem þarf á endurhæfingu að halda vegna offitu fara fjölgandi. Margir hafi einangrast í Covid-faraldrinum og aldrei náð sér eftir það. Innlent 21.11.2025 23:31
„Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Við vorum sammála um miklu meira en ég hafði hugsað mér,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi með Zohran Mamdani, tilvonandi borgarstjóra New York, í Hvíta húsinu í kvöld. Fundurinn var óvenjuvinalegur miðað við orðaskak tvímenninga síðustu misseri. Trump leyfði Mamdani að kalla sig fasista. Erlent 21.11.2025 23:31
Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Flugeldapúður skaust í auga á ungum dreng þegar flugeldasýning við opnun Fjarðarins í Hafnarfirði stóð yfir. Faðir drengsins segir að viðburðarhaldarar hefðu mátt hátta öryggismálum betur þar sem áhorfendur voru nokkuð nálægt sprengjusvæðinu. Heilsa drengsins virðist góð en hann lýsir sviða í auganu, að sögn föðurins. Innlent 21.11.2025 22:49
Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Geir Rúnar Birgisson, formaður húsfélags Grensásvegar 44 til 50, segir íbúa hafa miklar áhyggjur af flutningi Kaffistofunnar í húsnæði við Grensásveg 46. Hann segir íbúa ósátta við það að framkvæmdir hafi hafist áður en flutningurinn fór í grenndarkynningu. Íbúar óttist aukið ónæði og fjölgun innbrota verði Kaffistofan opnuð á þessari staðsetningu. Innlent 21.11.2025 21:02
Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Miðflokkurinn er orðinn stærsti hægri flokkurinn á Íslandi samkvæmt nýrri fylgiskönnun. Þingkona Sjálfstæðisflokksins viðurkennir að flokkurinn hafi „misst boltann“ í útlendingamálum þegar hann var í ríkisstjórn. Þingkona Miðflokksins segir Viðreisn hafa tekið upp málflutning Miðflokksmanna í útlendingamálum. Innlent 21.11.2025 20:56
Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Ekki stendur til að auka hernaðarstuðning við Úkraínu á næsta ári þótt gert sé ráð fyrir að útgjöld Íslands til öryggis- og varnarmála hækki um einn og hálfan milljarð á milli ára. Útgjöld Íslands komast ekki á blað í samanburði við önnur bandalagsríki en forsætisráðherra gerir ráð fyrir að framlag Íslands verði rætt í heimsókn framkvæmdastjóra NATO til landsins í næstu viku. Vinna stendur yfir á vettvangi NATO sem og hér innanlands við að skilgreina hvaða útgjöld megi telja til 1,5% framlags bandalagsríkja af vergri landsframleiðslu til að efla varnir og viðnámsþrótt. Innlent 21.11.2025 20:33
80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjaldan eða aldrei hafa nemendur Menntaskólans að Laugarvatni hafi eins mikinn áhuga á að syngja í kór skólans eins og núna því 119 nemendur af 152 nemendum skólans eru í kórnum. Innlent 21.11.2025 20:04
Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Börn sem voru saman komin á barnaþingi í dag hlífðu ráðherrum ekki við krefjandi spurningum. Félagsmálaráðherra hvatti börnin til þess að láta í sér heyra, séu þau ósátt við einkunnir í bókstöfum. Innlent 21.11.2025 19:34
Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Tæp 55 prósent landsmanna eru hlynnt því að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka störf sérstaks saksóknara í hrunmálunum svokölluðu þar sem fjöldi bankamanna var sóttur til saka í framhaldi af efnahagshruninu 2008. Innlent 21.11.2025 18:38
Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Úkraínumenn standa frammi fyrir erfiðri ákvörðun, að missa annað hvort mikilvægan bandamann eða virðinguna. Þetta sagði Úkraínuforseti í ávarpi til þjóðarinnar nú þegar stjórnvöld hafa einungis nokkurra daga frest til þess að svara friðaráætlun Bandaríkjamanna sem er líkt við óskalista Pútíns. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Sýnar. Þá verður einnig rætt við forsætisráðherra um framlög Íslendinga til varnarmála sem munu hækka um einn og hálfan milljarð króna á milli ára. Innlent 21.11.2025 18:08
Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Tveimur erlendum vasaþjófum var vísað úr landi í dag eftir að hafa stolið af ferðamönnum á Skólavörðuholti. Þeir komu til Íslands á miðvikudag en voru handteknir í gær. Innlent 21.11.2025 17:53
Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi leyfi fyrir stækkun Sigöldustöðvar. Ástæðan er sú að áhrif stækkunarinnar á gæði vatns voru ekki metin í umhverfismati stækkunarinnar. Innlent 21.11.2025 16:50
Kanna fýsileika landeldis á Bakka Sveitarfélagið Norðurþing og fyrirtækið Bakkavík landeldi undirrituðu í dag viljayfirlýsingu vegna lóðar undir hugsanlega landeldisstöð á iðnaðarsvæðinu á Bakka norðan Húsavíkur. Innlent 21.11.2025 16:37
„Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í dag og sagði hana í einhverri erfiðustu stöðu sem þjóðin hefði upplifað. Helstu bandamenn Úkraínumanna reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. Erlent 21.11.2025 15:52
Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Uppbygging fjörutíu íbúða í raðhúsum við Suðurhóla í Breiðholti var samþykkt á fundi borgarráðs í gær en í dag er þar að finna grasblett sem nýttur hefur verið sem boltavöllur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lögðu fram sérbókanir um málið, fögnuðu uppbyggingu en lýstu yfir áhyggjum af þéttleika byggðarinnar og skorti á bílastæðum. Innlent 21.11.2025 15:26
Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Lögregluþjónn í Akron í Ohio í Bandaríkjunum er til rannsóknar eftir að hafa skotið ölvaðan mann fimmtán sinnum. Það gerði hann innan við 25 sekúndum eftir að hafa mætt á vettvang í kjölfar aðvörunar um ölvaðan mann sem væri mögulega vopnaður. Erlent 21.11.2025 15:08