Neytendur eigi meira inni Eldsneytisverð hefur lækkað hressilega eftir áramót en neytendur eiga frekari lækkun inni, segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rekstrarkostnaður bíla hækki hjá flestum og sérstaklega hjá þeim sem reka eyðslugranna bíla. Neytendur 2.1.2026 12:45
Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Vesturbæingar kaupa hlutfallslega oftast ís af öllum á meðan Hafnfirðingar fara oftast í bíó, samkvæmt samantekt sparisjóðsins Indó á neysluvenjum notenda. Neytendur 30.12.2025 12:08
Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Forstjóri Atlantsolíu segir lok afsláttardaga skýra hvers vegna bensínverð hækkaði skyndilega á nokkrum stöðvum olíufélagsins í gær. Það hafi ekkert að gera með tilvonandi skattabreytingar. Samkvæmt samkeppnislögum megi olíufélögin aftur á móti ekki gefa upp hver verðlækkunin verði um áramótin fyrr en ný lög taka gildi. Lækkað bensínverð muni liggja fyrir á miðnætti á nýársnótt. Neytendur 30.12.2025 11:12
„Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent 30.12.2025 07:02
Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Áformað er hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson haldi til loðnuleitar í byrjun nýs árs. Gert er ráð fyrir að lagt verði úr höfn á tímabilinu 4. til 6. janúar. Stærri loðnuleit með þátttöku fimm skipa er svo ráðgerð upp úr miðjum janúarmánuði. Viðskipti innlent 29.12.2025 15:28
Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Sýn hefur hlotið tilnefningu sem Besta íslenska vörumerkið 2025. Tilnefninguna hljóta vörumerki sem skara fram úr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Samstarf 29.12.2025 11:18
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Árið sem líður var, eins og nánast öll ár, viðburðaríkt hvað varðar viðskiptin. Árið einkenndist af langþráðum stýrivaxtalækkunum, dramatísku gjaldþroti flugfélags og væringum á alþjóðamarkaði vegna tolla. Viðskipti innlent 29.12.2025 07:00
Samherji gæti tvöfaldast Samherji gæti tvöfaldast að stærð nái áform í landeldi fram að ganga að sögn forstjóra félagsins. Félagið hyggist ráðast í þrjátíu milljarða króna fjárfestingu í greininni á næstu misserum með innlendum og erlendum fjárfestum. Viðskipti innlent 27.12.2025 12:10
Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Velgengnissögur þar sem gervigreindin er nýtt sem tækifæri eru að verða æ meira áberandi. Fyrirtækið Raxiom er gott dæmi um slíkt fyrirtæki. Raxiom þróar og selur Jónsbók; hugbúnaðarkerfi fyrir lögmenn. Atvinnulíf 26.12.2025 07:02
Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Ferðamaður fær ekki skaðabætur eftir að gönguferð upp á Hvannadalshnjúk var snúið við skammt undan tindinum vegna veðurs. Hann krafðist rúmlega 400 þúsund króna en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á sjónarmið hans. Neytendur 25.12.2025 23:13
Fær íshellaferð ekki endurgreidda Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu ferðamanns um endurgreiðslu vegna íshellaferðar sem hann mætti ekki í vegna þess að hann taldi að ferðinni hefði verið aflýst. Neytendur 25.12.2025 20:05
Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Manni sem starfar í flutningsþjónustu hefur verið gert að afhenda viðskiptavini, konu, hluta búslóðar hennar gegn greiðslu eftirstöðva upphafslegs samnings þeirra í millum, alls 290 þúsund króna. Maðurinn hafði haldið búslóðinni gíslingu og gefið út reikning sem var þrefalt hærri en upphaflega hafði verið samið um munnlega. Neytendur 25.12.2025 13:47
Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hefur sett bann á innflutning erlendra dróna til landsins. Drónar framleiddir í Kína hafa lengi verið ráðandi á bandarískum markaði. Viðskipti erlent 24.12.2025 12:30
Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bíósætin í Sambíónum Álfabakka í Reykjavík hafa verið auglýst til sölu. Fram kemur í auglýsingu að sætin séu hönnuð fyrir kvikmyndahús, ráðstefnurými eða heimabíó. Viðskipti innlent 23.12.2025 23:55
Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Icepharma hf. hefur í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) innkallað nokkrar lotur af Curaprox snuðum frá neytendum. Icepharma hefur ekki haft vöruna til sölu síðan í nóvember 2024. Viðskipti innlent 23.12.2025 15:32
Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Húðflúrara hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum 280 þúsund krónur eftir að hann fór frá hálfkláruðu verki og sagðist hættur störfum. Viðskiptavinurinn var búinn að greiða fyrir verkið en hafði einungis fengið dökkan bakgrunn flúraðan á allan handlegginn og útlínur fugls á hálsi en bæði voru verkin ófullgerð. Neytendur 23.12.2025 13:45
„Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir neytendur eiga heimtingu að niðurfelling opinberra gjalda á eldsneyti skili sér til þeirra að fullu. Ekki sé nóg að lækkun eigi sér stað heldur þurfi að skoða verðþróun í aðdraganda breytinganna sem og því sem gerist í kjölfarið. Neytendur 23.12.2025 13:10
Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Vestmannaeyjabær þarf að bjóða út byggingu og rekstur heilsuræktarstöðvar aftur þar sem hann stóð ekki rétt að því þegar World Class hreppti hnossið fyrr á þessu ári. Þá er bærinn bótaskyldur gagnvart hópi sem sóttist eftir verkefninu. Viðskipti innlent 23.12.2025 11:49
Flogin frá Icelandair til Nova Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur ráðið Guðnýju Höllu Hauksdóttur framkvæmdastjóra markaðssóknar og sölumála. Hún tekur einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Guðný Halla starfaði áður hjá Icelandair. Viðskipti innlent 23.12.2025 09:40
Virðist ekki vera hægt á Íslandi „Ég er hundfúll af því að maður bíður og vonar eftir því að verðbólgan sigi hér niður og við förum að búa hér við eðlilegt vaxtaumhverfi. En það virðist bara vera eins og sá draumur sé svo fjarlægur að þetta virðist ekki vera hægt hér á landi. Einfaldlega vegna þess að græðgisvæðingin út um allt samfélagið er svo taumlaus að það eru ekki allir aðilar tilbúnir til þess að róa í sömu átt.“ Viðskipti innlent 22.12.2025 23:53
„Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa. Ég er ánægður með að þeir hafi verið dæmdir ólöglegir þessir skilmálar en ósáttur við það að ekkert tjón hafi hlotist af skilmálunum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Landsbankinn var í dag sýknaður af öllum kröfum neytenda í tveimur síðustu vaxtamálunum svokölluðu. Neytendur 22.12.2025 15:33
Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hæstiréttur hefur sýknað Landsbankann af öllum kröfum í tveimur málum sem neytendur höfðuðu á hendur bankanum vegna tiltekinna skilmála í lánasamningum. Hæstiréttur taldi skilmálana ólögmæta en að neytendur hefðu ekki orðið fyrir tjóni. „Í fljótu bragði er ég ósammála þessu,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Neytendur 22.12.2025 14:05
Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Minni líkur eru á að Seðlabankinn lækki vexti í febrúar eftir að verðbólgan tók stóran kipp upp á við í desember að sögn hagfræðings. Óvenju mikil hækkun flugfargjalda í desember og snemmbúin hækkun hitaveituverðs er meðal þess sem skýrir meiri verðbólguaukningu milli mánaða en spár gerðu ráð fyrir. Þá sé undirliggjandi verðbólguþrýstingur meiri en búist hafi verið við sem sé áhyggjuefni. Hins vegar séu jákvæðari teikn á lofti hvað lýtur að húsaleigu- og matvælaverði. Viðskipti innlent 22.12.2025 14:02
Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka og hjón og sambúðarfólk munu ekki lengur geta samnýtt annað og þriðja skattþrepið. Gerðar eru nokkrar breytingar á staðgreiðslu einstaklinga þessi áramótin. Viðskipti innlent 22.12.2025 13:50
Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Viðbrögð olíufélaganna við breytingum á bifreiðagjöldum um áramótin eru prófsteinn á samkeppni á eldsneytismarkaðnum. Þetta segir Samkeppniseftirlitið sem segir það algera lágmarkskröfu að lækkun eldsneytis samsvari að fullu lækkun hinna opinberu gjalda og hvetur viðskiptavini til að vera á varðbergi. Neytendur 22.12.2025 13:49