Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í pontu Alþingis í dag minnihlutann ekki hafa nein önnur úrræði en að halda áfram umræðum um útlendingafrumvarpið verði frumvarp um grásleppuveiðar enn á dagskrá í dag. Innlent 29.1.2026 15:54
„Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Ummæli Jens Garðars Helgasonar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis hvort ekki sé tímabært að huga að því að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima og taki þátt í uppbyggingarstarfinu, féllu í grýttan jarðveg – heldur betur. Jens Garðar var ekki mjög skekinn þegar ofsafengin viðbrögðin voru borin undir hann. Innlent 29.1.2026 13:17
Daði Már kennir olíufélögunum um Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukningu verðbólgu mikið áhyggjuefni. Hann vísar því á bug að aukningin skýrist af gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og segir olíufélög og bílaumboð bera ábyrgðina. Viðskipti innlent 29.1.2026 12:10
Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir í svari til Dags B. Eggertssonar að þrátt fyrir að hún hafi fyrir tólf árum verið hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu sé það ekki staðan í dag. Innlent 28. janúar 2026 09:09
Hagur okkar allra Það er forgangsmál hjá ríkisstjórninni að endar nái saman í útgjöldum og tekjum ríkissjóðs og stefnt hallalausum fjárlögum á næsta ári. Skoðun 28. janúar 2026 08:03
Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Brynjar Níelsson lögmaður kom inn sem varaþingmaður á Alþingi í dag, þá fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, og lét ekki bjóða sér það tvisvar; hann henti sér umsvifalaust í óundirbúnar fyrirspurnir. Brynjar átti erindi við Ragnar Þór Ingólfsson félags- og húsnæðismálaráðherra og þá með vísan til fortíðar hans hjá verkalýðshreyfingunni en Ragnar var formaður VR. Innlent 27. janúar 2026 14:18
Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ætlar að bruna af þingfundi Alþingis sem er á dagskrá í dag til að horfa á leik Íslands og Sviss á EM karla í handbolta. Lífið 27. janúar 2026 13:31
Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Helga Kristín Ingólfsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmaður þingflokks Miðflokksins. Hún tekur við af Laufeyju Rún Ketilsdóttur sem lét af störfum haustið 2025. Innlent 27. janúar 2026 11:47
Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Reikna má með því að framlegð á vinnustöðum landsins muni lækka verulega á þriðja tímanum í dag þegar flautað verður til leiks í viðureign Íslands og Sviss í milliriðli 2 á Evrópumótinu í handbolta. Innlent 27. janúar 2026 11:22
Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra og varaformaður flokksins, segist engar ákvarðanir hafa tekið um breytingar á sínum högum. Það segir Þórdís í SMS-skilaboðum til fréttastofu. Innlent 27. janúar 2026 10:34
Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Meirihluti kærðra heimilisofbeldismála og tæpur helmingur kynferðisbrotamála fellur niður í meðferð lögreglu. Talskona Stígamóta segir tölfræðina staðfesta brotalamir í kerfinu og telur þörf á nýju úrræði sem myndi fela í sér einhvers konar sáttaferli þannig að brotaþoli upplifi að gerandi axli ábyrgð. Innlent 25. janúar 2026 15:23
Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Fjármálaráðherra stefnir að því að innviðafélag um stórframkvæmdir ríkisins verði stofnað í vor. Ráðgert er að fyrstu verkefni félagsins verði Ölfusárbrú, Sundabraut og Fljótagöng. Innlent 25. janúar 2026 13:25
Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður útilokar ekki að hann muni einn daginn skella sér í stjórnmálin og fara í framboð. Myndi hann skipta um starfsvettvang eða færa sig um set gæti valið þó einnig verið allt annað en pólitíkin. Hann myndi til að mynda hafa áhuga á að gerast rithöfundur í franskri sveit. Lífið 24. janúar 2026 13:38
„Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Lilja Alfreðsdóttir, sem býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins, telur að það gæti verið styrkur fyrir flokkinn að hafa formanninn utan þings. Hún segist vera fullveldissinni, er á móti aðild að Evrópusambandinu og vill herða flóttamannalöggjöfina á Íslandi. Þá vill hún einnig ná betri tökum á efnahagsmálum. Fyrst og fremst langar hana að byggja flokkinn upp. Innlent 23. janúar 2026 00:30
