Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ræddi olíuleit í Bítinu en flokkurinn vill að það verði sett á stofn ríkisolíufyrirtæki og að ríkið leiti að olíu. Hann telur það geta skipt sköpum fyrir þjóðina finnist olía við Ísland. Viðskipti innlent 17.9.2025 09:12
„Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Wolt harmar atvik þar sem sendill á sínum vegum virðist hafa fengið sér bita af mat viðskiptavinar. Slík hegðun gæti leitt til þess að sendill missi vinnuna. Umræddur sendill hafi reyndar ekki verið látinn fara enda hafi fyrirtækinu aldrei borist formleg kvörtun vegna málsins. Neytendur 16.9.2025 22:32
Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Langar fasteignakeðjur tefja fyrir fyrir viðskiptum á markaði og geta slitnað auðveldlega, enda eru dæmi um að sjö eða fleiri eignir séu á bak við eina sölu. Formaður Félags fasteignasala kallar eftir þjóðarátaki hjá kaupendum til að breyta markaðnum; selja fyrst, kaupa svo! Viðskipti innlent 16.9.2025 22:04
Nálgast samkomulag um TikTok Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að erindrekar frá Bandaríkjunum og Kína hefðu náð saman um frumdrög að samkomulagi um framtíð samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun ræða málið við Xi Jinping, kollega sinn í Kína, á föstudaginn. Viðskipti erlent 15.9.2025 14:30
Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Fyrrverandi ríkisendurskoðandi segir að munur á útboðsgengi hlutabréfa Íslandsbanka og núverandi markaðsvirði sé álíka mikill og gert sé ráð fyrir að fáist í ríkiskassann vegna veiðgjalda fyrir árið 2024. Hann spyr því hvort tilefni sé til þeirrar miklu ánægju sem mælst hefur með söluna. Viðskipti innlent 15.9.2025 13:42
Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Icelandair mun hefja flug til Feneyja á Ítalíu næsta sumar. Flogið verður þrisvar í viku frá 22. maí til 18. október, á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum. Borgin er þriðji áfangastaður Icelandair á Ítalíu, ásamt Róm og Mílanó. Viðskipti innlent 15.9.2025 13:11
Loka verslun Útilífs í Smáralind Útilíf hefur lokað verslun sinni í Smáralind. Verslunin var opnuð 2016 og sameinaðist þar starfsemi Útilífs sem áður hafði verið í Glæsibæ og á öðrum stað í Smáralind. Viðskipti innlent 15.9.2025 10:39
Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðskipti innlent 15.9.2025 09:06
Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Ferðamaður sem bókaði pakkaferð á fjarlægar slóðir með íslenskri ferðaskrifstofu fær ferðina endurgreidda þótt hann hafi ekki óskað eftir afbókun fyrr en þremur dögum fyrir brottför. Verulegar breytingar sem ferðaskrifstofan gerði á hinni bókuðu ferð veittu ferðamanninum rétt til þess að mati kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Neytendur 15.9.2025 07:02
„Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Það dettur fæstum í hug einmanaleiki eða óöryggi, vöntun á tengslaneti eða vinkonum, þegar verið er að tala við Unni Maríu Pálmadóttur. Sem svo sannarlega er „do-er“ eins og það kallast á slæmri íslensku; Veður í málin og lætur verkin tala! Atvinnulíf 15.9.2025 07:02
Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Eigendur Arnarlands ehf., Landey ehf. og Fasteignafélagsins Akurey ehf., hafa ákveðið að ganga til samningaviðræðna við fasteignaþróunarfélagið Arcus ehf. um kaup félagsins á öllu hlutafé Arnarlands, sem á níu hektara land á Arnarneshálsi í Garðabæ. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði á svæðinu. Viðskipti innlent 13.9.2025 13:40
„Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Dellukallinn Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags, er ekkert fyrir að dúlla sér á morgnana. Er ýmist kominn út á augnabliki eða korteri. Guðni segist frekar myndi velja að vera með Tinna í flugsætinu við hliðina á sér en Elon Musk. Atvinnulíf 13.9.2025 10:00
Play sé ekki að fara á hausinn Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Sérfræðingur skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála. Viðskipti innlent 12.9.2025 20:02
Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Lögmaður í Reykjavík hefur nýtt sér heimsendingarþjónustu Wolt í síðasta skipti. Mælirinn fylltist þegar stóran hluta af pöntun vantaði í vikunni. Í fyrri pöntun hafði vantaði pítsusneið í pítsukassa. Wolt biðst afsökunar á þessum misbrestum. Neytendur 12.9.2025 19:02
Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Bílaleigu á Íslandi hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum tæpa hálfa milljón króna í kjölfar þess að hafa rukkað hann um ýmsan kostnað í kjölfar þess að hann hafði fyrir dælt dísil á bílaleigubílinn sem knúinn var bensíni. Ástæðan er að upplýsingar og merkingar hafi ekki verið nægilega skýrar um að bensínbíl væri að ræða. Neytendur 12.9.2025 14:05
Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, boðaði til starfsmannafundar í morgun þar sem hann fór yfir starfsmannamál og þær breytingar sem þegar hafa verið boðaðar á rekstri félagsins. Hann segir í sjálfu sér ekkert markvert hafa komið fram á fundinum. Aflýsing flugs til Parísar með fimmtán mínútna fyrirvara í morgun var vegna veikinda áhafnarmeðlims og tengist fundinum ekki. Viðskipti innlent 12.9.2025 11:23
Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Advania í kjölfar breytinga á skipuriti fyrirtækisins. Margrét Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar, og Hinrik Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri mannauðs og ferla, yfirgefa fyrirtækið. Viðskipti innlent 12.9.2025 11:12
Sammála um aukna verðbólgu í september Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki spá því að verðbólga fari á ný yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í næstu mælingu. Landsbankinn spáir 4,1 prósents verðbólgu en Íslandsbanki 4,2 prósenta. Viðskipti innlent 12.9.2025 11:02
Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Júlíus Andri Þórðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Viðskipti innlent 12.9.2025 10:16
Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hyggst aðskilja samskiptaforritið Teams frá Office-hugbúnaðinum og selja þau hvort í sínu lagi. Með þessu leitast fyrirtækið við að komast hjá háum sektum sem Evrópusambandið hafði í hótunum á grundvelli samkeppnisreglna. Viðskipti erlent 12.9.2025 10:07
Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Kristín Friðgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eflu. Viðskipti innlent 12.9.2025 10:03
Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Það eru alls kyns mistök sem við getum gert í vinnu-tölvupósti. Sem þó eru flest þess eðlis að það er einfaldlega ekkert mál að koma í veg fyrir þau. Ekki síst í dag þegar meira að segja gervigreindin getur hjálpað okkur að skrifa góða tölvupósta. Atvinnulíf 12.9.2025 07:08
Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Hótel á Íslandi þarf að endurgreiða viðskiptavini 22 evrur, eða rúmar þrjú þúsund krónur, þar sem sjónvarpið á hótelherberginu virkaði ekki. Neytendur 12.9.2025 06:32
Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Icelandair hefur gert nýja leigusamninga við flugvélaleigusalann CALC um tvær glænýjar Airbus A321LR flugvélar. Þetta markar upphaf nýs langtímasamstarfs milli Icelandair og CALC, sem byggir á sameiginlegri framtíðarsýn og langtímasamstarfi. Viðskipti innlent 11.9.2025 16:49