RÚV hættir við Söngvakeppnina RÚV hefur ákveðið að hætta við að halda Söngvakeppnina 2026 í ljósi þess að forsendurnar sem lagt var upp með, að sigurlagið yrði framlag Íslands í Eurovision, séu brostnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort og þá hvenær einhverskonar önnur söngvakeppni verður haldin í staðinn. Lífið 9.1.2026 22:35
Magnús Eiríksson er látinn Magnús Eiríksson, texta- og lagahöfundur, er látinn 80 ára að aldri. Lífið 9.1.2026 16:25
Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Linda Baldvinsdóttir segir aldrei of seint að finna ástina. Linda er 65 ára og nýgift eftir að hafa verið ein meira og minna í tólf ár með stuttum ástarævintýrum inn á milli. Linda kynntist núverandi manni sínum Björgvini Gunnarssyni framkvæmdastjóra fyrir þremur árum. Í dag búa þau saman sem hjón og eru yfir sig ástfangin. Lífið 9.1.2026 12:55
Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir engan fulltrúa ferðaþjónustunnar hafa fengið boð á Bessastaði og gerir alvarlega athugasemd við þá ákvörðun. Lífið 8.1.2026 14:04
Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Hollywood leikkonan Ashley Tisdale segist hafa tekið þátt í mömmuhópi þar sem stemningin var eitruð og hún gjarnan útilokuð. Í hópnum er meðal annars kollegi hennar og fyrrum barnastjarnan Hillary Duff en eiginmaður hennar segir Tisdale bæði sjálfhverfa og taktlausa. Lífið 8.1.2026 13:48
Snorri Másson leggi hornin á hilluna Nýja árið fer ágætlega af stað og ýmislegt spennandi í vændum, þá sér í lagi í pólitíkinni. Ísland í dag bankaði því uppá hjá Valgerði Bachmann, spámiðil og bað hana að lesa í árið 2026. Það gerir Valgerður með því að lesa í spil, stjörnumerki og skilaboð að handan. Lífið 8.1.2026 12:00
Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir og unnusti hennar, tónskáldið Magnús Orri Dagsson eignuðust dreng 27. desember síðastliðinn. Lífið 8.1.2026 11:33
Sonurinn kominn með nafn Leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, og dansarinn Birta Ásmundsdóttir hafa gefið syni sínum, sem fæddist 29. desember síðastliðinn, nafn. Lífið 8.1.2026 09:39
Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Frá og með deginum í dag verður ekki lengur hægt að kaupa tónlist íslensku tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur í plötuverslun nokkurri í Óðinsvéum í Danmörku. Ástæðan er sú að eigendur verslunarinnar hafa tekið plötur hennar úr hillum vegna ummæla sem söngkonan lét falla um Grænland og Danmörku á samfélagsmiðlum á dögunum. Ekki verður heldur hægt að kaupa tónlist Bjarkar í gegnum vefverslun fyrirtækisins. Lífið 8.1.2026 07:38
Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Forseti Íslands bauð hátt í sex hundruð manns í fjölmennt nýársboð á þrettándanum. Á boðslistanum voru ýmsir háttsettir embættismenn, fulltrúar hagsmuna- og íþróttasamtaka, trúfélaga, atvinnulífsins og menningarstofnana. Þó eru nokkur áberandi nöfn sem vantaði. Lífið 8.1.2026 07:02
Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Bíóhöllin við Álfabakka snýr aftur til upprunans í sínum síðasta mánuði sýninga. Þar verða næstu vikurnar sýndar ýmsar kvikmyndir sem stóðu fyrstu gestum kvikmyndahússins til boða árið 1982. Fyrsta bíómyndin sem sýnd var í Bíóhöllinni verður svo sömuleiðis sú síðasta, Being There með Peter Sellers í aðalhlutverki. Lífið 7.1.2026 22:57
Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Liðið ár hefur verið viðburðaríkt hér á landi og margir Íslendingar gert það gott á árinu. Það eru þó fáir sem hafa átt jafn viðburðaríkt ár og áhrifavaldurinn og fjölmiðlakonan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, sem hefur skotist upp á stjörnuhimininn og fest sig í sessi sem ein efnilegasta fjölmiðlakona landsins. Lífið 7.1.2026 14:01
Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir skildi hunda sína tvo eftir eina heima með ryksuguróbotnum. Þegar hún sneri aftur hafði orðið smá slys í stofunni en vélmennið gert illt verra með því að dreifa kúk um rýmið áður en hann geispaði golunni úti í horni. Lífið 7.1.2026 11:52
Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Vísindavefurinn hefur tekið saman þau svör á vefnum sem voru mest lesin árið 2025. Fólk var mikið að pæla í líffræðilegu kyni og áhrifum hlýnunar jarðar. Þá vekur athygli hve margir höfðu áhuga á Axlar-Birni. Lífið 7.1.2026 10:55
Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Nýjasti þáttur Bítisins í bílnum sló rækilega í gegn í gær og horfðu mörg þúsund manns á leynigestinn spreyta sig á Ring of Fire með Johnny Cash í bílakarókí. Nú er komið að því að opinbera leynigestinn djúpraddaða. Lífið 7.1.2026 09:51
Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Íbúum á Stokkeyri þykir fátt skemmtilegra en að bregða sér á skauta á stóru svelli í þorpinu en mikil hefð er fyrir skautamenningu á staðnum. Kona, sem býr í Danmörku en er í heimsókn á Íslandi, segir skautasvellið á Stokkseyri algjöra paradís. Lífið 6.1.2026 20:05
Kallar Sóla klónabarnið sitt Almennt virðist ríkja mikil ánægja með áramótaskaupið og eru ráðherrar engin undantekning á því. Inga Sæland formaður Flokks fólksins er hæstánægð með frammistöðu Sóla Hólm sem lék hana og veltir fyrir sér hvort hún geti fengið hann í afleysingarstörf fyrir sig. Lífið 6.1.2026 20:02
Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Leikarinn Mickey Rourke hefur mótmælt GoFundMe-fjáröflun sem var stofnuð handa honum í kjölfar fregna af því að henda ætti honum út úr leiguíbúð. Leigusali Rourke hefur stefnt leikaranum því hann skuldar sextíu þúsund dali (um 7,5 milljónir íslenskra króna) í ógreidda leigu. Lífið 6.1.2026 15:29
Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Sindri Sindrason við höfunda Skaupsins á síðasta ári en þessi árlegi þáttur hefur að þessu sinni heilt yfir fengið verulega góða umsögn af þjóðinni. Lífið 6.1.2026 12:01
Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður lenti í því óláni að slá golfkúlu sem hafnaði í höfði Bjarna Benediktssonar, þá forsætisráðherra þjóðarinnar. Lífið 6.1.2026 11:23
Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sylvía Erla Melsteð, söngkona, sjónvarpskona og rithöfundur, á von á sínu fyrsta barni með sambýlismanni sínum, athafnamanninum Róberti Frey Samaniego. Lífið 6.1.2026 10:59
Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Vefþættirnir Bítið í bílnum hafa slegið í gegn en í þeim fara þáttarstjórnendur Bítisins, þau Heimir, Lilja og Ómar, á rúntinn með leynigesti sem syngur karókílag að eigin vali. Lífið 6.1.2026 09:01
Scary Movie-stjarna látin Jayne Trcka, vaxtarræktarkona og leikkona, lést í desember 62 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir leik sinn í Scary Movie. Lífið 5.1.2026 20:38
Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Seint á árinu 2016 fóru bandarískir útsendarar í Havana að tilkynna um óútskýrð veikindi sem síðar fengu heitið Havana-heilkennið. Einkennin voru meðal annars höfuðverkur, svimi, jafnvægisleysi, minnistruflanir og skynjun á undarlegum hljóðum eða þrýstingi í höfði. Lífið 5.1.2026 13:48