„Ég á þetta og má þetta“ Heldur hitnaði í kolum, og kannski eins og við mátti búast, þegar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Ingu Sæland formanns Flokks fólksins á Alþingi í dag. Hún vildi vita hvernig stæði á þessu hringli með málaflokka; að barnamálaráðherra væri kominn með uppbyggingu dvalarheimila á sínar herðar. Innlent 22. janúar 2026 12:38
Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Fylgi Flokks fólksins er ekki áhyggjuefni að mati þingmanns flokksins sem telur ekki víst að kjósendur flokksins svari skoðanakönnunum í gegnum vefinn. Hún segist stolt af verkum flokksins og minnir á að stutt er liðið á kjörtímabilið. Innlent 22. janúar 2026 07:01
Algjörlega óásættanleg staða „Það kemur mér auðvitað pínulítið á óvart ef kjósendur vilja frekar kjósa einhvern veginn afsprengi Framsóknarflokksins heldur en Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður þess síðarnefnda. Miðflokkurinn sé afturhaldssamur þjóðernisflokkur sem sæki innblástur til Bandaríkjanna. Innlent 21. janúar 2026 21:36
Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Fulltrúar fjárlaganefndar Alþingis eru staddir í París þar sem þeir heimsækja í vikunni nokkrar stofnanir til að kynna sér verklag við fjárlagagerð innan OECD og verkefni fjárlaganefndar Frakklands. Formaður nefndarinnar segir ferðina hafa verið mjög gagnlega til þessa. Aðeins einn fulltrúi stjórnarandstöðunnar er með í för en um tíma var útlit fyrir að enginn fulltrúi stjórnarandstöðunnar færi með. Innlent 21. janúar 2026 14:04
„Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn mælist nú með rúmlega 22 prósenta fylgi, aðeins fimm prósentum minna en Samfylking og mun meira en næstu flokkar á eftir. Varaformaðurinn segir að hann finni fyrir ákalli um breytt stjórnmál og að mikilvægt sé að Miðflokksmenn haldi áfram að tala skýrt um þau. Innlent 21. janúar 2026 12:27
Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Miðflokkurinn mælist með 22,2 prósent í nýrri könnun Maskínu og eykst fylgið um þrjú prósent milli mánaða. Samfylkingin mælist með 27 prósent og því munar einungis tæpum fimm prósentustigum á flokkunum. Viðreisn mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Innlent 21. janúar 2026 12:01
Ákærandi, dómari og böðull Frumvarp til breytinga á búvörulögum vekur alvarlegar spurningar um valdajafnvægi, samráð og réttaröryggi í íslenskum landbúnaði. Við nánari skoðun blasir við að hér er verið að færa Samkeppniseftirlitinu mun víðtækari heimildir en tíðkast í sambærilegum ríkjum, jafnvel umfram það sem gildir innan EES-réttar. Sú þróun er varasöm, veikir íslenskan landbúnað og þar með fæðuöryggi og kallar á vandaða umræðu. Skoðun 21. janúar 2026 09:00
Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Mér finnst einhvern veginn eins og þeir sem vilja að við göngum í Evrópusambandið ættu öðrum fremur að vera með það á hreinu hvers konar ferli fer í gang þegar ríki sækir um inngöngu í sambandið. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, er það hins vegar greinilega ekki. Nema hann tali gegn betri vitund. Skoðun 21. janúar 2026 07:33
Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Fyrsti frambjóðandinn til að tilkynna framboð til formanns Framsóknar steig fram í dag. Tveir til viðbótar liggja undir feldi en flokkurinn velur sér nýjan formann á flokksþingi í febrúar. Stjórnmálafræðingur segir um tímamótaákvörðun að ræða enda hafi flokkurinn aldrei verið í erfiðari stöðu. Innlent 20. janúar 2026 23:30
Heitt í hamsi vegna Grænlands Staða öryggis- og varnarmála og hótanir Bandaríkjaforseta í garð Grænlands voru þingmönnum ofarlega í huga í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Á meðan þingmenn allra flokka sem kvöddu sér hljóðs um alþjóðamálin sögðust styðja Grænlendinga og að hótanir Bandaríkjaforseta væru fráleitar, þá kvað á sama tíma við nokkuð ólíkan tón milli þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um það hvort Ísland ætti, í ljósi aðstæðna, að horfa meira til Evrópusambandsins. Innlent 20. janúar 2026 15:00