Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Um 4,8 milljónir laxa drápust í sjókvíaeldi í fjörðum landsins í fyrra samkvæmt tölum Matvælastofnunar. Hún rannsakar enn dauða meira en milljónar laxa hjá fiskeldisfyrirtæki á Vestfjörðum í lok síðasta árs. Innlent 5.2.2025 15:58
Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. Innlent 5.2.2025 10:44
Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Sjálfbær hagvöxtur, öflug velferð og góð lífskjör byggjast fyrst og síðast á því að þjóðir tryggi varanlegan vöxt útflutningsverðmæta. Það þarf með öðrum orðum að skapa meiri verðmæti í framtíð en fortíð ef við viljum auka hagsæld okkar. Skoðun 5.2.2025 09:02
Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Hvort sem þú ferð út að versla í matinn, notar símann, ferð í bankann, farir í keilu, kaupir fiskbúðing, pizzu eða hamborgara, færð þér kaffi, kokteilsósu, kaupir brauð, farir í apótek, út að skemmta þér, kaupir eldsneyti á bílinn eða gefur húsdýri fóður; þá ertu með beinum eða óbeinum hætti að eiga viðskipti við kvótakónga. Skoðun 30. janúar 2025 10:01
Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. Neytendur 29. janúar 2025 12:07
Misstu stýrið og rak nálægt landi Björgunarsveitarmenn í Rifi á Snæfellsnesi voru kallaðir út í morgun vegna fiskibáts með tvo um borð sem hafði misst stýrið og rak nálægt landið. Innlent 29. janúar 2025 07:18
Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Vinnslustöðvarinnar á hendur ríkinu vegna makrílkvóta fyrir. Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Vinnslustöðinni alls 269 milljónir króna, helmingi minna en héraðsdómur hafði dæmt. Ríkið óskaði sömuleiðis eftir því að Hæstiréttur tæki mál Hugins, sem Vinnslustöðin á, fyrir en Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Hugin 329 milljónir króna. Viðskipti innlent 28. janúar 2025 11:45
Óheftar strandveiðar Ég er orðinn nokkuð gamall í hettunni í slagnum fyrir smábátaflotann og því ýmsu vanur úr ranni LÍÚ (SFS). Dellan úr þeirri átt náði þó nýjum hæðum með pistli framkvæmdastjóra samtakanna hinn 22. janúar sl í Viðskiptablaðinu undir fyrirsögninni: „Dýr verður sælan öll“. „Sælan öll“ er ekki útskýrð frekar. Skoðun 27. janúar 2025 20:00
85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Elfar Friðriksson er Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF)og skrifar á Vísi að íslenskum laxeldisfyrirtækjum hafi verið gefnar á silfurfati 85 milljarðar króna árið 2019 þar sem framleiðsluleyfi hafi ekki verið boðin út. “Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja.“ skrifar Elfar. Skoðun 27. janúar 2025 13:02
Áróður í boði SFS Það er magnað að fylgjast með því hvernig Samtök Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) keppist við það að verja þann slæma málstað sem sjókvíaeldi er. Nú síðast var það lögmaður SFS sem tók upp hanskann fyrir Kaldvík hf, sem er að reyna að troða 10.000 tonnum af sjókvíaeldislaxi ofan í Seyðisfjörð, þvert á vilja íbúa. Skoðun 27. janúar 2025 08:46
Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. Viðskipti innlent 25. janúar 2025 18:28
Þyrlan sótti veikan skipverja Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag til að sækja veikan skipverja á fiskiskip vestur af Reykjanesi. Innlent 25. janúar 2025 14:04
Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Bráðabirgðaniðurstöður bergmálsmælinga Hafrannsóknarstofnunar sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025. Viðskipti innlent 24. janúar 2025 16:48
Svar til lögmanns SFS „Þingmaður og spilling á Veðurstofunni” er fyrirsögn á Vísi, sem mér blöskraði. Lögmaður hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hefði mátt kynna sér betur staðreyndir málsins, áður en hann rauk í þingmanninn. Skoðun 24. janúar 2025 10:31
Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Hefring Marine, íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun snjallsiglingartækja undirritaði í gær samning við norsku sjóbjörgunarsveitina, Redningsselskapet. Viðskipti innlent 23. janúar 2025 17:54
Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Nýbakaður alþingismaður, skáldið Sigmundur Ernir Rúnarsson, fór mikinn á dögunum í skrifum sínum á vefsíðu Eyjunnar/DV um fyrirhugað sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Skoðun 23. janúar 2025 11:00
Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin Sakamálarannsóknum á skipverjum Hugins VE-55 frá Vestmannaeyjum hefur verið felld niður. Þeir voru til rannsóknar vegna skemmda á vatnsleiðslu og ljósleiðarastreng til Vestmannaeyja. Innlent 22. janúar 2025 14:42
Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. Viðskipti innlent 21. janúar 2025 21:58
Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru samtakanna VÁ! – félags um vernd fjarðar og eigenda jarðarinnar Dvergasteins á hendur Matvælastofnun vegna synjunar um frest til að skila inn athugasemdum við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Innlent 20. janúar 2025 22:30
Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nú þegar þetta er skrifað hafa tæp tólf þúsund skrifað undir bænaskjal þar sem biðlað er til stjórnvalda að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Innlent 20. janúar 2025 11:01
Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár „Ég hugsaði oft: „Ég er að fara að deyja. Það er bara tímaspursmál hvað ég mun hanga hérna lengi og hvenær ég mun deyja úr ofkælingu,“ segir Hilmar Þór Jónsson fyrrum vélstjóri og annar tveggja skipverja sem fyrir kraftaverk lifðu af þegar Bjarmi VE 66 sökk skyndilega vestur af Vestmannaeyjum í febrúar árið 2002. Lífið 18. janúar 2025 08:03
Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Veiðifélag í Borgarfirðir stundaði það sem er talið ólöglegt fiskeldi í húsnæði í Borgarfirði án tilskilanna rekstrar- og starfsleyfa. Matvælastofnun segist vera með málið til rannsóknar. Innlent 17. janúar 2025 12:15
Fjögur skip hefja leit að loðnu Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. Viðskipti innlent 16. janúar 2025 23:14
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Við íslendingar búum, við ótrúlegar náttúruauðlindir. Fiskimiðin, fallvötnin, heita vatnið, kalda vatnið,jarðvarmann, vindinn, hreina loftið , náttúruperlurnar og lengi má áfram telja. Á hátíðisdögum, á kaffistofum og í tuðinu á samfélagsmiðlum, er talað um að auðlindirnar séu sameign þjóðarinnar. Skoðun 15. janúar 2025 21:00