Ljósið flytur í Grafarvog Endurhæfingarmiðstöðin Ljósið mun á árinu flytja starfsemi sína í nýtt og mun rýmra húsnæði að Gylfaflöt í Grafarvogi. Nýtt húsnæði verður afhent á sunnudag, 1. febrúar. Það er 1.300 fermetrar með möguleika á stækkun upp í 1.700 fermetra til framtíðar. Innlent 29.1.2026 13:49
Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um laun forseta Íslands og lögum um Stjórnarráð Íslands. Með frumvarpinu er lögð til veruleg lækkun launa handhafa forsetavalds, úr samtals um 10 milljónum á ári niður í fasta greiðslu upp á 300 þúsund krónur. Greiðslurnar dragast þannig saman um 97 prósent. Til stóð að afnema launin alfarið en til þess hefði þurft að breyta stjórnarskrá. Innlent 29.1.2026 13:23
„Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Ummæli Jens Garðars Helgasonar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis hvort ekki sé tímabært að huga að því að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima og taki þátt í uppbyggingarstarfinu, féllu í grýttan jarðveg – heldur betur. Jens Garðar var ekki mjög skekinn þegar ofsafengin viðbrögðin voru borin undir hann. Innlent 29.1.2026 13:17
Verðbólgan eykst en loðnan gleður Í hádegisfréttum fjöllum við um nýjustu verðbólgutölurnar sem birtust í morgun. Innlent 29.1.2026 11:33
Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Varðberg, dómsmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið halda fund í Norræna húsinu á milli klukkan 12:00 og 13:00 um áfallaþol Íslands. Kynnt verður áfangaskýrsla stjórnvalda sem byggir á sjö grunnviðmiðum Atlantshafsbandalagsins um áfallaþol en hún markar einn áfanga í vinnu stjórnvalda að heildstæðri kortlagningu, stefnumótun og tillögum að aðgerðum til að efla áfallaþol samfélagsins. Beina útsendingu frá fundinum má sjá hér á Vísi. Innlent 29.1.2026 11:30
Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Þórhallur Jónsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann kallar eftir því að farið verði í prófkjör og segir trúnaðarbrest að fyrrverandi formaður fulltrúaráðs, sem tók ákvörðun um röðun á lista, bjóði sig nú fram til oddvita. Innlent 29.1.2026 11:01
„Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Norskur fangi sem afplánaði dóm fyrir morð og var lýst sem hættulegasta manni Noregs fannst látinn í klefa sínum í morgun. Lögregla rannsakar hvernig lát fangans bar að en hann var aðeins 56 ára gamall. Erlent 29.1.2026 10:45
Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra leggur til að leigubílar verði auðkenndir með lituðum númeraplötum og að þeir sem ætli að þreyta próf til að aka leigubíl geri það án utanaðkomandi aðstoðar. Þetta leggur ráðherra til í tillögu í samráðsgátt um ýmsar breytingar á reglugerð um leigubifreiðaþjónustu. Innlent 29.1.2026 10:38
Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir mikla stéttskiptingu innan verkalýðshreyfingarinnar og stöðu verkafólks erfiða. Hún segist vona að kjarasamningar haldi í haust þegar forsenduákvæði verða endurskoðuð en Efling komi alltaf tilbúin til leiks og hún sé tilbúin í slaginn. Innlent 29.1.2026 09:51
Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Allar tekjur af sölu olíu frá Venesúela munu rata í sjóð í umsjá Katar. Þá munu stjórnvöld í Venesúela hafa samþykkt að leggja fram mánaðarlega fjárhagsáætlun, sem verður fjármögnuð með úthlutun úr sjóðnum. Fjármögnunin verður háð samþykki Bandaríkjastjórnar. Erlent 29.1.2026 08:35
Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Guðjón Hreinn Hauksson, sitjandi formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) og frambjóðandi til formanns, vísar ásökunum mótframbjóðanda síns um óeðlileg afskipti varaformanns af kosningu á bug. Tveir eru í framboði til formanns, Guðjón og Simon Cramer Larsen, stjórnarmaður í FF. Kosning hófst þann 26. janúar og lýkur í dag. Guðjón Hreinn hefur gegnt formennsku frá árinu 2019. Innlent 29.1.2026 08:32
Mildri austanátt beint til landsins Austan hvassviðri eða stormur var enn syðst á landinu í nótt, en þar er nú farið að lægja. Annars staðar var mun hægari vindur. Veður 29.1.2026 07:20
Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Ellefu meðlimir Ming-glæpafjölskyldunnar hafa verið teknir af lífi í Kína en þeir voru meðal annars fundnir sekir um manndráp, mannrán, svik og veðmálastarfsemi. Erlent 29.1.2026 06:54
Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps var ekki heimilt að taka ákvörðun um að banna íbúa að halda hund. Íbúinn hafði fengið áminningu vegna brota á samþykkt um hundahald. Kæru hans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála var vísað frá vegna þess að sveitarstjórn hefði átt að taka ákvörðun um að svipta manninn leyfi til hundahalds. Innlent 29.1.2026 06:30
Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar innbrot á veitingastað, þar sem ýmsum munum var stolið. Innbrotsþjófarnir hafa þegar verið handteknir og þýfinu skilað til eigenda. Þá er einnig til rannsóknar þjófnaður í skartgripaverslun. Innlent 29.1.2026 06:24
Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Sautján ára drengur meiddist á fótum eftir að hafa reynt að koma nágranna sínum til aðstoðar í eldsvoða í Reykjanesbæ. Hann reyndi að brjóta niður hurð nágrannans sem var föst inni í íbúðinni sinni. Innlent 29.1.2026 06:00
Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Geimvísindamenn hafa fundið fjarlægustu vetrarbraut sem vitað er um. Hún er í um 13,5 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni en það þýðir að ljósið sem berst nú til jarðarinnar sýnir hvernig vetrarbrautin leit út þegar alheimurinn var einungis um 280 milljón ára gamall. Erlent 28.1.2026 23:13
Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Hátt í sjötíu ár eru síðan eins lítil úrkoma hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu í janúar líkt og nú. Snjóleysið hefur veruleg áhrif á skíðafólk. Innlent 28.1.2026 23:03
Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti vöngum yfir því á þingi í dag hvort Palestínumenn sem komið hafa hingað til lands sem flóttamenn fari aftur til síns heima. Kominn væri friður í Palestínu og mikil uppbygging í vændum á Gasaströndinni. Innlent 28.1.2026 22:23
Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Frambjóðendur til oddvitasætis Viðreisnar í Reykjavík gerðu sitt besta til að halda dyrum opnum þegar þau voru spurð í kappræðum flokksins í kvöld hvort þau gætu frekar hugsað sér samstarf með Sjálfstæðisflokknum eða Samfylkingunni. Oddvitar mættust í kappræðum í Austurbæjarbíó í kvöld. Innlent 28.1.2026 21:56
28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Gleðin var við völd hjá embætti Ríkislögreglustjóra yfir leiknum, enda er ríkislögreglustjóri sjálfur mikill handboltasérfræðingur. Hann segir oft stutt í að hann missi kúlið yfir skjánum, en reynir að halda andliti fyrir framan starfsfólk sitt. Innlent 28.1.2026 21:13
Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Stór hluti þeirra umsagna sem bárust um frumvarp um lagareldi barst erlendis frá og virðist hægt að rekja þær til alþjóðlega fyrirtækisins Patagonia. Atvinnuvegaráðherra og þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa og segja erlent fyrirtæki reyna að hafa áhrif á íslenska löggjöf. Innlent 28.1.2026 20:48
Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Mennirnir tveir sem skutu Alex Pretti til bana í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögum hafa verið sendir í leyfi, eins og iðulega er gert þegar löggæsluaðilar skjóta fólk. Einn nánasti og áhrifamesti ráðgjafi Donalds Trump segir að mennirnir og aðrir útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafi mögulega ekki fylgt starfsreglum. Erlent 28.1.2026 20:14
Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með breytingartillögu sinni myndi frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar síbrotamanna þjóna tilgangi sínum betur. Þingflokksformaður Samfylkingar segir frumvarpið bæta öryggi innanlands og koma í veg fyrir að örfá skemmd epli geti skemmt fyrir kerfinu. Innlent 28.1.2026 20:09