Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

„Kominn tími á sigur í Sam­bands­deildinni“

„Það er búið að vera nóg að gera en þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir Ólafur Ingi Skúlason sem hefur þurft að hafa hraðar hendur sem nýr þjálfari Breiðabliks. Liðið tekur nefnilega á móti finnsku meisturunum í KuPS á Laugardalsvelli í dag, í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta.

Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stúkan birti skila­boðin: „Mér finnst þetta ömur­legt“

„Þetta er bara ótrúlega ömurlegt mál sem að er búið að fara upp í háaloft og er ekki Val til sóma,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni á Sýn Sport Ísland í gærkvöld. Hann kvaðst aldrei hafa heyrt um aðra eins framkomu, eins og þá sem forráðamenn Vals hefðu nú sýnt í viðskilnaði sínum við Sigurð Egil Lárusson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: KA - ÍA 5-1 | Skaga­menn fengu á baukinn en eru hólpnir

KA rúllaði yfir ÍA 5-1 í næstsíðustu umferð í neðri hluta Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Þrátt fyrir tapið hafa Skagamenn tryggt sæti sitt í deildinni þar sem jafntefli var niðurstaðan í viðureign Aftureldingar og Vestra en Vestri jafnaði leikinn í blálokin sem þýðir að Skagamenn geta farið áhyggjulausir inn í lokaumferðina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Færum þeim jöfnunar­markið á silfur­fati“

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, hafði ekkert út á leikmenn sína og frammistöðu liðs síns að setja þegar liðið laut i lægra haldi fyrir Víkingi í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Halldóri fannst frammistaðan hjá Breiðabliki verðskulda stig.  

Íslenski boltinn