Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Betri hellir, stærri kylfur?

Ég man nú ekki nákvæmlega hvar ég las eða heyrði það, en til er skemmtileg hugsunaræfing. Í henni ferðast ósköp venjuleg nútímamanneskja aftur til steinaldar og hittir þar fyrir vísitölusteinaldarmanneskju. Sú úr nútímanum býður þeirri úr fortíð hvaða hlut sem hún kann að vilja.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sam­þykktu leiðtogaprófkjör hjá Við­reisn í Reykja­vík

Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta á fundi sínum í kvöld að fara í leiðtogaprófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, núverandi oddviti flokksins í Reykjavík, hefur þegar tilkynnt að hún ætli sér ekki fram aftur.

Innlent
Fréttamynd

Fjórði starfs­maðurinn hættir en reynslu­bolti kemur inn

Sigríður Erla Sturludóttir hefur sagt upp störfum sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Nú hafa fjórir starfsmenn ýmist sagt upp eða verið sagt upp störfum síðan Guðrún Hafsteinsdóttir varð formaður flokksins. Unnur Brá Konráðsdóttir hefur verið ráðin til starfa fyrir þingflokkinn, sem hún sat á þingi fyrir í fjölda ára.

Innlent
Fréttamynd

Fellur frá kröfu um meira­próf bænda

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að falla frá reglugerðarbreytingu sem hefði valdið því að bændur þyrftu meirapróf til að nota dráttarvélar sínar.

Innlent
Fréttamynd

Skikkar bændur í meira­próf

Innviðaráðherra hefur birt drög að reglugerðarbreytingu, sem fela í sér að bændur þurfa framvegis að taka meirapróf til þess að mega aka dráttarvélum sínum. Bændur mótmæla áformunum harðlega.

Innlent
Fréttamynd

Þórunn seld og tuttugu sagt upp

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur selt skipið Þórunni Sveinsdóttur VE-401 til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Tuttugu manna áhöfn þess verður í kjölfarið sagt upp. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir söluna lið í lækkun skulda eftir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kollvarpaði áformum félagsins með hækkun veiðigjalda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólks­flótta og hina ICElensku varðhaldsstöð

Síðustu áratugi hefur hin svokallaða pólitík óttans verið áberandi víða um heim, meðal annars í Evrópu. Slík pólitík hverfist fyrst og fremst um óöryggi, átök og fjarlægð við þau sem eru talin vera öðruvísi, hvort sem það er fólk sem er ekki hvítt, fólk frá öðrum heimsálfum, fólk af annarri trú en þeirri sem er ríkjandi í samfélaginu eða fólk á flótta, allt eftir stað og stund.

Skoðun
Fréttamynd

Silfur­fat Sam­fylkingarinnar

Undir forystu Samfylkingarinnar í Reykjavík afhentu borgaryfirvöld olíufélögum mikil fjárhagsleg verðmæti með bensínstöðvarlóðasamningum frá 2021 og 2022.

Skoðun
Fréttamynd

Brennur fyrir borgar­hönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari

Fyrstu drög að fyrstu borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur voru nýlega sett í samráðsgátt. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir stefnuna loforð til íbúa um það hvernig borg eigi að byggja og hvaða gæði eigi að tryggja við það. Hún segir umræðu um hennar eigin fasteignakaup hafa vakið hjá henni reiði og óöryggi og það hafi sérstaklega sært hana hversu samhengislaus umfjöllunin var. Kaupin kjarni hennar pólitík og stefnu.

Innlent
Fréttamynd

Fjölþátta ógnar­stjórn

Mikið hefur verið fjallað um fjölþátta ógnir í fjölmiðlum að undanförnu, en þar er helst verið að ræða um fjölbreytilegar ógnir af hendi ríkis eða ríkja gagnvart öðrum ríkjum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur haft vaxandi áhyggjur af þessum málum og hefur í því skyni opnað fyrir flóðgáttir ótakmarkaðra fjármuna ríkissjóðs Íslands í kaup á sprengjum og öðrum drápstólum ásamt ýmsu öðru stríðs- og varnartengdu sem hernaðarráðgjafar stjórnarinnar telja rétt að splæsa í.

Skoðun
Fréttamynd

Mér kvíðir slæm ís­lenska ung­menna

Ungmenni Íslands eru sjúk, einhverjir myndu jafnvel segja þau fárveik. Þessi sjúkdómur sem hrjáir þorra ungu kynslóðarinnar og annað fólk er sýki sem mun valda fleiri dauðsföllum en sjálfur svarti dauði. Þetta er jú hinn illkvittna og banvæna „þágufallsýki“ sem kemur sér svo fallega fyrir í fyrirsögn þessarar greinar.

Skoðun
Fréttamynd

Sala á hlutum í fimm ríkis­félögum gæti lækkað vaxta­gjöld um yfir 50 milljarða

Andvirði sölu á eignarhlutum ríkisins í fimm fyrirtækjum, meðal annars öll hlutabréf í Landsbankanum og tæplega helmingshlutur í Landsvirkjun, gæti þýtt að hægt yrði að greiða niður skuldir ríkissjóðs um liðlega þúsund milljarða og um leið lækka árlegan vaxtakostnað um nærri helming, að sögn forstjóra eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins.

Innherji
Fréttamynd

Takk Sigurður Ingi

Þegar leiðtogi tekur ákvörðun um að kveðja er ástæða til að staldra við, líta um öxl og þakka. Á nýafstöðnum miðstjórnarfundi Framsóknar gerði Sigurður Ingi grein fyrir ákvörðun sinni um að sækjast ekki eftir endurkjöri á komandi flokksþingi Framsóknar.

Skoðun
Fréttamynd

Lilja Rann­veig nýr ritari Fram­sóknar­flokksins

Lilja Rannveig er nýr ritari Framsóknarflokksins. Lilja hlaut 53,3 prósent atkvæða í kosningu sem fór fram síðdegis í dag á fundi miðstjórnar. Jónína Brynjólfsdóttir hlaut 27,2 prósent atkvæða og Einar Freyr Elínarson hlaut 19,5 prósent atkvæða. Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og ráðherra hætti sem ritari í september.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ó­á­kveðið“

„Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef aldrei skorast undan á­byrgð“

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann komi til með að sækjast eftir embætti formanns. Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti í dag að hann ætli ekki að bjóða sig fram.

Innlent