Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Nokkrir keppendur í Söngvakeppninni árið 2025 eru á lista þeirra tónlistarmanna sem skoruðu á Ríkisútvarpið í fyrra að draga Ísland úr Eurovision vegna hernaðar Ísraela á Gasa. Tilkynnt var hvaða tíu lög munu keppa í undanúrslitum Söngvakeppninnar í ár fyrr í kvöld. Lífið 17.1.2025 22:01
Ragna Sigurðardóttir á von á barni Ragna Sigurðardóttir nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar á von á barni með manni sínum Árna Steini. Lífið 17.1.2025 21:46
Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af þeim tíu keppendum sem munu koma til með að stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Meðal þeirra eru Dagur Sig, Stebbi JAK, VÆB og Bjarni Ara. Lífið 17.1.2025 20:11
Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Dóttir Ernu Mistar Yamagata listakonu og Þorleifs Arnar Arnarssonar er nú fædd. Parið greinir frá því á Instagram í dag. „Bjóðum þessa fögru dömu velkomna í heiminn,“ segir Þorleifur við færsluna. Lífið 16.1.2025 22:48
Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Mikill fjöldi kom saman í Guðríðarkirkju í kvöld til að minnast þess að 30 ár eru frá því að snjóflóð féll í Súðavík 1995. Lífið 16.1.2025 22:38
Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Adam Sandler leikari heimsótti í gær sirkussýninguna Atomic en María Birta Bjarnadóttir Fox er ein leikara. Í sýningunni er dans, leikur, sirkusatriði og kabarett. Atomic er sýnt í Las Vegas þar sem María Birta hefur verið búsett síðustu ár ásamt eiginmanni sínum, Ella Egilssyni, og börnum þeirra. Í sýningunni hefur hún leikið nunnu og glímukappa. Lífið 16.1.2025 22:25
Nicola Sturgeon orðin einhleyp Fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands Nicola Sturgeon er skilin við eiginmann sinn Peter Murrell. Þau höfðu verið par í tuttugu og tvö ár og hjón í fimmtán ár. Lífið 16.1.2025 21:50
Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna Þriðja og nýjasta myndin um krúttlega marmelaði- elskandinn björninn Paddington, Paddington í Perú, var frumsýnd með fyrir fullum sal áhorfenda í Smárabíói í gær. Myndin er fyrir alla fjölskylduna og voru því börn í miklum meirihluta á meðal áhorfenda. Lífið 16.1.2025 20:45
David Lynch er látinn David Lynch, einn áhrifamesti kvikmyndagerðarmaður Bandaríkjanna, er látinn 78 ára að aldri. Hann hafði glímt við alvarlega lungnaþembu undanfarin fimm ár. Lífið 16.1.2025 18:30
Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir vakti mikla athygli í vikunni þegar hún lýsti ferð fjölskyldu sinnar til Tenerife hér um árið með afar kómískum hætti, þar sem karíókíbarir og svefnlausar nætur lituðu ferðina. Hún sagði upplifunina efni í gott leikrit. Lífið 16.1.2025 17:25
Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Vel fór á með leikkonunni Sofiu Vergara og ökuþórnum Lewis Hamilton á stefnumóti í New York á þriðjudag. Lífið 16.1.2025 16:27
Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Erótíska hommablaðið Elska ætlar að setja sérstakan fókus á Akureyri í 54. tölublaði sínu. Nafn tímaritsins ber íslenskt heiti sem ræðst af Íslandsáhuga helsta aðstandenda. Lífið 16.1.2025 16:22
Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sléttum fjörutíu árum eftir að þau komu, sáu og sigruðu Eurovision söngvakeppnina með La de swinge! stefnir hljómsveitin á endurkomu í keppnina. Sveitin ætlar að taka þátt í norsku undankeppninni Melodi Grand Prix en athygli vekur að þar er einnig að finna hljómsveitina Wig Wam sem keppti fyrir hönd Noregs í keppninni árið 2005 og sló í gegn hér á landi. Lífið 16.1.2025 15:43
Sagði engum frá nema fjölskyldunni Alexandra Helga Ívarsdóttir athafnakona og eiginkona Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns segist hafa fundið á sér að það væri eitthvað sem hún þyrfti að athuga þegar þau hjónin hugðu á barneignir. Alexandra segir skrítið að vera tilbúin í barneignir en upplifa það svo mánuð eftir mánuð að ekkert gerist. Lífið 16.1.2025 14:37
Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Í Heimsókn á Stöð 2 í gær leit Sindri Sindra við á Álftanesinu hjá Völu Erlingsdóttur. Lífið 16.1.2025 14:04
Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Umræða um skólamál hefur verið gríðarlega mikil á undanförnum misserum. Sitt sýnist hverjum í þessum málum en allir sammála um að kennarastarfið sé gríðarlega mikilvægt. Lífið 16.1.2025 11:44
„Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Agnes Helga Maria Ferro var 28 ára gömul, ung móðir í blóma lífsins, þegar hún greindist með brjóstakrabbamein. Í kjölfarið tók við löng og erfið barátta sem átti eftir að standa yfir í átta ár. Baráttunni lauk þann 10.janúar síðastliðinn en þá lést Agnes, einungis 36 ára að aldri. Lífið 16.1.2025 07:02
Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Fjölskylduvæn hæð á besta stað í Reykjavík á Sogavegi er komin á sölu. Um er að ræða 178,5 fermetra íbúð með bílskúr sem hefur verið endurnýjuð á undanförnum árum. Lífið 15.1.2025 17:31
Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Þó að kynferðisleg stífla í byggingu sé sennilega ekki vandamál á mörgum húsfélagsfundum, er það samt helsta umræðuefnið á húsfélagsfundi hjá þeim sem voru í þriðja þætti af Draumahöllinni á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Lífið 15.1.2025 16:03
Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Rakel María Hjaltadóttir, hlaupari og förðunarfræðingur, er stödd í fríi í Cartagena í Kólumbíu, ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther Hallgrímssyni, stafræns markaðsstjóra hjá Bláa Lóninu. Parið var á leið inn á eitt hættulegasta svæði borgarinnar í gærmorgun þegar hópur manna á mótorhjólum skipaði þeim að snúa við. Lífið 15.1.2025 15:01
Linda Nolan látin Írska söngkonan Linda Nolan er látin, 65 ára að aldri. Hún gerði garðinn frægan með sveitinni The Nolans sem átti fjölda smella á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Lífið 15.1.2025 13:54
Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum. Lífið 15.1.2025 13:41
„Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ „Þetta er náttúrulega tuttugu ára saga blaðsins en svo er líka heil kynslóð sem man ekkert eftir þessu blaði,“ segir Þorsteinn J sem er umsjónarmaður þáttanna Séð & heyrt sem hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Lífið 15.1.2025 10:31
Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Að vera með flottan rass snýst ekki bara um útlit. Sérfræðingur í hreyfingu og líkamsbeitingu hvetur fólk til þess að virkja rassvöðvana. Vanvirkir rassvöðvar hafi víðtæk áhrif á stoðkerfið, hreyfigetu og andlega heilsu. Lífið 15.1.2025 07:00