Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vill að hlutfall endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla verði áfram 25% í stað 22% líkt og boðað er með frumvarpi Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Það sé mat minnihlutans að með frumvarpinu í núverandi mynd felist skilaboð um að ríkisstjórnin sé óánægð með störf gagnrýnna fjölmiðla. Þá vill minnihlutinn sjá Rúv hverfa af auglýsingamarkaði. Innlent 16.10.2025 08:09
Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Þingmönnum var gert að yfirgefa Alþingishúsið í skyndi, þegar brunabjalla fór af stað. Allt var þetta þó hluti af brunaæfingu- þeirri fyrstu sem ráðist er í á Alþingi. Fréttastofa tók út viðbragðstíma þingmanna í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 15.10.2025 21:19
Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og formaður Vinstri grænna segir ummæli forsætisráðherra um að Ljósið séu samtök úti í bæ óvirðingu. Hún segist sammála ráðherra um að framlög til samtakanna ættu að ráðast í gegnum langtímasamninga frekar en í fjárlögum en hefur áhyggjur af lækkun framlaga til þjónustu sem sé krabbameinsgreindum nauðsynleg. Innlent 15.10.2025 18:33
„Mikill ábyrgðarhluti“ ef Alþingi gætir þess ekki að stöðugleikareglan sé virt Innherji 15.10.2025 11:42
Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Innlent 13.10.2025 14:07
Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Greidd voru 201 atkvæði. Snorri Másson hlaut 136 atkvæði, Ingibjörg Davíðsdóttir hlaut 64 atkvæði, og einn seðill var auður. Innlent 12. október 2025 13:43
Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. Innlent 12. október 2025 12:01
Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? Ég var að skrolla í símanum um daginn og rakst þar á myndband. Umhyggjusamur faðir var mættur í dyragætt sonar síns sem var að fara að sofa. Hann býður góða nótt og segir: „Elskan mín, mundu svo að í horninu er kassi með klámfengnu efni sem gæti haft töluverð áhrif á þig - ég treysti þér til að kíkja ekki í hann.“ Skoðun 10. október 2025 09:30
Hjálpum fólki að eignast börn Þann tíma sem ég hef setið á þingi hef ég lagt fram nokkur mál sem hafa þann einfalda en mikilvæga tilgang að vilja aðstoða fólk við að eignast börn. Það er ekki öllum gefið og reynist ýmsum erfitt og þá þarf fólk að leita á náðir tækninnar. Sem betur fer erum við svo lánsöm að eiga þá tækni en regluramminn gerir fólki óþarflega erfitt fyrir. Skoðun 10. október 2025 08:32
Ráðgátan um RÚV Lengi hefur verið deilt um veru Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, en á sínum tíma var settur á fót sérstakur starfshópur sem skilað niðurstöðu sinni vorið 2024 þar sem kom meðal annars fram að alvarleg staða væri uppi á fjölmiðlamarkaði og að fyrirferð RÚV á auglýsinga- og samkeppnismarkaði væri óásættanleg. Lagði starfshópurinn til að RÚV yrði tekið af auglýsingamarkaði. Þrátt fyrir þessa afgerandi niðurstöðu starfshópsins hefur enn ekkert gerst í þeim efnum. Skoðun 10. október 2025 08:16
Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Í vikunni fór fram sérstök umræða á Alþingi um fjármál stjórnmálaflokka að beiðni Diljár Mistar Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Það er mikilvægt að rifja upp hvers vegna þessum lögum var komið á. Skoðun 9. október 2025 19:32
„Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir fleira verða að koma til en aðhald í ríkisrekstri svo Seðlabankinn taki að lækka vexti á nýjan leik. Forgangsmál ríkisstjórnarinnar væri að draga úr víðtækri útbreiðslu vertryggingar hér á landi. Innlent 9. október 2025 11:33
Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Ég hef ítrekað vakið athygli á því að mikill munur er á verði uppsjávarfisks sem veiddur er úr sömu torfunni eftir því hvort aflanum er landað í Færeyjum eða til vinnslufyrirtækja í eigu útgerða hér á landi. Síðast vakti ég athygli á þessu í ræðu á Alþingi í gær. Skoðun 9. október 2025 08:02
Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir fulla ástæðu til að hafa umtalsverðar áhyggjur af vanfjármögnun lögbundinna verkefna spítalans. Innlent 9. október 2025 07:51
Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur að áhrif falls Play á ríkissjóð geti numið allt að fimm milljörðum króna á næstu tveimur árum. Viðskipti innlent 8. október 2025 13:25
Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki í verkahring stjórnarandstöðunar að halda uppi stemmingu, heldur sé það að spyrja gagnrýnna spurninga. Innlent 7. október 2025 20:13
Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis. Innlent 7. október 2025 15:23
Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja Alþingi samþykkti nú síðdegis skýrslubeiðni Dags B. Eggertssonar þingmanns Samfylkingarinnar um að kortleggja eignarhald tuttugu stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og eigenda þeirra í atvinnulífi í óskyldum rekstri á Íslandi. Dagur greinir sjálfur frá þessu á samfélagsmiðlum. Innlent 7. október 2025 15:03
Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Allir almennir þingmenn Flokk fólksins hafa lagt fram þingmannafrumvarp um að eignir sem seldar eru á nauðungarsölu verði seldar á almennum markaði frekar en á uppboði. Þingmennirnir vísa meðal annars til máls ungs öryrkja sem missti heimili sitt á uppboði á þrjár milljónir króna. Húsið var síðar selt á 78 milljónir króna. Innlent 7. október 2025 11:31
Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst á milli fjórðunga og hefur ekki verið meiri í á fimmta ár. Á sama tíma eykst óánægjan nokkuð og þar með fækkar í hópi þeirra sem höfðu ekki skoðun á ríkisstjórninni. Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar er í hæstu hæðum. Innlent 7. október 2025 10:40
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Innan tveggja vikna mun Hæstiréttur Íslands kveða upp dóm sinn í svokölluðu vaxtamáli Neytendasamtakanna og VR, gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort skilmálar fasteignalána um breytilega vexti séu löglegir eða brjóti gegn réttindum neytenda. Skoðun 7. október 2025 07:02
Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Karlmaður braust inn í Alþingishúsið á laugardagskvöld og dvaldi þar yfir nóttina en var síðan handtekinn á sunnudagsmorgun. Innlent 6. október 2025 20:30
„Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, er brugðið vegna brottvísunar ungbarna í vikunni og segir lögin greinilega ekki nægilega mannúðleg. Kurr er innan herbúða Samfylkingarinnar á Alþingi en Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður segir engan ágreining ríkja við aðra stjórnarflokka um málið. Innlent 5. október 2025 18:33
Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Mikillar gremju gætir innan þingflokks Samfylkingarinnar vegna umdeildrar brottvísunar á tveggja vikna tvíburasystrum í vikunni. Þingmaður flokksins veltir því fyrir sér hvort útlendingalögin á Íslandi séu nógu mannúðleg. Innlent 4. október 2025 19:08
Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Þrjú eru um hituna í varaformannskjöri hjá Miðflokknum eftir að Snorri Másson tilkynnti um framboð sitt í dag. Áður höfðu Ingibjörg Davíðsdóttir, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, og Bergþór Ólason, sagst ætla að gefa kost á sér. Innlent 3. október 2025 10:29
Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Að minnsta kosti tveir verða í framboði til varaformanns Miðflokksins eftir að Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður flokksins, tilkynnti um framboð sitt í morgun. Þar etur hún kappi við Bergþór Ólason. Innlent 3. október 2025 09:14