Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þörf neyt­enda­vernd eða að­för að eignar­rétti?

Fjarskiptastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn beri að leyfa Símanum að dreifa opinni sjónvarpsstöð Sýnar á lokuðu kerfi Símans án nokkurs endurgjalds. Fjarskiptastofa segist engin dæmi þekkja um það innanlands, eða erlendis frá, að dreifingaraðilar þurfi að greiða fjölmiðlaveitum fyrir að flytja opnar sjónvarpsútsendingar um dreifikerfi sín. Aðallögfræðingur Sýnar segir það alrangt. Þá gerir hann alvarlegar athugasemdir við að stofnunin birti fjárhæðir í viðskiptasamningum milli Sýnar og Símans opinberlega.

Innlent
Fréttamynd

Skrif­stofu­stjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni

Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, er tæplega 600 þúsund krónum fátækari eftir að Landsréttur sýknaði Landsbankann af kröfu hans um að fá debetkortafærslu bakfærða. Páll tapaði greiðslukorti sínu í París í Frakklandi og óprúttnir aðilar náðu tæpum 600 þúsund krónum út af reikningi hans. Landsréttur taldi Pál hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og Landsbankinn þyrfti því ekki að endurgreiða honum fjármunina. Héraðsdómur hafði áður komist að gagnstæðri niðurstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka af­töku her­manna á tveimur mönnum í Jenín

Dómsmálaráðuneyti Ísrael rannsakar nú ísraelska landamæraverði sem skutu tvo grunaða vígamenn til bana á Vesturbakkanum í gær. Það var gert eftir að mennirnir gáfust upp fyrir landamæravörðum. Myndband af aftökunni í Jenin fór í dreifingu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Tjáðu sig bréfleiðis við full­orðna dóttur sem krafðist þagnar

Foreldrar Margrétar Höllu Hansdóttur Löf sem ákærð er fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður áttu í miklum samskiptum við dóttur sína með bréfaskrifum. Hún mun hafa krafist þagnar á heimilinu. Réttarhöld í málinu voru lokuð jafnvel þótt móðirin hafi ekkert tjáð sig og dóttir hennar aðeins verið viðstödd meðan hún las upp yfirlýsingu.

Innlent
Fréttamynd

„Verður svona þjóðhátíðar­stemmning nema bara marg­föld“

Gisting á Íslandi er nánast uppbókuð í tengslum við almyrkva á sólu í ágúst á næsta ári og stjórnvöld hafa skipað stýrihóp sem á að samræma og samhæfa undirbúning vegna myrkvans. Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður segir að dæmi séu um að verð á gistingu hafi fjórfaldast.

Innlent
Fréttamynd

Flensan orðin að far­aldri

Tuttugu og einn lá inni á spítala vegna inflúensunnar og greindust 86 með sjúkdóminn í síðustu viku. Veikindin eru mjög útbreidd að mati sóttvarnalæknis, sem segir faraldur farinn af stað.

Innlent
Fréttamynd

Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma

Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt nöfnin Rick, Raven, Enora, Carlo, Flóres, Jörvaldi, Ian, Mannsi, Amaram, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma. Þá er búið að samþykkja föður- og móðurkenningarnar Maríusson, Maríusdóttir, Margrétardóttir og Mikaelsdóttir. Úrskurðirnir voru birtir í vikunni á vef stjórnarráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Belgar óttast að þurfa að endur­greiða Rússum

Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Nýju sánurnar opnaðar á sögu­legum degi í Vestur­bænum

Nýja sánur verða opnaðar í Vesturbæjarlaug á þriðjudaginn þegar 64 ár verða liðin frá því laugin var opnuð almenningi. Borgarstjóri opnar sánurnar við hátíðlega athöfn og verður ókeypis í laugina um morguninn. Um er að ræða þrjár sánur, ein innrauð og tvær hefðbundnar. 

