Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendasamtökunum hafa borist kvartanir vegna aflýstra flugferða til og frá landinu. Formaður samtakanna brýnir fyrir fólki að nýta rétt sinn þegar svo ber undir. Dæmi séu til um að flugfélög veigri sér við því að upplýsa um fullan rétt neytenda. Neytendur 28.6.2025 20:38
Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Ölgerðin, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur ákveðið að innkalla Lay´s Nacho Cheese snakk og Lay´s Bugles Original, með best fyrir merkingu: BF 22.11.2025. Neytendur 28.6.2025 20:11
Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Hrefna Thoroddsen, framkvæmdastjóri Attentus – mannauður og ráðgjöf, hefur sótt nokkur námskeið í Improv og segist því hafa menntað sig í að segja brandara. Lofar þó engu um gæði. Atvinnulíf 28.6.2025 10:03
Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Ársverðbólga eykst um 0.4 prósentustig á milli mánaða og mælist nú 4,2 prósent. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir svo mikla hækkun hafa komið þeim í opna skjöldu. Reikna megi með að stýrivextir verði ekki lækkaðir aftur á þessu ári. Viðskipti innlent 27.6.2025 11:53
Að sleikja narsisstann upp í vinnunni Í vikunni birti Donald Trump Bandaríkjaforseti afrit af skilaboðum sem hann fékk frá Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Atvinnulíf 27.6.2025 07:00
Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Húsnæði á Íslandi er almennt verulega vantryggt fyrir bruna og allt of margir láta hjá líða að uppfæra brunabótamat á eignum sínum. Dæmi eru um að fólk sitji eftir með sárt ennið og fái litlar sem engar bætur eftir eldsvoða. Viðskipti innlent 26.6.2025 23:34
Flügger rannsakað fyrir brot á viðskiptaþvingunum Tveir hafa verið handteknir í Danmörku en látnir lausir eftir skýrslutöku þar sem danski málningarrisinn Flügger er sagður vera undir rannsókn vegna meintra brota á viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Flügger, sem rekur meðal annars sex verslanir á Íslandi, neitar sök og segist hafa yfirgefið Rússland fyrir löngu, en Rússi sem gefur sig út fyrir að vera talsmaður fyrirtækisins hefur selt málningu þeirra víða um landið síðustu ár. Viðskipti erlent 26.6.2025 17:17
Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Baldvin Þorsteinsson hefur tekið við sem forstjóri Samherja hf. en Þorsteinn Már Baldvinsson, faðir Baldvins, hefur látið af störfum eftir að hafa gegnt starfi forstjóra í 42 ár frá stofnun félagsins 1983. Viðskipti innlent 26.6.2025 11:07
„Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Veitingastaðir KFC í Danmörku opnuðu á nýjan leik í dag þrátt fyrir leyfissviptingu höfuðstöðva KFC í Vestur-Evrópu. Helgi í Góu, eigandi KFC á Íslandi, harmar málið og segir eftirlit með veitingastöðum af allt öðrum toga hér á landi. Viðskipti erlent 26.6.2025 10:44
Áætla að húsnæði á Íslandi sé verulega vantryggt fyrir bruna Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir húsnæði almennt verulega vantryggt fyrir bruna á Íslandi. Það kemur fram í nýju mati stofnunarinnar á brunabótatryggingum Íslendinga. Í tilkynningu kemur fram að athugunin hafi verið sett af stað í kjölfar endurmats á brunabótamat í Grindavík vegna uppkaupa ríkisins á eignum í Grindavík. Neytendur 26.6.2025 09:33
Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Alvotech tilkynnti í dag að bandaríska eignastýringarfyrirtækið GoldenTree Asset Management hefði boðist til að lækka vexti á langtímaskuldum félagsins í samráði við hóp alþjóðlegra stofnanafjárfesta sem standa að baki lánveitingunum. Vaxtakostnaður Alvotech næstu tólf mánuði lækkar um rúman milljarð króna. Viðskipti innlent 26.6.2025 08:54
Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats HMS boðar til opins fundar í dag klukkan 9:00. Tilefni fundarins er útgáfa Vegvísis að brunabótamati 2025 - bætt framkvæmd brunabótamats. Neytendur 26.6.2025 08:46
Íslendingur missir leyfið fyrir KFC í Danmörku eftir meiriháttar hneyksli KFC hefur lokað öllum veitingahúsum sínum í Danmörku eftir að upp komst um meiriháttar vanrækslu á heilsuháttarverklagi. Leyfishafi keðjunnar í Danmörku var Íslendingurinn Bjartmar Þrastarson en faðir hans stofnaði KFC í Danmörku árið 1986. Viðskipti erlent 25.6.2025 22:23
Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Birta lífeyrissjóður stendur frammi fyrir að tapa tæpum einum og hálfum milljarði á fjárfestingu sinni í Play gengi hann ekki að því að gerast hluthafi í flugfélaginu með þeim Einari Erni Ólafssonar forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar. Viðskipti innlent 25.6.2025 14:00
Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ofurskattlagningu í formi frumvarps til breytinga á veiðigjöldum geta valdið því að fjárfestar leiti í aðrar greinar í stað sjávarútvegs. Hún er ósátt með samráðsleysi stjórnvalda í málinu. Viðskipti innlent 25.6.2025 11:39
BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Í gær kynnti BYKO til sögunnar nýjan fríðindaklúbb fyrir einstaklinga sem nefnist BYKO PLÚS. Í klúbbnum geta félagar m.a. safnað punktum sem kallast BYKO krónur en þeim er hægt að umbreyta í Vildarpunkta Icelandair eða inneign í BYKO. Samstarf 25.6.2025 11:30
Atvinnuleysi minnkar lítillega Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi minnkaði um 0,2 prósentustig á milli apríl og maí og var 3,1 prósent í maí. Viðskipti innlent 25.6.2025 10:16
Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Ef hlutverk Háskóla Íslands er að mæta þörfum atvinnulífsins skýtur það skökku við að ef maður les í gegnum námsvalið mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf,“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi. Atvinnulíf 25.6.2025 07:01
Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Tuttugu og tveimur var í dag sagt upp á skrifstofu Samkaupa í hagræðingarskyni. Nýlega var gengið frá kaupum Orkunnar á félaginu. Viðskipti innlent 24.6.2025 18:20
Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi segir að ákveðið hafi verið að hægja á áformum um sjókvíaeldi í Eyjafirði á meðan beðið er eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuvegaráðherra hafi gefið jákvæð fyrirheit um að burðarþolsmat fari fram á svæðinu en íbúar lýsa áhyggjum vegna lífríkisins. Viðskipti innlent 24.6.2025 12:10
Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Sorpa og Öryggismiðstöðin vinna nú að því að fjölga öryggismyndavélum við grenndarstöðvar Sorpu í Reykjavík og Kópavogi. Sorpa tók við hreinsun á grenndarstöðvunum af sveitarfélögunum síðustu áramót. Viðskipti innlent 23.6.2025 10:33
Kalla inn geislavirka límmiða Geislavarnir ríkisins vekja athygli á innköllun á límmiðum sem taldir eru innihalda geislavirkt efni í litlu magni. Neytendur 22.6.2025 14:15
Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Verð á almennum neysluvörum var það næsthæsta á Íslandi í Evrópu á síðasta ári samkvæmt nýrri úttekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Formaður Neytendasamtakanna segir að honum þyki þetta miður þó tölurnar komi engum á óvart sem fylgst hafi með verðlagi á Íslandi undanfarin ár. Ýmislegt sé til ráða. Neytendur 22.6.2025 12:00
„Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Víkings, væri alveg til í að geta spilað á gítar undir laginu Fram á nótt með Nýdönsk og horfir öfundaraugum til þeirra sem kunna að draga fram hljóðfæri í útilegum. Haukur smitast fljótt í söng og stemningu. Atvinnulíf 21.6.2025 10:01