Lífið

Fréttamynd

Gert til að efla hvatberana og frumurnar

Margrét R. Jónasdóttir heilsu og næringarráðgjafi er vegna of mikillar vinnu í of langan tíma búin að fara í algjört þrot og kulnun oftar en einu sinni. En hún finnur alltaf leiðir til þess að verða betri og jafnvel lækna sig sjálf með ýmsum ráðum. Og Margrét hefur fundið ýmis spennandi heilsutæki sem hún notar heima til þess að hjálpa sér við að laga og lækna ýmsa kvilla.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá alda­mótum

Danska leik- og söngkonan Annika Wedderkopp er fyrsta konan síðan árið 1999 til að eiga vinsælustu plötu ársins á danska topplistanum. Hún átti jafnframt tólf af hundrað vinsælustu lögum ársins, en eftir að hafa fyrst slegið í gegn á hvíta tjaldinu sem barn er Annika nú á góðri leið með að verða ein stærsta poppstjarna Danmerkur.

Lífið
Fréttamynd

„Ég er ó­léttur“

Kærustuparið Jóhann Kristian Jóhannsson og Askur Árnason Nielsen eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið sló í gegn í annarri þáttaröð af Viltu finna milljón á Sýn.

Lífið
Fréttamynd

Á móti vasa­peningum og gæfi barni aldrei debet­kort

Fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson er afar vinsæll og eftirsóttur í sínum störfum, enda talar hann ávallt um peninga og fjármál á mannamáli. Ísland í dag settist niður með Birni Berg og bað um góð ráð fyrir foreldra þegar kemur að fjármálum barna og ungmenna.

Lífið
Fréttamynd

Eins og gangandi beina­grindur með húðflygsur á sér

„Það skiptir máli að fræða sérstaklega ungu kynslóðina um að líkamar séu alls konar og það sé ekki eftirsóknarvert útlit að vera svona ofboðslega grannur,“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, í viðtali við Bítið í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Draugur Lilju svífur yfir vötnum

Hver ætli sé undir pokanum í nýjasta þættinum af Bítið í bílnum? Leynigesturinn réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og tók lag eftir kónginn sjálfan, Elvis. 

Lífið
Fréttamynd

Þór­dís og Júlí eiga von á öðru barni

Leikara- og söngvaraparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson eiga von á barni í sumar. Það er þeirra annað barn saman en fjórða barn þeirra. Þórdís og Júlí tilkynntu sameiginlega um barnið á samfélagsmiðlum í gær.

Lífið
Fréttamynd

For­ritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu

Íris E. Gísladóttir og Mathieu Grettir Skúlason eru liðlega þrítug og dvelja þessi misserin í París ásamt börnum sínum tveimur, þeim Evu 13 ára og Eric 4 ára. Ekki bara af því að þeim finnst frönsku vínin svo ljúffeng eða croissanturnar svo kræsilegar heldur var það samdóma niðurstaða fjölskyldunnar að í París gætu þau lifað betra lífi sem frumkvöðlar en á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

„Amma sagði alltaf að við værum líkir“

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Hollywood-leikarinn David Duchovny tóku mynd af sér saman á Sundance-hátíðinni. Þeim hefur lengi verið líkt saman og voru valdir tvífarar í Fókus-blaði DV um aldamótin.

Lífið
Fréttamynd

Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku

Leikkonan Natasha Lyonne opnaði sig upp á gátt á samfélagsmiðlum á dögunum þar sem hún segir frá því að hún hafi fallið eftir tæplega tuttugu ára edrúmennsku. Lyonne, sem fór í meðferð við heróínfíkn árið 2006, segir vonina alltaf vera til staðar.

Lífið
Fréttamynd

Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór

Ein glæsilegasta kona landsins og þótt víðar væri leitað, Ragnheiður Theódórsdóttir, hefur fundið ástina. Sá heppni heitir Davíð Þór Elvarsson og Ragga, eins og hún er gjarnan kölluð, sendi honum fallega kveðju á Instagram í tilefni bóndadagsins. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Fá­klædd í fimbul­kulda

Síðasta vika janúarmánaðar er gengin í garð og stjörnur landsins halda áfram að njóta lífsins til hins ítrasta, hvort sem það er á seiðandi suðrænum slóðum, í skíðaferðum á Norðurlandi eða í krúttlegum hversdagsleika. Bændur landsins fengu sætar kveðjur á samfélagsmiðlum á föstudag og Gugga í gúmmíbát heiðraði aðdáendur eftir nokkurra vikna fjarveru frá myndbirtingum. 

Lífið
Fréttamynd

„Er eðli­legt að kyn­líf taki af mér stjórn og að ég sé upp­tekinn af kyn­lífi flesta daga?“

Nýleg spurning frá 56 ára karlmanni: „Ég er nýfráskilinn og hef verið að stunda kynlíf með nokkuð mörgum konum án þess að hugsa um afleiðingarnar. Ég næ ekki að tengjast þeim því ég er sífellt að reyna að hitta nýjar konur til að sofa hjá. Sérstaklega á ferðalögum erlendis. Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?”

Lífið
Fréttamynd

Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vett­vangur harm­leiks

Í desember 2014 varð mikið áfall innan hestamannahreyfingarinnar þegar tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn á Álftanesi. Hrossin höfðu verið í haustbeit á Bessastaðanesinu á vegum Hestamannafélagsins Sóta og Íshesta, og þegar smalað var eftir óveður kom í ljós að óvenju mörg dýr vantaði. Í kjölfarið var farið að leita og þá kom í ljós hið versta: hrossin höfðu farið út á ísinn einhvern síðustu daga, ísinn gefið eftir og þau farið undir.

Lífið