Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Það er nóg um að vera þessi dægrin hjá hlaðvarpsstjórnandanum Helga Jean Claessen. Um helgina hélt hann útgáfuhóf fyrir nýútkomna bók sína, Helga hjartað, og í dag fagnaði hann 44 ára afmæli með hádegisverði á Kringlukránni með kærum vinkonum sínum og helsta samstarfsfélaga. Lífið 9.12.2025 17:33
Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Fréttastofa Ríkisútvarpsins kynnti nýverið með stolti nýtt fréttastef. Viðbrögðin hafa verið blendin en það var fyrst að brúnin á mönnum fór að síga þegar spurðist að stefið væri ættað úr erlendri „djingla-verksmiðju“. Lífið 9.12.2025 16:43
Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Í síðasta þætti af Ísskápastríði á Sýn mættu tveir frábærir gestir. Skemmtikrafturinn Eza Ruza og síðan matreiðslumaðurinn Gunnar Karl Gíslason sem oftast er kenndur við veitingarstaðinn Dill. Lífið 9.12.2025 16:02
Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Nýjasti gestur vefþáttanna Bítið í bílnum er ekki þekktur fyrir söng en kom hins vegar gríðarlega á óvart með sínum sönghæfileikum. Þessi nýju vefþættir snúast um það að þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni, þau Heimir, Lilja og Ómar, kíkja á rúntinn með leynigesti sem syngur karókílag að eigin vali. Lífið 9.12.2025 09:00
Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Verðlaunahátíðin Golden Globe tilkynnti rétt í þessu hvaða leikarar, þættir, kvikmyndir og aðrir sem koma að bransanum hljóta tilnefningu og eiga möguleika á að taka gullstyttuna með sér heim næstkomandi janúar. Lífið 8.12.2025 14:07
Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, kíkti í Sorpu um helgina og rakst þar á Davíð Oddsson á gamalli innrammaðri forsíðu Morgunblaðsins. Gunnar deildi mynd af rammanum á Fésbókinni og fékk mjög misjafnar viðtökur við gjörningnum. Lífið 8.12.2025 13:29
Stjörnum prýtt afmæli Nínu Ungstirnin Maron Birnir og Elvar létu sig ekki vanta í afmæli Nínu um helgina. Sportbarinn vinsæli fagnaði árs afmæli og fjöldi íslenskra stjarna komu saman, tóku skot og fögnuðu fram á nótt. Lífið 8.12.2025 11:32
„Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Erika Nótt Einarsdóttir boxari segist algjörlega ónæm fyrir því að fólk gagnrýni hana á samfélagsmiðlum. Það sé hluti af leiknum hennar að fá neikvæð komment og gagnrýni. Lífið 8.12.2025 09:49
Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Jólagleðin hefur tekið yfir andrúmsloftið og samfélagsmiðlar eru farnir að fyllast af glæsileika, glamúr og almennu fjöri í anda jólanna. Stjörnur landsins gefa ekkert eftir á þessum árstíma og hleypa landsmönnum inn í hin ýmsu skemmtilegu augnablik, hvort sem það er frá ferðalögum, partýstandi, huggulegheitum, ástinni eða öðru. Lífið 8.12.2025 08:02
Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Þegar Júlía Dagbjört Styrmisdóttir setti stefnuna á háskólanám á fótboltastyrk átti hún allra síst von á því að enda í suðuríkjum Bandaríkjanna. Hún átti heldur ekki von á því að enda í kristnum háskóla, þar sem messur og trúarlegar samkomur eru fastur hluti af háskólalífinu. Og hún átti allra síst von á því að finna ástina í lífi sínu. Það varð engu að síður raunin. Lífið 8.12.2025 08:02
Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Poppsöngkonan Katy Perry birti myndir af sér og nýja kærastanum Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, á Instagram. Parið eyddi nokkrum dögum saman í Japan þar sem þau bæði smökkuðu japanska matargerð en hittu einnig fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Lífið 7.12.2025 13:48
„Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ „Ég var einhvern veginn sannfærð um að ekkert yrði eins og áður var. Mig langaði mest af öllu að bara stinga hausnum undir sæng og ekki þurfa að díla við neitt. En á sama tíma uppgötvaði ég hvað lífið mitt fram að þessu, „gamla“ lífið mitt, hafði verið gott og frábært; ég elskaði starfið mitt og fjölskylduna mína og vini og allt í kringum mig,“ segir Guðný Jónasdóttir sellóleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lífið 7.12.2025 09:03
Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Aðfaranótt 19. desember 2006 strandaði flutningaskipið Wilson Muuga við Hvalsnes sunnan við Sandgerði. Skipið, sem var alls 5700 lestir, var að koma frá Grundartanga á leið til Murmansk eftir að hafa losað kvarts. Lífið 7.12.2025 08:03
Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina. Lífið 7.12.2025 07:03
Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson, betur þekktur sem Tommi Steindórs, og sunddrottningin Hrafnhildur Lúthersdóttir eru trúlofuð. Lífið 6.12.2025 19:48
Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fatahönnuður segir slagsmál rapparans Jay-Z og mágkonu hans, Solange Knowles, ekki tengjast meintu framhjáhaldi, heldur hafi Solange orðið ósátt með það þegar Jay-Z hrósaði kjól annarrar konu. Lífið 6.12.2025 16:24
Fékk veipeitrun Fraser Olender, þekktur fyrir þátttöku í raunveruleikaþáttunum Below Deck, fékk nýlega hjartaáfall sem hann rekur til veipeitrunar. Hann kveðst þakklátur fyrir að vera á lífi og hvetur alla sem enn nota rafrettur að hugsa sig tvisvar um. Lífið 6.12.2025 14:17
Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 6.12.2025 07:03
Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Tvísýnt er hvaða ákvörðun stjórn RÚV mun taka um þátttöku Íslands í Eurovision á fundi sínum næsta miðvikudag. Björk Guðmundsdóttir tekur undir með Páli Óskari Hjálmtýssyni og skorar á stjórn RÚV að draga sig úr keppninni á næsta ári. Lífið 5.12.2025 20:11
Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Í síðasta þætti af Gott kvöld fékk Fannar Sveinsson Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins til að prakkarast með sér í Alþingishúsinu. Lífið 5.12.2025 14:00
Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöld fékk Vala Matta að sjá líklega jólalegasta garðinn í hverfinu hjá arkitektinum Hildi Gunnlausdóttur. Lífið 5.12.2025 12:01
„RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Stjórn Ríkisútvarpsins liggur nú undir feldi vegna þátttöku Íslands í Eurovision eftir að ákveðið var í gær að leyfa Ísraelum að taka þátt. Fjögur lönd hafa þegar tilkynnt að þau muni draga sig úr keppni. Páll Óskar Hjálmtýsson skorar á stjórnina að segja Ísland úr keppni. Lífið 5.12.2025 12:01
Kveður fasteignir fyrir kroppa Árni Björn Kristjánsson, áhrifavaldur, hlaðvarpsstjórnandi og einkaþjálfari, hefur ákveðið að láta af störfum sem fasteignasali til að einbeita sér að þjálfun, bæði mark- og einkaþjálfun. Lífið 5.12.2025 11:30
Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Litafyrirtækið Pantone hefur valið lit ársins 2026 en að þessu sinni varð hvítleiti liturinn PANTONE 11-4201 fyrir valinu. Sá heitir á ensku Cloud Dancer sem mætti þýða sem Skýjadansari. Lífið 5.12.2025 09:58