Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Smitten er í 15. sæti á lista yfir þau fyrirtæki sem sýnt hafa mesta aukningu tekna undanfarin 3 ár á Norðurlöndunum og Benelux. Fréttamiðillin Sifted tók listann saman. Samstarf 9.12.2024 13:38
Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðskipti innlent 9.12.2024 11:17
Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Bergþóra Benediktsdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá samskipta- og hönnunarstofunni Aton. Hún var aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur alla forsætisráðherratíð hennar. Viðskipti innlent 9.12.2024 10:45
Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Í dag var undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupsamnings milli Styrkáss, TF II slhf. og Hópsnes ehf. um kaup Styrkáss á öllu hlutafé í Hringrás ehf.. Hringrás er leiðandi í vinnslu brotajárns hér á landi og Styrkáss er að verða öflugt þjónustufyrirtæki við atvinnulífið í meirihlutaeigu Skeljar fjárfestingarfélags. Viðskipti innlent 6.12.2024 10:59
Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Expectus hefur gengið frá kaupum á viðskiptageindarhluta Cubus. Bæði félög hafa unnið með lausnir á sviði viðskiptagreindar, áætlanagerðar, greininga og skýrslugerðar undanfarin ár. Með kaupunum er gert ráð fyrir að þrír starfsmenn Cubus á þessu sviði bætist við hóp Expectus. Einnig fylgja kaupunum hugbúnaðarlausnir sem Cubus hefur þróað eða verið endurseljandi að á Íslandi. Viðskipti innlent 6.12.2024 10:30
Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Icelandair flutti yfir 300 þúsund farþega í nóvember. Það eru 6,4 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 34 prósent farþega á leið til Íslands, 19 prósent frá Íslandi, 41 prósent ferðuðust um Ísland og sex prósent innan Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Viðskipti innlent 6.12.2024 10:04
Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Það hafa margir skaflar verið sigraðir, vöð farin og slóðar uppgötvaðir síðan Discovery fór í fyrstu ævintýraferðirnar á Íslandi fyrir 35 árum. Allar götur síðan hefur hann verið draumajeppinn fyrir ævintýragjarnar fjölskyldur sem þurfa gott pláss, góða dráttargetu ásamt lúxus og þægindum í akstri. Við hittum Karl S. Óskarsson, sölustjóra, og fengum hann til að sýna okkur þennan reynslubolta og helstu nýjungarnar sem hann státar af. Samstarf 6.12.2024 08:47
ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lögmaður innflutningsfyrirtækisins Dista, sem lagði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti á dögunum, segir ÁTVR hafa haldið dýrari og mögulega sterkari vörum að neytendum með ólögmætum viðmiðum um hvað rataði í hillur verslunarinnar og hvað ekki. Hann gerir ráð fyrir að Ríkið sé bótaskylt gagnvart umbjóðanda sínum. Neytendur 6.12.2024 08:37
Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Rafmagnsverð hækkaði um 13,2 prósent á síðustu tólf mánuðum. Það er mesta hækkun síðan 2011. Á sama tíma og verðbólga hefur hjaðnað hefur raforkuverð hækkað, um 8,4 prósent að raunvirði. Viðskipti innlent 6.12.2024 07:36
Forstjóri Dominos til N1 Magnús Hafliðason, sem hefur verið forstjóri Dominos á Íslandi undanfarin ár hefur verið ráðinn forstjóri N1. Viðskipti innlent 5.12.2024 16:34
Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig „Þetta eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa, og við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Hinrik Hinriksson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Nóa Siríus. Viðskipti innlent 5.12.2024 14:55
Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 37 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2024 eða sem nemur 3,1 prósent af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Til samanburðar nam hallinn á þriðja ársfjórðungi 2023 0,5 prósent af vergri landsframleiðslu þess ársfjórðungs. Viðskipti innlent 5.12.2024 10:08
Segir að vel væri hægt að lækka vexti Bankastjóri Arion banka segir að hægt væri að lækka vexti hressilega með því að breyta reglum sem valda svokölluðu Íslandsálagi, ástæðu þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá segir hann að stóru bankarnir þrír fái dýrari fjármögnun vegna óvæginnar umræðu um þá. Viðskipti innlent 5.12.2024 09:49
Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. Viðskipti innlent 4.12.2024 20:02
Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Bryndís Fiona Ford hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Austurbrúar. Hún tekur við stöðunni af Dagmar Ýr Stefánsdóttur sem tekur von bráðar við starfi sveitarstjóra Múlaþings. Atvinnulíf 4.12.2024 16:32
Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. Neytendur 4.12.2024 15:03
Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Hæstiréttur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Viðskipti innlent 4.12.2024 14:32
Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Ekkert fékkst upp í rúmlega 43 milljóna króna kröfur í þrotabú Útgáfufélags Viljans ehf., sem hélt úti Viljanum, fjölmiðli Björns Inga Hrafnssonar. Viðskipti innlent 4.12.2024 13:30
„Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka kerfisáhættuauka en hækka eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á móti. Með þessu lækkar eiginfjárkrafa á minni innlánastofnanir, til að mynda Indó og Kviku, en stendur í stað fyrir stóru viðskiptabankana þrjá. Seðlabankastjóri segir ekki koma til greina að lækka eiginfjárkröfur á stóru bankana. Viðskipti innlent 4.12.2024 12:04
Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Í október síðastliðnum voru 7.900 manns án atvinnu, samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Atvinnuleysi dróst saman um eitt og hálft prósentustig milli mánaða. Viðskipti innlent 4.12.2024 10:38
Halda jólin frítt með inneign í appinu Samkaup er í fararbroddi íslenskra matvöruverslana þegar kemur að því að bjóða viðskiptavinum vildarkjör gegnum app. Yfir áttatíuþúsund manns eru skráð í Samkaupa-appið og hafa samtals safnað hátt í tveimur milljörðum í inneign frá því appið fór í gang. Hugi Halldórsson, markaðsstjóri hjá Kjörbúðum og Krambúðunum heldur utan um vildarkerfi Samkaupa. Samstarf 4.12.2024 09:31
Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir nýrri yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Viðskipti innlent 4.12.2024 09:02
Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun gott. Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa gæti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þá eru einnig viðsjárverðir tímar á alþjóðavettvangi sem gætu haft ófyrirséð áhrif. Viðskipti innlent 4.12.2024 08:31
Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Yfirvöld í Kína tilkynntu í dag bann við útflutningi nokkurra tegunda svokallaðra „sjaldgæfra málma“ til Bandaríkjanna. Það er í kjölfar þess að ríkisstjórn Joes Biden tilkynnti aðgerðir til að sporna gegn aðgengi Kínverja af mikilvægri tækni frá Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 3.12.2024 23:02