Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Matvælastofnun hefur hafið rannókn eftir að tilkynning barst frá Kaldvík á þriðjudaginn fyrir viku um þrjú göt á nótarpoka einnar kvíar á eldissvæðinu Hafranesi í Reyðarfirði. Innlent 25.11.2025 14:57
Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við Sjómannafélag Eyjafjarðar um uppsetningu og viðhald minnisvarða um síðutogaraútgerð á Akureyri. Til stendur að minnisvarðinn verði reistur við strandstíginn við Drottningarbraut á Akureyri, en áætlaður kostnaður vegna minnisvarðans er hálf milljón króna sem bærin mun leggja til, en að öðru leyti skal Sjómannafélag Eyjafjarðar standa straum af kostnaði vegna verksins. Innlent 25.11.2025 14:38
Þorsteinn Már hlaut heiðursverðlaun Þjóðmála Þorsteinn Már Baldvinsson, stofnandi og forstjóri Samherja til ríflega fjörutíu ára, hlaut heiðursverðlaun Þjóðmála þegar þau voru veitt þriðja sinni við hátíðlega athöfn á Hátíðarkvöldi Þjóðmála á fimmtudag í síðustu viku. Innherji 25.11.2025 12:38
Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að loka fiskmjölsverksmiðju fyrirtækisins á Seyðisfirði. Ástæðan er sögð vera að rekstrarumhverfi verksmiðja sem vinna fiskmjöl og - lýsi hafi versnað hratt undanfarin misseri. Tólf missa vinnuna. Viðskipti innlent 21. nóvember 2025 14:44
Kristján lætur af störfum hjá Samherja Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf. mun láta af störfum um næstu mánaðamót. Viðskipti innlent 21. nóvember 2025 10:56
Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Gjöful fiskimið gerðu landið okkar byggjanlegt. Fæstir gefa gullnámu okkar gaum lengur; amk á meðal almennings. Fiskimiðin sem hafa fært þjóðinni lífsbjörg öldum saman. Skoðun 21. nóvember 2025 00:00
Brýtur innviðaráðherra lög? Enn hefur innviðaráðherra ekki birt reglugerð um línuívilnun, skel og rækjubætur eða byggðakvóta, þrátt fyrir að lög kveði á um að það skuli gert fyrir hvert fiskveiðiár. Skoðun 18. nóvember 2025 10:02
Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögmaður, hefur verið ráðin sem verkefnastjóri fyrir Hringborð hafs og eldis (IAOF- Icelandic Aquaculture and Ocean Forum). Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 08:25
Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Á tímabili leit út fyrir að þyrlan sem bjargaði Eiríki Inga Jóhannssyni í fárviðri í Noregshafi árið 2012 næði ekki til lands og yrði að nauðlenda í hamfarasjó vegna eldsneytisskorts. Ófyrirséðar aðstæður höfðu komið upp – gríðarlegt sjórok og saltaustur urðu til þess að mjög hægðist á vélinni þannig að hún eyddi mun meira eldsneyti en reiknað hafði verið með. Þetta kemur fram í bók Óttars Sveinssonar, Útkall - Ég er á lífi. Lífið 15. nóvember 2025 08:02
Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Seinni dagur Sjávarútvegsráðstefnunnar fer fram í Hörpu í dag og þar sem áfram verður rætt um sjávarútveg undir yfirskrift ráðstefnunnar: „Róum í sömu átt! – Verðmætasköpun og samkeppnishæfni í íslenskum sjávarútvegi.“ Viðskipti innlent 7. nóvember 2025 08:31
Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Sjávarútvegsráðstefnan 2025 fer fram í Hörpu dagana 6.-7. nóvember en yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Róum í sömu átt! – Verðmætasköpun og samkeppnishæfni í íslenskum sjávarútvegi.“ Viðskipti innlent 6. nóvember 2025 11:14
Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Skipverji á fiskiskipi hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og vopnalagabrot, með því að hafa skotið þremur skotum að dróna Fiskistofu, sem notaður var við veiðieftirlit, í nóvember í fyrra. Innlent 4. nóvember 2025 17:01
Sækja á fjórða milljarð króna Landeldisfélagið First Water í Þorlákshöfn hefur lokið hlutafjáraukningu fyrir um 3,5 milljarða króna. Meirihluti hlutafjáraukningarinnar er frá nýjum hluthöfum en einnig var góð þátttaka frá núverandi hluthöfum. Þrír lífeyrissjóðir koma inn sem nýir hluthafar og eru nú átta af tíu stærstu lífeyrissjóðum landsins í hluthafahópi First Water. Fjárfestingarfélagið Stoðir eru eftir sem áður stærsti hluthafi félagsins. Viðskipti innlent 4. nóvember 2025 11:00
Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sænska fyrirtækið NP Innovation, sem er í meirihlutaeigu Alfa Framtak og IS Haf fjárfestingarsjóðs, keypti Aqua.is fyrir ári síðan og nú hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins á Íslandi undir heitinu NP Innovation. Þrátt fyrir nýtt nafn er markmiðið það sama og áður, að stuðla að sjálfbærum vexti og tæknilegum framförum í fiskeldi, bæði á Íslandi og erlendis. Samstarf 3. nóvember 2025 14:32
25 sagt upp í fiskvinnslu Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í nýliðnum októbermánuði þar sem 25 starfsmönnum var sagt upp störfum í fiskvinnslu. Viðskipti innlent 3. nóvember 2025 13:03
„Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Það er stormur í aðsigi í sjávarútvegi og greinin þarf að búa sig undir brimskafla að mati framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Það sé þó ekki óútreiknanlegri náttúru um að kenna heldur „misvitrum stjórnmálamönnum“ sem telji að hægt sé að auka hagsæld „með því að skattleggja allt í drep.“ Viðskipti innlent 3. nóvember 2025 08:48
„Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Með sölu Þórunnar Sveinsdóttur VE og lokun á Leo Seafood verða mikil vatnaskil í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Skoðun 3. nóvember 2025 08:30
Brim hlaut sjálfbærnisverðlaunin Listi Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2025 var birtur í gær við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll. Þar hlaut sjávarútvegsfyrirtækið Brim hvatningarverðlaun Creditinfo og Festu - miðstöðvar um sjálfbærni, fyrir framúrskarandi framlag til sjálfbærrar þróunar og þá einkum fyrir metnaðarfulla endurfjármögnun að fjárhæð 33 milljarða króna. Framúrskarandi fyrirtæki 31. október 2025 10:18
Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Fyrirtækið Hefring Marine hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands í ár. Fjármálaráðherra afhenti stofnendum fyrirtækisinsverðlaunin við hátíðlega athöfn í dag en fyrirtækið hefur þróað og markaðssett snjallsiglingakerfi sem nýtir rauntímagögn til að bæta öryggi, eldsneytisnýtingu og rekstur báta og smærri skipa. Viðskipti innlent 30. október 2025 23:24
Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Síldarvinnslan hefur birt jákvæða afkomuviðvörun og ljóst að við vinnu stjórnenda á níu mánaða uppgjöri félagsins hafi komið í ljós að hagnaður verði nokkuð hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 27. október 2025 07:51
Útflutningsfélögin verma botnsætin eftir mikla raungengisstyrkingu krónunnar Það eru krefjandi tímar í atvinnulífinu um þessar mundir með hækkun raungengis og almennt meiri launahækkunum hér á landi síðustu ár en þekkist í öðrum löndum sem er glögglega farið að koma fram í uppgjörum útflutningsfyrirtækja og annarra félaga með tekjur í erlendri mynt. Áberandi er hvað þau fyrirtæki í Kauphöllinni, einkum sem eru sjávarútvegi, hafa skilað hvað lökustu ávöxtuninni á markaði undanfarna tólf mánuði. Innherji 25. október 2025 13:28
Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Norski forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre og aðrir ráðherrar minnihlutastjórnar Verkamannaflokksins eru sakaðir um blekkingar í umræðum um skipagöngin við Stað í aðdraganda þingkosninganna í Noregi þann 8. september síðastliðinn. Ásakanirnar koma meðal annars frá formanni nánasta samstarfsflokks Verkamannaflokksins á síðasta kjörtímabili. Erlent 25. október 2025 08:29
Brunaði austur til að finna litla frænda Móðursystir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði tók sjálf þátt í leitinni að honum, og segist ekki hafa getað setið aðgerðalaus eftir að frændi hennar féll í sjóinn. Hún safnar nú fé fyrir hönd foreldranna. Þeir hafa þurft að standa sjálfir straum af dýru dómsmáli sem tapaðist. Innlent 23. október 2025 19:48
Að elta skottið á sér Haustið hefur verið viðburðarríkt í íslensku viðskiptalífi eins og stundum vill verða. Innherji 21. október 2025 11:29