Innlent
Fréttamynd

Skipa stýri- og að­gerða­hóp vegna al­myrkvans en eiga ekki fyrir verk­efna­stjóra

Forsætisráðherra skipaði í vikunni stýrihóp innan Stjórnarráðsins til að samhæfa og samræma undirbúning fyrir almyrkva 12. ágúst 2026. Með stýrihópnum mun starfa aðgerðahópur undir forystu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og mun dómsmálaráðherra skipa þann hóp. Fram kemur í svarinu að þörf sé á að tryggja að verkefnastjóri verði til starfa hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en að ekki sé til fjármagn fyrir því innan dómsmálaráðuneytisins. 

Innlent
Fréttamynd

Snjó­koma í vændum og kuldinn bítur í kinnar

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir „allar líkur vera á myndun snjókomubakka undan Suðurlandi“ með tilheyrandi snjókomu næsta sólarhringinn. Veðurstofan segir útlit fyrir él á Norður- og Austurlandi í dag og snjókomu með köflum á Suðausturlandi og Suðurlandi eftir hádegi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar á kvöld­fréttum Sýnar

Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar.

Innlent
Fréttamynd

„Það er enginn að banna konum að vera heima“

Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður.

Innlent
Fréttamynd

Hús­leit hjá starfs­manna­stjóra Selenskís

Rannsakendur tveggja stofnana sem rannsaka spillingu í Úkraínu framkvæmdu í morgun húsleit hjá Andrí Jermak, starfsmannastjóra Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, og æðsti samningamaður hans. Er það vegna mögulegra tengsla hans við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu sem snýr að umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum varðandi ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver.

Erlent
Fréttamynd

Ein­hleypir lík­legri til að leggja sig á daginn

Um fjórðungur þjóðarinnar leggur sig vikulega eða oftar og þeir sem eru einhleypir eru líklegri til að taka lúr á daginn en fólk sem er í sambúð eða hjónabandi. Þá eru tekjulægri líklegri til að leggja sig en þau sem hafa hærri tekjur og yngra fólk er einnig líklegra en eldra til að fá sér blund á daginn. Hins vegar segjast 36% þjóðarinnar aldrei leggja sig á daginn.

Innlent
Fréttamynd

Kuldinn bítur í kinnar lands­manna

Útlit er fyrir norðanátt á bilinu átta til fimmtán metra á sekúndu í dag en þrettán til tuttugu metrar á sekúndu á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi en léttskýjað sunnan heiða.

Veður
Fréttamynd

128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað

Yfirvöld í Hong Kong segja að slökkvistarfi sé nú lokið í Wang Fuk turnunum sem urðu eldi að bráð í fyrradag. Tala látinna stendur nú í 128 en um 200 er enn saknað og er nú verið að leita í brunarústunum.

Erlent
Fréttamynd

Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndar­skyni

Ítalska þingið hefur frestað umræðum um frumvarp sem átti að festa samþykki í lög. Frumvarpið byggir á samkomulagi forsætisráðherrans Giorgiu Meloni og helsta andstæðings hennar, Elly Shclein, leiðtoga Demókrata en það var aðstoðar forsætisráðherrann Matteo Salvini sem kom í veg fyrir framgang þess.

Erlent
Fréttamynd

Jói Fel ekki meðal um­sækj­enda á Litla-Hrauni

Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, var ekki meðal umsækjenda um starf yfirmanns mötuneytis fangelsisins að Litla-Hrauni. Umsóknarfrestur rann út þann 25. nóvember en starfsauglýsingin hafði sætt gagnrýni þar sem hún var sögð klæðskerasniðin að Jóa Fel, sem er sambýlismaður forstöðukonu fangelsisins. Hann sinnti sumarafleysingum við eldhús fangelsisins, sem einnig þjónustar Hólmsheiði, en fangelsismálastjóri segir alrangt að auglýsingin hafi verið sérsniðin að nokkrum umsækjenda.

Innlent