Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­kvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnar­liðana

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir það skýrt að ný samgönguáætlun sé ekki fullunnin og ákvarðanatakan hafi verið byggð á pólitískum hugmyndum, sem þingmaður Samfylkingarinnar harðneitar. Þingmaðurinn segist skilja vonbrigði Austfirðinga varðandi nýja forgangsröðun í jarðgangagerð en enn sé stefnan sett á hringtengingu. Tekist var á um málin í Sprengisandi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Smá rigning eða slydda víða

Dálítilli rigningu eða slyddu er spáð víða á landinu í dag en þurrt verður að mestu á Vesturlandi. Hiti er 0 til 9 stig og mildast við suðurströndina.

Veður
Fréttamynd

Sam­einist í bar­áttu um að fá risabor og gangaþrennu

Einn helsti forystumaður Austfirðinga um áratugaskeið, Sveinn Jónsson, verkfræðingur á Egilsstöðum, hvetur Austfirðinga til að fylkja liði um Fjarðagöng en um leið að sameinast í baráttu um að jarðgöngum milli fjarðanna og Héraðs verði flýtt. Jafnframt hvetur hann til þess að keyptur verði risabor til landsins til að heilbora öll göngin í einu samfelldu verki, en slíkir borar voru notaðir með góðum árangri við Kárahnjúka til að bora virkjanagöng fyrir tveimur áratugum.

Innlent
Fréttamynd

Sam­bandið við Rúss­land og siðrof í Evrópu í for­gangi

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti heldur til Bretlands á mánudaginn þar sem hann mun funda með Keir Starmer forsætisráðherra, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Friedrich Merz Þýskalandskanslara í Downing-stræti og upplýsa þá um stöðu yfirstandandi viðræðna milli bandarískra og úkraínskra erindreka um mögulegan friðarsáttmála.

Erlent
Fréttamynd

Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg

Hópur hesta sást brokka í makindum sínum fram Álftanesveg síðdegis í dag. Vakin var athygli á hestunum, sem virðast í fljótu bragði ferðast sjö saman, á hverfishópi Álftaness. 

Innlent
Fréttamynd

Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráð­herra á fram­halds­skólum

Formaður Skólameistarafélags Íslands segir vendingar síðustu daga hafa fengið skólameistara víðs vegar um landið til að íhuga stöðu sína. Félagið á fund með mennta- og barnamálaráðherra og krefst formaðurinn skýringa á boðuðum breytingum sem voru rökstuðningur ráðherrans fyrir því að auglýsa tvö embætti skólameistara laus til umsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Gefa út lit­lausa við­vörun

Veðurstofan varar við snörpum vindhviðum á morgun undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar kemur fram að varasamt sé að aka um svæðið á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. 

Innlent
Fréttamynd

Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst

Nýtt húsnæði Konukots mun breyta miklu fyrir konurnar sem þangað sækja að sögn framkvæmdastjóra Rótarinnar. Aðsókn hefur verið yfir meðallagi í haust og húsið stundum yfirfullt. Borgarstjóri opnaði húsnæðið við Ármúla við athöfn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ekki mark­miðið að tak­marka að­gengi fjöl­miðla

Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpi dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir útlendinga, meðal annars var grein um aðgengi fjölmiðla og hjálparsamtaka að stöðinni tekin út. Í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að markmiðið sé ekki að takmarka aðgengi.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda

Sjúklingar sem hugðust leysa út ákveðin lyf í vikunni þurftu sumir að greiða tugþúsundum meira en þeir áttu von á út af reglugerðarbreytingu Sjúkratrygginga. Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir breytinguna hafa verið fyrirvaralausa, sem sé ótækt.

Innlent
Fréttamynd

„Mér brá við að sjá þessa tölu“

Hjálmari Sveinssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, segist hafa brugðið við að sjá könnun Maskínu sem sýndi að aðeins tvö prósent svarenda vildu að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði áfram borgarstjóri Reykjavíkur. Hann telur þó ekki þörf á nýjum oddvita og telur Heiðu ekki verðskulda svo dræmt fylgi. Hann setur fyrirvara við könnunina.

Innlent
Fréttamynd

Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn

Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert hafa komið upp sem breytir forsendum ríkisstjórnarsamstarfsins. Ljóst hafi verið fyrir að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn í samstarfinu og að stjórnarandstaðan myndi reyna að notfæra sér það.  

Innlent
Fréttamynd

Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“

„Ég er frjáls!“ skrifar rithöfundurinn Sigríður Hagalín Björnsdóttir á Facebook þegar hún tilkynnti fylgjendum sínum að hún hefði sagt upp áskrift sinni að streymisveitunni Spotify.

Innlent
Fréttamynd

For­seti Al­þingis tjáir sig um um­mælin um­deildu

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, biðst afsökunar á ummælum sem hún lét falla á leið sinni úr þingsal í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans, undir liðnum fundarstjórn forseta.

Innlent