Lífið

Fréttamynd

Í krabba­meins­með­ferð og fæðingar­or­lofi á sama tíma

„Lífið fór allt saman á hliðina í smá stund. Það var augljóslega ekki planið að fá bæði þessi risastóru verkefni í hendurnar á sama tíma,” segir Sara Ísabella Guðmundsdóttir en hún greindist með Hodgins-eitilfrumukrabbamein síðasta sumar, einungis fimm vikum eftir að frumburður hennar kom í heiminn. Hún þurfti þar af leiðandi að ganga í gegnum stífa lyfjameðferð á sama tíma og hún var að stíga sín fyrstu skref í móðurhlutverkinu.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Höfðu loks efni á upp­setningu eftir íbúðarkaupin

Í dögunum fór af stað þriðja þáttaröðin af Viltu finna milljón á Sýn en þættirnir koma vikulega inn á Sýn+. Í þáttunum er fylgst með þremur pörum taka fjármálin sín í gegn. Í fimm mánuði munu þau fá ýmis verkefni og áskoranir með það að markmiði að bæta fjárhaginn sinn og búa til góðar venjur til framtíðar þegar kemur að fjármálum.

Lífið
Fréttamynd

Út­skýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry

Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian segist hafa eytt myndum af Meghan Markle og Harry Bretaprinsi á samfélagsmiðlum eftir afmælisveislu móður hennar Kris Jenner í nóvember. Ástæðan er sú að afmælisveisluna bar upp á sama dag og minningardag í Bretlandi um fallna hermenn.

Lífið
Fréttamynd

„Konur í jakka­fötum í ruglinu er geð­veikt fyndið konsept“

Vefþættirnir Framakonur fjalla um tvær mislukkaðar og framagjarnar konur sem reyna að koma sér á kortið en skortir alla hæfni og enda í ógöngum. Höfundarnir Inga Óskarsdóttir og Björk Guðmundsdóttir byggja þættina að hluta til á eigin lífi og ákváðu að skella þeim á Youtube til að dreifa gleðinni.

Lífið
Fréttamynd

Gert til að efla hvatberana og frumurnar

Margrét R. Jónasdóttir heilsu og næringarráðgjafi er vegna of mikillar vinnu í of langan tíma búin að fara í algjört þrot og kulnun oftar en einu sinni. En hún finnur alltaf leiðir til þess að verða betri og jafnvel lækna sig sjálf með ýmsum ráðum. Og Margrét hefur fundið ýmis spennandi heilsutæki sem hún notar heima til þess að hjálpa sér við að laga og lækna ýmsa kvilla.

Lífið
Fréttamynd

Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá alda­mótum

Danska leik- og söngkonan Annika Wedderkopp er fyrsta konan síðan árið 1999 til að eiga vinsælustu plötu ársins á danska topplistanum. Hún átti jafnframt tólf af hundrað vinsælustu lögum ársins, en eftir að hafa fyrst slegið í gegn á hvíta tjaldinu sem barn er Annika nú á góðri leið með að verða ein stærsta poppstjarna Danmerkur.

Lífið
Fréttamynd

„Ég er ó­léttur“

Kærustuparið Jóhann Kristian Jóhannsson og Askur Árnason Nielsen eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið sló í gegn í annarri þáttaröð af Viltu finna milljón á Sýn.

Lífið
Fréttamynd

Bullandi stemning hjá Blikum

Hátt í þúsund manns komu saman og blótuðu þorrann í Smáranum í Kópavogi síðastliðna helgi. Var um að ræða fyrsta þorrablót Breiðabliks og stemningin náði hæstu hæðum þegar Kópavopsbúinn Erpur Eyvindarson mætti með heilan karlakór á sviðið. 

Lífið
Fréttamynd

Palli og Edgar fagna sambandsafmæli

Páll Óskar Hjálmtýsson og Edgar Antonio Lucena Angarita hafa verið saman í þrjú ár í dag. Söngvarinn lætur þess getið á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir ljóð til síns heittelskaða.

Lífið
Fréttamynd

Steinunn Ó­lína í „friðarinnlögn“ með kæró

Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir virðist ástfangin upp fyrir haus af kærasta sínum, framkvæmdastjóranum Gunnari K. Gylfasyni, og birti mynd af parinu að kúra upp í rúmi í „friðarinnlögn“ í anda John Lennon og Yoko Ono.

Lífið
Fréttamynd

Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn

Vetrarmót Reykjavíkurskáta var haldið í tíunda sinn um helgina í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni þar sem 120 skátar úr Reykjavík taka þátt í fjölbreyttri skátadagskrá. Sex skátafélög sendu fulltrúa í ár frá Garðbúum, Árbúum Vogabúum, Landnemum, Ægisbúum og Skjöldungum. Sjálfboðaliðarnir voru af öllum aldri en þeir yngstu voru 17 ára og þeir elstu á sjötugsaldri.

Lífið
Fréttamynd

Á móti vasa­peningum og gæfi barni aldrei debet­kort

Fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson er afar vinsæll og eftirsóttur í sínum störfum, enda talar hann ávallt um peninga og fjármál á mannamáli. Ísland í dag settist niður með Birni Berg og bað um góð ráð fyrir foreldra þegar kemur að fjármálum barna og ungmenna.

Lífið
Fréttamynd

Eins og gangandi beina­grindur með húðflygsur á sér

„Það skiptir máli að fræða sérstaklega ungu kynslóðina um að líkamar séu alls konar og það sé ekki eftirsóknarvert útlit að vera svona ofboðslega grannur,“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, í viðtali við Bítið í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Draugur Lilju svífur yfir vötnum

Hver ætli sé undir pokanum í nýjasta þættinum af Bítið í bílnum? Leynigesturinn réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og tók lag eftir kónginn sjálfan, Elvis. 

Lífið
Fréttamynd

Þór­dís og Júlí eiga von á öðru barni

Leikara- og söngvaraparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson eiga von á barni í sumar. Það er þeirra annað barn saman en fjórða barn þeirra. Þórdís og Júlí tilkynntu sameiginlega um barnið á samfélagsmiðlum í gær.

Lífið