Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Þingflokksformenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa fundað síðan um kvöldmatarleytið. Þau hafa freistað því að ná samkomulagi um framhald þingstarfa og þinglok. Innlent 1.7.2025 23:26
Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, slær á létta strengi á X síðdegis í dag og greinir frá því að hann hafi nú afhent fyrsta „Gyllta tappann“. Tappinn er tilvísun í ræðu sem hann flutti í febrúar um breytingar á lögum sem festu það í lög að tappar skyldu áfastir flöskum. Lífið 1.7.2025 21:48
Mesta fylgi síðan 2009 Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega. Innlent 1.7.2025 18:31
Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Þingfundi var slitið klukkan 02:33 í nótt, eftir enn einar maraþonumræðurnar um veiðigjaldið. Innlent 1. júlí 2025 06:24
Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. Innlent 30. júní 2025 19:15
Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins er komin til New York þar sem hún ætlar að stunda nám næsta árið við Columbia-háskóla. Hún er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum en enn hefur ekki verið hóað í varamann hennar og því er stjórnarandstaðan ekki fullskipuð á þingfundi dagsins. Innlent 30. júní 2025 16:57
Snurða hljóp á þráðinn í nótt Formenn þingflokka reyna nú að ná saman um þinglok og hafa fundað stíft undanfarna daga. Eftir ágætis gang í samtalinu um helgina þykir nú meiri óvissa uppi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Öll mál ríkisstjórnarinnar eru undir í samtalinu segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 30. júní 2025 13:08
Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. Innlent 30. júní 2025 08:32
Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Þingflokksformenn funduðu og áttu samtöl í allan dag til að freista þess að samkomulagi um þinglok. Búið er að birta dagskrá þingfundar á vef Alþingis fyrir morgundaginn. Ef ekki tekst að semja um þinglok í kvöld heldur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar áfram að loknum fernum atkvæðagreiðslum. Innlent 29. júní 2025 23:41
„Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, er nú komin til New York þar sem hún ætlar næsta árið að stunda nám við Columbia háskóla. Áslaug er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum á meðan. Lífið 29. júní 2025 22:01
Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir deilur innan flokksins orðnar „algjört bull“. Hún segist reið og vonsvikin að ný framkvæmdastjórn hafi ákveðið að kæra formann og gjaldkera Vorstjörnunnar. Þau séu öll sjálfboðaliðar og félagar þeirra. Innlent 29. júní 2025 21:30
Sonur Rögnu og Árna fæddur Sonur Rögnu Sigurðardóttur, læknis og þingmanns Samfylkingar, og Árna Steins Viggósonar fæddist þann 23. júní. Árni og Ragna tilkynntu um fæðinguna í kvöld á samfélagsmiðlum. Lífið 28. júní 2025 22:27
Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot. Innlent 28. júní 2025 22:20
Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. Innlent 28. júní 2025 20:32
Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Eitt af þingmálunum sem liggja fyrir Alþingi nú er breyting á raforkulögum þar sem innleiða á hátternisreglur í raforkuviðskiptum. Tilgangur slíkra reglna er að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif aðila á markaði á verðmyndun raforku Skoðun 28. júní 2025 15:01
Hver borgar brúsann? Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Efni frumvarpsins varðar svokallaða víxlverkun. Verði frumvarpið að lögum verður lífeyrissjóðum óheimilt að taka tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins við útreikning örorkulífeyris. Skoðun 28. júní 2025 11:01
Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Frumvarp um veiðigjöld er ekki á dagskrá þingfundar sem hófst á Alþingi nú klukkan tíu. Þingfundi var ítrekað frestað síðdegis í gær og í gærkvöldi á meðan þingflokksformenn funduðu þar sem leitað er leiða til að semja um þinglok. Innlent 28. júní 2025 10:20
Áfram frestað meðan formenn funda Þingflokksformenn hafa fundað eftir hádegi í dag í viðræðum stjórnarflokkanna við stjórnarandstöðuna um þinglok. Þingfundi var frestað um klukkustund á þriðja tímanum og svo aftur um eina og hálfa klukkustund. Innlent 27. júní 2025 15:37
Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Birgir Ármannsson fyrrverandi forseti Alþingis hefur leyst út réttindi til málflutnings og gerir ráð fyrir að nýta sér þau. Innlent 27. júní 2025 15:31
Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Samkvæmt vef Alþingis eru þingmenn með á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í laun á mánuði. Fjármála- og rekstrarstjóri Alþingis segir þingmenn þó ekki svo heppna að vera komnir á tvöföld laun, heldur hafi launin verið færð inn á vefinn tvöföld fyrir mistök. Innlent 27. júní 2025 14:43
Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Atkvæðagreiðslukerfið í þingsal Alþingis bilaði í morgun og því þurftu þingmenn að greiða atkvæði með gamla laginu, einfaldlega með því að rétta upp hönd. Innlent 27. júní 2025 13:42
Enn óvissa um þinglok Algjör óvissa er enn um hvenær Alþingi nær að ljúka störfum. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir mörg mál bíða afgreiðslu en veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar er aftur á dagskrá þingsins í dag. Innlent 27. júní 2025 11:15
Þingfundi slitið á miðnætti en umræðan heldur áfram í dag Þingfundi var slitið á miðnætti í nótt, eftir ítrekaðar frestanir vegna fundar þingflokksformanna um möguleg þinglok. Innlent 27. júní 2025 06:44
Þingfundi ítrekað frestað meðan þingflokksformenn funda Þingfundi var frestað rétt fyrir átta í kvöld á meðan þingflokksformenn sitja á fundi og ræða þinglok. Fundinum var frestað um hálftíma en hefur ítrekað verið frestað aftur á meðan fundur stendur enn yfir. Innlent 26. júní 2025 22:53