Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Saga jarðaði alla við borðið

Á föstudagskvöldið fór í loftið sérstök hátíðarútgáfa Bannað að hlæja á Sýn. Þar mætti stórskotalið sem gestir í matarboði Auðuns Blöndal. Þau Saga Garðars, Ari Eldjárn, Bassi Maraj, Sveppi og Vala Kristín Eiríksdóttir létu sjá sig og kepptu sín á milli.

Lífið
Fréttamynd

Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri

Mikill harmleikur átti sér stað í ágústmánuði árið 2007 þegar tveir þýskir ferðamenn týndust á Svínafellsjökli. Í fimm daga stóðu yfir umfangsmiklar aðgerðir þar sem á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna leituðu mannanna, en án árangurs. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fylgdi björgunarsveitarmönnunum eftir á fjórða og fimmta degi leitarinnar, í stórbrotnu umhverfi Svínafellsjökuls.

Lífið
Fréttamynd

Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Lífið
Fréttamynd

„Við byrjuðum að hlusta á jóla­lög í júlí“

Þrjár vinkonur til tuttugu ára segjast taka því alvarlega að sjá um að gera klæði fyrir jólasveina sem eru á leiðinni til byggða í mátun enda verkefnið frá Grýlu sjálfri. Búningar á börn rjúka út eins og heitar lummur hjá kempunum. 

Lífið
Fréttamynd

Frægir fundu ástina 2025

Ástin spyr ekki um aldur, ástin spyr ekki um störf og hún skýtur stundum upp kollinum þegar maður á síst von á því. Fjöldi fólks fann ástina á árinu sem er að líða og rötuðu samböndin nýju stundum í fréttirnar.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenska stelpan sem gerðist mormóni

Á meðan margir tengja mormónatrú helst við bandaríska raunveruleikaþætti eða Netflix-heimildarmyndir byggir Soffía Gústafsdóttir skilning sinn á eigin reynslu. Hún ólst upp innan Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, flutti síðan til Utah sem unglingur og bjó í samfélagi þar sem rúmlega 90 prósent voru mormónar.

Lífið
Fréttamynd

Út­gefandi Walliams lætur hann róa

Bókaútgáfan HarperCollins UK hefur slitið samningi sínum við vinsæla rithöfundinn og Íslandsvininn David Walliams. Í yfirlýsingu segist útgefandinn taka velferð starfsmanna alvarlega. 

Lífið
Fréttamynd

Þriðja stigs krabba­meinið það besta sem kom fyrir hann

Bandaríska Dawson's Creek stjarnan James Van Der Beek segist vera einkar þakklátur fyrir lífið þrátt fyrir að árið hafi leikið hann grátt. Hann greindist árið 2023 með þriðja stigs ristilkrabbamein og segir það í raun hafa verið það besta sem kom fyrir hann.

Lífið
Fréttamynd

Dúnninn bakaður í fjóra sólar­hringa til að drepa allt í honum

Árni Rúnar Örvarsson er yngsti æðadúnsbóndi landsins. Fyrirtækið hans, Icelandic Eider, hefur verið að gera gott mót í útivistarklæðnaði sem reiðir sig á æðadúninn. Garpur Ingason Elísabetarson kíkti í heimsókn í þessa merkilegu framleiðslu í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðar­lega

Heilsu norsku krónprinsessunnar Mette-Marit hefur hrakað gríðarlega vegna lungnasjúkdóms hennar. Ástandið er nú svo alvarlegt að hún mun líklega þurfa á lungnaígræðslu að halda, sem er stór og hættuleg aðgerð að sögn lækna hennar.

Lífið
Fréttamynd

Pete orðinn pabbi

Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Elsie Hewitt eru orðin foreldrar eftir að dóttir þeirra, Scottie Rose Hewitt Davidson, kom í heiminn 12. desember síðastliðinn.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey á lista Obama

Ár hvert birti Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lista yfir tónlist, bækur og kvikmyndir sem stóðu upp á árinu. Lag eftir íslensku tónlistarkonuna Laufey er á listanum í ár.

Lífið
Fréttamynd

„Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“

Baldvina Snælaugsdóttir vaknaði eftir heilaskurðaðgerð í október en gat hvorki talað né hreyft sig. Hún man skýrt eftir því þegar læknarnir kölluðu á hana og ljóst var að eitthvað hafði farið alvarlega úrskeiðis. Ísköld kvíðatilfinning hafði hellst yfir hana nokkrum vikum fyrir aðgerðina. Hún sendi neyðarkall til Facebook-vina og bað um baráttustrauma, sem hún trúir að hafi skilað sér á ögurstundu.

Lífið
Fréttamynd

Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfir­manninn í fyrsta sinn þetta kvöld

Kristin Cabot konan sem varð heimsfræg eftir að verið gripin glóðvolg í faðmlögum með Andy Byron yfirmanni sínum segist aldrei hafa kysst yfirmann sinn fyrr en þetta örlagaríka kvöld þegar hún hafi verið í glasi. Eiginmaður hennar hafi auk þess verið á tónleikunum. Hún opnar sig um málið í fyrsta sinn í viðtali við New York Times og segir þau bæði hafa gengið í gengum skilnaðarferli á þessum tíma.

Lífið